Alþýðublaðið - 29.10.1979, Side 28
28
Alþýðublaðið 60 ára
Hinír gomltt samverkamenn Len-
ins ern ofsóttirjm allt Rússland.
BukhariH, Badek og 600 aðrlr kommúnlstar sakaðii
um að hafa veriö i vltorði með Smoviev og K^meuev.
Ekkja Lenins hrakio úr bústað siniim.
Tiotzki settor I
oæzlnvarðfidld
I Noregl.
EINKASKEYTI TIL
A LÞÝÐU BLA DSINS.
KAUPMANNAHÖFN 6 hédetf.
QFSÓKNIRNAH og
inélafeilin á Rúss-
landl eru stöðugt að verOa
umfangsmelrl. Leynf-
lögreglan hefir fenglð
helmlld tll þess að taka
hvern etnasta mann fast-
an, sem grunaður er um
elnhverja andstöðu vlð
Stalln. Um sex hundruð
melra og mlnna þekktlr
kommúnistar eru þegar
sakaðlr um haö, að vera
Bann aeltaðl að verði
Tlð sbiIrrOnm stjðriar-
Innar Ijrlr úlramkald-
andi landvist.
Norafca stjórnlo heflr til þesa
aö afstýra vandrœðum, setl
Trotzkl ný og skarpari skilyröi
fyrLr þvi, að hann fál að njóta
Rannsúkoarréttor Stalins settor á n ý,
Kadek, PJatakov, Sokolnlkov og fjértán aðrtr Játa
á slg landráö og sarasærl vIO fylglsmenn Tretskis
Ern alllr gðmlfi bolsévíkarntr orfnix
svlkarar og landráðamenn nema Stallnl
LONDON é Jatigard. FO.
13 ETTARHÖLD hófust I <leg t
Moskvai I máll 17 manna,
sem sakaðlr eru um landráö, og
að hafa vertð meðltmlr I Trotzki-
féla^gsskap og unnlö samkvœmt
fyrirsklpunum Trotzkls.
Na.fnkunnastlr nf sakborntng-
u,num cru J>etr Korl Radek, fyrr-
um stjómmálaj-Itarl rússneska
blaöslns „Isvestla", Sokolntkov,
fyrrum sendiherra Sovét-Rúss-
L'V’ids í London, elnn of banka-
stjórum ríktsba/ikans I Moskva
1030—1934, og Pjatakov, aöstoð-
afráöhcrra 1 lðnaöarráðuncytlnu.
Allir sakbomlngamlr, 17, hafa
Játaö slg seka.
Lcstur ákæruskjalsins stóð yfir
i clna klukkustund. Mcðal vift-
staddra voru scndlherrar or-
lcndra rlkja.
verða stððUQt ævlotýia-
lonrl
Forsiöufrétt Alþýöubiaösins um ofsóknir Stalins gegn gömlu bolsévik- unum. Forsiöufrétt Aiþýöublaösins 25. janúar 1937: Allir gömlu bolsévikarnir — nema Stalin sjálfur áttu aö hafa tekiö þátt I samsæri meö hinum landflótta Trotski um aö endurreisa kapitalismann i Rússlandi.
Hrei insanirnai mikl u í Rússlandi
Þegar Stalín ruddi úr vegi gömlu bolsjevíkunum
Á árunum 1936 og 1937
gerðust atburðir austur í
Rússíá, sem urðu til að
opna augu ýmissa
kommúnista víða um
heim fyrir ógnarstjórn
kommúnismáns. Stalín
lét handtaka ýfirleitt alla
þá, sem hann taldi að
hugsanlega gætu staðið í
vegi fyrir ótakmörkuðu
einræðisvaldi hans. Eftir
sýndarréttarhöld,
Moskvuréttarhöldin svo-
kölluðu, voru þeir flestir
líflátnir. Þessir atburðir
sýndu svo ekki varð um
villst, að einræði og
ógnarstjórn gat ekki síður
þrifist í sameignarskipu-
lagi en í auðvaldsheimin-
um.
AlþýöublaðiB fylgdist náiö
meö framvindu mála þarna
austur frá eftir þvi sem unnt var
vegna takmarkaös aögangs
vestrænna fjölmiöla aö upp-
lýsingum um þessi mál. Reynd-
ar voru aörir atburðir aö gerast
á þessum tima sem vöktu meiri
athygli þar sem var borgara-
styrjöldin á Spáni. Þar voru
Franco og fylgismenn hans aö
brjótast til valda meö stuöningi
nazista og italskra fasista sem
rufu þannig gróflega samkomu-
iag stórveldanna um aö láta
styrjöldina afskiptalausa. Upp-
gangur fasismans var aöal-
áhyggjuefni jafnaöarmanna á
þessum tima, svo atburöir úr
„verklýösrikinu” i Austurvegi
féllu I skuggann.
