Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 72.TBL. — 1978 — 59. ÁRG. Ritstjórn bladsins er til húsa í Sídumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Vitad boð f jarðstöðina //Nei við vitum ekki ná- kvæmlega hve mörg til- boðin verða/ en við vitum af einum 6—7 sem eru komin eða eru á leiðinni"/ sagði Jón Valdimarsson hjá Pósti og síma i viðtali við Alþýðublaðið i gær vegna opnunar tilboða í jarðstöð fyrirtækisins til móttöku á gervihnattar- sendingu. Tilboðin verða opnuð á laugardag kl. 11. Jarðstöðin verður staðsett i Mosfellssveit i nágrenni úlfars- fells og hefur i þvi skyni verið keypt þar 9 hektara landsvæði. Útboðin vegna jarðstöðvarinn- ar voru að sögn Jóns i tveim hlut- um. Annars vegar var jaröstöðin sjálf, eða fjarskiptabúnaðurinn og stöðvarhúsiö og hins vegar afl- stöö hennar þe. spennistöð, vara- rafall og tilheyrandi byggingar. Fyrri hluti útboðsins var einungis sendur til erlendra aðila, en sá siðari fór bæði til erlendra aðila og nokkurra innlendra. Siðasti skiladagur tilboðanna er á föstudag, en þau verða eins og fyrr segir opnuð á laugardag. Ákvörðun um að hér skyldi reist jarðstöð var tekin árið 1976. Ákveöið var aö hún skyldi gerð i samvinnu við Stóra norræna rit- simafélagið. Jarðstöðinni er fyrst og fremst ætlað það hlutverk aö bæta úr brýnni þörf á fleiri sima- rásum til og frá tslandi. Með byggingu hennar skapast einnig möguleiki á að ná sendingum sjónvarpsefnis bent frá útlönd- um. Það yrði þó einungis á þann veg að Rikisútvarpiö keypti rétt til notkunar sjónvarpsefnis er- lendis frá og dreifðiþvi siðan um landið. Samtimis byggingu jarðstöðv- arinnar verður unniö að uppbygg- ingu stöðvar fyrir sjálfvirkt val við útlönd og er áætlað að á sama tima og jarðstöðin veröur tekin i notkun um áramótin 1979—1980 veröi hægt að velja simanúmer til og frá landinu sjálfvirkt. ES Lýsir frati á Framsókn og tog- arakaup Lúðvíks Jósefssonar I gær notfæröu nokkrir nemendur úr deild hreyfihamlaðra við Hliðaskólann í Reykjavík sér góða veðriðog fóru í bæinn meðkennurum sinum. I Austurstræti var gerður stuttur stanz og þar var boðið upp á ís. ATA kom aðvífandi i þann mund og festi atburðinn á filmu. Einn lielzti hugmyndafræðing- ur Alþýðubandalagsins, Þröstur Ölafsson, hagfræðingur, skrifar grein i siðasta heftí Timarits Máls og menningar, þar sein hann mælir hel'/t með þvi, að eftir næstu kosningar verði mynduð nýsköpunarstjórn., 1 gömlu ný- sköpunarstjórninni sátu fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Þes.si yfirlýsing hugmynda- fræðingsins kemur eins og skrattinnúr sauðaleggnum. Hann kemur fram með þessa tillögu sina á sama tima og verkalýðs- hreyfingin berst harðri baráttu gegn Sjálfstæðisflokknum og verkum hans i rikisstjórn. Ekki er vist að þessi hugmynd hans falli i góðan jarðveg hjá forystu- mönnum verkalýðshreyfingar- innar i Alþýðubandalaginu. Þröstur segir, að verkalýðs- stéttinstandi frammi fyrir tveim- urvalkostum: Annars vegar, að standa utan við allar stjórnir og hervæðast til stórátaka meðan borgarastéttin er að koma ,,sfnu” jafnvægi á efnahagslifið. Hins vegar að mynda nýja samstjórn stéttanna, sem semdi frið meðan verið væri að koma á jafnvægi. Siðan segir hann orðrétt: „Samstjórn stéttanna —eins kon- ar ný og breytt nýsköpunarstjórn — væru stórpólitisk tiðindi: hún hefði forsendur til að geta stjórn- að landinu