Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 7
H
Miðvikudagur 12. apríl 1978
Jón Asgeir SigurOsson, I undir-
búningsnefnd samtaka húsleigj-
enda
náð tilgangi sinum og koma i
mörgum tilfellum i veg fyrir það,
að fólk leigi út frá sér”. (Undir-
strikun undirritaðs). Vissulega er
ekki hægt að taka þessar ástæður
sem gefnar þar sem hvorkiliggja
fyrir umsagnir opinberra aöila né
fulltrúa leigjenda.
Um það bil sem veriö var að
afnema og ætlunin var að nema
smámsaman úr gildi lög um
húsaleigu frá 1943 voru sett „Lög
um hámark húsaleigu o.fl. nr. 30.
4. febrúar 1952”. Lög þessi voru
siðan felld niður með öllu haustið
1965. „Lög um hámark húsaleigu
vorueinungis i 5 liðum. Fjallaði 1.
liður um hámark húsaléigu, 2. um
húsaleigunefndir, sá fjórði um
forgang innan héraðsmanna og
hinn 5. um sektir, við brotum á
ákvæðum laganna. 3. liður mun
hafa verið felldur niður fljótlega.
Að visu mun vera, eftir þvi sem
blaðamaður best veit, enn i gildi
það ákvæði „Laga um húsaleigu,
frá 1943” er gefur einstökum
sveitarfélögum rétt til þess að
beitavissum mikilvægum ákvæð-
um laganna, telji sveitarstjórnir
ástæðu til þess. Sé svo skuli sveit-
arfélögin bera allan kostnað
varðandi framkvæmd laganna.
Einungis bæjarstjórn Keflavikur
Sigurður E. GuOmundason, fram-
kvæmdastjórl HúsnæOismála-
stofnunar rikisins
mun hafa gert samþykkt i þessa
átt.
leigja ætti allt
húsnæði eftir reglum
ábúðarlaga”.
En þótt „Lög um húsaleigu”
væru niðurfelld að mestu leyti i
upphafi 6. áratugsins og siðan það
er eftir stóð 1965 i tengslum við
samþykkt laga um Húsnæðis-
málastofnun rikisins, var þó ekki
þar með tilraunum manna til þess
aðsetja lögum þessi mál lokið. A
Alþingi var 1952 lagt fram frum-
varp nefndar skipaðri af félags-
málaráðherra. Hlutverk nefndar
þessarar var að semja frumvarp
að nýjum lögum um húsaleigu.
Nefndin skilaðisiðan af sér.frum-
varpinu á tilsettum tima 10.
október 1951. Frumvarpið var
siðan lagt fyrir Alþingi 1952, 1953
og 1954 en aldrei kom til þess að
það væri samþykkt. í „Húseig-
andanum” 1. tbl. 1952 er húseig-
endum gerð nokkur grein fyrir
frumvarpi þessu. Þar segir að
þóttað lokum hafi nefndarmönn-
um tekist að koma frumvarpinu
samanhafi það gengið æði brösótt
sakir ósamkomulags þeirra i
Páll S. Pálsson, formaðnr Hús-
eigendafélags Reykjavfkur.
milli um innihald frumvarpsins.
Hannes Pálssonfrá Undirfelli dró
einna helst nefndarmanna taum
leigjenda, um hann segir m.a. i
„Húseigandanum”: „Er það að
vonum, því að meginsjónarmið
hans var það, að leigja ætti allt
húsnæði eftir reglum ábúðarlaga
þ.e. til lifstiðar, ef leigjandi kærði
sig um”. Um frumvarp Hannesar
og félaga segir m.a. svo i „Hús-
eigandanum”:
„Niu fyrstu kaflar frumvarpsins
eru almenn ákvæði um samskipti
leigusala og leigutaka, leigufar-
daga og uppsögn húsnæðis,
afhendingu leigðrar ibúöar eða
annars húsnæðis, hvar og hvenær
á að greiða leigu, skyldur leigu-
sala og leigutaka, sérstök ákvæði
um viðhald húsnæðis, reglur um
rétt leigusala til aðgangs að
leigðu húsnæði, framleigurétt og
loks itarleg ákvæði um rétt leigu-
sala til að rifta leigumála.
Akvæði 10. og 11. kafla frum-
varpsins eru sá hluti frumvarps-
ins, sem varð þess valdandi, að
nefndin þriklofnaði, þannig að
enginn heilsteyptur meiri hluti er
að baki þessum tillögum."
Akvæði 10. og 11. kafla er svo
miklum klofningi ollu meðal
nefndarmanna eru þau helst að:
1. Bannað er að segja upp leigu-
samningum um ibúðarhúsnæði,
nema það sé á sömu hæð og
húseigandi býr sjálfur og hafi
sama útidyrainngang. Frjálsir
samningar eru aftur á móti um
eins takli ngsherbergi og
atvinnuhúsnæði. Allir tima-
bundnir leigusamningar eru
ógiltir, og er þar lengra gengið
en i gildandi húsaleigulögum.
2. Hámarksleiga er ákveðin ein
og hin sama, miðuð við gæði
húsnæðis en ekki aldur þess.
Þessi hámarksleiga á að
umreiknast þriðja hvert ár,
samkvæmt visitölu byggingar-
kostnaðar i Reykjavik.
3. Bannað er að nota ibúðarhús-
næði til annars en ibúðar og
bannað er að rifa ibúðarhús-
næði.
4. Húsaleigunefnd er heimilt að
taka auðar ibúðir leigunámi og
leigja þær heimilislausu fólki.
5. Sérstök húsaleigumiðstöð á að
leigja allar ibúðir i þeim hús-
um, sem eigandinn ekki býr i
sjálfur.
Vildi ekki tjá sig um
húsaleigulög á þessu
stigi málsins.
