Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 3
MfeiM Miðvikudagur 12. apríl 1978
Vésteirm Lúdvíksson, bókmenntafrædingur:
Mál og menning
kanabúlla?
að Alþýdubandalagid togi Mál og
menningu með sér niórí fenið’7
Vésteinn Lúöviksson>
bókmenntafræðingur, ger-
ir harða hríð að Máli og
menningu i síðasta tímariti
félagsins. Hann segir> að
daglegur rekstur þess sé
nú í fáu frábrugðinn
rekstri venjulegra fyrir-
tækja ...»sem á trúlega
stærstan þátt í því að
margir höfundar líta orðið
á Mál og menningu sem
hverja aðra kanabúllu>
ekki hótinu betri en einka-
braskið spekúlantanna."
Hann vikur einnig að Alþýðu-
bandalaginu og tengslum þess við
Mál og menningu. Um þau segir
hann: „Hvernig sem litið er á
forsögu Alþýðubandalagsins held
ég að þvi verði varla á móti mælt
að flokkurinn hafi þróast til
hægri. bau ljós sem þar skina nú
skærast eiga fæst til snefil af
sósialiskri hugsun svo ekki sé
minnst á marxisma. Þetta verður
ekki sagt um gömlu mennina. Ég
er þeirrar skoðunar að Alþýðu-
bandalagið sé á hraðri leið inni
borgaraskapinn (eins og hann er
nú geðslegur) og að hraðinn ráð-
ist fremur af móttökuvilja and-
stæðinganna en sjálfstæðri stefnu
flokksins.
Ef svo fer fram sem horfir tei
ég óhjákvæmilegt að Alþýðu-
bandalagið togi Mál og menningu
með sér niðri fenið”.
Stanga-
veiðin er
byrjuð
Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir i hlutverkum sinum I leiksýningu Þjóðleikhússins ,,A
sama tima að ári”.
ÞJóóleikhúsió svnir
ffA sama tíma aó ári”
— á Suó-vestur og Vesturlandi
Bandaríski gamanleik-
urinn> Á sama tíma að ári.
eftir Bernard Slade, sem
Bessi Bjarnason og
Margrét Guðmundsdóttir
leika um þessar mundir úti
á landsbyggðinni, á vegum
Þjóðleikhússins, nýtur
greinilega mikilla
vinsælda. Sýningar eru nú
þegar orðnar 25, a lls staðar
sýnt fyrir f ullu húsi og víða
aukasýningar.
Nú er að hefjast ferö um Suð-
vestur og Vesturland með verkið
og verða sýningar sem hér segir:
fimmtud. 13. april Bióhöllin,
Akranesi.
föstud. 14. april Samkomuhúsið
Borgarnesi
laugard. 15. april Samkomuhúsið
Borgarnesi
sunnud. 16 april Logaland
mánud. 17. april Logaland
þriðjud. 18. apríl Lýsuhóll
miðv.d. 19. april Hellissandur
fimmtud. 20 april Hellissandur
föstud. 21. april Grundarfjörður
laugard. 22. april Félagsheimilið
Stykkishólmi.
sunnud. 23. april Búðardalur.
Ásókn í veiðileyfi
minni en í fyrra
Nrognkelsaveiði fyrir
suður- og vesturlandi hefst
þann 18. apríl nk. og
stendur veiðitímabilið til
17. júlí i sumar.
Hrognkelsaveiðum við
landið er skipt niður í
f jögur svæði. Fyrsta svæð-
ið nær frá Hvítingum við
suðurströndina vestur með
landinu og norður að
Horni, og sem fyrr segir
hefst veiðin á þessu svæði
þann 18. n.k.
Annað svæðið nær frá Horni og
austur i Skagatá og hófst veiðin á
þvi svæði i gær, 11. april og
stendur hún til 30. júni. Þriðja
svæðið nær frá Skagatá og austur
að Fonti á Langanesi, en veiöin
hófst sl. mánudag og er leyfð
fram til 8. júni. Fjórða og siðasta
svæðið nær frá Langanesi og
suður i Hvitinga. Þar hefst veiöin
20. marz nk. og er leyfð allt til 18.
júni.