án þess til alvarlegra stéttaátaka kæmi en það eitt er ekki nægilegt til samsteypu- stjórnar. Verkefni slikrar stjórn- ar væri róttæk umsköpun efna- hagskerfisins — eins konar hrein- gerning — en það útheimti stefnu- grundvöll sem ekki er fyrir hendi enn hjá hvorugum þeirra flokka sem hér kæmu einkum við sögu. Hvorugur flokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn né Alþýðu- bandalagið, er undir það búinn aö standa að nauðsynlegum aögerð- um á sviði fiskverndunar og nið- urskuröi á alltof stórum veiði- flota. Og er verkalýðshreyfingin reiðubúin til að standa að sam- drætti á opinberri þjónustu, sem er afleiðing skuldasöfnunar rikis- ins undanfarin ár”. Ekki er unnt að slá þvi föstu hvort hugmyndafræðingurinn ætlar Álþýðuflokknum hlutverk i nýrri nýsköpunarstjórn, eða hvort hann kýs helzt að stjórna einn með Sjálfstæðisflokknum. 1 greininni vísar hann algjörlega á bug öllu samstarfi viö Framsókn- arflokkinn og segir orðrétt: ,,Sú uppskrift, sem notuð var við myndun tveggja vinstri stjórna, hefur gengið sér til húðar.” En rauði þráðurinn i grein hans er óskin eftir samstarfi Alþýðu- Frh. á 10. siðu Einn helzti hugmyndafræðing- ur Aiþýðubandalagsins: Vill nýsköpunar- stjórn eftir næstu kosningar Eining á Akureyri hefur útflutningsbann adra nótt: Vinnuveitendasambandið vildi kenna okkur stjómlist segir Jón Helgason „Við höfum boðað okkar aðgerðir þann 14. n.k. og munu taka þátt í þeim verkamenn á Akureyri, Dalvik, Hris- ey, Ólafsfirði og á Grenivik,” sagði Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, þegar blaðið átti tal við hann i gær. Jón Helgason sagði að með þessu mundi stöðvast útflutning- ur frá frystihúsum á Akureyri, tveimur frystihúsum á ólafsfirði og einu frystihúsi á hverjum hinna staðanna. Einnig frá Kjart- ani Jónssyni, Sambandinu og KEA. Boðað var til fundar með full- trúum Útgerðarfélags Akureyrar og KEA um horfurnar og mætö á þeim fundi Barði Friðriksson full- trúi Vinnuveitendasambandsins. Sagði Jón að þeir menn hefðu vel getað sparað sér það ómak að koma til fundarins, þvi þeir buðu ekki upp á neina samninga, sögðu enda að þeim væri málið ekki svo skylt lengur, þar sem nú væri að öllu leyti við rikisstjórnina að eiga. Annars, sagði Jón, höfðu þeir helzt hug á að leggja okkur ráð um hvernig við ættum að haga okkur, fordæmdu útflutn- ingsbannið og spurðu hvi ekki væri fremur sett á innflutnings- bann. Mjög fáa kvað Jón Helgason missa vinnu sina vegna aðgerð- anna, en eftir væri að sjá til Frh. á 10. siðu Vaka á Siglufirdi og Vestmanna eyjar hófu aðgerðir á midnætti Flest félögin setja bannið á í aðra nótt ,,Vaka á Siglufirði og verkalýðsfélagið i Vest- mannaeyjum munu hefja framkvæmd út- flutningsbannsins á miðnætti i nótt,” sagði Þórir Danielsson hjá V erkama nnasa mba nd- inu i stuttu viðtali við blaðið i gær. nótt og Þórir sagði að heita mættí að öll verkalýðsfélög landsins hefðu boðað aðgerðir, að frátöldum Vestfjörðum og Suðurnesjum og enn væri verkalýðsfélagsins á Reyðarfirði saknað. Sem kunnugt væri, sagði Þórir, hefðu menn á Seyðisfirði þegar hafið sinaraðgeröirog á miðnætti i nótt kæmu þessi tvö félög, sem fyrr getur, til skjalanna, en flest félög munu setja bannið á þann 13. og 14. n.k. Alls hafa 25 verka- lýðsfélög boðað aðgerðir, en eins og komið hefur fram, mun fram- Frh. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.