Alþýðublaðið - 29.10.1979, Page 25
Alþýðublaðið 60 ára
25
Réttarrannsókn hafin
Dómsmálaráöherra, Magnús
Guömundsson fyrirskipaöi i bréfi
til lögreglustjóra þ. 16. janUar
opinbera rannsókn og málshöföun
gegn Alþýöublaöinu og Þórbergi
Þóröarsyni. Hófst réttarrannsókn
i málinu þ. 23. janUar 1934, og
haföi Ragnar Jónsson, fulltrUi
lögreglustjóra hana meö höndum.
Voru þeir Þórbergur Þóröarson
og ritstjóri Alþýöublaösins, Finn-
bogi Rútur Valdemarsson kallaö-
ir fyrir rétt um kvöldiö og einkum
spuröir um þaö, hvor þeirra bæri
lagalega ábyrgö á grednum Þór-
bergs. — Enn fremur var Þór-
bergur sérstaklega spuröur um
þaö, hvaöa heimildir hann heföi
fyrir skrifum slnum um nazista.
Nefndi hann þær og kvaöst bæöi
undu birta þær i' Alþýöublaöinu i
lok greinar sinnar og leggja þær
fyrir rannsóknardómarann.
1 bréfi dómsmálaráöherra þar
sem rannsóknin er fyrirskipuö
segir, aö dómsmálaráöuneytiö
geri ráö fyrir þvf, meö tilvisun til
tilskipunar 9. mai 1855, aö lög-
reglustjóri hindri Utkomu
Alþýöublaösins meö framhaldi af
grein Þórbergs. Um þetta segir
Alþýöublaðiö 24. janúar:
„Framkoma dómsmálaráö-
herra i þessu máli mun vera eins-
dæmi I siðuðum löndum.
Þaö er áreiðanlega mjög fátftt,
aö erlent rfki krefjist málshöfö-
unar gegn blaöi i ööru landi fyrir
meiöyrði. Þó hefir Hitlerstjórnin
gert það nokkrum sinnum á siö-
asta ári. En óhætt er aö fullyröa,
aö i flestum tilfellum hafa stjórn-
ir i þingræöislöndum t.d. á
Noröurlöndum og I Englandi, vis-
aö slikum kröfum og kvörtunum
sendimanna Hitlers algerlega á
bugoglátiöþáherraskiljaaö þær
áli'ti sér ekki fært aö gera slikar
takmarkanir á málfrelsi og
prentfrelsi til þess aö þóknast
þeim mönnum, sem svivirt hafa
allar siöferöishugsjónir siöaöra
þjóöa og sagt sjálfa sig og þjóö
sfna Ur lögum viö hinn menntaða
heim.
Þessi og þvilik svör hefir Hitler
og sendimenn hans fengið hjá sið-
uöum rikisstjórnum.
Islenska rikisstjórnin hefir hins
vegar i þessu máli, eins og oft áö-
ur, sýnt þaö, aö hún liggur hund-
flöt og auðmjúk fyrir hverju Ut-
lendu valdi sem gerist til þess aö
teygja sig hingaö til lands. HUn
metur þaö meira aö sýna auð-
mýkt sina og undirlægjuhátt við
hvaöa erlent vald eöa erlendan
mann sem er, en aö vernda rétt
rikisborgara sinna og sjálfstæöi
Islendinga Ut á viö og halda upp
aldagömlu frelsi inn á við.”
Siöan segir blaöiö: „En skipun
MagnUsar Guömundssonar til
Iögreglustjóra um aö hindra Ut-
komu Allþýöublaösins, ef þaö
gerist svo djarft aö birta fram-
hald af grein Þórbergs Þóröar-
sonar, AÐUR EN VITAÐ ER
HVORT I ÞVl ERU NOKKUR
MÓÐGANDI ORÐ EÐA MEIÐ-
ANDI, kórónar þó þá sviviröu,
sem islenska stjórnin gerir sig
seka um I þessu máli. Hann er
reiöubúinn til þess aö banna Ut-
komu islensks blaðs, ef fariö er
fram á þaö af erlendum mönn-
um.”
