Alþýðublaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 12
alþýöu- blaöió Otgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverf isgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978 TIME spáir gódri tíd hjá álframleidend- um næstu árin: „Erfitt ad spá í markaðsmálin” — segir forstjórinn í Straumsvík í grein i nýju tölublaði af bandariska vikuritinu TIME er grein um afkomu ál- framleiðenda og kemur þar fram, að þeir sem hirða hagnað af ál- framleiðslu i heiminum hafi ástæðu til þess að lita arðvænlegum aug- um til framtiðarinnar. Hafi verð á áli tvöfald- ast á undanförnum 5 árum og nú sé ekki framleitt nóg til að anna eftirspurn. bess má aö lokum geta aö 1 þessum mánuöi kemur skip frá Kinverska Alþýöulýöveldinu til Straumsvikur i þvi skyni að sækja 5.000 tonn af áli, en undanfarin ár hafa Kinverjar keypt hér mikið magn áls frá Straumsvik. 1975 keyptu þeir 16.000 tonn og i fyrra um 8.000 tonn. Ekki er óliklegt að þeir muni kaupa meira á þessu ári, en þaðsem þegarhefur verið samið um. Enn sé von á hækkunum á næstu tveimur árum. Grein þessi er birt á bls. 4 i blaðinu i dag, en Ragnar Halldórsson, forstjóri Al- versins i Straumsvik, kvaðst i gær ekki sjá fram á að ál- markaðurinn myndi batna veru- lega á næstunni, er AB bar undir hann efni greinarinnar. Sagði hann erfittað spá i markaðsþróun næstu mánuði, hyað þá ár, en vonast væri til að einhver breyt- ing yrði til batnaðar siðar á yfir- standandi ári. Markaðsverð i Evrópu er nú 45-48 sent hvert pund, en skráð verð 51 sent og i Bandarikjunum 53 sent. Ragnar sagði að frekar væri reynt að selja framleiðsluna á þessu verði en að safna birgðum og biða eftir verðhækkunum og gengi salan til- tölulega greiðlega um þessar mundir. í minnlngu Vllhjáims Vilhjálmsson I gær var gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Vilhjálms Vilhjálmssonar, söngvara og flugmanns, sem lézt í bílslysi í Luxemborg í siðustu viku. Mikið fjölmenni var við útförina. — Margar hljómplötu- verzlanir voru lokaðar eftir hádegi í gær. — Þessa vin- sæla söngvara var minnst á margvíslegan hátt. Þessi mynd er úr glugga einnar hljómplötuverzlunarinnar. Yfirlækn- ir Free- port held" ur fræðslu- fundi Yfirlæknir Freeport sjúkrahússins, dr. Frank Herzlin, er stadd- ur hérlendis um þessar mundir. Ákveðnir hafa veriðnokkrirfundir með lækninum, þar sem á- hugamenn um áfengis- vandamálið geta borið fram fyrirspurnir. Miðvikudaginn 5. april halda AA-samtökin opinn kynningar- fund i Tjarnarbæ og hefst hann klukkan 9. Dr. Herzlin flytur ræðu ogsvarar fyrirspurnum og AA-fé- lagar segja frá reynslu sinni. Um næstu helgi, 8. og 9. apríl heldur dr. Herzlin fundi á vegum Freeport-klúbbsins að Hótel Sögu. Tveir fundir verða hvorn daginn og eru þeir fyrri frá 9-12 og þeir siðari frá 13.30-16. Fundirnir veröa opnir öllum þeim, sem á- hugahafaá áfengisvandamálinu. Fundirnir verða i eins konar ráð- stefnuformi og nefnast „Freeport philosophy of successful living”. —ATA Vísir krefst kosn- inga þegar f stad Dagblaðið Vísir krefst þess í leiðara i gær, að ríkisstjórnin efni til kosn- inga án tafar. Blaðið tel- ur, að fyrirhugað útflutn- ingsbann knýi óneitan- lega á um að kosið verði án tafar til Alþingis. Blaðið segir, að kýósa eigi um stefnuna i efnahags- og kjara- málum en ekki láta hana ráðast af verkföllum. Blaðið minnir á, að i byrjun marz hafi það verið þeirrar skoðunar, að rikis- stjórnin hefði þá þegar átt að rjúfa þing og efna til kosninga i april. betta eru einkar athyglis- verðar kröfur leiðarahöfundar Visis, sem óneitanlega hefur talsverð tengsl við annan stjórnarflokkinn, Sjálfstæðis- flokkinn. Nú er bara að vita hvort forysta Sjálfstæðisflokks- ins fer að ráðum hans. Samtökin skamma SIS I „Kexverksmidju-auðhringur” ■ ■ ■ Á baksíðu Nýrra þjóð- mála, málgagns Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, er í síðasta tölu- blaði gerð hörð hríð að Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. Þar er SiS kallað auðhringur, sem noti milljónatugi af fjár- munum samvinnumanna i kexverksmiðju í Reykja- vík. Klausan úr Nýjum þjóð- málum fer hér á eftir. Enn höfum við Islendingar sett eitt glæsilegt Norðurlandamet og að þessu sinni þarf einu sinni ekki að bæta aftanvið hinni sigildu setningu, „miðað við fólks- fjölda”. Þau gleðilegu tiðindi hafa nú sem sagt gerst að Samb. isl. sam- vinnufélaga hefur hafið fram- leiðslu á kexi og til þ#ss dugir að sjálfsögðu ekkert minna en lengsti bökunarofn Norðurlanda, ef ekki allrar Evrópu. Ekki fara sögur af þvi að þær kexverksmiðjur sem i landinu hafa starfað til þessa, hafi átt i erfiðleikum með að metta mark- aðinn, en auðvitað hafa frimúr- arafurstarnir i toppstöðum S.l.S. ekki þurft að taka slika smámuni inn i dæmið, þegar þeir ákváðu aðfestaa.m.k. nokkra milljóna- tugi af fjármunum samvinnu- manna vitt og breitt um landiö allt, i kexverksmiöju i Reykjavik, sem i raun er engin þörf fyrir. Af markaðsmálum þarf ekki aö hafa áhyggjur. Hér eftir veröa þeir heiöursmenn, Jón Jónsson, sjómaður á Þórshöfn og Pétur Pétursson, bóndi á Vestfjörðum, einfaldlega látnir kaupa S.l.S kexið i kaupfélaginu sinu, hvort sem þeim likar það vel eða illa. Þá gefur það auðvitað auga leiö að kaupfélagsstjórum landsins hlýtur að vera það mikill léttir að geta nú látið auðhringinn S.l.S. skammta sér kexið og verðið i kaupfélagsbúðirnar og þurfa nú ekki lengur að sæta viðskiptum við einhverja smákalla i faginu.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.