Alþýðublaðið - 13.04.1978, Side 1
1
SSSiSs
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL
73. TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
Ritstjórn bladsins er
til húsa í Sídumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91) 81976
Afgreiöslubanni var
hafnaö á Suöumesjum
„ASÍ átti í heild ad vera með”
„Bitnar harðast á láglaunafólki”
— segir Karl Steinar Guönason, formaður Verkalýös- og sjómannafélags Keflavíkur
Verkalýðsfélög á
Suðurnesjum hafa nú
ákveðið, að taka ekki
þátt i afgreiðslubanni
V er kama nnas amba nds
íslands. Karl Steinar
Guðnason, varafor-
maður Verkamanna-
sambandsins og for-
maður Verkalýðs- og
sjómannafélags Kefla-
vikur, sagði i viðtali við
blaðið i gær, að
ástæðurnar fyrir þess-
ari ákvörðun væru
margvíslegar.
1 fyrsta lagi væri þaö einróma
álit formanna verkalýösfélaga
og alls þorra verkafólks á
Suðurnesjum, að afgreiöslu-
bann Verkamannasambandsins
væri nánast tilgangslitil aðgerð,
sem ekki myndi færa verkafólki
þær umsömdu kjarabætur, sem
rikisstjórnin hefði með valdboði
svipt i burtu.
1 öðru lagi væri það sitt álit og
annarra forystumanna verka-
lýðsfélaga á Suðurnesjum, að
Alþýðusamband lslands hefði i
heild átt að taka þátt i varnar-
striði verkalýðshreyfingarinn-
ar, en ekki aðeins launalægsta
fólkið.
t þriðja lagi, sagöi Karl Stein-
ar, að afgreiðslubannið væri af
þeim toga spunniö, að likur
bentu til að það myndi bitna
harðast, m.a. með auknu at-
vinnuleysi, á láglaunafólkinu,
og að það myndi ekki hafa nein
marktæk áhrif.
I fjórða lagi væri þess að
gæta, að rikisstjórnin væri nú
rétt fyrir kosningar að knýja
launafólk til aðgerða, sem hún
myndisiðar nota i áróðri sinum
gegn launþegahreyfingunni. Til
að mæta þeim áróðri hefði að-
eins algjör samstaða Alþýðu-
sambandsins getað knúið rikis-
stjórnina til samninga, sem
auðvitað hefði verið æskileg-
asta leiðin i þvi ógnarlega efna-
hagsástandi, sem nú rikti.
Karl Steinar sagði, að meðal
annars af þessum ástæöum
hefðu verkalýðsfélögin á
Suðurnesjum ákveðið, að taka
ekki þátt i afgreiðslubanni
Verkamannasambandsins, en
þau myndu i einu og öllu styðja
þær aðgerðir, sem þau teldu liíc-
legar til árangurs.
I fimmta lagi sagði Karl, að
nú væri svo skammt til kosn-
inga, að launþegar á islandi
ættu það svar bezt við árásum
óvinveittrar rikisstjórnar, aö
fella hana i kosningum og stuðla
að myndun rikisstjórnar, þar
sem fulltrúar launþega færu
með völd.
Vestfirdingar fylgi stefnu
Verkamannasambandsins
„Suöurnesin
ekki þýöingar
meiri en
Melgraseyri
og Hesteyri”
— segir formaður Alþýöusam-
bands Vestf jarða
,,Ég tel að það skipti
framkvæmd þessa út-
flutningsbanns afar litlu
máli, hvort Suðurnesin
verða með eða ekki,
þetta er svo smátt i snið-
um”, sagði Pétur
Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vest-
fjarða, i viðtali við
Alþýðublaðið i gær.
„Þetta er svipað og við
hér vestra settum út-
flutningsbann á Hest-
eyri og Melgraseyri, —
áhrifin yrðu engin”.
Pétur Sigurðsson sagði að á
sunnudag yrði fundur á bafirði,
þar sem kæmu saman fulltrúar
frá vestfirzkum verkalýðsfélög-
um, þrir frá hverju félagi, alls
35-38 menn. A þeim fundi mundi
það ráðast hver afstaöa vestfirð-
inga yrði, en sjálfur sagði Pétur
það sitt álit að vestfirðingum bæri
að standa sem einn maður með
yfirlýstri stefnu Verkamanna-
sambandsins að útflutningsbann-
inu.
,,A Suðurnesjum er 15-20 húsum
ætlað að taka við álika afla og eitt
hús tekur við hér og þeirra aö-
staða er á margan hátt ööruvisi
fyrir vikið. Þeir hafa til dæmis
lent i því að bankarnir hafa skip-
að þeim að selja skip sin, til þess
að bjarga frystihúsunum og ég
öfunda engan af að búa við slika
fjármálastjórn”, sagði Pétur
Sigurðsson. „Þeir eiga mörg mál
óleyst við rikisvaldið og ekki sið-
ur sín sjálfra á milli. Okkar
stefna ætti svo að verða ljós á
sunnudag, en hér eru óneitanlega
uppi ýmsar aðrar hugmyndir en
minar um málin, td. allsherjar-
verkfall og fleira þvi um likt”.
AM
Ljósmyndari blaösins rakst á þessa ágetu vini i gærdag. Þeir áttu svo sannarlega erfitt meö aö
halda sér i skefjum, svo mikil var kátínan og fjöriö. En hvaö leggur maður ekki á sig þegar blaða-
Ijósmyndari er nálægur. Samt sem áöur er greinilegt aö Peking-hundurinn til vinstri getur ekki
haldiöaftur af brosinu þó aöhinum skozka vini hans takist aö sýnast alvarlegur. AB-mynd ATA
Útflutmngsbarmid æ víðtækara
Reykjavík, Höfn og Akra-
- útskipun frá bannsvæðum
ekki leyfö um „fríhafnir”
nes í nótt
I kvöld er boðaður fund-
ur hjá Verkamannasam-
bandi Islands, þar sem
„staðan" verður rædd,
eins og hún nú er, sagði
Þórir Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri sambands-
ins i viðtali við blaðið i gær.
I kvöld bætast Reykja-
vík, Höfn í Hornafirði,
Akranes og fleiri staðir í
hóp þeirra, sem sett hafa á
útf lutningsbann. Aðra nótt
koma svo Akureyri,
Þorlákshöfn, Hrísey,
Dalvík, Ólafsfjörður og
fleiri staðir inn í dæmið.
Hlíf í Hafnarfirði hefur
loks sinar aðgerðir þann
15., en alls hefur þetta
bann nú verið boðað á 23
stöðum.
Að Vestfjörðum og Suð-
Frh. á 10. siðu