Málshöfðun fyrir land-
ráð
Mánudaginn 12. febrúar 1934
skýrir Alþýöubalöiö frá þvi, aö
rannsókn i máli þessu sé lokiö, og
hafi verið höföaö opinbert mál á
hendur Þórbergi Þóröarsyni og
ritstjóra Alþýöublaösins fyrir
brot á 83. grein hinna almennu
hegningarlaga. SU grein er I IX.
kafla laganna, sem ber yfirskrift-
ina „Um landráö”, og hljóöar siö-
asta málsgreinin svo: ,,En meiöi
maöur útlendar þjóðir, sem eru I
vinfengi viö konung, meö oröum,
bendingum eöa mynduppdráttum
einkum á þann hátt aö lasta og
smána þá, sem ríkjum ráöa, I
prentuðum ritum, eöa drótta aö
þeim ranglátum og skammarleg-
um athöfnum, án þess aö til-
greina heimildarmann sinn, þá
varðar þaö fangelsi, eöa þegar
málsbætur eru, 20 til 200 rlkisdala
sektum.”.
„Enn . hefur rannsóknar-
dómaranum ekki virzt ástæöa til
aö banna Utkomu Alþýöublaösins,
„eins og Magnús Guömundsson
hefir þó lagt fyrir hann, og munu
greinarnar halda áfram aö birt-
ast hér I blaöinu þrátt fyrir máls-
sóknina.” Til aö taka af allan
vafa um sannleiksgildi þess, sem
blaöiö segir um fyrirmæli
MagnUsar dómsmálaráðherra
birtir þaö bréfhans til lögreglu-
stjórans I Reykjavlk.
Sýknaðir í undirrétti
Mánudaginn 9. aprill934 skýrir
Alþýöublaöiö frá þvl, aö kl. hálf
tvö þann dag hafi veriö kveöinn
upp dómur 1 landráöamálinu.
Voru þeir Þorbergur og Finnbogi
RUtur sýknaöir af ákæru réttvis-
innar og skyldi málskosinaöur
greiddur af almannafé. 1 forsend-
um dómsins segir meöal annars:
„Fyrir réttinum hefur höfundur
haldiö þvl fram aö með greina-
bálki þessum hafi hann viljaö
fræöa lesendur blaösins um
stefnu og starfshætti eins stjórn-
málaflokks I Þýzkalandi, nazista-
flokksins. Hann hefir neitaö að
grein sin hafi átt aö beinazt aöi
hinni þýzku þjóö eöa stofnunum
þýzka rfkisns, heldur hafi hann:
meögreininni aö eins viljaö deila.
á forystumenn nazistaflokksins.
Við lestur greinarinnar 1 sam-
hengi veröur aö telja aö þessi
meining höfundarins komi skýrt I
ljós... Ekkert kemur fram i
greininni, sem gefi ástæöu til ati
ætla aö greinarhöfundur sé óvin-
veittur þýzku þjóöinni i heild, ntí
aö ásetningur hans hafi verib aö
deila á hana sjálfa. Adeilan bein-
ist öll aö annarri og takmarkaöri
félagsheild þ.e. þýzka þjóöernis-
jafnaöarmannaflokknum........
Meiöandi eöa móögandi ummæli
um erlenda stjórnmálaflokka,
stefu þeirra, starf eöa forystu-
menn veröur hins vegar ekki talin
móögun viö hina erlendu þjóö eöu
áannanhátt refsiverö samkvæmt
Islenzkum lögum.”
Finnbogi Rútur var sýknaöur
þegar af þeirri ástæöu, aö greinin
„Kvalaþorsti nazista” var rituð
undir fullu nafni höfundar,
Þórbergs Þóröarsonar.
Hæstiréttur metur
mannorð Hitlers á 200
kr.
Miövikudaginn 31. október 1934
var kveöinn upp I Hæstarétti
dómur I landráöamálinu, eins og
Alþýöublaöiö kallaöi þaö, og var
Þórbergur Þórðarson dæmdur til
aö geriöa 200 króna sekt fyrir
meiöandi ummæli um Afolf
Hitler. Auk þess skyldi hann
greiða málskostnaö allan. Finn-
bogi Rútur Valdimarsson, rit-
stjóri Alþýðublaðsins, var hins
vegar sýknaður.
