Alþýðublaðið - 21.03.1978, Síða 12

Alþýðublaðið - 21.03.1978, Síða 12
Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýöublaðsnins er að Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Ilverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsími 14900. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 Fjöldi erl. útvarpsstöðva inn á bylgju Ríkisútvarpsins í nóvember nk. Styrkaukning á langbylgj- unni kostar hundrud millj. Framkvæmdin þó mjög brýn, segir Haraldur Sigurðsson verkfræðingur Póstur og simi annast ýmsa tæknilega þjónustu fyrir Ríkisútvarpiö og höfðum viö i gær tal af Haraldi Sigurðssyni, verk- fræöingi hjá Pósti og sima, og spurðum hann um ástand búnaðar til út- varpsútsendinga og hvaða umbætur stæðu fyrir dyr- um, ekki sizt með tilliti til möguleika á stereó-út- varpi. Haraldur gat fyrst um það, að nú væri senn von á að settur yrði upp nýr FM-sendir i Vatnsenda- stöðinni og að kominn væri til landsins FM-sendir, sem kæmi i stað þess, sem á Skúlagötunni er og yrðu þeir tvöfalt sterkari og hagkvæmari, en þeir eldri, sem eru frá þvi þegar FM-sendingar hófust hér, laust eftir 1950. Þessa senda sagði Haraldur vera búna sætum fyrir tækjabúnað, svokall- aða „sterógeneratora,” sem gerðu kleift að senda út i „stereó”, og kostaði sá auka- búnaður ekki meira en 2000 dali hvor, að ómeöreiknuðum tollum og vinnukostnaði. Taldi Haraldur að þá stæði helzt á útbúnaði i stúdióum útvarpsins, svo hægt væri að hef ja stereó-útvarpssend- ingará amk. hluta dagskrárefnis. Akvöröun um slikt yrði þó að koma frá útvarpsráði og mennta- málaráðuneyti. Taka veröur fram að þessar sendingar gætu aðeins náð til Faxaflóasvæðis. Auka þarf styrk lang- bylgjuútsendinga Þá vék Haraldur að langbylgju- útsendingum og sagði að nú yrði senn mjög brýn þörf á að auka styrkleika þeirra, þar sem I nóvember n.k. gengi i gildi heim- ild til margra útvarpsstöðva til aukins sendikrafts, á sömu bylgjulengd og Rikisútvarpið not- ar. Þessi aukning gerði þaö að „Þar tengjast sálfrædi- legir þættir málunum” — segir Gudmundur Jónsson Vegna ummæla Harald- ar Sigurðssonar, verk- fræðings, um að stereó-út- varp hlyti á næstunni að eiga framtíð sina komna undir skilyrðum til útsend- inga i stúdíóum útvarpsins, ræddum við i gær við þá Hörð Vilhjálmson, fjár- málastjóra Rikisútvarps- ins og Guðmund Jónsson, framkvæmdastjóra. llörður Vilhjálmsson sagöi, að samkvæmt skoðun sinni hlyti það að vera nærtækara verkefni að styrkja dreifikerfi útvarpsút- sendinga, svo notendur i öðrum landshlutum gætu haft fullt gagn af útvarpi og sjónvarpi, en að knýja á um stereóútvarp. Hann minnti á að nú stæði fyrir dyrum að efla örbylgjukerfið sem stór- bæta mundi skilyrði fyrir sjón- varp og útvarp, en kerfið nær nú að Vaðlaheiði. Felst næsti áfangi i að koma þvi austur á Gagnheiði og taldi Hörður það brýnasta verkefnið um þessar mundir. Endurbætur á stúdíóum ekki timabærar, fyrr en nýja húsið rís. kvæmdastjóri, sagði að hann teldi rétt að biða með stereóútvarpið, þar til nýja útvarpshúsið rís, en framkvæmdir við þá byggingu kynnu að hefjast einn daginn, ef gefið verður grænt ljós, þvi teikn- ingar eru svo gott sem tilbúnar.. „Endurbætur