Alþýðublaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 12. apríl 1978
9
Getur hid ranga nokkru sinni ordið rétt?
í timans straumi.
Telja verður sjónvarpsþáttinn
i fyrrakvöld, „Tungan i timans
straumi”, einkar athyglisverð-
an, þó ef til vill megi deila um
ýmsar niðurstöður. Hér var svo
umfangsmikið mál rætt, að þess
er naumast að vænta, að þvi
væru gerð skil, sem vert væri.
Auðvelt ætti að vera að bæta
úr þvi með framhaldsumræð-
um, enda mörgum spurningum
ósvarað, eða þær ekki bornar
upp, þó bærzt hafi i hugum v'ð-
mælenda.
Á siðari árum hefur þess oft
gætt i orðræðum áhugamanna
að nokkuð hafi fölskvast glóð
móðurmálsins og valdið
áhyggjum. Dómur lærifeðr-
anna, sem létu i ljós álit sitt, var
þó á þá lund, að hér væri enginn
háski á ferðum.
Allir viðurkenndu samt, að
við yrðum að halda vöku okkar
sem vissulega er rétt.
Engum þarf að koma á óvart,
þó orðaforði fólks taki veruleg-
um breytingum, þegar þess er
gætt hve atvinnuhættir hafa
gjörbreytztá liðnum áratugum.
Það er endurnýjun, sem eðli-
lega stafar af næstum gjörbylt-
ingu i viðfangsefnum daglegs
Iifs og annars,
Kalla mátti algert samkomu-
lag viðmælenda um, að engin
ástæða væri til að amast við
nokkuð misjöfnum framburði
eftir landshlutum. Hér er alls
ekki um að ræða raunverulegar
mállýzkur, sem rúghngi gætu
valdið um skilning.
Fallast verður á, að tungutak-
ið verði að litrikara og þvi eng-
inn skaði skeður, nema siðursé.
Nokkuð annars eðlis er þó ef
um latmæli er að ræða. Þess
verður allmjög vart i ýmsum
landshlutum og lætur illa i eyr-
um, að ekki sé talað um hljóð-
villur, sem þó eru á undanhaldi,
hvað sérhljóð varðar. En hvað
skal þá segja um rugling i fram-
burði samhljóða?
Þegar fólk fer að bera fram k
sem g og t sem d, getur það
sannarlega komiö spaugilega
út, ef skemmta má með
óskemmtilegum hlut.
Minnissamt mun það vera
flestum, sem á hlýddu, þegar is-
lenzkukennari i Menntaskólan-
um á Akureyri skilaði ritgerð i
hendur nemanda, sem á þessu
villtist gjarnan, með svofelldri
umsögn: „Þetta er eins og vant
er hjá yður, allt út-migið”!
Full þörf hefði verið á, að hin-
ir ágætu lærifeður og kunnáttu-
menn skilgreindu rækilega,
hvað þeir áttu við með orðinu
málkennd. Þar getur verið um
ýmislegt að ræða, sem setja
þyrfti gleggri mörk við. Visast
þvi til Gisla Jónssonar til frek-
ari fyrirgreiðslu i þættinum um
daglegt mál.
Einn var sá þáttur, sem furðu
litið bar á góma, og kann að
vera sökum timaskorts, en það
var islenzk ljóðlist og áhrif
hennar á tungutakfyrr og nú. A
þessu tæpti Armann Kr. Einars-
son litillega, þegar hann lýsti
fögnuði unglinga yfir framsögn
snjalls kvæðis.
Hér er þó viðan akur að erja.
lslenzk tunga er gangnauðug
af hrynjandi, sem hvergi birtist
fegur og ljósar en i ljóðlist i
„stuðlanna skorðum”.
Hér er snertur ljúfur og við-
kvæmur strengur i sjálfri
þjóðarsálinni, sem frá upphafi
hefur þar ómað, þó um hafi ver-
ið að ræða nokkrar myndbreyt-
ingar, sem skertu samt ekki
heildarsvip svo til lýta teldist.
Siðari tima tilraunir til ljóða-
gerðar, sem nefndar hafa verið
órimuð eða atómljóð, hefur
þjóðin litt viðurkennt sem hold
af sinu holdi. Gleggsta dæmið
um það er, að þeir munu fáir,
sem leggja á sig þá fyrirhöfn að
læra eitt eða neitt af þeirri
framleiðslu. Er það raunar
bættur skaði, þó fjölmargir,
svonefndir „menningarvitar”
hlaði þeim allskonar lofkesti i
ræðu og riti!
