Alþýðublaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 4
4* Miðvikudagur 5. aprll 1978 alþýöU' blaðíö Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. , Hekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjdri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjtírnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fééttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftaverð 1500krónur á mánuði og 80krtínur ilausasölu. Nú eiga vinnu- veitendur Núverandi ríkisstjórn hefur verið fjandsam- legri íslenzkri launþega- hreyfingu en flestar ef ekki allar ríkisstjórnir, sem hér hafa setið að völdum. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að við stjórn er versta blanda í- halds-ríkisstjórnar, sem hugsanlega er hægt að hræra saman. Ríkisstjórnin hefur nánast engin tengsl við launþegahreyf ingarnar. Hún er skilningssljó á þarfir og afkomu hins vinnandi manns. í hennar augum eru launþegar tæki til að afla verðmæta og skapa þjóðarauð, en þeir eiga ekki að hafa í- hlutunarrétt um skipt- ingu auðsins. Þegar svo efnahagsvandamálin hrannast upp er eina lausnarorðið að skerða kjörin. Launþegar hafa sýnt mikla þolinmæði i sam- skiptum sínum við núver- andi ríkisstjórn, sem mótað hefur alla afstöðu vinnuveitenda til samn- ingagerðar. Vinnuveit- endur hafa samið gegn tryggingu ríkisstjórnar- innar fyrir því, að þeir bæru ekki skarðan hlut frá borði. Þess vegna ber ríkisstjórnin fulla ábyrgð á kjarasamningunum og gildi þeirra. Þrátt fyrir það hefur hún fádæma purkunar- leysi brotið gerða samn- inga með lagaboði. Laun- þegahreyfingin á ekki margra kosta völ í því varnarstríði, sem hún hefur verið neydd til að hefja. Aðgerðir hennar hafa verið umdeildar, sem engum þarf að koma á óvart í því öngþveiti efnahagsmála, sem hér er. Það breytir hins vegar engu um það, að mikill meirihluti þjóðarinnar hef ur mikla andúð á van- hugsuðum valdboðum ráðherranna. Alþýðublaðið hefur margoft bent á það, að eina færa leiðin til að firra þjóðina þeim áföll- um, sem átök á vinnu- markaðnum hala tví- mælalaust í för með sér, er samningaleiðin. Laun- þegahreyfingarnar hafa ávallt verið boðnar og búnar til að setjast að samningaborðinu og leysa deilumálin þar. Ríkisstjórnin hefur ekki séð ástæðu til að fara þá leið. Hún hefur með hroka og skilningsleysi böðlast áfram í öllum samskiptum sínum við launþega. Ef ríkisstjórnin hefur nú ekki vit á þvi, að reyna að koma í veg fyrir átök með friðsamleri samn- ingagerð, þá er það hlut- verk vinnuveitenda að hafa vit fyrir henni. Þeir eiga nú þegar að hefja viðræður við Verka- mannasamband Islands um bætur fyrir þá kjara- skerðingu, sem ríkis- stjórnin ákvað. í Verka- mannasambandinu eru þeir sem minnst bera úr býtum í þjóðfélaginu og þeir sem harðast verða úti vegna kjaraskerðing- arinnar. Manndómsbrag- ur yrði af slíkri málaleit- an vinnuveitenda og þeim til álitsauka. Þeir vita, sem og aðrir landsmenn, að núverandi ríkisstjórn er ófær um að stjórna. Á sama hátt er það skoðun Alþýðublaðsins, að það sé mikið álitamál hvort launþegahreyfing- arnar eiga að hvetja launalægsta fólkið í land- inu til að vera í farar- broddi þeirrar baráttu, sem ekki síður kemur þeim launahærri til góða. Varnarbaráttu launþega verður eð heyja með þátt- töku þeirra allra. — En hið endanlega lausnarorð i því þjóðhættulega á- . standi, sem ríkisstjórnin hefur skapað með ein- stökum klaufaskap, eru kosningar þegar í stað. —AG Fagnadarefni álframleidenda Verdlag hefur tvöfaldast os nú framleitt af öllum mætti Framleiðsla áls, sem er einn léttasti og þjál- asti málmur veraldar, hefur löngum verið all sveiflukennd. Nú er þó svo komið, að það er næstum eini málmur- inn, sem framleiðendur geta glaðzt yfir stöðug- leika á verði á — hag- stæðu verði. Framieiðendur stáls, zinks, nikkels og kop- ars