á stúdióum, svo stereóútsendingar veröi fram- kvæmanlegar, kosta tugi millj- óna”, sagði Guðmundur og þvi væri óráð að koma sliku fyrir i Skúlagötuhúsinu, þar sem út- varpið starfar við óhagkvæm skilyrði i bráðabirgðahúsnæði, sem það leigir af öðrum rikis- stofnunum. Aldraður tækjakostur Guðmundur sagði að mikið af tækjum útvarpsins við Skúlagötu hefði verið keypt árið 1959 og þá verið ætlað að endast i 7-8 ár. Þannig væru þau nú oröin 19 ára og stafaði sú ending einkum af frábærri hirðu og alúð útvarps- manna og þolgæði við viðgerðir og endurbætur. Ýmsu hefur þó að sjálfsögðu verið bætt við af nýjum tækjum, t.d. ætti útvarpiö áhöld til stereóupptöku og tæki t.d. alla tónlist upp i stereó. Ennvék Guðmundur að lang- bylgjumastri á Vatnsenda, sem verkfræðingar hefðu talið sjálf- sagt að rifa fyrir 7-8 árum og var þá áætlað að mastrið kostaði uþb. 75 milljónir, hver sem upphæðin kynni að reynast nú. Stereóútvarp að hluta sál- fræðilegt mál Guðmundur taldi að stjórn- málamenn hefðu alla tið verið út- varpinu önugir við að fást og sinnt málefnum þess með semingi, að Vilhjálmi Hjálmarssyni undan- skildum sem sýnt hefði þeim út- varpsmönnum mikinn skilning og hagsmunum útvarpsins. Skömmu fyrir strið hefði t.d. fjármunum, sem útvarpið átti yfir að ráða verið þegjandi og hljóðalaust veitt til annarra þarfa, svo sem byggingarsamvinnufélags og til Þjóöleikhússins. Að lokum minnti hann á að ekki væri vist að fólk úti um land liti það hýru auga, ef Reykjavik og nágrenni fengi stereóútvarp, þegar varla væri hægt að hlusta þar á tónlist eða jafnvel viðræðuþætti, án meiri og minni bjögunar, við sum skilyrði. „En hér kemur margt til”, sagði Guðmundur, „og ekki gott að segja hvað verður. Hér tengjast meira að segja sálfræðilegir þættir málunum.” AM. Guömundur Jónsson, fram- Fundur hjá ríkisstjóminni Verðhækkanir afgreiddar í dag I dag má almenningur aö öllum likindum vænta nokkurra verðhækkana, þar sem rikisstjórnin kem- ur saman til fundar til að afgreiða þær beiðnir, sem liggja fyrir hjá henni. Þessar beiðnir, sem eru fjórar eða fimm talsins voru afgreiddar frá verðlagsnefnd fyrir um að bil hálfum mánuði. Hafa þær siðan beðið samþykkis rikisstjórnar- innar. Að þvi er Alþýðublaðið hefur fregnað, mun þarna a.m.k. um að ræða 10% hækkun á smjörliki, og Tropikana og 20% hækkun á saltfiski. Munu fáar veröhækkanabeiðn- ir nú liggja fyrir hjá Verölags- nefnd, en eftir páskana má þó vænta einhverra frekari hækk- ana. Mánafossmálið enn í gangi: Ný álitsgerð Siglinga- málastofnunar um málid Mánafossmálið ætlar þvi að verða lifseigt i réttarkerfinu, en það mun hafa verið tekið> upp aft- ur og aftur, en fyrir nokkrum vik- um var frá þvi skýrt i blöðum að málinu væri lokið. Samkvæmt nýjustu fregnum er málið hins vegar enn i gangi, en Bragi Steinarsson, vararikissaksókn- ari, vildi ekkert segja um álits- gerð Siglingamálastofnunar i gær, kvaðst ekki vera búinn að lesa hana nógu gaumgæfilega yf- — Við fórum fram á þaö á sið- asta ári að fá frekari gögn I mál- inu, til þess að geta gert okkur grein fyrir þvi ástandi sem skipiö var I þegar Mánafoss-óhappið varð, sagði Hjálmar E. Bárðar- son, siglingamálastjóri, i gær, en