Handtökur hefjast
Fyrstu fréttir bárust af
hreinsunum Stalins 15. ágúst
1936. Alþýðublaðiö segir svo
frá:
„Fregnir frá Moskva i morg-
un herma, aö komist hafi upp
um viötækt samsæri gegn sovét-
stjórninni rússnesku. Hafa
margir menn veriö handteknir
fyrir þátttöku I ráöabruggi um
aö hrinda af staö hryöjuverka-
öld i landinu I þeim tilgangi aö
gera sovétstjórninni erfitt fyrir
og koma henni frá völdum.
Af samsærismönnum hafa 14
leiötogar þegar veriö handtekn-
ir. Þeir eru allir taldir vera úr
hópi þeirra manna sem fylgir
kenningum og stefnu Sinovievs
og Trotzkis.
Þvi er haldiö fram, aö sam-
særismennirnir hafi fengiö
fyrirskipanir sinar beint frá
Trotzki en hann dvelur nú i
Noregi.
Trotzki lýsti yfir þvi að allar
ákærur Sovétstjórnarinnar á
hendur sér væru algerlega
ósannar. „Kallar hann”, segir
Alþýöublaöiö 18. ágúst,
„ákærurnar mestu falsanir,
sem um sé aö ræöa I allri sögu
stjórnmálanna. Hann hafi ekki
siöan er hann kom til Noregs
haft samband viö nokkurn
mann i ráöstjórnarrikjunum og
ekki fengiö eitt einasta bréf
þaðan”.
Játningar, dauðadómar,
aftökur
Réttarhöld hófust i málum
sakborninganna aö morgni þess
19. ágúst. Málaferlin uröu sifellt
umfangsmeiri og þ. 22 ágúst var
búiö aö ákæra um hundraö
manns. Var því haldiö fram, aö
þýska leynilögreglan stæöi á
bak viö þetta samsæri. Flestir
hinna ákæröu játuöu allt sem á
þá var boriö og vildu ekki einu
sinni hafa verjendur. Þeir
Sinoviev og Kamanenev lýstu
skaöræöisstarfi slnu i löngum
ræöum, sem var útvarpaö.
Haft var eftir Trotzki, að játn-
ingarnar hafi veriö pindar út úr
sakborningunum eöa tældar út
úr þeim meö loforöum um mild-
ari refsingu sem áreiöanlega
muni veröa svikin, þvi aö þeir
munu allir veröa af lifi teknir.
Þann 24. ágúst segir i einka-
skeyti til Alþýðublaösins aö sex-
tán manns, þar á meðal
Sinoviev og Kamanev, hafi ver-
ið dæmdir til dauða. Þeir
félagarnir skrifuöu Stalin bréf
og báöu hann um lif.
Aö morgni þess 25. ágúst voru
hinir sextán skotnir, tveir og
tveir I einu og uröu hinir dauöa-
dæmdu aö horfa upp á aftökur
þeirra, sem fyrst voru teknir af
lifi. Segir i frétt Alþýðublaösins
aö þessi málaferli hafi vakið
stórkostlega athygli um allan
heim og sett blett á heiður
Sovét-Rússlands”. Einnig segir
I fréttinni, aö Moskvu-útvarpiö
hafi hvatt til aö myröa Trotzki.
Víðtækar ofsóknir
Þann 29. ágúst er þessi aöal-
fyrirsögn á forsiöu Alþýöu-
blaösins: „Hinir gömlu sam-
verkamenn Lenins eru ofsóttir
um allt Rússland”. Fréttin
hljóöar svo:
Einkaskeyti til Alþýðu-
blaðsins.
Kaupmannahöfn á há-
degi
Ofsóknirnar og mála-
ferlin á Rússlandi eru
stöðugt að verða um-
fangsmeiri. Leynilög-
reglan hefir fengið
heimild til þess að taka
hvern einasta mann fast-
an, sem grunaður er um
einhverja andstöðu við
Stalin. Um sex hundruð
meira og minna þekktir
kommúnistar eru þegar
sakaðir um það, að vera
hliðhollir Trotzki og hafa
verið í vitorði með Sin-
oviev og Kamenev, þar á
meðal Bukharin og
Radek. Fjöldi manna er
tekinn fastur á hverjum
einasta degi.
Á meöal þeirra, sem siöustu
dagana hafa veriö teknir fastir,
eru Chaponikov, fyrverandi for-
stöðumaöur herforingjaskólans,
og fjórir hershöföingjar úr
rauöa hernum.
Ofsóknirnar gegn gömlu
bolsjevikunum.
