Alþýðublaðið - 29.10.1979, Qupperneq 3
Alþýðublaðið 60 ára
3
Spjallað við Ingólf Jónsson, blaða-
mann við Alþýðublaðið fyrstu árin
Ingólfur Jónsson heitir
hann. Ingólfur var einn af
þeirri/ sem stóðu að
Alþýðublaðinu/ þegar það
var að fara af stað árið
1919. Við hittum Ingólf að
máli á heimili hans í Disa-
dal fyrir ofan Reykjavík
um daginn. Ingólfur er
m jög ern enn, þó kominn sé
yfir áttrætt.
Við spurðum Ingólf fyrst að þvi,
hvert hefði verið starf hans við
Alþýðublaðið.
„Ég tók að mér að koma
Alþýðublaðinu út á hverjum
morgni, að koma þvl i gegnum
prentsmiðjuna. Ég er gamall
prentari, hafði lært hjá Oddi
Björnssyni á Akureyri áður en ég
kom suður til að læra lögfræði. Ég
þekkti blaðaútgáfuna fyrir norð-
an, en þá komu út á Akureyri
blöðin Gjallarhorn og Norður-
land. Ég hafði sett þessi blöð og
brðtið þau um. Þess vegna var
það, að ég tók þetta að mér, að sjá
um útgáfuna. Svo skrifaði ég lika
talsvert i blaðið, þýddi m.a. yfir-
leitt framhaldssögurnar, t.d.
Tarzan.
I þessu var ég rúm tvö ár, hætti
i ársbyrjun 1922.”
— Hverjir voru samstarfsmenn
þínir við blaðið?
„Ritstjórinn, Ólafur Friðriks-
son, fékk fjóra stúdenta með sér
til að sjá um Alþýðublaðið. Það
voru, auk min, Hendrik Ottósson,
Sigurður Jónasson, siðar forstjóri
Tóbaksverslunarinnar, og Dýrleif
Arnadóttir.”
— Skrifaði Ólafur Friðriksson
ekki mest i blaðið?
„Jú, það gerði hann. En hann
var aldrei við þegar blaðið var að
koma út. Hann var aldrei niðri i
prentsmiðju á morgnana en á
þessum tima og lengi siðan var
Alþýðublaðið siðdegisblað. Við
Ólafur vorum hins vegar mikið
saman á daginn, og ræddum þá
um það, hvað koma ætti i blaðinu
þann daginn. Oft var það, að
vantaði efni i blaðið og ég varð að
fylla i eyður i það niðri i prent-
smiðjunni.
Ólafur var stundum fjarver-
andi lengi i einu, var t.d. i
Englandi 3 mánuði árið 1921 og
sama ár einnig i Rússlandi. Þá sá
ég um blaðið að öllu leyti meðan
hann var i burtu.”
— Var ólafur ekki skorpumað-
ur?
„Ólafur skrifaði oft mikið um
sama málið. T.d. skrifaði hann
margar greinar um íslands-
bankamálið. Yfirleitt voru þetta
framhaldsgreinar, sem Ólafur
skrifaði, meira og minna, komu i
mörgum blöðum.
Fyrir kosningarnar 1920 skrif-
uðum við aldrei greinar, sem
náðu yfir heilan dálk, heldur voru
þetta allt smá-,,nótisir”. Páll
Zophaniasson sem þá var helsti
áróðursmaður ihaldsins, var hrif-
inn af þessari aðferð okkar. Hann
sagði: Ef það er stutt, þá nenna
menn að lesa það, en menn lesa
ekki heilar greinar.”
— En hinir stúdentarnir, skrif-
uðu þeir mikið?
„Þeir skrifuðu eftir þvi sem
þeim datt i hug. Sigurður skrifaði
mikið um erlend málefni. Hend-
rik skrifaði um allt mögulegt, en
þeir skrifuðu ekki á hverjum
degi. Dýrleif skrifaði litið i blaðið.
Sigurður og Dýrleif hættu mjög
snemma, en Hendrik var allan
timann, sem ég var við blaðið,
hann var svo ákaflega áhuga-
samur.