Miklu alvarlegast er, ef troðn-
ingur þessa, sem Snorri i Reyk-
hoiti hefði trúlega flokkað undir
skálfifla hlut, yrði til þess að
snúa hugum yngri og komandi
kynslóða frá vegferð um töfra-
skóga tungunnar undir hand-
leiðslu okkar mestu meistara i
ljóðlist fyrr og siðar. Sá skaði
yrði trauðla bættur. Væru um-
ræður um þetta i senn áhuga-
verðar og gagnlegar.
Við þetta má bæta þvi, að
orðaforði fólks, sem ýmsir telja
að færist i fábreyttara horf,
myndi stórlega aukast að vöxt-
um og blæbrigðum við meiri
stund lagða á ljóðakunnáttu.
En þetta á einnig sannarlega
við um lestur hins lausa máls.
Áhrif lesefnis á tungutak fólks
hefur ekki verið kannað að
neinu ráði og ef til vill óhægt um
vik. Þetta á helzt við um lesefni
barna i þann mund, sem þau
hafa numið þá list að lesa.
Vissulega hafa orðið nokkrar
umræður um barnabækur, efni
þeirra, framsetningu og útlit, en
þvi miður litið snert við öðru.
Svo virðist, sem aðaláherzla
sé lögð á, að bækurnar séu sem
léttastar og sem minnst áraun
að skilja. Er það og i sama far-
vegi og slökun á kröfum til nem-
enda.
Langur vegur liggur milli les-
efnis þeirra, sem nú eru komnir
vel yfir miðjan aldur, og hinna,
sem nú eru að vaxa upp. Þess
mun þó hvergi gæta, að hinir
eldri hafi beðið neitt tjón á sálu
sinniaf aðglima við örðugleika,
sem sköpuðust af þvi, að fyrir
augu þeirra bar ekki tæpitungu-
mál yfirleitt.
En þegar þess er gætt, sem
fram kom hjá stjórnanda þátt-
arins, að lestrarhæfni umsækj-
enda um stöður i rikisfjölmiðl-
unum sýndi, að um einn fjórði
hluti þeirra aðeins hefði reynzt
hæfur, talar það sinu máli.
Umræður um málfræði og
málfræðinám verður að telja
hafa verið i fátæklegasta lagi.
Þar reyndist þó unnt að koma á
framfæri og til samþykkis afar
hæpinni fullyrðingu. Hún var sú,
að rangt mál gæti orðið rétt, ef
nógu margir tækju hið ranga
upp! Slikt og þvilikt hlýturbein-
linis að öskra á móti allri hefð-
bundinni skilgreiningu á réttu
og röngu. Fróðlegt væri að
heyra álit hinna mætu manna,
sem hér áttu hlut að máli, ef
þessi skilningur yrði færður á
önnur svið þjóðlifsins.
Með þessum hugsanagangi
mætti auðveidlega áfellast
himnaföðurinn harðlega fyrir
að hafa rekið okkar fyrstu for-
eldra úr Paradis, vegna neyzlu
hinna frægu epla, sé þvi á annað
borð trúað, að þau hafi verið
„allir menn”! Eftir situr áleitin
spurning. Getur hið ranga
nokkru sinni oröið rétt?
í HREINSKILNI SAGT________________________________________________________ Oddur A. Sigurjónsson
Ævar R. Kvaran i hlutverki Fjasta i Þrettándakvöldi.
Á fimmtudagskvöldið að
lokinni síðustu sýningu á
Odípusi konungi/ verður
minnst 40 ára leikafmælis
Ævars R. Kvaran, en Ævar
fer með hlutverk prests
Seifs i leikritinu.
Ævar R. Kvaran hefur starfað
við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess
og leikið þar fleiri hlutverk en
nokkur leikari annar eða um 140
hlutverk alls. Ævar hóf leiklistar-
feril sinn hjá Leikféiagi Reykja-
vikur voriö 1938. Hann lék hjá
Leikfélaginu um árabil en hélt
siöan utan til náms i söng- ng leik-
list. Hann nam við Royal
Academy of Music og Royal
Academy of Dramatic Art 1945-
47.
