Alþýðublaðið - 29.10.1979, Qupperneq 20

Alþýðublaðið - 29.10.1979, Qupperneq 20
20 Alþýðublaðið 60 ára Kommúnistaflokkurinn, stofnað- ur 1930. Hann var deild i Alþjóða- sambandi kommúnista, Komint- ern, og fjarstýrður frá Moskvu. Alþýðublaðiö gerði óspart gys að linudansi kommanna. En þrátt fyrir kreppuástand, sem yfirleitt eykur fylgi öfgahópa, bitnaði þessa nýja samkeppni siður en svo á Alþýðuflokknum. Þvert á móti vann flokkurinn glæsta sigra á þessum árum. 1 janúar 1934 fóru fram bæjar- stjórnarkosningar i Reykjavik. Kreppan var i algleymingi meö tilheyrandi atvinnuleysi, og til að skapa aukna atvinnu lagði Alþýðublaðið megináherslu á að stofnuð yröi bæjarútgerö i Reykjavik. Alþýðuflokkurinn vann glæsilegan sigur í þessum kosningum, fékk fimm bæjarfull- trúa kjörna. En ihaldið var þó enn i meirihluta, og bæjarútgerðin varð að biða fram yfir strið. Reykvikingar uröu enn aö sætta sig viö ryökláfa einkaframtaks- ins. , . Um voriö 1934 voru svo Al- þingiskosningar. Alþýðufiokkur- inn vann þá stærsta kosninga- sigur sinn, annan en þann i fyrra, og fékk tiu þingmenn. Andstæðingar Alþýðu- flokksins vildu halda því fram, að aukin útbreiðsla Alþýðublaðsins væri orsök þessa mikla sigurs Alþýðuflokksins. Þar kom þó fleira til, sem auðvelt er að benda á, t.d. haföi kosningaaldur veriö lækkaður niður I 21 ár, og var tal- ið að margt ungt fólk hefði kosið Alþýðufiokkinn. Einnig hafði verið felld niður sú takmörkun á kosningarétti, að þeir, sem þegiö hefðu af sveit mættu ekki kjós, en það haföi lengi verið eitt af aðal- baráttumálum Alþýðuflokksins aö afnema það ákvæöi. //Stjórn hinna vinnandi stétta" Eftir þennan kosningasigur Alþýðufiokksins var mynduð sam- stjórn hans og Framsóknar- flokksins, „stjórn hinna vinnandi stétta”. Haraldur Guðmundsson varð ráðherra af hálfuAlþýðu- flokksins I þeirri stjórn. Hann var fyrsti ráðherra sem Alþýðu- flokkurinn átti. Alþýðuflokkurinn hafði ekki átt beina aðild að stjórn áður, en veitti minnihlutastjórn Framsóknarflokksins hlutleysi 1927-1931. Þá voru ákvæöi um það I stefnuskrá Alþýöuflokksins, að hann mætti aöeins mynda meiri- hlutastjórn einn. Aðalverkefni hinnar nýju stjórnar var aö sjálfsögðu glfman við kreppuna. Aöalúrræðið i þeirri glimu var aö auka fjöl- breytni útflutningsins. Fiskur hlaut aö verða áfram aðaiút- flutningsvaran, en lagt var kapp á aö taka upp nýjar aðferðir á honum. Fram aö þessu hafði nær eingöngu verið fluttur út saltfisk- ur og sildarafuröir. Saltfiskurinn einn nam um eða yfir helmingi af útflutningi landsmanna, og hann var mest fluttur til eins lands, Spánar. Má segja, að Spánverjar hafi haft kverkatak á Islending- um vegna þessa. M.a. urðu salt- fiskútflytjendur aö greiða háar fjárhæðir I mútur til spænskra embættismanna, til að fá inn- flutningsleyfi fyrir saltfiskinum. Þessar greiðslur fóru I gengum umboðsmenn á Spáni, og að sjálf- sögðu var ekki unnt að ganga úr skugga um það að peningarnir kæmust nokkuð lengra en tii þeirra. Undir „stjórn hinna vinnandi stétta” var gert mikið átak 1 sjávarútvegsmálum. M.a. var sett á stofn Fiskimálanefnd, þar sem Héöinn Valdimarsson