— Manstu eftir fleirum sem
skrifuðu i blaðið?
„Ingimar Jónsson, sem seinna
varð skólastjóri gagnfræðaskól-
ans, skrifaði oft. Hann notaði
upphafsstafina I.J., en það gerði
ég lika, svo það getur verið erfitt
að greina milli þess sem hann
skrifaði og ég. Guðmundur R.
Ólafsson úr Grindavik skrifaði
stundum, en var aldrei starfs-
maður blaðsins meðan ég var við
það.”
— En þeir Erlendur Erlends-
son, trésmiður, og Jón Thorodd-
sen yngri, skáldið?
„Erlendur kom i staðinn fyrir
mig, þegar ég hætti. Við Erlendur
vorum aldrei saman við blaðiö.
Jón Thoroddsen hefur skrifað lít-
ið I blaðið, en ég man eftir honum,
hann var mjög mikill kunningi
Hendriks Ottóssonar og skóla-
bróðir hans.”
— Þú skrifaðir undir alls kyns
dulnefnum?
„Já, ég notaði alls konar nöfn
og merki, til að auka fjölbreytn-
ina. Ég skrifaði t.d. margar póli-
tiskar greinar undir nafninu
„Kvásir”.
Einu sinni skrifaði ég grein I
Alþýðublaðið undir dulnefninu
„Kona”. Gamall prestur, sem
konum þótti sérstaklega vænt
um, ætlaði að bjóða sig fram til
þings. Þá skrifaði ég grein undir
þessu dulnefni, þar sem ég sýndi
fram á það, hvað það væri sóða-
legt fyrir prestinn að gefa sig að
þvi svinarii, sem pólitikin væri.
Og presturinn hætti við að bjóða
sig fram.”
— Eru einhverjir lifandi af
samstarfsmönnum þinum við
blaðið?
„Siðast þegar ég vissi, var Dýr-
leif Arnadóttir enn á lifi. Hún er
systir Gunnars Arnasonar, sem
sem lengi var prestur i Kópavogi.
Dýrleif var gjaldkeri hjá bæjar-
fógeta.”
— Var ekki erfitt að halda
Alþýðublaðinu úti á þessum ár-
um?
„Nei, það var ekki erfitt. Við
Ólafur Friðriksson settumst yfir-
leitt inn á kaffihúsið i kjallara
Nýja Biós seinni part dagsins,
þegar blaðið var komið út. Við
sátum alltaf við sama borð, og
það safnaðist oft hópur manna I
kringum okkur. Við ræddum
stjórnmál við þessa menn og
fengum hjá þeim öll tiðindi.
Þannig vorum við inni i öllum
málum.
Erlendu fréttirnar útvegaði
Hendrik Ottósson okkur. Hann
var geysilegur málamaður, og
hlustaði á fréttir i erlendum út-
varpsstöðvum. Við borguðum
aldrei eyri fyrir erlendar fréttir.
Otgáfa Alþýðublaðsins var ó-
dýr á þessum árum. Ég fékk
borgaðar 50 krónur á mánuði
fyrir mitt starf. Ritstjórinn, Ólaf-
ur Friðriksson, fékk 400 krónur á
mánuði, og afgreiðslumaðurinn,
Sigurjón A. Ólafsson fékk 450 eða
500 krónur, ég man það ekki vel.
Prentunin var ekki heldur dýr,
enda þótt mestallt væri handsett
á þessum árum, þetta var svo llt-
ið blað. Svo hjálpaði Alþýðu-
brauðgerðin blaðinu mikið fjár-
hagslega.”
— Hvað ætli upplag blaðsins
hafi verið stórt?
„Svei mér þá, ef ég man það.
Mig minnir helst að það hafi verið
1500 til 2000 eintök. Blaðið átti
marga trygga kaupendur, og var
auk þess töluvert mikið selt i
lausasölu. Dálitið fór blaðið út á
land, aðallega til Hafnarfjarðar
og kaupstaöanna hér i kringum
Reykjavik.
