Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 9
9
MaStT' Laugardagur 11. marz 1978
Tímabær vakning
Búnaðarþingi lokið.
Menn geta haft — og hafa
vissulega — skiptar skoðanir á
landbúnaðarmálum okkar, þó
flestum heilvila mönnum sé al-
veg ljóst, að skarð yrði fyrir
skildi, ef landsmenn yrðu ekki
þess umkomnir að framleiða
næga búvöru handa landsins
börnum.
Annað mál er, að meðan svo
standa sakir sem nú, hversu
langt verður gengið i aö fram-
leiða í belg og biðu fyrir mark-
að, sem gefur jafn litið i aðra
hjind og raun er á um hinn er-
lenda.
Bezt er að taka það með i
reikninginn, að það er miklum
örðugleikum bundið að fram-
leiða nákvæmlega það, sem
landsins börn þurfa, og hlýtur
þá hver maður að sjá, að örugg-
araer, aðhafa aðeins of en van.
En hvað sem menn kynnu að
óska sér, verður auðvitaö fyrir
að snúast við þeim vanda, sem
okkur er á höndum hverju sinni.
Sölumálin erlendis eru nú þessi
vandi, og hafa raunar lengi ver-
ið, allt frá þvi, að Jón heitinn
Árnason var að basla við að
selja frændum okkar, Norð-
mönnum, saltkjötið fyrir 1930,
sem varð Speglinum og öðrum
spégosum ærið tilefni til kveð-
skapar i fremur léttum dúr!
Viðurkenna má, að það sé
ekki áhlaupaverk, að gjör-
breyta á skömmum tima verk-
unaraðferðum, t.d. kjöts. En
framhjá þvi verður samt ekki
gengi'ó, að hálf öld er samt
nokkuð langur umhugsunar-
timi, en hartnær sá timi er nú
liðinnsiðan Björn á Löngumýri
var sendur til Nýja Sjálands, til
að læra aðferðir þeirra — sem
þá þóttu beztar — við fláningu
kindarskrokka fyrir frystingu.
Þetta var merkilegt framtak
mitt i kreppunni og kom að
nokkru gagni — þó minna en
skyldi — þvi enn er fláningu
mjög ábótavant i sláturhúsum
okkar. Þar er að finna alltof
mikið af kjöti, sem rifið hefur
verið i eða af höndum sóða og
klaufa, þó eflaust sé þetta mis-
jafnt.
Nú liggur það i hlutarins eðli,
að til þess að geta selt hvaða
vörur sem er, og ekki sizt mat-
væli, þarf umgengni við hana að
verafrá fyrstu hendi gallalaus.
Tilgangslaust er fyrir okkur
einnig, að gera ekki sömu kröf-
ur hér innanlands og sæmilegir,
erlendir kaupendur gera. Það
liggur engin ættjarðarást i þvi
að éta skit, þó innlendur sé!
Þvi er á þetta bent hér, að
menn verða að skilja, að til þess
að matvara verði söluhæf, að
ekki sé talað um eftirsótt, verð-
ur að meðhöndla hana svo sem
bezt má ákjósa.
Siðari timar og einkum þó
eftir seinni styrjöldina, hafa
borið með sár Stórwreytingar á
heimilishaldi viðar en hér á
landi. Það færist nú æ meira i
vöxt, að neytendur erlendis
reyndar innanlands hér lika —
óski eftir matvörum i svokölluð-
um neytendaumbúðum og á
ýmsum stigum, máske hálfmat-
reiddum. Þetta eru auðvitað
kröfur, sem við verðum aö upp-
fylla, ef vel á að fara.
Smekklegar umbúöir hafa
einnig sitt aö segja til þess að
hvetja fólk til kaupa. Við erum
nú að vakna til þessa i um-
gengni okkar við fiskinn, og þvi
ekki þá kjötið lika og aðrar af-
urðir matvælakyns, sem við
höfum á boðstólum?
Annað atriði, sem stórlega
hefur verið vanrækt til þessa er
markaðsleit. Það verður að
segja fullum hálsi, aö vist er
stjúpmóðurlega búið að þessum
málum, þó fimm flotmilljónum
sé varið til þess!
Ferð núverandi landbúnaðar-
ráðherra á grænu vikuna má og
kallast vafasöm, ef ekki mis-
heppnuð, i þvi skyni að selja
kindakjöt!