Þaö hefir nú veriö upplýst, aö
Sinoviev og Kamenev hafa veriö
látnir bera þaö, áöur en þeir
voru drepnir aö Bukharin, rit-
stjóri stjórnarblaösins
„Isvestia”, Radek, ritstjóri
þess um utanrikismál, Rykov,
póstmálaráöherra sovét-
stjórnarinnar, Sokolnikov, einn
af bankastjórum rlkisbankans,
Tomski, aöalforstjóri pappirs-
iönaöarins og fjöldi annasa
þektra kommúnista hafi vitaö
um „samsæri” þeirra gegn
Stalin og veriö þvi hliöhollir.
Þar meö eru flestir hinna
gömlu þektu bolsjevika sem
unnu og störfuöu meö Lenin og
ekki eru þegar dánir, dregnir
inn I samsærismáliö og þaö er af
öllum álitiö bara timaspursmál
hvenær þeir fari sömu leiðina og
þeir Sinoviev og Kamenev. Þaö
þykir augljóst aö Stalin og klika
hans I kommúnistaflokknum
ætli sér i sambandi viö sam-
særismáiiö aö stimpla alla þá
þektu menn i flokknum sem
hann ekki treystir á aö séu nógu
auösveipir viö sig sem glæpa-
menn og gagnbyltingarmenn og
gera þá sér og kliku sinni óskaö-
lega i eitt skifti fyrir öll.
Ekkja Lenins rekin úr
heiðursbústað sínum.
Krupskaja ekkja Lenins sem
geröi sér alt þaö far sem hún gat
til þess aö fá Sinoviev og
Kamenev náöaöa hefir nú
einnig orðið fyrir reiöi Stalins og
oröið aö flytja út úr þeim
heiöursbústaö sem henni hefir
hingað til veriö veittur.
Orsökin til þess er sögö sú aö
hún hafi neitað að skrifa undir
skjai, sem fyrir hana var lagt
þess efnis, aö hún teldi þá Sino-
jev og Kamenev sanna aö sök og
aftöku þeirra þjóöþrifaverk.
Radek ákærður.
Þ. 2. okt. 1936 skýrir Alþýöu-
blaöiö frá þvi aö Radek, ritstjóri
stjórnarblaösins „Isvestia” um
utanrikismál muni hafa veriö
tekinn fastur.
Þá var löng þögn um þetta
mál, þangaö til Alþýðublaöiö
flytur frétt þ. 5. janúar 1937,
undir fyrirsögninni „Radek
ákæröur um launráö gegn
Sovét-Rússlandi”. Frétt blaös-
ins fer hér á eftir.
LRP.4. jan.
Blöðin i Moskva hafa nú rofiö
þögnina um mái Kari Radeks,
en um þaö hefir ekkert veriö
rætt i rússneskum blööum sföan
Sinoviev var fyrir rétti.
Radek var handtekinn i októ-
ber, grunaöur um þátttöku i
samsæri þvi er Sinoviev og fleiri
voru teknir af lífi fyrir.
t dag segja blööin aö Radek
hafi veriö meðlimur ieynilegs
Trotzki-félagsskapar og hafi
tekiö þátt i launráöum meö
Sokolnikov um endurreisn
kapitalismans I Sovétrikjunum.
(FO).
Karl Radek er einn af allra
þektustu rithöfundum og blaöa-
mönnum Sovét-Rússlands og
var þegar hann var tekinn fast-
ur i haust, fastur starfsmaður
viö aöalblaö sovétstjórnarinnar
„Isvestija” i Moskva.
Hann skrifaöi þar aö staöaldri
um utanrikispólitik og stóö eins
og vænta má um mann i slikri
stööu í nánasta sambandi viö
sovétstjórnina og utanrikis-
málaráöherra hennar,
Litvinov. Ekki var heldur
annaö vitaö en aö hann stæöi i
miklum kærleikum viö Stalin
enda skrifaöi hann fyrir rúmum
tveimur árum mikiö lofrit um
hann sem gefiö var út I skraut-
útgáfu á fleiri tungumálum af
sovétstjórninni sjálfri.
Þegar Alþýöublaöiö flutti þá
frétt i haust aö þessi heims-
frægi fulltrúi sovétstjórnarinn-
ar væri einn af þeim „grunuöu”
i hinu svonefnda „samsæris-
máli” Sinovievs, Kamenevs og
Trotzkis, stukku kommúnistar
hér upp á nef sér og báru Al-
þýöublaöinu lygar og rógburö
um Sovét-Rússland á brýn. Og
eitt af blööum þeirra „Verka-
maðurinn” á Akureyri flutti
langa grein eftir Radek um
„samsærismáliö”, ásamt þeim
ummælum frá eiginbrjósti aö
„félagi Radek heföi alveg á
réttu aö standa”!