tilefnið var það að 6. marz s.l. sendi Siglingamálastofnunin nýja álitsgerð varðandi einstaka þætti Mánafoss-máisins svo- nefnda (sem Markús B. Þor- geirsson, skipstjóri úr Hafnar- firði, hefur gert þekkt) til em- bættis saksóknara ríkisins. —JSS Hefjast stereóútvarpssendingar úr gamla Skúlagötuhúsinu, eða verður farið að ráði Guömundar Jónssonar og dokað við, þar til nýja útvarpshúsið ris? verkum að vegna truflana af völdum þessara stöðva þyrfti og aðauka sendistyrk Rikisútvarps- ins. Heimild er til 500 kw. sendi- krafts fyrir Rikisútvarpið, en styrkleikinn nú er aðeins 100 kw. Hins vegar mundi þessi aukning kosta hundruð milljóna og væri þar með talin bygging sendi- stöðvar i staö gömlu Vatnsenda- stöðvarinnar. Taldi Haraldur vist að sú stöð yrði reist austanfjalls og þá byggð ný möstur, tvö eða eitt, og yrði slikt að fara eftir hvað hagstæðast yrði talið og svo að vonum fjárhagsgetu. Vatnsendastöðin of nærri byggð Haraldur sagði að meginástæða þess að flytja þyrfti Vatnsenda- stöðina væri sú, að óhagræði væri að fyrir útvarpsnotendur að vera svo nærri sjálfum sendinum og að auki mundi staðsetning sendisins austan fjalls, leiða til betri skil- yrða til útvarpssendinga út um land. AM „Rétt að vera vongóður” — segir Vilhjálmur Hjálmarsson „Engar ákvarðanir hafa verið teknar enn," sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, þegar blaðið spurði hann um „stereóútvarpið" í gær. „Þar sem ég hef orðið var við mjög mikinn þrýsting á þessi mál, er ekki að vita nema skemmra sé undan að til skarar verði látið skriða en nokkurn grunar,” sagði Vilhjálmur. Að visu taldi hann fjarri lagi að nefna dag og stund enn sem kom- ið er, en ekki ættu þeir sem til slikra útvarpssendinga mæna að þurfa að gefa upp vonina. Ráðherra sagði og að sér skild- ist að steróútvarp væri ekki mikið spursmál, hvað fjármunum vlð- véki og minntist á i þvi sambandi að hagur útvarpsmála hefði mjög rétzt við undanfarið, vegna hækk- aðra afnotagjalda ofl. sem gert hefði kleift að farga gömlum úti- standandi skuldum við banka, vegna byggingamála ofl. Þá sagði hann að talsvert fé hefði verið fest i endurbótum á FM- kerfinu og þar fundizt góð not fyr- ir hinar margumtöluðu tolltekjur af litsjónvarpstækjum. AM Hrafn verður dramatúrgur Dramatúrgsrimmunni i Út- varpsráði lauk s.l. föstudag með þvi að Hrafn Gunnlaugsson fékk meömæli meirihluta ráðsins til að fá ráðningu sem dramatúrgur, eða leiklistarráðunautur, við Sjónvarpið. Hér er um að ræöa hálft starf og segir sagan að stað- an hafi verið búin til handa Hrafni og þar hafi Ellert Schram, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Mathie- sen, fjármálaráðherra, átt. drýgstan hlut að máli. Naut Hrafn og stuðnings Jóns Þór- arinssonar og Péturs Guðfinns- sonar hjá Sjónvarpinu. Um stööuna sóttu, auk Hrafns, þeir Eyvindur Erlendsson, Agúst Guðmundsson, Þorsteinn Jónsson og Þráinn Bertelsson. Mun Þór- arinn Þórarinsson, form. Út- varpsráös, hafa stungið upp i Agústi i stöðuna, en Sigurður A. Magnússon stungið upp á Þor- steini. Lyktir urðu þær að Sigurð- ur studdi Agúst, sem hlaut 3 at- kvæði, en Hrafn fékk 4. —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.