starf- aði mikiö, og átti hún aö hafa for- göngu um nýjar veiði- og verk- unaraðferðir á fiski. Merkasta framtak nefndarinnar var aö koma á fót hraðfrystiiðnaði I landínu en hann var varla til þá. Frystihúsin risu nú hvert af öðru, og aflað var markaðar fyrir hraö- frystan fisk, aöallega i Bretlandi. Einnig var fyrir forgöngu nefnd- arinnar hafin að nýju skreiðar- verkun hér á landi, og hafnar veiðar á nýjum fisktegundum. Andstæöingar stjórnarinnar gagnrýndu aðgerðir hennar I þessum málum, en Alþýðublaðiö fylgdi þeim fast fram. Baráttumál Af öðrum baráttumálum flokksins, sem hæst bar á þessum árum og I stjórnarsamstarfinu, skal hér litiliega minnst á rafvæð- ingu, alþýðumenntun, byggingar- mál alþýðu og alþýðutryggingar. Aukin rafmagnsnotkun til heimilisþarfa og iðnreksturs var meðal helstu baráttumála blaðs- ins. Var fyrsta stóra skrefið i þá átt stigiö með virkjun Sogsins, sem blaðið haföi jafnan beitt sér ötullega fyrir. Aukin alþýöumenntun haföi allt frá upphafi verið mjög til umræðu i blaðinu. Barðist það nú sem jafnan áður fyrir bættri að- stööu til skólanáms. Fór að sjást nokkur árangur þeirrar baráttu eftir aö Haraldur Guömundsson tók við yfirstjórn menntamála. Arið 1936 voru sett ný og full- komnari lög um fræöslu barna, og sett voru lög um rikisútgáfu námsbóka, sem urðu mikil stoð barnmörgum heimilum. Ótölu- legur sægur greina birtist i blað- inu fyrstu áratugina I sögu þess um nauðsyn skólabygginga, ekki sist barna- og gagnfræðaskóla. Blaðið barðist áfram fyrir um- bótum i byggingarmálum alþýðu, en fyrstu Verkamannabústaöirn- ir höföu risið 1932, viö Hofsvalla- götu i Reykjavlk. Alþýöutrygg- ingar voru eitt helsta baráttumál blaðsins, og þær voru loks leiddar I lög 1936. Virkjun gufuhvera Eitt var þaö hjartans mál rit- stjórans, Finnboga Rúts Valdi- marssonar, sem langt átti i land með að næðist fram á þessum tima. Það var beislun gufuorku þeirrar, sem fólgin er i Islensku hverunum og jafnast fyllilega á við þann auð, sem bundinn er i orku fallvatnanna. Einkum beindist athyglin að þeirri orku, sem lá órannsökuð i Henglinum, við bæjardyr Reyk- vikinga. Um það mál voru skrif- aðar nokkrar greinar I Alþýðu- blaðið I júni 1934. Gisli Halldórsson hét ungur verkfræðingur, sem þekkti til virkjana gufuhvera á Italiu en þar hafði gufuorkan veriö beisiuð I stórum stil. Hann skrifaði að beiðni Finnboga Rúts grein um þessar virkjanir, og það er tákn- rænt að greinin birtist allra fremst i fyrsta Sunnudagsblaði Alþýöublaðsins. En þaö var ekki almennur skilningur á þessu máli, og ekki var hafist handa næstu áratugina. Að visu var lögð hitaveita til Reykjavikur, en það er annað mál og miklu minna. Það er ekki fyrr en nú siðustu árin, meö Kröfluvirkjun, að verulega er hafist handa, og þá með þeim flumbrugangi, sem alþjóð er kunnur. 