Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 6
6.
Miðvikudagur 12. apríl 1978
æær-
• -
Saga húsaleigulaga á fslandi, ágrip
Þessi mynd er tekin I Reykjavik á kreppuárunum Ekki eru húsakynnin glæsileg
S.l. föstudag komu fram i
Kastljósi í sjónvarpinu þau Páll
S. Pálsson formaður Húseigenda-
félags Reykjavikur, Jón Kjart-
ansson frá Pálmholti sem einn úr
hópi leigjenda, Sigurður E. Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
Húsnæðismálastofnunar rikis-
insog Aðalheiður Bjarnfreðsdótt-
ir en hún er formaður starfs-
mannafélagsins Sóknar. Umræð-
ur þeirra snérust um rétt, eða
eins og einhver orðaði það og
sagði: „réttleysi leigjenda”: og
mun það vera réttara sagt.
sagt.
I sjónvarpsþættinum komu
fram ýmsar hugmyndir til lausn-
ar vandkvæðum leigjenda m .a. sú
hugmynd að lög yrðu sett um
þessi mál þ.e. stöðu leigjenda,
leigu sem og samskipti leigusala
og leigjanda yfirleitt. Blaðamað-
ur Alþýðublaðsins tók sér fyrir
hendur aðafla upplýsinga um þau
lög er áður hafa gilt um þessi
mál, ef einhver hefðu veriö og
grennslaðist siðan fyrir um það^
hjá, annarsvegar fulltrúa leigj'
enda og hinsvegar fulltrúa hús-
eigenda hver afstaða þeirra væri
til þess máls að setja lög um
húsaleigu. Þá var framkvæmda-
stjóri Húsnæðismálastofnunar
rikisins einnig inntur álits.
Hér mun fyrst verða drepið á
sögu og tilurð laga þeirra er gilt
hafa um húsaleigumál og inni-
hald laganna rakið að nokkru, þá
mun vitnað i fulltrúa leigjenda,
húseigenda og framkvæmda-
stjóra Húsnæðismálastofnunar
rikisins. Hvað viðkemur sögu og
tilurð laganna er að mestu byggt
á „Húseigandanum” málgagni
Húseigendafélags Reykjavikur,
en Páll S. Pálsson formaður
félagsins ljáði blaðamanni góð-
fúslega það efni er viðkemur
húsaleigumálum.
„40—50 fjölskyldur hús-
næðislausar, 70—80 fjöl-
skyldur i óhæfum húsa-
kynnum”
Svo segir i bréfi borgarstjóra i
Reykjavik er hann reit 1918. Orð
þessi lýsa vel þvi ástandi er rikti,
a.mk.hér i bænum, á timum fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Astandið
var jafnvel svo slæmt að heilar
fjölskyldur máttu hýrast i einni
herbergiskytru. Það er upp úr
þessu ástandi sem fyrstu lög um
húsaleigu verða til og þá aðallega
fyrir forgöngu bæjarstjórnar i
Reykjavik, er taldi algjört
ófremdarástandrfkja i þeim mál-
um þ.e. húsaleigumálum. En
leiguokur tiðkaðist þá mjög auk
þess sem stór hluti fólks bjó við
heilsuspillandi húsnæði.
14. mai 1917 voru útgefin bráða-
birgðalög „um ákvörðun há-
marks húsaleigu i Reykjavikur-
kaupstað”, þótti ekki ráð að biða
samkomu Alþingis þeirrar næstu
sakirþesshveástandið var slæmt
i málum þessum. I lögunum er
kveðið á um hver upphæð húsa-
leigu megi vera,og þar með reynt
að sporna við leiguokri, okurleiga
er gerð afturkræf af leigjanda:
skipuð er 5 manna húsaleigu-
nefnd og eru i henni bæði full-
trúar leigjenda og leigusala,
nefnd þessi skyldi hafa úrskurðar-
og úrslitavald i málum „útaf
húsaleigu” einsog það er orðað.
Lögin geta og um leyfi til hækk-
unar á húsaleigu sakir hækkunar
á kóstnaði s.s. viðhaldskostnaði.
Þá er minnst á uppsögn leigu-
samnings og tekið fram að upp-
sögn geti einungis átt sér stað áf
hálfu leigusala að útrúnnu" á-
kveðnu timabili. Einnig er það
tekið fram i lögunum að mögu-
leikar séu fyrir hendi að endur-
visa deilumálum milli leigusala
ogleigjanda til húsaleigunefndar.
Það er og tekið fram að ekki megi
leigja ibúðarhúsnæði til annars en
ibúðar. Að lokum geta siðan lögin
um sektir við brot á ákvæðum
laganna og að með mál þau er
upp kunni að koma er lögin varða
skuli fara með sem opinber mál.
„Hin illræmdu
húsaleigulög”
Lög þessi voru siðan framlengd
aðmestu óbreyttá næstu þingum
og giltu án mikilla breytinga til
ársins 1943 þá er ný lög voru
samþykkt, öllu ýtarlegri, en þó i
sama dúr. A árabilinu 1917 til 1943
þá er fyrrgreind lög voru i gildi
mun þeim hafa verið fylgt fast
eftir af hálfu opinberra aðila
a.m.k. er ekki annað að sjá á
skrifum i málgagni Húseigenda
„Húseigandanum” en þar segir
svo t.d. i 1. tbl. 1. árg. 1951: „Nú
má að lokum sjá fyrir endann á
hinum illræmdu húsaleigulögum,
ef ekkert óvænt kemur fyrir. Er
sannariega kominn timi til þess,
að húseigendur fái aftur umráða
rétt húsa sinna, og endi bundinn á
alla þá úlfúð og jafnvel hatur
milli fólks, sem fylgt hefur i kjöl-
far þessara laga.” Þá segir og i
sömu grein: „Alt frá þvi húsa-
leigulögin voru sett, hafa forystu-
menn Fasteignaeigendafélagsins
haldið uppi þrotlausri baráttu
gegn þeim”. Fasteignaeigenda-
félagið var forveri núverandi
Húseigendafélags.