Máliö var sótt og variö I Hæsta-
rétti mánudaginn 29.okt. Var
sækjandi Jón Asbjörnsson, en
verjandi Stefán Jóhann
Stefánsson. Jón kraföist þess, aö
Þórbergur yröi dæmdur til refs-
ingar samkvæmt 83. grein
hegningarlaganna, og Finnbogi
RUtur, ef rétturinn Uti svo á, til
sömu refsingar. Stefán Jóhann
kraföist sýknu fyrirhönd umbjóð-
enda sinna.
Jón Asbjörnsson taldi hin
saknæmu atriöi I greinum
Þórbergs einkum tvö.I fyrsta lagi
heföu þýsk stjórnvöld verið
ásökuö um þaö, aö þau heföu
staöið fyrir einhverri „villtustu
morös— og pisla—öld sem sagan
geti um. Og I ööru lagi heföi æösti
maöur og átrúnaöargoö þýsku
þjóöarinnar, Hitler, veriö
kallaður „sadistinn i kanzlara-
stólnum þýzka”. Taldi Jón þessi
ummæli falla undir 4. liö á 83.
grein hegningarlaganna, um
meiöyröi viö Utlendar þjóðir, sem
eru I vinfengi viö konung, og til-
færöur er hér aö framan.
Stefán Jóhann Stefánsson var
sammála sækjanda um þaö, aö
Þórbergur bæri einn ábyrgö á
þeim ummælum sem nefndheföu
verið, en kraföist sýknudóms á
þeim forsendum, aö greinamar
heföu ekki veriö skrifaöar sem
ádeila á þýsku þjóðina, heldur á
þýskan stjórnmálaflokk, nasista-
flokkinn. Afstaöa Stefáns Jó-
hanns var þvi sú sama og birt-
ist I dómi undirréttar 1 mál-
inu. Ummælin um Hitler taldi
Stefán ekki refsiverö samkvæmt
83. grein hegningarlaganna,
þvi aö þar sem talað væri um
„menn sem rikjum ráöa ” væri átt
viö konunga, sem þegiö heföu
völd sin að erfðum, en ekki um
valdamenn, sem kosnir væru af
þjóöinni. Þetta heföu veriö
sjónarmiö löggjafans, áriö 1869,
þegar hegningarlögin voru sett.
Þær breytingar, sem siöan heföu
oröiö á stjórnarháttum taldi
Stefón i hæsta lagi geta gefiö
tilefni til aö láta umrædd ákvæöi
ná til rikisforseta, og væri það þó
meira aö segja vafasamt. Auk
þess heföi Þórbergur fært
heimildir fyrir máli sinu, en i 83.
grein eru meiöyröi viö Utlendar
þjóöir þvi aöeins talin saknæm,
aö heimildarmaöur sé ekki til-
greindur.
Hæstiréttur Islands féllst ekki á
röksemdir Stefáns Jóhanns,
heldur dæmdi Þórberg Þóröarson
til fyllstu refsingar skv.
Islenskum lögum. Þannig féll
dómur Hæstaréttar aö óskum
utanrlkisráöuneytisins þýska.
Þýska stórveldið haföi fengiö
vilja sinum framgengt viö smá-
þjóöina i'slensku— I þetta sinn.
Hið íslenska
prentarafélag
óskar Alþýðublaðinu til hamingju i tilefni
60 ára afmælis þess
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Óskar Alþýðublaðinu til hamingju i tilefni
60 ára afmælis þess
Rafiðnaðarsamband
Islands
4
Óskar Alþýðublaðinu til hamingju i tilefni
60 ára afmælis þess
Sementsverksmiðja
ríkisins
Óskar Alþýðublaðinu til hamingju i tilefni
60 ára afmælis þess
Bæjarútgerð Reykja-
\ikur
Óskar Alþýðublaðinu til hamingju i tilefni
60 ára afmælis þess
Verkalýðsfélagið
Baldur
ísafirði
Óskar Alþýðubiaðinu til hamingju í tilefni
60 ára afmælis þess