Alþýðublaðið - 17.03.1978, Síða 6
6
Föstudagur 17. marz 1978 aasr
Eru sömu laun karla og kvenna fyrir sömu vinnu enn ekki veruleiki?
Jafnréttisrád höfdar mál
f.h. Sóknarkvenna gegn
Fjármálaráduneytinu
Er Fjármálaráðuneytið lögbrjótur?
í tilefni staðhæfingar
nokkurrar af hálfu eins
forystumanns Rauð-
sokkahreyfingarinnar
varðandi misréttisað-
stöðu starfskvenna
Kleppsspitalans gagn-
vart starfskörlum sömu
stofnunar, i Alþýðu-
blaðinu 10. mars s.l.,
hafði Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir formaður
starfsstúlknafélagsins
Sóknar samband við
blaðið. Aðalheiður vildi
koma nokkurri leiðrétt-
ingu á framfæri við um-
mæli forystumanns
Rauðsokka.
Hér er um að ræða
mál sem nú er fyrir
dómstólum þ.e. Jafn-
réttisráð höfðar mál á
hendur Fjármálaráðu-
neytinu f.h. Starfs-
stúlknafélagsins
Sóknar. Þar sem
sóknarkonur þær er
vinna hjá Rikisspitöl-
unum telja sig misrétti
beittar hvað launa-
greiðslur varðar. Fái
þær sem sagt greidd
mun lægri laun fyrir
sömu störf og karlar er
vinna við hlið þeirra.
Karlarnir munu vera
félagar i Starfsmanna-
félagi rikisstofnana er
aðild á að BSRB.
JAFNRETTISRÁÐ
KEMUR TIL
SKJALANNA
Upphafs atburðar-
rásar þeirrar er leitt
hefur til yfirstandandi
málaferla er að leita til
ársins 1976. En þá um
haustið, er Jafnréttisráð
kom til, kærði Sókn með
hag umbjóðenda sinna,
sóknarkvenna starfandi
hjá ríkisspitölum, fyrir
augum, misréttisaðstöðu
þeirra gagnvart körlum
þeim er starfa við sömu
stofnun og vinna sömu
störf, fyrir ráðinu. Hér
mun aðallega vera um
að ræða sóknarkonur
starfandi á Klepps-
spitalanum eða 65 að
tölu og við Kópavogs-
hælið, en þar starfa 90
þeirra. Munu konur
þessar fást við hjúkrun
og gæslustörf.
Þá er Jafnréttisráð hafði fengið
kæruna til meðferðar hóf það
þegar að leita upplýsinga og
gagna varðandi málið. Leitað var
m.a. álits forstöðumanna
viðkomandi stofnana og þeir
inntir eftir h vort um væri að ræða
samskonar störf unnin fyrir mis-
jöfn laun annarsvegar af Sóknar-
konum og hinsvegar af
BSEB-félögum. Svör forstöðu-
manna stofnana voru mjög já-
kvæð i garð sóknarkvenna að
sögn Aöalheiðar, og töldu þeir
konurnar vinna sömu störf og
karlmennirnir.
Brýtur Fjármála-
ráðuneytið landslög?
Nú visaði Jafnréttisráð málinu
aftur til Sóknar sem vopnað
gögnum þess hélt á fund Fjár-
málaráðuneytisins. En allt kom
greina. Var m.a. vísað til þess að
fyrir ekki, ráðuneytið neitaði aö
taka kröfur Sóknarkvenna til
þær væru ekki i sama stéttar-
félagi og karlkyns starfefélagar
þeirra. Karlar munu hafa átt og
eiga einskonar fráteknar stöður á
umræddum stofnunum þar sem
þeir vinna við hlið Sóknarkvenna
og allir hafa þeir orðið sjálfkrafa
félagar i SFR og þá BSRB að sögn
Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur.
Að áliti hennar er hér um að
ræða lagabrot af hálfu stjórn-
valda þ.e. á lögum er varða
almenn mannréttindi og jafnrétti.
Nú þegar ljóst má vera af þeim
gögnum er safnað hefur verið i
máli þessu aö um misrétti er að
ræða miili kynja, og þvi fleiri
aðilar en launþegar er brjóta i
berhögg við rikjandi landslög.
I sólstöðusamningunum svo-
nefndu s.l. sumar var krafan um
leiðréttingu á launamisrétti þvi
er Sóknarkonur hafa verið beittar
ein af sérkröfum launþega. Að
samningum loknum haföi staöa
kvennanna gagnvart körlunum
batnað til muna og var þá sára-
lítill munur á launum þeirra. En
þetta breyttist siðan aftur til hins
verra gagnvart sóknarkonum þá
er BSRB samdi s.l. haust við
rikisvaldið, og er nú launamis-
munurinn allt að 21.000 krónur á
mánúði.
Málið fyrir dómstóla
Sókn hafði þegar, að samn-
ingum loknum, visað málinu til
Jafnréttisráðs að nýju þar sem
fulltrúar Fjármálaráðuneytisins
voru enn sama sinnis meðan á
samningaumræðunum stóð og
áður. Jafnréttisráð hóf siðan að
fjalla um málið að nýju eftir
sumrfri s.l. sumar og var m.a.
leitað til Jónatans Þórmunds-
sonar lagaprófessors, og málið
lagt i hendur honum.
í byrjun desember s.l. hófust
siðan málaferli þar sem Jafn-
réttisráð f.h. Sóknarkvenna höfð-
aði mál á hendur Fjármálaráðu-
neytinu. Standa þau málaferK nú
yfir, sækjandi f.h. Jafnréttisráðs
er Jón Steinar Gunnlaugsson.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, en
hún á einnig sæti i Jafnréttisráði,
áleit mál þetta sem nú er höfðað
gegn Fjármálaráðuneytinu
auðunnið mál og hefðu reyndar
fleiri tjáð sig sama sinnis eins og
t.d. Björn Jónsson forseti ASl.
Aðalheiður kvaðst viða hafa
hreyft við máli þessu á fundum
sem og við önnur tækifæri, en
ekki hefði þvi samt verið veitt
nægilega mikil athygli til þessa,
þvi miður. Væri sem menn teldu
þetta sjálfsagða jafnréttismál
sem og önnur réttindamál kvenna
ekki þarfnast þeirrar athygli er
raun væri á.
Væntanlega veröur hægt að
greina betur frá máli þessu i
framtiðinni og skyldum málum,
ef upp koma. En reikna má þó
með að umrædd málaferli muni
taka þann tima sem vandi er til
slikra hluta hér á landi.
J.A.