Ef til vill hafa átt sinn þátt i þvi,
hve fast var fylgt eftir lögunum
frá 1917, ákvæðin um húsaleigu-
nefnd en hún hóf þegar starfsemi
sina 1. mai 1917. Eitt er athyglis-
vert þegar lesin eru gögn varð-
andi upphaf setningar húsaleigu-
laga, en það er hve blandaður sá
þjóðfélagshópurer býr i leiguhús-
næði var, séð frá stéttarlegu
sjónarmiði.í röðum leigjenda má
á árum fyrri heimsstyrjaldar-
innar finna jafnt háttsetta
embætúsmenn sem kaúpsýsíu-
menn og atvinnurekendur.
Ástæðan fyrir þessukann að vera
súað mjögóhægt mun hafa verið
um byggingar húsnæðis á þess-
um timum sakir efnis og vinnu-
aflsskorts. Siðar meir mun
stéttarleg samsetning leigjenda
hafa breyst mjög og þá þannig að
láglaunafólk hefur orðið i yfir-
gnæfandi meirihluta. Kann það
að hafa ráðið nokkru um hversu
ströng lögin voru þegar i upphafi
og hve þrýstingur var mikill á að
þau kæmust til framkvæmda, hve
margir „áhrifamenn” voru með-
al leigjenda.Eneinnig má það Ijóst
vera að miklum mun fleiri voru
þeir er bjuggu i leiguhúsnæði fyrr
á timum.
„Leigusala er óheimilt
að segja upp leigusamn-
ingum um leiguhús-
næði...”
eru upphafsorð 1. greinar
„Laga um húsaleigu, nr. 39, 7.
april 1943”. Lög þessi sem eru all-
ýtarleg giltuán mikilla breytinga
fram á 6. áratuginn þá er smám
ibúðar. Þá hefur húsaleigunefnd
rétt til, að fengnu leyfi Félags-
málaráðuneytisins, leigunáms
hluta ibúðarhúsnæðis, jafnvel
þótt svo eigi að heita að i þvi sé
búið. Úrskurði húsaleigunefndar
má þó i flestum tilvikum skjóta til
yfirhúsaleigunefndar. Húsaleigu-
nefndir skyldu starfa i sveitar-
félögum þeim er húsaleigumál
vörðuðu. Þá er getið um leyfi til
hækkunar húsaleigu til samræm-
is við hækkun húsaleiguvisitölu.
Leigutaki getur krafist mats á
leiguverði ibúðar þeirrar er hann
leigir. Húsaleigunefnd skal fram-
kvæma þetta mat. Möguleikar
finnastþó ætið á þvi að skjóta úr-
skurði húsaleigunefnda til dóm-
stóla. Nefndirnar skulu hafa veitt
samþykki sitt megi húsaleigu-
samningar teljast gildir. Þá er
kveðið á um rétt leigjanda til aft-
urkröfu hluta greiddrar of hárrar
leigu þ.e. hafi leigan veriö of há
aðmati húsaleigunefndar. Einnig
eru i lögunum ákvæði um
hám a rks húsaleigu.
Lög þessi giltu sem fyrr segir
að mestu óbreytt fram á 6. ára-
tuginn. Þá er þau vorustig af stigi
afnumin.
„...koma i mörgum til-
fellum i veg fyrir það að
fólk leigji út frá sér”.
Hversvegna voru lögin um
Heimilt ví
hluta íbúi
saman var farið að fella þau úr
gildi. Lögin eru i 19. liðum.
Kveða lögin m.a. á um það að
óheimilt sé af hálfu leigusala að
segja upp húsnæði nema brýn
þörf sé það honum eða vanda-
mönnum hans. Húsaleigunefnd
hafi þó úrslitavald i málum þess-
um. Þáer nokkuð ýtarlega fjallað
um forgang innanhéraðsmanna,
en svo segir að þeir hafi nær ætið
forgang hvað leigu ibúöarhús-
næðis varðar fram yfir utan-
héraðsmenn. Fyrirmæli eru um
notkun ibúðarhúsnæðis eingöngu
sem sliks og sektir við ólöglegri
notkun. Heimilt ér húsaleigu-
nefnd að taka i notkun autt ibúð-
arhúsnæði sem og ákvarða um
notkun annarskonar húsnæðis til
húsaleigu felld úr gildi stig af
stigi 1950, 1951, 1953 og að lokum
alveg 1965? Þessari spurningu
finn ég að visu ekki auðsvarað, en
þó má geta sér til af skrifum i
„Húseigandanum” á þessum ár-
um að einkum hafi tvær megin-
ástæður legið til þessa: 1. Það að
mönnum hefur þótt sem ekki rikti
það hið sama ástand i húsnæðis-
málum i byrjun 6. áratugarins og
rikti þá er húsaleigulögin komu til
i upphafi. 2. í „Húseigandanum 1.
tbl. 1950 segir m.a. svo: „Slika
réttarskerðingu, eins og- felst i
húsaleigulögunum, er aðeins
hægt að gera á neyðartimum og
þá aðeins stuttan tima. Reynslan
af húsaleigulögunum hefur
ótvirætt sannað að þau hafa ekki