kvarta um sihækk- andi tilkostnað og lækkandi ágóða, en framleiðendur álsins hafa ekki undan að full- nægja eftirspurn. Frá 1973 hefur verð á áli hækkað úr 25 sentum fyrir enskt pund i 53 sent fyrir sömu þyngd. Að auki er það álit ýmissa framleiðenda álsins, að eftirspurnin muni enn aukast miðað við framleiðslugetu svo, að snemma árs 1980 verði verðið komið i 60 sent fyrir hvert lbs. Gróði hinna „fjögurra stóru” sem ráða um 3/4 af markaði f Bandarikjunum, Alcoa, Alcan, Reynolds og Kaiser hefur tekið mikla uppsveiflu. Telja verður það mjög svo hófsamleg um- mæli hjá W.H.Crome George, aðalframkvæmdastjóra Alcoa, þegar hann segir á þessa leiö. „Einu sinni á æfinni höföum við verið heppnir! Nú er brautin bein og greiö framundan!” Telja veröur samt meö fullum rökum, að hér sé ekki um að ræða einskæra heppni. Fram til 1975 lögðu stærstu framleiðend- urnir aðalkapp á að auka frem- ur framleiöslugetuna en að stinga gróöa i vasann. Jafnvel þótt rikisstjórnir iðnaðarþjóða keyptu drjúgt af áli til iönaðar- þarfa, einkum hernaðarþarfa, var samt um að ræða offram- leiöslu, sem hélt veröinu niðri. Haft er eftir aðstoöarfram- kvæmdastjóra Alcan, sem selur meira en fjóröung framleiðslu sinnar á Bandarfkjamarkaöi, þó fyrirtækið starfi i Montreal: „Við gengum sannarlega um okkar Gethsemane á fyrstu ár- um hins áttunda tugar, einkum vegna umframframleiðslu og kepptumst við að gogga augun hver úr öðrum. Það var dýr, en dýrmæt lexia”. Sala umframframleiöslu á lágu verði var vissulega erfið hnot að brjóta, en aö þvi loknu kom að skipulagningu og stöðv- un framleiðslugetunnar. Þar kom til stóraukinn tilkostnaður á byggingu álvera, veröhækkun á hráefni og raforku til ál- bræðslunnar. Allt þetta hefur áorkað þvi, aö framleiðendur hyggja ekki á frekari byggingu slikra vera, þó framleiöslan haldist raunar ekki að fullu i hendur við markaðsmöguieika, jafnvel svo á skortir um allt að 10%. Haft er eftir Cornell Maier, forseta Kaiser fyrirtækisins, aö drjúgum þurfi verðið á áli aö hækka, til þess að réttlæta byggingu nýrra verksmiðja. 1 stað þess að auka við fram- leiðslugetuna hafa framleiðend- ur ný snúiö sér að markaðsmál- um og fjölþættari nýtingu fra- leiösluvaranna. Það kostar vissulega verulegar fjárfest- ingu i allskonar vélum, en er taliðmunu skila góðum arði. 011 slik framleiðsla iðnvarnings styrkir einnig undirstöður verk- smiðjanna fjárhagslega, þvi um leið og þarfirnar aukast, eykst einnig eftirspurnin. Aöeins ein samsteypa, Amax, hið mikla námufyrirtæki I Bandarikjunum 1 félagi við Mitsui & Co i Japan hafa þó lagt i áætlanir um og væntanlega ætla ekki að láta þar viö sitja, ný álver i Oregon og Suður Carolina. Það er um 800 milljón dollara áhætta! Eitt af þvi, sem veldur tregðu álframleiðenda á þvi að leggja úr i byggingu nýrra álvera, er orkuskortur, sem flestum þykir fyrirsjáanlegur ináinniframtið. öryggisleysi i orkumálum, vegna þverrandi orkulinda i heiminum er þeim áhyggjuefni, sem fleirum. Hér kemur einnig til, að umhverfisverndarmenn hafa beitt talsverðu afli til að hamla gegn nýjum dlverum, vegna mengunarhættu. Líkleg framvinda, hvað Bandarikin áhrærir er þvi, að frekari framleiösluþurrð verði, sem þýðir þá aukinn innflutn- ing, þegar á niunda tug aldar- innar. Ætla má, að sú staða geti auðveldlega upp komið, að framleiðendur flytji fram- leiðsluver sin til annarra landa og þá gjarnan til landa, sem annaðtveggja eiga gnægðir hrá- efna (bauxite) eða geta látið ódýra orku I té og umfram allt orku, sem byggja má á I fram- tíðinni. Þar koma Braisia og Astralls mjög til greina, sem vatnsafli Amazon og úrani Astraliu. En grunnurinn er auðvitaö hagstætt verðlag á álinu fyrir framleiðendur, og þar þykir nú óvenju bjart framundan. Þýtt og endursagt úr Time.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.