Alþýðublaðið - 14.12.1979, Side 6
6 JÓLABLAÐ
Einu sinni var lítil stúlka, sem
hétShenya. Dag einn sendi móðir
hannar hana til að kaupa bar-
anka hringi. xl) Zhenya keypti
sjö stykki, tvo með kúmeni handa
pabba, tvo með valmúafræi
handa mömmu, tvo sykraða
handa sjálfri sér, og einn lítinn
bleikan handa Pavlik litla bróðir.
Shenya tók nú barankabandið og
lagði af stað heim á leið, gláp-
andi, gónandi og lesandi á öll
skilti, sem hún sá á leiðinni.
Ókunnur lítill hundur elti hana
og át barankahringana hvern af
öðrum. Fyrst át hann pabba
hringi, þessa með kúmeninu, þá
mömmu hringi með valmúa-
fræinu, og síðan hennar tvo með
sykrinum á. En þá fann Zhenya
að barankabandið var farið að
léttast, og leit við. En of seint —
hundurinn var rétt að Ijúka við
siðasta barankahringinn. Þann
litla bleika—, hans Pavliks litla,
og sleikti út um, já svo sannar-
lega.
,,Viðbjóðslegi hundur", veinaði
Zhenya, og hljóp á eftir honum.
Hún hljópog hljóp, en náði hon-
um ekki. Allt í einu var hún orðin
villt. Hún leit i kring um sig og sá,
að hún var kominn í ókunnugt
hverfi. Þarna voru engin stór
hús, aðeins lítil hús. Zhenya varð
nú hrædd og fór að gráta.
Allt í einu birtist lítil, gömul
kona. Hún spurði: ,,Hvers vegna
ertu að gráta litla stúlka?"
Zhenya sagði litlu gömlu konunni
allt, sem komið hafði fyrir.
Gamla konan vorkenndi
Zhenyu. Hún fór með hana inn i
garð sinn og sagði:
,,Þetta gerir ekkert til góða
min. Gráttu ekki, ég skal hjálpa
þér. Ég á hvorki baranka hringi
né peninga en það vex litið blóm í
garði mínum, sem heitir sjö-
krónublóm. Þetta litla blóm er
töfrablóm, og getur gert allt sem
þú óskar eftir. Ég veit, að þú ert
góð lítil stúlka, þótt þú slórir dá-
lítið, þegar þú ert að sendast. Ég
ætla nú að gefa þér þetta sjö-
krónu blóm, og mun það koma
öllu í lag hjá þér.
Er hún hafði þetta mælt, sleit
hún upp mjög fagurt blóm, likt
kamilliublómi og gaf Zhenyu. Á
því voru sjö mjúk krónublöð,
rautt, gult, blátt, grænt,
appelsínugult, fjólublattog dökk-
blátt.
,,Þetta litla blóm er
töfrablóm" sagði gamla konan.
,,Það mun gjöra allt sem þú ósk-
ar. Þú þarft einungis að slíta af
því eitt krónublaðið, kasta því
upp í loft og segja:
Krónublað, ó krónublað,
fljúgðu i hring um himingeim,
norður, suður, austur, vestur,
aftur fljúgðu til mín heim.
Er þú snertir grundir hér
gjörðu eins og ég segi þér.
Síðan óskar þú þér einhvers og
ósk þín verður tafarlaust upp-
fyllt."
Zhenya þakkaði gömlu konunni
kurteislega fyrir og fór síðan út
um garðshliðið. En þá mundi hún
eftir að hún rataði ekki heim.
Hún ætlaði að snúa við inn í
garðinn til þess að spyrja gömlu
konuna til vegar, en þegar hún
leit við sá hún hvorki garðinn né
gömlu konuna.
Hvað átti hún nú að gera?
Zhenya var gráti næst, og kom-
in var hrukka á litla nef ið, eins og
xl) Barangkar eru hringlaga
kex. Venjulega seldir án umbúða,
dregnir upp á snæri.
alltaf, þegár eitthvað amaði að
hanni.
Þá mundi hún allt í einu eftir
töf rablóminu.
,,Það er bezt að reyna sjö-
krónublaða töflablómið og sjá
hvað gerist", hugsaði hún.
Hún sleit nú í flýti af blóminu
gula krónublaðið, kastaði því upp
i loft og sagði:
Krónublað, ó krónublað,
fljúgðu í hring um himingeim,
norður, suður, austur, vestur.
Aftur fljúgðu til mín heim.
Er þú snertir grundu hér
Gjörðu eins og ég segi þér.
,,Ég vildi að ég væri komin
heim með barankahringina
mína."
Orðin voru tæplega komin yfir
varir hennar, er hún var komin
heim með kexbandið í hendinni.
