Alþýðublaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 5
ssssr Fimmtudagur 13. apríl 1978
^ 5
„Stéttin er nákvæmlega 140 metrar.”
„Skrúfan” á salt-
skipinu 1911
Spjallad vid Odd Jónsson, 89 ára verkamann
„Verkfall, —i þá daga köliuOum viö þaö skráfu”.
„Við komum hér fyr-
ir einum sjö árum, kon-
an og ég, hún i körfu,
já, var orðinn svomikill
sjúklingur og ég að
heita orðinn blindur.
Svo dó hún nú fyrir
fimm árum og þá höfð-
um við nöldrað saman i
fimmtiu og fjögur ár.
Nei, við gátum ekki
verið saman hérna á
heimilinu. Það var ekki
hægt.”
Eitthvað á þessa leið sagðist
Oddi Jónssyni frá, þegar við
fundum hann að máli i fyrradag
á Hrafnistu, en hann hafði
reyndar hringt til okkar á Al-
þýðublaðinu, vegna þess að
hann þurfti að fræðast um dálit-
ið mál, sem snerti ellilifeyrinn
og vegna þess að hann hefði ver-
ið i linu Alþýðuflokksins fram að
viðreisnarstjórninni, en við-
reisnarsamstarfið sagðist hann
aldrei hafa fyrirgefið flokki sln-
um og vildi ekki segja okkur
hvort eða hvern hann kysi nú.
En þó hafði hann nú tal af blað-
inu og loks hélt hann að við
blaðamennirnir vissum meira,
en á daginn kom að viö vissum,
um ellilifeyrinn, en við lofuðum
að athuga málið eftir beztu
getu, og fyrst við vorum komnir
settumst við niður og ræddum
við Odd nokkra stund.
Þegar Kringlumýrin
var kartöflugarður
Annars þótti Oddi Jónssyni að
þetta væru mestu börn sem
komin voru að finna hann, hann
sagðist heyra það á röddinni, en
sjálfur er hann lika orðinn 89
ára gamall. Honum þótti þaö
bersýnilega alveg hlægilegt að
hitta svona menn, sem ekki
mundu þegar Kringlumýrin var
öll einn kartöflugarður, alveg
suður að Lækjarhvammi. 1
þeim görðum átti Oddur áður
margt dags verkiö, en hann fór
um garðana með plóg og hesta
og plægöi fyrir garðeigendur ár-
um saman. Hver garðeigenda
borgaði svo fyrir plæginguna og
það var misjafnt hve mikið
menn guldu fyrir, sumir borg-
uðu helmingi meira en upp var
sett. Oddur kvaðst oft hafa hitt
slika menn fyrir á lifsleiðinni,
þótt ekki hefði það nú nægt til
þess, að hann safnaði auði, —
nei, það hefði henn aldrei gert.
Oddur átti marga hesta þá og
við þetta var hann um þrjátiu
ára bil.
Hitaveitan 1909
\
Oddur var tvitugur, þegar
hann starfaði há Stefáni B.
Jónssyni á Reykjum að upp-
setningu fyrstu hitaveitu á Is-
landi, hann keyrði rörin fyrir
Stefán, alls 1200 metra, frá
hvernum að bæjarhúsunum.
Stefán vará undan sinni samtið
á margan hátt og loks var hver-
inn á Reykjum einstakur að þvi
leyti, að hann lá nógu hátt til
þess að vatninu yrði veitt frá
honum. Nú eru sextiu og niu ár
liðin frá þvi þessi framkvæmd
var gerð og blaðamanni dettur I
hug að þá var Björn Jónsson ný-
lega kominn i embætti á eftir
Hannesi Hafstein en Scott og
Shackleton að búast I heim-
skautaferðir suður i Englandi.
,,Nei, — maöur hefur ekki safn-
aö auöi”.
Eini bolsevikinn
á Kjalarnesi
Oddur er fæddur i Króki á
Kjalarnesi og I þá daga urðu
menn skjótt að taka til hendinni
og Oddur gerðist snemma
verkalýðssinnaður og fullyrti að
á Kjalarnesi heföi hann verið
eini bolsevikinn. Þessi barátta
hefði átt mjög á hallann að
sækja i þann tið, en þá vantaöi
heldurekki mannvalið i forystu-
sveitina og blind augun ljóma,
þegar hann minnist Ólafs Friö-
rikssonar. „Það er samstaðan
sem gildir,” sagði Oddur Jóns-
son, „mér finnst svo ægilegt,
hvernig þessir vinstri menn
hamast við að traðka skóinn
hver niður af öðrum nú,”
Oddur réðst snemma á tog-
ara, sá fyrsti var Fortuna frá
Fleetwood. Þetta var enskur
togari og þar komst Oddur i
kynni við Breta. Þarna voru að
sjálfsögðu engin vökulög, en það
var bót f máli að Bretar voru
ekki jafn harðir að standa og Is-
lendingarnir. „Þeir duttu á
undan,” segir Oddur, „byrjuðu
að detta, i siíellu, svona einn af
öðrum.” Mannskapurinn var
misjafn og Oddur man eftir
stórum drjóla, sem verið haföi I
Búastriðinu og var honum leið-
inlegur, en um það vill hann ekki
nánar tala. Seinna réðst hann á
„Great Admiral” með Þórarni
Olgeirssyni, og það þótti mikið
happ. Að komast á togara var
lika eitt og út af fyrir sig mikið
happ i þann tið.