4 Klofningurinn 1938 Arið 1938 gerðust þeir atburðir i sögu Alþýðuflokksins, sem lik- lega hafa orðið flokknum til meira tjóns en nokkuö annað. Stór hluti flokksmanna undir for- ystu fyrrverandi varaformanns flokksins, Héðins Vaídimars- sonar, hins vinsæla verkalýðs- leiðtoga, gekk til liðs viö Kommúnistaflokk Islands og stofnaði nýjan flokk, Samein- ingarflokk alþýöu — Sósialista- flokkinn. Fyrsti klofningur Al- þýðuflokksins 1930 var líklega ó- hjákvæmilegur, en sá klofningur, sem nú varð, var hörmulegur I alla staði. Mál þetta átti sér nokkurn að- draganda, þótt ekki verði hann rakinn hér nema rétt stiklað á stærsu steinunum. Kommúnistar höfðu komið manni á þing i fyrsta sinn i kosningunum 1937, reyndar 3 mönnum, en Alþýðuflokkurinn tapaöi jafnmörgum. Skömmu eftir kosningarnar, 15. júli 1937, fékk Héðinn, án undangengis samráðs viö forystu flokksins samþykkta I Verkamannafélag- inu Dagsbrún, sem hann var for- maöur fyrir, tillögu um tafar- lausa sameiningu kommúnista- flokksins og Alþýðusambandsins (þ.e. Aiþýðuflokksins). Enda þótt ýmsir helstu forystumenn Alþýðuflokksins teldu að þarna væri verið að fara inn á hættulega braut, var kosin þriggja manna samninganefnd til að ræða þetta mál við Kommúnistaflokkinn, og var Héðinn Valdimarsson ekki meðal þeirra. Boðað var til auka- þings Alþýðuflokksins haustið 1938 og þar var samþykkt nær einróma, tilboö til Kom m únis taf lokksi ns um sameiningu flokkanna sem tryggði lýðræöisjafnaðar mönnum áhrif innan æðstu forystu hins sameinaða flokks i réttu hlutfalli við fylgi þeirra meö þjóðinni, en andstæðingar sam- einingarinnar innan Alþýðu- floiksins töldu kommúnista stefna að yfirráðum i hinum sameinaða flokki. Var samþykkt á flokks- þinginu, að ekki mætti vikja frá tilboðinu, og kommúnistum sett- ur frestur til 1. des. 1937 til að svara þvi. Eftir 1. desember, er ljóst var, að kommúnistar mundu ekki ganga að tilboðinu óbreyttu, hélt Héðinn áfram samninga- makki við kommúnista i trássi viö meirihluta flokksforystunnar. A fundi I miðstjórn Alþýðuflokks- ins þ. 9. febrúar var samþykkt að vikja Héðni úr flokknum, 12 mið- stjórnarmenn voru þvi samþykk- ir, en 4 á móti. Þess var ekki langt að bfða, að Héðinn stofnaði Sam- einingarflokk alþýðu — S ós i a 1 i s t a f 1 ok k i n n með kommúnistum. Talsvert stór hópur manna, einkum 1 Reykja- vik, fylgdi Héðni I faðm kommúnista. Finnbogi Rútur hættir Klofningsumrótið hafði mætt mikið á Finnboga Rút. Hann var i s a m n i n g a n ef n d i n n i við kommúnista, og stóð dyggilega við hlið Jóns Baldvinssonar, for- manns Alþýðuflokksins, i þessum deilum. Þetta var erfitt hlutverk, og mikið starf, svo að kom niður á starfi Finnboga sem ritstjóra Alþýðublaðsins. Jafnframt þessu var Finnbogi farinn að starfa viö Menningar- og fræðslusamband alþýðu, sem gaf út töluvert af ódýrum bókum I afar stóru upplagi á þessum ár- um. Um áramótin 1938 og 1939 gerðist hann framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslusambands- ins. Var tilkynnt i Alþýöublaðinu, að ritstjórinn hefði tekið sér fri til heilsubótar um óákveðinn tima sér til heilsubótar, en Jónas Guðmundsson væri ritstjóri og á- byrgðarmaður blaðsins i fjarveru hans. Stefán Pjetursson tók viö af Jónasi 1. júli, en nafn Finnboga Rúts var áfram i haus á forsiðu blaðsins um eins árs skeiö. 