Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 4
4 AAiðvikudagur 12. apríl 1978 alþýðti' blaóið Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Hekstur: Keykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 1500 k rónur á mánuði og 80 krónur í lausasölu. Illt er að þola íhaldshrós Það er válega illt að þola ihaldshrós. Visir tók upp á því í fyrradag, að fagna nokkrum þeirra til- lagna, sem Alþýðuflokk- urinn hefur lagt fram í ef nahagsmálum. Ástæð- an var sú, að blaðið vildi eigna þær Sjálfstæðis- flokknum. Það væri i eðli sínu ekki svo slæmf, ef ihaldið legði sama skiln- ing í þessar tillögur og Al- þýðuf lokkurinn. En Vísir lætur þess ógetið, að Alþýðuf lokkur- inn hefur ekki boðað neinar kraftaverka- lausnir i efnahagsmál- um. Flokkurinn tekur skýrt fram, að þjóðin verði að taka á sig f órnir, en mest beri að leggja á þá nýju forréttindastétt, sem hefur dregið að sér verðbólgugróða með að- stöðu í lánastofnunum og sérréttindum. Vísir lætur þennan þátt liggja á milli hluta, svo og önnur atriði efnahagstii- lagnanna, þar sem vegið er að sérréttindahópum þjóðfélagsins. — Og sé það staðreynd, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi á stefnuskrá sinni einhver þeirra ráða, sem Alþýðu- Alþýðublaðið hefur að undanförnu hvatt ein- dregið til þess, að ríkis- stjórnin og vinnuveitend- ur hefðu frumkvæði að samningagerð til að bæta launþegum þá kjara- skerðingu, sem ríkis- stjórnin stóð að með laga- boði. Launþegahreyf ing- flokkurinn vill beita gegn ef nahagsvandanum, af hverju hefur hann ekki beitt þeim í ríkisstjórn, sem styðst við 42 þing- menn? Alþýðuf lokkurinn er eini íslenzki stjórnmála- flokkurinn, sem lagt hef- ur fram ákveðnar efna- hagámálatillögur fyrir næstu kosningar. Þetta arnar hafa til þessa haft allt frumkvæði í þessu máli, en talað fyrir dauf- um eyrum. AAeð framkomu sinni hafa ríkisstjórn og vinnuveitendur átt frum- kvæði að fyrirsjáanleg- um átökum á vinnumark- aði, sem tvímælalaust gremst hinum flokkun- um, og þó einkum stjórnarf lokkunum, sem eru svo fullkomlega ráðalausir, að einu úrræði þeirra eru fáránlegar árásir á kjör launafólks. Sannast hefur, að illt er að fara að íhalds-ráðum, og mikil nauðsyn breyt- inga og úrbóta á efna- hagsstef nunni. verða allri þjóðinni til tjóns. Þessir aðilar hafa brotið og svikið gerða kjarasamninga og setja svo upp undrunar- og vandlætingarsvip, þegar launþegar kref jast réttar sins. En nú virðist eitthvað hafa rofað til. Jafnvel Ýmsir gætu haldið, að það væri fagnaðarefni fyrir Alþýðuflokkinn og Ijúf tónlist í eyra, að hlusta á hrós ihaldsins. Því fer fjarri. Fögnuður ihaldsmanna yfir efna- hagsmálati llögum Al- þýðuflokksins hlýtur að byggjast á misskilningi. Þær geta aldrei komið heim og saman við sjónarmið Sjálfstæðis- manna. Ef svo væri, þá hefði Sjálfstæðisflokkur- inn fyrir löngu beitt úr- ræðum Alþýðuf lokks- manna. Það hefur hann ekki gert, því þau koma illa við forréttindastétt- irnar. AAorgunblaðið hvetur til þess í leiðara i gær, að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og leitist við að finna leiðir til sátta. Þessu fagnar Al- þýðublaðiðog mun styðja heilshugar allar tilraunir í þessa átt. —ÁG— Morgunblaðið vill samninga Fundir Alþýðuflokksins í Vestf jarðakjördæmi Okkar lausn - og árangur! Ykkar öryggi Arni Bjarni Eiður Jön Sighvatur Kveðjum upplausn, óstjórn og öngþveiti. Fáum þjóðinni nýja forystu og nýja von. xA Á vegum Alþýðuflokksins verða á næstunni haldnir almennir stjórnmálafundir í Vestf jarðakjördæmi, sem hér segir: Bolungarvik: Laugardaginn 15. þ.m. kl. 4 e.h. í sjómannastofunni. Ræðu- menn: Bjarni Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson. ísafirði: Sunnudaginn 16. þ.m. kl. 4 e.h. að Uppsölum. Ræðumenn: Bjarni Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson. Flateyri: Sunnudaginn 16. þ.m. kl. 20.30 í samkomuhúsinu. Ræðumenn: Bjarni Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson. Bildudal: Laugardaginn 29. þ.m. í félagsheimilinu kl. 4 e.h. Ræðumenn: Árni Gunnarsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björg- vinsson. Patreksfirði: Sunnudaginn 30. þ.m. í félagsheimilinu kl. 4. e.h. Ræðumenn: Árni Gunnarsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björg- vinsson. Súgandafirði: Sunnudaginn 7. maí n.k. kl. 20.30 í félagsheimilinu. Ræðumenn: Eiður Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson. ísafjörður: Sunnudaginn 7. maí n.k. Fundartími og f undarstaður nánar aug- lýst siðar. Ræðumenn: Eiður Guðnason og fleiri. Aðrir fundir i kjördæminu auglýstir síðar. Öllum er heimill aðgangur að fundunum og að loknum fram- söguræðum hefjast frjálsar umræður. Alþýðuf lokkurinn. x Kjarasáttmála milli rfkisvalds og verkalýðshreyfingar. x Fjárfestingaáætlun byggda á arðsemi. x Verðaukaskatt á verðbólgugróða. x Endurreisum Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. x Einn llfeyrissjóð fyrir alla. x Lagasetningu um erlendar lántökur. x Nýja og verðmeiri mynt. Nú sækjum við fram til sigurs — verið með!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.