Alþýðublaðið - 17.03.1978, Qupperneq 1
FÖSTUDAGUR 17. MARZ
55. TBL. — /978 — 59. ÁRG.
Sí.. ■
Ritstjórn bladsins er
til húsa í Síðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
Stuttur fundur
með atvinnu-
rekendum í sæ
i gær var haldinn fundur
atvinnurekenda og 10
manna nefndar Alþýðu-
sambandsins og stóð hann
stutt yfir, aðeins um hálfa
klukkustund. Fátt mark-
vert gerðist á þessum
fundi, eftir því sem blaðið
kemst næst. Þó lögðu at-
vinnurekendur fram til-
lögu um að rætt yrði saman
í minni einingum en nú er,
þ.e. að fækkað yrði mönn-
um í samninganefndunum
til að minnka umfang við-
ræðna. Þá var dálitið
þráttað um það hvor aðili
ættí að hafa frumkvæðið
að því að leggja fram til
boð og sagði hvor aðili um
sig hinn eiga að byrja. Fátt
var um niðurstöður úr þrá-
teflinu.
Kl'. 16 i gær kom svo miðstjórn
Alþýðusambandsins saman til
fundar, þar sem m.a. var rætt um
hugmyndina um skipan undir-
nefndar 10 manna nefndarinnar
til að ræða áfram við atvinnurek-
endur. Hermdu fregnir i gær að
hljóðið i miðstjórnarmönnum
væri eitthvað á þá leið, að skipa
bæri slika undirnefnd til að ræða
framkvæmdaratriði þess aö auka
kaupmáttinn i samræmi við það
sem kjarasamningar kveða á um,
en eftir sem áður yrði 10 manna
nefndin ráðandi i viðræðunum.
Málinu var visað til 10 manna
nefndarinnar.
Þá sendi 10 manna nefnd ASl
frá sér yfirlýsingu i gær vegna
kjaramálanna og viöræðnanna og
er hún birt á öðrum stað i blaðinu.
Óháði listinn í
Kópavogisenn
n B I 1Rætt við Sigurð Helgason,
feMI lögffræðing
„Listinn er sem óðast að
ganga saman", sagði
Sigurður Helgason, lög-
fræðingur, þegar Alþýðu-
blaðið innti hann tíðinda af
óháðu framboði við vænt-
anlegar bæjarstjórnar-
kosningar í Kópavogi i vor.
Sigurður sagðist að visu ekki
mundu skipa neitt efstu sæta á
listanum, en þeir sem i framboði
yrðu væri allt fólk sem vel væri
þekkt, margt hefði unnið að bæj-
armálum fyrr og enn kæmi við
sögu ungt fólk, sem ekki heföi
fyrr gefið sig að opinberum mál-
um. Sigurður hét þvi að meðal
baráttumálefna yröu mörg ný-
stárleg mál, sem vis væru til að
vekja athygli og kvaðst hann ekki
óttast að þessi hópur mundi ekki
starfa vel saman, þvi á umræðu-
fundum, sem haldnir hefðu verið,
hefði komið fram fullur einhugur
um stefnumörkun. ,,1 stuttu máli
sagt er ætlun okkar að vinna bæn-
um sem bezt”, sagði Sigurður.
Blaðamaður spurði Sigurð
hvort vænta mætti að hann stæði
meðal annarra að óháðu fram-
boði i Reykjaneskjördæmi til
alþingiskosninga og sagði Sigurð-
ur að þau mál væru enn öll á
umræðustigi og þvi fátt um það
efni að segja að sinni. Sigurður
kvað hins vegar mega vænta
mjög skjótlega birtingar á nöfn-
um þeirra manna, sem á
bæjarstjórnarkosningalistanum i
Kópavogi yrðu. AM
Brotizt inn í barna
heimiii og skóia
Tvö innbrot voru fram-
in í Reykjavik í gærmorg-
un. Annars vegar var
brotizt inn í barnaheimil-
iö Barónsborg, en hins
vegar var brotizt inn í
Fossvogsskóla. I Baróns-
borg var stolið hitabrúsa
og kaffipökkum, en i
Fossvogsskóla náðu þjóf-
arnir að góma 70 þúsund
krónur auk þess sem þeir
brutu tvær hurðir í skóla-
húsinu.
Er blaðið ræddi við Njörð
Snæhólm rannsóknarlögreglu-
mann siðdegis i gær, voru
innbrotin þvi sem næst upplýst
og virtist sem um sömu aðila
hefði verið að ræða i báðum til-
vikum.
—GEK
Samtök kaupmanna:
Þótt nokkrum snjókornum ýrði úr lofti i gær, létu þessir hugprúðu
garöyrkjumenn það ekki raska trú sinni á að vorið sé i nánd og
gróðursettu lauka af alúð framan við Holtagaröa þegar ATA ljós-
myndari átti þar leið um. Hvort upp af þeim vaxa túlipanar,páska
liljur, eða krókusar er ekki gott að segja, en satt að segja fannst
okkur rétta blómið vera VORBOÐl, — hvað annað?!
StefnaVerdlags
rádi vegna nýju
álagningar-
reglnanna!
Verzlunarráð Islands,
Kaupmannasamtök is-
lands og Félag ísl.
stórkaupmanna hafa kært
það sem þau telja brot
Verðlagsnefndar á lögum
um verðlagsmál frá árinu
1960, en þau lög kveða á um
starfsemi nefndarinnar.
Þess er jafnframt krafist i
kærunni að siðasta tilkynn-
ing Verðlagsnefndar um
lækkun verzlunarálagning-
ar, sem gefin var út í
kjölfar gengisfellingarinn-
ar, verði dæmd dauð eða
ómerk.
1 frétt frá samtökunum segir að
þar sem.þau hafi vefengt laga-
gildi tilkynningar Verölagsnefnd-
ar geti þau ekki fyrr en dómur er
fallinn, sagt til um hvort seljend-
ur skuli halda áfram að verð-
leggja vörur i samræmi við eldri
tilkynningu um hámarksálagn-
ingu eða fara eftir hinum nýju
vefengdu ákvæðum.
Samtökin segjast vænta þess að
verðlagsdómur taki ekki fyrir
mál er verölagsst óri kann að
visa þangaö vegna meintra brota
á nýju verðlagsákvæðunum,
álagningarákvæðunum, fyrr en
dæmt hefur verið hvort þau séu
gild eða ógild.
Umrædd samtök benda kaup-
mönnum á aö tilkynna til sin ef
verðlagsyfirvöld reyni að knýja
þá til að fara eftir nýju ákvæðun-
um með hótunum um málshöfðun
og tilvitnun i álagningarákvæðin.
Blaðinu tókst ekki að ná tali af
Verðlagsstjóra til að inna hann
álits á málshöfðun þessari.
Lengsti bökunarofn á Nordurlöndum í Reykjavík
— sjá bls. 3