1. júli 1940 var nafn hans endanlega tekið af blaðinu. Kjartan Ottósson tók sama: SNARPAR BLAÐADEILUR Oftsló i snarpa brýnu I islensku blöðunum meðan Finnbogi Rútur var ritstjóri Alþýðublaðsins. Hér verða aðeins rifjuð upp litillega þrjú mál, „kollumáliö”, „mjólkurmálið, ” og „Kveldúlfsmálið”. Kollumálið Málavextir i kollumálinu voru þeir, að Hermann Jónasson lög- reglustjóri i Reykjavik var efsti maður á lista Framsóknarflokksins viö bæjarstjórnarkosningarnar i Reykjavik 1934. Þá kom fram kæra á hendur Hermanni fyrir að hafa skotiö æöarkollu úti I örfiris- ey árið 1930, en æðarfugl var þá alfriöaöur. Fyrirskipaði dómsmála- ráðherra, Magnús Guðmundsson málshöfðun á hendur Hermanni. Þann 23. febrúar skrifaði Alþýðublaðið um alllangan sakamála- feril eina vitnis ákæruvaldsins, eftir lögreglubókum Reykjavikur, og kallaði vitnið þjóf og fleira i þeim dúr. Fyrir þetta var höfðað meiðyrðamál á hendur ritstjóra Alþýðublaðsins en hann sýknaður, það sem blaðið hafði ekkert sagt um manninn annað en það, sem lesa mátti úr gögnum lögreglunnar. Hermann var einnig sýknaður af ákærunni á endanum og átti þetta mál sinn þátt i þvi að hann varð forsætisráðherra strax þá um sumarið. Hins vegar má telja, að þetta mál hafi orðið banabiti „Nýja dagblaðsins”, sem Framsóknarflokkurinn var nýbúinn að hleypa af stokkunum. Það þótti heldur slælegt að þetta dagblað sem rekið var með miklu tapi skyldi ekki geta varið Hermann, heldur þurfti Alþýðublaðið að taka af þvi ómakið. Mjólkurmálið Mjólkurmálið var þannig vaxiö að við upphaf árs 1935 var gert að skyldu aö gerislsneyða alla mjólk sem seld var i Reykjavik enda var þaö sjálfsögð heilbrigðisráðstöfun. Þessi ráöstöfun var hluti af nýskipan afurðasölumála bænda er „stjórn hinna vinnandi stétta” lögleiddi. Mjólkursamsalan sem var rikisfyrirtæki tók alla mjólkursölu isinarhendur. Þar með var tekið fyrir mjólkursölu frá Mjólkurfélagi Reykjavikur og Korpúlfsstaðabúi Thors Jensen. Morgunblaðið gerði þetta að pólitisku máli, og taldi þetta ofsóknir á hendur þessum aðilum. Var skipulagt mjólkurverkfall og hús- mæöur virkjaðar gegn hinni nýju skipan. En hér varð sem oftar litið úr þvi höggi, sem hátt er reitt og hjaðnaði óróinn fljótlega. Kveldúlfsmálið Kveldúlfsmálið var langafdrifarikast þessara mála, það varð til þess, að kosningunum sem halda átti 1938 var flýtt og þær haldnar árið 1937. Héöinn Valdimarsson krafðist þess að útgerðarfyrirtækið Kveldúlfur yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna gifurlegra skulda fyrirtækisins við Landsbanka Islands. Þótti sýnt, að fyrirtækið ætti ekki fyrirskuldum. Auk þess þótti félagið hafa fengið óeðlilegan stóran hlut a f lánsfé, þvi sem til togaraútgerðarinnar rann. Útgerðarfélagið Kveldúlfur var eitt allra umsvifamesta fyrirtæki i landinu á árunum milli striða. M.a. hafði það lengi vel einkarétt á saltfisksölu til Spánar, en sú einokun var afnumin af „stjórn hinna vinnandi stétta”. Eigendur Kveldúlfs voru Thor Jensen, og synir hans, þ.