A þessum tima voru fjölmörg
verkalýðsfélög, sem hirtu um að
//Meðan ólafur Friðriksson var erlendis, sá ég um útgáfu blaðsins að öllu leyti."
Ingólfur Jónsson er enn ern, þótt kominn sé yf ir áttrætt.
Ingólfur Jónsson flettir fyrstu árgöngum Alþýðublaðsins
styðja blaðið. Bæði sendu þau
okkur peninga og sérstaklega
reyndu þau að útbreiða blaðið.”
— Hver voru helstu baráttu-
málin á þessum árum?
„Það voru að sjálfsögðu kjara-
málin, baráttan fyrir bættum
kjörum verkafólks. En sjó-
mannadeilurnar voru lika mjög
áberandi þáttur meðan ég var við
blaðið.
— Já, nú voru Vökulögin sett
árið 1921.
„Já, það voru svo margir, sem
höfðu verið á togurunum og
þekktu vinnuskilyrðin þar. Það
var almenn skoðun, að vinnutil-
högun væri það svo óforskömmuð
og kvikindisleg, að það væri ekki
hægt annað en að setja lög sem
bættu eitthvað úr þvi.”
— Eru þér einhver atvik sér-
staklega minnisstæð úr barátt-
unni á þessum árum?
„Já, ég man sérstaklega eftir
nokkrum verkföllum, sem við
stóðumfyrir. Einu sinni varverið
að vinna i grunninum, þar sem
Hótel Reykjavík reis. Þar var
ekki borgað kaup samkvæmt
taxta. Við fórum þangað niður
eftir, við Hendrik Ottósson, og
fengum verkamennina til að gera
verkfall. 1 annað skipti tók maður
að sér að ræsa fram mýrar á
Korpúlfsstöðum I akkorði. Þessi
maöur sveikst um að borga
mönnunum sem unnu fyrir hann.
Ég fór upp eftir og fékk mennina
til að hætta að vinna. Svo sam-
þykkti Kvöldúlfur að borga taxta-
kaup það sem eftir var.
Ég man llka eftir Dagsbrúnar-
verkfallinu, mig minnir að það
hafi verið 1923. Þá var neitað að
vinna næturvinnu, við uppskipun
úr togurum. Stofnaður var hvit-
liðahópur og hann geymdur i
pakkhúsi við höfnina. Svo kom
togari, en við sögðumst hafa sent
sjómannafélagsmann til
Englands, og hefði hann fengið
þvi framgengt, aö togarinn feng-
ist ekki afgreiddur þar. Sam-
komulag náðist tveimur dögum
seinna, og var þá ftætt nætur-
vinnu. Eftir þetta voru togarar
afgreiddir á einum degi, I stað
tveggja sólarftringa áður, það var
svo vitlaust skipulag á vinnunni.
Þannig græddu atvinnurekendur
á þessu verkfalli.
Við Ólafur fórum oft niður að
höfn eftir að vinnu var lokið þar
og töluðum viö menn. Þá var okk-
ur fylgt eftir af mönnum, sem at-
vinnurekendur höfðu á sínum
snærum. Einu sinni var Ólafur
Friðriksson eltur langt suður eftir
Suðurgötu, alveg suður undir
Skerjafjörð. Þar brá hann sér bak
við stein og kastaði af sér vatni.
Þá hurfu nú þeir, sem höfðu veitt
honum eftirför!”
— Svo hættir þú á Alþýðu-
blaðinu árið 1922, Ingólfur.
„Já, ég var við lögfræðinám
uppi i Háskóla. Meðan ég var við
blaðið, var ég aðeins i forspjalls-
visindum. Svo las ég lögfræðina á
3 missirum stanslaust, án þess að
lita upp. Ég keypti hálfa prent-
smiðju Odds Björnssonar á
Akureyri og fluttist þangað. Arið
1926 fluttist ég svo vestur á Isa-
fjörð til að verða bæjarstjóri þar
fyrir Alþýðuflokkinn, en bróðir
minn, Finnur Jónsson, var þá
einn af foringjum hans þar. En
það er nú önnur saga,—”
„ÞETTA
ERFIÐ
VAR EKKI
ÚTGÁFA”