Á saltskipinu
1 janúar árið 1911 fóru 20
menn með Hólum austur undir
Vestmannaeyjar að skipa upp
salti. Þessi flokkur var þá settur
um borð I norskt saltskip, sem
hafði innan borðs saltfarm frá
Milljónafélaginu og I saltlest-
inni höfðust þeir við um hálfs-
mánaðar skeið. Kosturinn var
rúgbrauð og magarin og ekki
annan beina höfðu þeir á skipinu
en heitt vatn, sem „kokkdjöfull,
danskur,” rétti þeim i katli út-
um kýrauga á eldhúsinu. Vinn-
an fór þannig fram að þeir mok-
uðu saltinu i dunka, sem svo var
látið i poka og hift um borð i
uppskipunarbát, þvi bryggja
fannst þá engin i Eyjum.
Kaupið við þessa vinnu var 25
aurar á timann, — Oddur hafði
fimm aurum meira, þvi hann
tók aö sér aö sópa upp salti af
,,0'afur Friöriksson var nú
maöur, sem reiöa mátti sig á’’
lestargólfinu, þegar ekki var
verið að vinna. Kaup var aðeins
greitt, meðan skipað var upp, en
það var ekki alltaf, þvi stundum
var vont i sjóinn.
„Skrúfan”
„Við höfðum heyrt að sums
staðar væri greitt hærra kaup,
þegar unnið var á sunnudög-
um,” segir Oddur. „Auðvitað
ekki á tslandi, en i öðrum lönd-
um.
Þess vegna tókum við okk-
ur til einn sunnudagsmorgun og
gengum upp úr lestinni, allir
tuttugu.
Einn hafði orð fyrir
okkur og sagði að við mundum
ekki vinna, nema við fengjum
greitt helmingi hærra kaup á
sunnudögum og um helgar. Það
kom mikið fát á menn við þetta
en það hjálpaði til að skipstjór-
inn var orðinn órólegur, var vist
orðinn á eftir áætlun, og þeir
fóru i land að ráðgast um hvað
gera skyldi. Við höfðum okkar
mál fram og ég veit ekki betur
en þetta sé fyrsta verkfallið hér,
en i þá daga hét það skrúfa.
Þegar þeir voru að borga mér
kaupið mitt, eftir að til Reykja-
vikur kom, sagði gjaldkerinn aö
réttast væri að svipta mig þess-
um fimm aurum fyrir uppsópið,
„fyrst karlarnir fengust ekki til
að vinna.”
Hjá Reykjavikur-
borg í 28 ár
Um 28 ára skeið var Oddur I
vinnu hjá Reykjavikurborg og
verður hann ekki vændur um að
hafa setið með hendur i skauti
um dagana. Hann er þó hinn
hressasti og lætur ekki hjá liöa
að sanna okkur gestum sínum
að hann slær hælunum auðveld-
lega upp undir rass sér ennþá og
það þótt hann i fyrra hafi fallið á
stéttinni fyrir utan heimilið og
lærbrotnað.
Oddur hefur verið sjónlaus i
I4áren segist hafa dálitla glætu
af sjón, hann sér hvar glugginn
er og þegar kveikt er á kvöldum
og hann tekur eftir, þegar ljós-
myndarinn er að „blikka eitt-
hvað.”
Hann segist hafa haft fyrir
reglu að ganga hálfan til heiian
kilómetra á dag á stéttinnj og
brautin sem hann gengur er 140
metrar, hann veit það, þvi hann
var orðinn leikinn i að skrefa
kartöflugarðanna i Kringlu-
mýrinni með nokkuð mikilli ná-
kvæmni hér áður. En Oddur er
ekki sáttur við aö vera þarna á
sjúkradeild Hrafnistu. Hann
segist hafa orð góðra manna
fyrir þvi að kroppurinn sé enn
eins og á unglingi og menn hafi
margir spurt hvað svo hress
maður væri að vilja á sjúkra-
deild.
En hann er ekki heiminum
gleymdur, hann á fjögur börn,
sem koma aö heimsækja hann
og hann á auðvitað barnabörn
og barnabarnabörn, er sem sagt
orðinn iangalangafi. Hann fylg-
ist vel með og segist ekki mega
missa af nokkru töluðu máli,
sem sér gefist kostur á. Hann
hefur lika framhaldssögur á
spólum hjá sér og það styttir oft
stundirnar.
Blaöamennirnir tygja sig til
ferðar og Oddur minnir okkur
enn á að athuga þetta með elli-
lifeyrinn, en hann fær ekki betur
séð en hann hafi verið hlunnfar-
in um þá peninga i þrjú ár og
eins og nærri má geta er ekki
létt að standa i slikri málarann-
sókn fyrir 89 ára gamlan mann
og blindan að auki. Það ætti
hver að geta skiliö, sem sér sig
sjálfan i þeim sporum.