Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 12
alþyöu-
blaóíó
Otgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild
blaðsins erað Hverfisgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900.
MIÐVIKUDAGUR 12.
APRÍL 1978
Erlendur gjaldeyrir í íslenzkum bönkum:
Meðal innstæða nemur
276 þús. ísl. krónum
— Liðlega 1200 reikningar hafa verið stofnaðir
Flestir eru reikningarnir i einstaklingseign.
Samkvæmt upplýs-
ingum sem Alþýðu-
blaðið aflaði sér i gær
hjá gjaldeyrisdeildum
Útvegs- og Lands-
banka, hafa verið
stofnaðir saintals 1230
svokallaðir gjaldeyris-
reikningar við þessa
banka siðan þann 28.
desember sl. er reglu-
gerð um slíka reikn-
inga tók gildi.
Samtals nam inneign á þess-
um reikningum i gær 339 millj.
545 þúsund isienzkum krónum,
sem þýöir aö meðal inneign á
hverjum reikningi er liðlega 276
þúsund isl. krónur.
Skipting rákninga milli bank-
anna er þannig, að hjá Lands-
banka islandshefur verið stofn-
aður 921 reikningur og ber þar
mest á þýzkum mörkum, en i
gær voru samtals 812 þúsund
þýzk mörk inni á slikum reikn-
ingum. Næstir að fjölda voru
doliararnir eða 289.000, þákomu
danskar krónur 880.100 að tölu
og loks sterlingspundin 27.800.
Hjá Útvegsbanka Islands
höfðu i gær verið stofnaðir 309
gjaldeyrisreikningar og nam
heildarinnstæða á þessum
reikningum 110,6 milljónum
isienzkra króna.
Þessi upphæð skiplist þannig
milli gjaldmiðla: þýzk mörk
310.000, dollarar 216.000, dansk-
ar krónur 230.000, og sterlings-
pund 13.300.
Það vekur nokkra athygli að
svo virðist sem reikningshafar
við Útvegsbankann séu að jafn-
aði talsvert fjáðari en þeir sem
skipta viö Landsbankann, þvi
meðal innstæða á hverjum
reikningi i Útvegsbankanum
nam i gær um 357 þúsund
islenzkum krónum, en á sama
tima nam meðal innstæða á
gjaldeyrisreikningum i Lands-
bankanum 248 þúsund isl. krón-
um.
Þess má að lokum geta, að
langflestir eru gjaldeyrisreikn-
ingarnir i eigu einstaklinga.
—GEK
t gær kom til Reykjavlkur danska gætluakipið Ingolf, aem verM hefur vió gviluatórf vló Færeyjar at
undanförnu. t dag gefst almenningi kostur á að skoða skipið frá kl. 15.00 —16.30.
AB-mynd ATA
Bæjarstjórnarlisti
Alþýðuflokksins
á Húsavík
Birtur hefur veriö fram-
boöslisti Alþýöuf bkksins til
bæjarstjórnar á Húsavík.
Eftirtaldir skipa listann:
1. Ólafur Erlendsson,
framkvæmdastjóri.
2. Gunnar B. Salómonsson,
húsasmiður.
3. Guömundur Hálfdánarson,
framkvæmdastjóri.
4. Vilhjálmur Pálsson,
iþróttakennari.
5. Herdis Guðmundsdóttir,
húsfreyja.
6. Kristján Mikkelsen,
starfsm. verkalýðsfélagsins.
7. Jón B. Gunnarsson,
sjómaður.
8. Jón Þorgrimsson,
framkvæmdastjóri.
9. Einar F. Jóhannesson,
byggingafulltrúi.
10. Kolbrún Kristjánsdóttir,
húsfreyja.
11. Viðar Eiriksson,
forstöðumaður.
12. Baldur Karlsson,
sjómaður.
13. Þorgrimur Sigurjónsson,
bifreiðastjóri.
14. Kristjana Benediktsdóttir,
húsfreyja.
15. Halldór Ingólfsson,
húsgagnasmiður.
16. Olafur Guðmundsson,
kennari.
17. Halldór Bárðarson,
bifvélavirki.
18. Arnljótur Sigurjónsson,
bæjarfulltrúi.
Vegir vídast færir
Færð um þjóðvegi
landsins er yfirleitt
nokkuð góð um þessar
mundir samkvæmt upp-
lýsingum sem fengust
hjá Vegagerð rikisins i
gær. öxulþungi hefur þó
verið takmarkaður við 7
tonn, en hægt er að
sækja um undanþágur á
þeim svæðum þar sem
frosið hefur siðustu
daga.
Greiðfært er um vegi á
Suðurlandi og allt austur
á firði. i gær var unnið
við að moka snjó úr
Oddsskarði, en Fjarðar-
heiði, sem rudd var á
mánudag, var aftur
teppt i gær. Að öðru leyti
er yfirleitt sæmilega
fært um Héraðið.
Vegir um Snæfellsnes,
Dalasýslu og allt vestur
i Gufudalssveit eru
sæmilega færir. Þá er
ágætlega fært um vegi i
nágrenni Patreksfjarð-
ar, bæði suður á Barða-
strönd og norður á
Bildudal og sömu sögu
er að segja um veginn
milli ísafjarðar og Þing-
eyrar. í gær var hafin
snjómokstur á
Hrafneyrarheiði og
Sandsheiði.
Fært er til Súganda-
fjarðar og inn í ísafjarð-
ardjúp fyrir Kaldalón.
Ágætlega er fært um
Holtavörðuheiði, norður
Strandir, norður i
Bjarnarfjörð og Drangs-
nes.
Vegir um allt Norður-
land eru yfirleitt sæmi-
Iega færir og með
ströndinni allt til Vopna-
fjarðar. —GEK
Verð-
hækkun
á sementi
í dag hækkar verð á
portlandssementi frá
Sementsverksmiðju
rikisins um sem svarar
29%. Verð á tonni án
söluskatts verður þá
22.400 og verð á tonni.
með söluskatti verður
26.900.
Aðrar framleiðslu-
vörur sementsverk-
smiðjunnar hækka að
sama skapi.