Vist hefði það verið nær lagi,
ef selja hefði átt kjöt af öðrum
sláturdýrum, þó þess sé ekki
þörf i bili, af framleiðsluástæð-
um. Hér er vikið að þeirri staö-
hæfingu, sem fram hefur verið
borin, að maðurinn sé að mikl-
um hluta það sem hann étur!
Hér mun vitanlega fara sem
oftar, að aliar ferðir hefjast á
fyrsta skrefinu, gildir þá um að
misstigin verði sem fæst á
langri leið.
Eins og stendur mun Banda-
rikjamarkaður vera einna hag-
stæðasturokkur. En samt vakn-
ar spurningin, hvort við eigum
ekki betri kosta völ i þvi landi en
nú liggur í lófa.
Vestur þar er fjárstofn, sem
kallaður er fjailafé (big horn
sheep), sem kjötið af þykir hið
mesta lostæti og er selt á okur-
verði til finna veizluhalda.
Greindur og glöggur lslending-
ur og ekki siður Islandsvinur,
sem ég átti tal við þar
fyrir tuttugu árum, tjáði
mér, að það væri sannfær-
ing sín, að unnt væri að selja
einmitt islenzka dilkakjöt-
ið sem sælgæti, ef það væri um-
búið og með farið á sama hátt og
fjallafjárkjötið bandariska. Þvi
ekki að gera tilraun með það?
Fregnir hafa borizt um, að
Búnaöarþing hafi tekið ákvörð-
un, sem þó var ekki óumdeild,
að leggjaskatt á innflutt kjarn-
fóður. Nýjustu rannsóknir hafa
sýnt og sannað, að islenzka
kjarnfóðrið er fullkomlega eins
notadrjúgt til eldis og hið er-
lenda, innflutta. Vera má aö það
þyki hart aögöngu ýmsum, að
sæta ekki hagstæðustu verzlun-
arkjörum um verö slikra nauð-
synja. En vissulega er á þaö að
lita, að svo bezt lifir ein þjóð i
hverju landi, að hún kappkosti
að nýta til þess landsins eigin
gögn og gæði.
'Beztu bændur hafa á öllum
öldum metiS mikils, að hafa
tryggingu fyrir þvi, að þeir
gætu, sem áfallaminnst fram-
fleytt bústofni sinum.
Við skulum gera okkur ljóst,
að tvennt getur til komið, sem
væri fullkomin vá. Ekki þarf
annað en uppskerubrest i lönd-
um, semviðkaupum fóðurvörur
af, til þess að fóðuröflun þaðan
lokaðist, nema þá við okurverði.
Loks er ástæða til aö gleyma
ekki „landsins forna fjanda”,
sem trúlega hefur ekki sagt að
fullu og öllu við okkur skilið, þó
hans hafilitið gættumsinn. Með
þessari ákvörðun er snúiö inn á
leið, sem væntanlega á eftir að
gefast betur en happdrætti al-
mennt.
Oddur A. Sigurjónsson
i HREINSKILNI SAGT
ædir Grænland nýju lifi
gu stóridnaðar á næstu
Nú er allt útlit fyrir aö
Grænland verði allveru-
lega í sviðsljósinu, þegar
fram líða stundir. Ástæðan
er sú að taldir eru miklir
möguleikar á þvi, að þar sé
hægt að vinna mikla og
ódýra orku með tilkomu
virkjana, að því er segir í
skýrslu um rannsóknir,
sem gerðar hafa verið þar
að lútandi.
I grein sem birtist í
danska blaðinu Aktuelt
segir, að þetta geri kleift
að hefja uppbyggingu
margþætts dansk-
grænlenzks iðnaðar. Nú
eigi Danir möguleika á að
koma á fót framleiðslu,
hliðstæðri þeirri er Norð-
menn hafi komið sér upp
þ.e. einkum járnblöndun,
alumínium-framleiðslu og
áburðarf ramleiðslu.
Niðurstöður þessarar
skýrslu gefi til kunna að
sambandið milli Danmerk-
ur og Grænlands verði síð-
arnefnda landinu einkar
þýðingarmikið, þar sem
Grænland komi til með að
verða stærsta iðnaðar-
svæði þess. Danir líti því
hjörtum augum til fram-
tíðarinnar, ekki sízt vegna
I
Hinar nýju hugmyndir um vatns-
virkjun munu gefa af sér ódýrara
rafmagn, málmiðnað og áburðar-
framleiðsiu, og aukna atvinnu-
möguleika svo eitthvað sé nefnt,
ef af þeim verður. A Grænlandi er
rými það mibið, aö byggð og stór-
iönaði er hægt að halda aðskildu.