Þá er blaðamaður Alþýðu-
blaðsins hafði samband við Pál S.
Pálsson formann Húseigendaié-
lags Reykjavikur og innti hann
eftirhver helst gætu orðið atriði i
lögum um húsaleigu ef til laga-
setningar um slikt kæmi. Páll
kvaðst ekki vilja tjá sig hvað
þetta varðaði á þessu stigi máls-
ins. Hinsvegar fræddi Páll blaða-
mann um þau húsaleigulög er áð-
ur hafa verið I gildi og hvernig
afnám þeirra bar til.
,,Að byggðar verði
leiguibúðir á félagsleg-
um grundvelli”.
Er haft var samband við Sigurð
E. Guðmundsson framkvæmda-
stjóra Húsnæðismálastofnunar
rikisins og hann spurður sömu
spurningar og Páll hafði hann
ákveðnarskoðanirá málum þess-
um og lausn þeirra. Sigurður
kvað það skoðun sina að með slik-
um lögum yrði, i fyrsta lagi að
tryggja öryggi leigjenda, i öðru
lagi skyldu leigjendur tryggðir
gagnvart of hárri leigu, þá skyldi
með framkvæmd slikra laga séð
til þess að leiguhúsnæði væri
nægilega vel við haldið. Sigurður
sagði það álit sitt að leigjendur
eða þeir er kysu að búa i leiguhús-
næði ættu að geta búið við sömu
kjör og þeir er byggju i eigin hús-
næði.
Um lausn á vanda leigjenda og
þá endanlega lausn sagði Sigurð-
ur að slik væri bygging leiguibúða
á vegum hins opinbera og á fé-
lagslegum grundvelli. Reyndar
væri æskilegast að sem flestir
þeir ef ekki allir er byggju i leigu-
húsnæði byggju i húsnæði þess
opiribera eða þá þvi er væri i fé-
lagslegri eign. Með þvi móti væri
hægt að koma i veg fyrir óþarfa
deilur milli leigjenda og leigu-
sala.
,,Engar geöþóttaupp-
sagnir leigusamninga”
Að lokum hafði blaðamaður
samband viö Jón Asgeir Sigurðs-
son en hann er einn nefndar-
manna i undirbúningsnefnd þeirri
er starfar að stofnun samtaka
leigjenda. Jón hafði eftirfarandi
að segja um hugsanleg lög um
húsaleigujafnframtþvisem hann
gat nokkuð um leigjendur og
leigjendasamtök:
„Leigjendasamtökin þurfa
fyrst og iremst að vera pólitisk
hagsmunasamtök þeirra sem
eiga ekki annarra úrkosta völ en
að búa i leiguhúsnæði til fram-
búðar. Það gefur auga leið að til
þessa hóps telst einkum lágtekju-
fólk, —launamennog lífeyrisþeg-
ar. Þessu fólki er lifsnauðsyn að
geta búið i öruggu leiguhúsnæði.
Samfélaginu ber skylda til að
koma i veg fyrir að fólk sem ekki
hefur efni á að standa i húsbygg-
ingum, verði ekki leiksoppur
leiguokraranna.
Fyrsta krafa leigjendasamtak-
anna varðandi nýja lagasetningu
um húsaleigu, hlýtur þvi að
verða: engar geðþóttauppsagnir
leigusamninga.
Bæði þarf að kveða á um i
hvaða tilfellum leigusala er
algjörlega óheimilt að segja upp
leigusamningi, og einnig i hvaða
tilfellum heimilt er að gera leigu-
samninga til ákveðins tima. Sliku
lagaákvæði ætti að fylgja annað
um tilkynningaskyldu. Einhver
opinber aðili i sérhverju bæjar-
eða sveitarfélagi, eða hugsanlega
húsaleigunefnd á staðnum, ætti
að fá tilkynningar um allt hús-
næði sem leigt væri út.
Þriðja ákvæðið yrði svo samn-
ingsskylda, þ.e.a.s. leigusölum
væriskyltað gera skriflega leigu-
samninga,og að koma afritum á
framfæri við húsaleigunefnd eða
annan slikan aðila.
Þegar þessum atriðum er
framfylgt með ströngum refsi-
ákvæðum, svo sem refsivist i
slæmum tilfellum en annars há-
um fésektum, væri skapaður
grundvöllur fyrir verðlagsstjórn
á húsaleigu. Verðlagsstjórnin
gæti miðast við þær matsniður-
stöður sem fyrir liggja hjá
Fasteignamati rikisins, þ.e.a.s.
það yrði með þvi móti ómögulegt
að leigja út gamalt og lélegt hús-
næði við okurverði. Útfrá
Fasteignamatinu ætti að vera
fremur auðvelt að reikna út
hámarksleigu i hverju einstöku
tilfelli.
Sumir hópari þjóðfélaginu hafa
ekki einu sinni tök á að borga
leigu sem haldið væri innan sann-
gjarnra marka. Fyrirþessa hópa,
t.d. lágtekjufólk með mörg börn,
eða öryrkja með lágar tekjur, eða
ellilifeyrisþega, o.s.frv., þyrfti að
koma til sérstakt húsaleigu-
styrkjakerfi. Einnig ætti að gera
húsaleigu frádráttarbæra til
skatts, bæði til að létta lágtekju-
fólki róðurinn, og eins til að menn
sjái sér almennt hag i þvi að gefa
húsaleigu upp að fullu.
Loks þyrfti verkalýðshreyfing-
in að hafa frumkvæði að úrbótum
i málefnu leigjenda svo og i
húsnæðismálum almennt. Það
fólk sem verst er sett i húsnæðis-
málum, er jú flestallt félagsbund-
ið i ýmsum stéttarfélögum”.
JA
ir leigunám
larhúsnæðis