á.m. Ölafur Thors sem þá var formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Sjálfstæðisflokkurinn geröi þetta þvi að flokkspólitisku máli, og hélt þvi fram, að Alþýðuflokkurinn væri að reyna aö koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarmenn treystu sér ekki til að ganga að Kveldúlfi. Eftir kosningar eignuðust Kveldúlfsmenn óvæntan bandamann, þar sem var Jónas Jónsson frá Hriflu sem um þessar mundir var farinn að hugsa til samstarfs við Ólaf Thors, „brosa til hægri” eins og þaö var kallaö. Ariö 1938 náöu sjálfstæðismenn og framsóknar- menn samstööu um að lögfesta gerðardóm i togaradeilu. Alþýðu- flokkurinn var i móti gerðardómi og sagði sig úr stjórninni. „Stjórn hinna vinnandi stétta” haföi runnið sitt skeiö. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson Alþýðubiaðið minnist á afmæli sinu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. Hann var blaðamaður á vegum þess 1926-46, iengur en nokkur annar, og ritaði áfram i það til æviloka þáttinn vinsæla „Hannes á horninu”. Vilhjálmur var meðal hinna fyrstu er gerðu viðtöl að sérgrein i islenskri blaðamennsku. Hann hóf fjölþætt ritstörf önnur en blaðaskrif siðari hluta ævinnar, samdi fjörurra binda skálfsagn- aflokk (Brimar við Bölkiett, Krókalda, Kvika og Beggja skauta byr) um árdaga verka- lýðshreyfingarinnar I átthögum sinum sunnanlands og smásagna- safnið A krossgötum.en þar birt- ist sagan „Nýtt hlutverk” sem hefur verið kvikmynduð og flutt i sjónvarpi, svo og margar bækur fleiri, m.a. endurminningar Sig- urðar Jónssonar (Sigurður i Görðum), Eyjólfs Stefánssonar frá Dröngum (Kaldur á köflum), Páls Guðmundssonar á Hjálms stöðum (Tak hnakk þinn og hest) og Halldóru Bjarnadóttur ennfremursamtalsbækurvið fólk af ýmsum uppruna og þjóöfélags- stéttum. VSV fæddist á Eyrarbakka 4. október 1903ogólstþarupp. Hann lauk samvinnuskólaprófi 1925, en tók brátt mikinn þátt i stjórn- málum og félagsmálum og gerö- ist skeleggur málsvari alþýðu- samtaka og jafnaðarstefnu á íslandi. Auk blaöamennsku og ritstarfa varö hann þjóðkunnur af flutningi erinda og þátta I út- varpi. Hannlést snögglega 4. mai 1966. Vilhjálmur fatlaðist á barnsaldri og var líkamlega veik- byggöur, en stórhuga og baráttu- glaður. Kona hans, Berþóra Guð- mundsdóttir frá Haukadal i Dýrafirði, var manni sinum ein- stök hjálparhella. Alþýðublaöiö komstsvo að oröi i fréttinni um andlát VSV: „Meö Vilhjálmi er fallinn i valinn sá maður sem meira hefur skrifað og starfað fyrir Alþýðublaðið, meira barist fyrir þvi og málstað þess en nokkur annar.” Starfsféi- agar Vilhjálms mæltu eftir hann ma. á þessa lund i tilefni af út- för hans: Benedikt Gröndal: „Vilhjálmur varð bæði sál og samviska Alþýðublaðsins. Hann kenndi f jölmörgum ungum blaða- mönnum og varðþeim fyrirmynd um marga bestu kosti blaða- manns: árvekni, óseðjandi for- vitni og áhuga á öllum hliðum mannlegs lifs og siðast en ekki sist: samúð með litilmagnan- um.” Helgi Sæmundsson: „Hann þekkti fjölda fólks um land allt, kjör þess og hagi. Hann lét aldrei á sér standa til fulltingis þeim sem þörfnuöust hjálpar og lið- veislu. Slik greiðasemi var honum ástriða. HUn einkenndi blaðamennsku hans og ritstörf. Vilhjálmur hataði fátækt, ofriki og vonleysi mátti ekki af þvfliku vita.” Vilhjálnur átti sannarlega þau eftirmæli skilið. Helgi Sæmundsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.