Meðal hinna fjölmörgu hlut-
verka Ævars i Þjóðleikhúsinu má
nefna Zeta barón i Kátu ekkjunni,
Alfred P. Doolitle i My Fair Lady,
Lénarð fógeta i samnefndu leik-
riti, Van Daan i Dagbók önnu
Frank, þrjú hlutverk i tslands-
klukkunni (von Úffelen. Eydalin
lögmaður og Guttormur
Guttormsson). Kasper i
Kardemommubænum, Fjasta i
Þrettándakvöldi og Karl i Hvern-
igerheilsan svoeitthvaö sé nefnt.
Ævar hefur tekið virkan þátt i
félagsmálum leikaray verið
formaður Félags islenskra leik-
ara. stofnandi og fyrsti formaöur
Bandalags islenskra leikfélaga og
Leikarafélags Þjóðleikhússins.
Ævar hefur leikstýrt fjölda verk-
efna. bæði á sviði og i útvarpi.
40 ára leikafmæli
Ævars R. Kvaran
Ungmennafélag
Biskupstungna
minnist 70 ára
afmælis síns
Ungmennafélag Bisk-
upstungna er 70 ára
um þessar mundir, en það
var stof nað á sumardaginn
fyrsta árið 1908. Stofn-
fundurinn var haldinn á
Vatnsleysu og voru um 30
manns á honum. Fyrstu
stjórn félagsins skipuðu:
Þorfinnur Þórarinsson á
Spóastöðum, Viktoría Guð-
mundsdóttir á Gýgjarhóli
og Páll Þorsteinsson í
Lambhúskoti.
Til er starfsskýrsla frá
árinu 1909. Þá eru félagar
35. Fundir eru 10 þetta ár
og á þeim eru auk venju-
legra fundarstarfa iðkaðar
iþróttir svo sem islensk
glíma, hlaup og stökk.
Girtur er skógarreitur og
fimm fyrirlestrar eru
haldnir, þar af f jórir af fé-
lögum. Tvær opinberar
skemmtanir hélt félagið
þetta ár „og skemmti með
söng, spilum og iþrótt-
um". Starfsemin er svipuð
næstu ár, en ýmsir nýir
þættir koma til, svo sem
hjálp við fátæka, ferðalög,
sundiðkun, kartöflurækt
við jarðhita og bókasafn er
stofnað árið 1911.
Leiklist hefur löngum verið
drjúgur þáttur i starfi félagsins
og hafa verið settir á svið á veg-
um félagsins nokkrir tugir leik-
rita allt frá stuttum þáttum eins
og Gamli-Toggi, sem saminn var
upp úr danskri smásögu, og leik-
inn hér árið 1910, til verka eins og
Skugga-Sveinn og Lénharður fóg-
eti.
1 vetur var sjónleikurinn Gisl
eftir Brendan Behan settur á svið
á vegum félagsins og var hann
sýndur 9 sinnum við góða aðsókn.
Var þetta fyrsti liðurinn i hátiða-
höldum i tilefni af 70 ára afmæli
félagsins.
A sumardaginn fyrsta 20. april
n.k., verður hátiðaveisla i Ara-
tungu og hefst hún kl. 14. Um
kvöldið verður kvöldvaka meö
einhverjum dagskráratriðum og
dansi.
Ungmennafélagið býður öllum
núverandi og fyrrverandi félög-
um svo og öllu Biskupstungna-
fólki að koma og taka þátt i þess-
um hátiðahöldum.
Seinna i vor er áformað að
halda iþróttamót i tilefni afmæl-
isins.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Sveinn Auðunn Sæland á
Espiflöt, formaður, Þórir Sig-
urðsson i Haukadal, ritari, og
Þórður Jóhannes Halldórsson á
Litla-Fljóti, ritari.
MiIsUmIiF
Grensásvegi 7
Simi 82655.
lÝlOTOFtOLA
Alternatorar
i bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
kveikjur i flesta bila.
Hobart rafsuðuvélar.
Haukur og Ólafur h. .
Armúla 32—Simi 3-/7-00.
Auc^ýséncW!
AUGLySINGASiMI
BLADSINS ER
14906 *
I -t í
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
■SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bíla-
stödin h.f.