árum
þess að þeir vænti dyggi-
legs stuðnings Efnahags-
bandalagsins við þróun at-
vinnuveganna á Græn-
landi, vegna veru sinnar í
EFTA.
Mjög ódýr orka
Með nýtingu vatnsaflsins má
framleiða sérlega ódýrt rafmagn,
eða allt niður i 2,50 isl. kr. fyrir
kilóvattsstundina. Þetta lága
framleiðsluverð gerir það að
verkum, að hægt verður að fram-
leiða áburð, aluminium og vinna
járn. Nú þegar hefur t.d. veriö
lögö fram áætlun um
ammoniaksverksmiðju, sam-
svarandi hinum frægu norsku
verksmiðjum. Afkastageta henn-
ar yrði slik, ef til kæmi, að hún
sæi Danmörku fyrir mestum
hluta þess áburðar sem þar er
notaður. Verksmiðjan sjálf yrði
auðvitað staösett á Grænlandi,
vegna vatnsorkunnar, sem menn
eru að gera sér vonir um að hægt
sé að nýta.
Vatnsafliö er alla vega til staö-
ar, i stórum leysingavötnum und-
ir menginlandsísnum. Þeir sem
að rannsóknunum standa full-
yrða, aö reisa megi virkjanir á 16
stöðum á Grænlandi, ekki minni
en þær sem reistar hafa verið i
Noregi og Sviþjóð.
Mikil afköst
1 greininni segir enn fremur, að
virkjanirnar 16 eigi aö geta fram-
leitt sem svari til helmings árs-
notkunar i Danmörku. Þar sem
Grænlendingar séu miklu færri en
Danir svari framleiöslumögu-
leikarnir til þess að hver græn-
lendingur noti u.þ.b. 200.000 kiló-
vattstundir á ári. Það sé einmitt
þessi mikla umframorka, sem
geri umfangsmikinn iðnaö mögu-
legan.
En þótt hér hafi verið rætt um
16virkjanir, hafa ekki nema fjór-
ir staðir verið athugaöir vel með
tilliti til slikra framkvæmda. Með
tilkomu þessara fjögurra vatns-
aflsvera fengist að sögn nægileg
orka til járniðju við Ikusakiu,
úrannámu við Kvanefjall,
ammoniakiðnaðar, aluminium-
iðnaöar, járnblöndunar, auk þess
sem borgirnar Holsteinborg,
Godthab, Julianehab og Narrsaq
.nytu góðs af virkjununum. Ibú-
arnir myndu t.d. hver um sig geta
sparaö 3-6000 krónur árlega meö
tilkomu þeirra.
Lausn á vandamáiinu
1 skýrslunni er það ekki tekiö
með i reikninginn, að með ört
vaxandi tækni er hægt að fram-
leiða margfalt meiri orku, en nú
er unnt, er fram liða stundir. Því
er allt útlit fyrir, að Grænland
geti með timanum orðið eitt af
stærstu iðnaðarsvæðum heims.
Nú i upphafi hefur vitaskuld að-
eins verið rætt um þær fram-
leiðslugreinar, sem hafin verður
vinna við á næstu 20-30 árum. En
menn gera sér jafnljóst, að ekki
verður unnt að fullnýta eina ein-
ustu virkjun, ef orkan veröur ekki
nýtt aö hluta til i þágu einhverrar
þeirra iðnaðargreina, sem
nefndar hafa verið hér að fram-
an.
Ekki má þó horfa fram hjá þvi,
aö mörg ljón eru á veginum. T.d.
þarf aluminium-framleiðslan að
veröa allumfangsmikil, áöur en
arðurinn fer að láta á sér kræla.
Þrátt fyrir það er taiinn góöur
möguleiki á, að innan fárra ára
verði kominn á fót i landinu
aluminiumiðnaður, sem gefur vel
i aðra hönd.
En þrátt fyrir allt og allt virð-
ist þarna fundin lausn á miklum
vanda mannkyns, þ.e. hvernig
hægt sé að sjá ibúum jarðar fyrir
nægu hráefni þ.e. járni alumin-
ium og áburði. Og þróunin i Svi-
þjóö og Noregi hefur sýnt það og
sannað, aö iðnaðarsamfélag get-
ur dafnaö skinandi vel a hinum
norðiægari slóöum.