Að sögn Þórðar Eyþórssonar
virðist sem ásókn i veiðileyfi sé
heldur minni i ár, en i fyrra ef
Vesturlandiö er undanskiliö, en
þaðan hafa borist fjölmargar
umsóknir siðustu daga.
Gjald fyrir veiöileyfi er sem
fyrr 2000 krónur.
—GEK.
Nýútkomin
Stef nuskrá Samtaka
frjálslyndra og
vinstri manna
„Samtök frjálslyndra
og vinstri manna hafa
það meginhlutverk að
efla jafnaðarstefnu og
sa m vinnuhugs jón í
islensku stjórnmálalifi og
þjóðfélagsháttum og
vinna að úrlausnum þjóð-
mála i anda þeirra
stefnumiða, en gegn auð-
drottnun, misrétti og und-
irokun í hverri mynd",
segir i nýútkominni
stefnuskrá Samtakanna.
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna voru stofnuð áriö
1969, og átti nú loksins draum-
urinn um sameiningu vinstri
hreyfingarinnar að verða að
veruleika. En þaö rætast ekki
allir draumar og svo fór einnig
með þennan og aldrei hefur
vinstri hreyfingin á Islandi ver-
iöeins klofin og i dag. 1 kosning-
um til bæjar- og sveitastjórna
árið 1970 náöu þó samtökin tals-
verðum árangri og kræktu sér i
fimm þingsæti og settust siðan i
stjórn meö Framsóknarflokkn-
um og Alþýðubandalaginu. Sú
stjórn sprakk áriö 1974 og upp
frá þvi hefur fylgi Samtakanna
fariö æ minnkandi og þykir nú
útséð um þaö hlutverk Samtak-
anna að sameina vinstri menn I
einum flokki.
Þetta er fyrsta stefnuskráin
sem Samtökin gefa út og greinir
frá stefnu þeirra i flestum þeim
málum sem varða islenzku
þjóðina. Vilja þeir berjast fyrir
auknu réttlæti i þjóöfélaginu á
öllum sviöum og jafna aðstöðu
manna til lifsins gæða, þannig
að þeir fáu og riku sitji ekki
lengur einir aö krásinni. Þetta
er sjónarmið sem allir vinstri
menn á Islandi geta eflaust tek-
ið undir, enda er það ekki
markmiðiö sem slikt sem
ágreiningnum veldur heldur
leiðirnar að þvi.
Formaður samtakanna er
Magnús Torfi ólafsson. ei
— hjá Stangaveidifélagi
Rangæinga
Hrognkelsaveidarnar að hefjast:
,,Veiði hefur verið sæmi-
leg" sagði Aðalbjörn
Kjartansson framkvæmda*
stjóri Stangaveiðifélags
Rangæinga í viðtali við
Alþýðublaðið í gær, þegar
blaðið innti hann frétta af
vorveiði félagsins, sem nú
er hafin, og stendur yfir 1.
april — 15. maí.
A greiningur var meðal félaga
Stangaveiðifélagsins hvort vor-
veiði skyldi leyfð eða ekki og varð
úr að hefja vorveiði að fengnu
leyfi frá Veiðimálastofnuninni.
Veður hefur hamlað veiðinni aö
undanförnu, en þó hefur veiðst
sæmilega. Sumarveiði hefst 20.
júni og stendur yfir til 20. septem-
ber.
Veiðimenn geta fengiö inni i
Rangárbakka, en það er veiðikofi
félagsins og stendur hann á bökk-
um Eystri-Rangár. Þar er rúm
fyrir 10 manns, svo það er bara að
drifa sig af stað með börn og
buru.
Yfir sumartimann eru leyfðar
18stangir i ánni og veiðidagurinn
byrjar kl. 14 e.h. og stendur fram
til kl. 13 daginn eftir. I ánni
veiðist einkum sjóbirtingur.
El.