En hvaö stoöaöi þaö fyrir
„félaga Radek?” Hann er eins
og allur gamli bolsjevikahópur-
inn sem ólst upp I skóla Lenins
grunaöur um þaö aö hugsa meö
sinu eigin höföi jafnvel um ein-
ræöisstjórn Stalins. Tveimur
vikum eftir aö hann skrifaði
grein sina, þar sem hann haföi
„alveg á réttu aö standa”, var
hann tekinn fastur, borinn þeim
sökum aö hafa staðið i sam-
bandi viö Trotzki og fylgismenn
hans og unnið aö „endurreisn
kapitalismans” á Sovét-Rúss-
landi!!
Hann biöur nú þess, hvaö
Stalín þóknast aö láta gera viö
hann.
Ný réttarhöld
Þ. 25. janúar skýrir Alþýöu-
blaöiö frá þvi aö rannsóknar-
réttur Stalins hafi verið settur á
ný og spyr I undirfyrirsögn:
„Eru allir gömlu bolsevikarnir
orðnir svikarar og landráða-
menn nema Stalin?” 1 frétt
blaösins segir m.a. á þessa leiö:
LONDON á laugard. FÚ
Réttarhöld hófust i dag i
Moskva I máli 17 manna sem
sakaðir eru um landráð og aö
hafa veriö meölimir i Trotzki-
félagsskap og unniö samkvæmt
fyrirskipunum Trotzkis.
Nafnkunnastir af sakborning-
unum eru þeir Karl Radek,
fyrrum stjórnmálaritari rúss-
neska biaösins „Isvestia”,
Sokolnikov, fyrrum sendiherra
Sovét-Rússlands I London einn
af bankastjórum rikisbankans i
Moskva 1930-1934 og Pjatakov,
aöstoöarráöherra I iönaöar-
ráðuneytinu.
Allir sakborningarnir, 17,
hafa játað sig seka.
Lestur ákæruskjalsins stóð
yfir i eina klukkustund. Meöal
viöstaddra voru sendiherrar er-
lendra rikja.
Ásakanirnar gegn Trotzki
verða stöðugt ævintýra-
legri
1 framburöi slnum á Pjatakov
aö hafa sagt aö hann hafi átt tal
við Trotzki á árinu 1935 og aö
Trotzki hafi ' þá krafist þess aö
skemdarstarfsemi samherja
hans yrði aukin.
Þá ber Pjatakov aö Trotzki
hafi staðiö I náinni samvinnu viö
Rudolf Hess, fulltrúa Hitlers og
aö þeir hafi bundist samningum
um aö kollvarpa stjórn Stalins. 1
þessu skyni átti aö hraöa sem
mest innrás þýzka hersins i So-
vét-Rússland. Trotzki heföi
meira aö segja lofaö Þjóöverj-
um ivilnunum i Sovét-Rúss-
landi, en ekki er ljóst af oröa-
laginu, hvort um er aö ræöa Iof-
orö um viðskiftalegar ivilnanir
eöa hvort átt er viö einhvern
hluta af löndum Sovétrikjanna.
Trotzki er sagöur hafa gefiö
Japönum svipuö loforö um
Ivilnanir i þeim hluta Sovétrikj-
anna, sem liggja næst Japan.
Dauðadómar og aftökur
Þ. 30. janúar skýrir Alþýðu-
blaðiö svo frá: „1 gær var i
Moskva kveöinn upp dauöa-
dómur yfir 13 af hinum 17 mönn-
um sem undanfarna daga hafa
veriö fyrir réttinum þar. Meöal
hinna fjögurra sem aðeins hlutu
fangelsisdóm eru þeir Radek og
Sokolnikov og hefir þetta vakið
mikla undrun einkanlega dómur
Radeks, þar sem hann baö ekki
um vægö en bauö réttinum
byrginn”. Blaöiö kveöur Trotzki
segjast hafa átt von á þessu:
„Stalin hefir neyöst til þess aö
hopa á hæl. Annars heföi hann
drepiö þá alla”, á Trotzki aö
hafa sagt.
Þeir dauöadæmdu voru skotn-
ir aö kvöldi 30. janúar daginn
eftir dauöadóminn.
Ofsóknir halda áfram
Hreinsanir Stallns héldu
áfram eftir þetta þótt ekki veröi
þaö rakiö hér. A eftir gömlu
bolsévikunum kom rööin aö
verkalýösfélögunum. Um miðj-
an mai voru átta verkalýösleiö-
togar teknir fastir. í júni voru
átta háttsettir embættismenn i
Rauöa hernum dæmdir til
dauöa. Vigslóöinn varö mun
lengri, en hér veröur látiö
staöar numiö.