Um leið og hún rétti mömmu
kexhringina sagði hún við sjálfa
sig. Þetta er sannarlega dá-
samlegt blóm. Ég verð að láta
það í fallegasta blómavasann
okkar.
Zhenya var aðeins lítil telpa og
varð því að klifra upp á stól til
þess að ná í uppáhalds kristals-
vasann hennar mömmu, sem var
í efstu hillu skenkiborðsins.
En til allrar óhamingju f laug í
sama andartaki stór krákuhopur
fyrir gluggann. Auðvitað þurfti
Zhenya á samri stundu að vita
nákvæmlega hve margar
krákúrnar voru, þá, hvort þær
voru sjö eða átta. Hún opnaði
munninn, benti á þær með fingr-
inum og byrjaði að telja. Vasinn
féll á fólfið — og krass — hann
brotnaði í sma mola.
,,Ertu að brjóta eitthvað, enn
einu sinni klaufinn þinn", æpti
mamma úr eldhúsinu. ,, Ekki þó
uppáhalds vasann minn, eða
hvað?" ,,Nei, nei, mamma, ég
hef ekkert brotið, það er bara
ímyndun þín", kallaði Zhenya á
móti og flýtti sér að slíta af
blóminu rauða krónublaðið. Hún
kastaði því upp í loft og hvíslaði:
Krónublað, ó krónublað,
fljúgðu i hring um himingeim,
norður, suður, austur, vestur,
aftur fljúgðu til mín heim.
Er þú snertir grundu hér,
gjörðu eins og ég segi þér.
Gerðu uppáhalds blómavasann
hennar mömmu heilan aftur.
Undir eins og hún hafði sagt síð-
asta orðið söfnuðust vasabrotin
sjálfkrafa saman. Og hugsa sér,
vasinn varð heill aftur, eins og
hann hefði aldrei brotnað.
Mamma kom hlaupandi úr eld-
hæusinu. En uppáhaldsblóma-
vasinn stóð á sínum stað í hill-
unni. Samt sem áður stuggaði
hún við Zhenyu og sagði henni að
fara út á leikvöll.
Zhenyafórnú út á leikvöll. Þar
voru margir litlir strákar að leik
að norðurheimsskauts rannsókn-
um. Þeir mældu f jalir og studdu
við spýtnarusl, er þeir höfðu rek-
in niður í sandinn.
„Má ég vera með", kallaði
Zhenya.
„Leika við okkur? Sérðu ekki,
að þetta er Norðurpóllinn. Við
förum ekki með stelpur á
Norðurpólinn".
„Hverskonar Norðurpóll haldið
þið að þetta sé. Ja hérna, þetta er
bara spýtnarusl", sagði hún.
„Þetta er ekki spýtnárusl, þetta
eru hafísjakar. Farðu burtu og
vertu ekki að rífast. Sérðu ekki,
að jakarnir eru að þrýstast sam-
an núna?" „Jæja, svo þið viljið
ekki leyfa mér að leika við ykk-
ur?"
„Nei, við viljum það ekki.
Farðu burtu", sögðu þeir.
„Jæja mér er alveg sama, þó
þið viljið ekki leyfa mér að leika
við ykkur. Ég get komizt til
Norðurpólsins á einni mínútu, án
ykkar hjálpar. Og það verður
raunverulegur Norðurpóll, en
ekki ykkar ímyndaði Norðurpóll.
Þið og ykkar heimskulega
spýtnarusl", sagði hún svo.
Zhenya laumaðist afsíðis. í
skugga við hliðgrindina tók hún
upp sjökrónublaða töfrablómið,
sleit af því bláa krónublaðið,
kastaði þvi upp i loft og sagði:
Krónublað, ó krónublað,
fljúgðu i hring um himingeim,
norður, suður, austur, vestur,
aftur fljúgðu til mín heim.
Er þú snertir grundu hér
gjörðu eins og ég segi þér.
„Farðu með mig á Norðurpól-
inn undireins. Er nún hafði mælt
þessi orð skall á hvirfilvindur.
Sól hvarf af himni, það varð
dimmt, sem á nóttu. Jörðin sner-
ist undir fótum hennar eins og
skopparakringla. Og þarna stóð
Zenya á tindi Noðurpólsins í sum-
arkápu og hálfsokkum i hundrað
gráðu forsti, og glápti á sjálfa
sig. „Ó, mamma, mamma, mér
er kalt" veinaði Zhenya snokt-
andi. Tár hennar frusu í ís-
ströngla og héngu niður úr litla
nef inu eins og úr skolpleiðsluröri.
I sama mund komu sjö geysi-
stórir ísbirnir hver öðrum hræði-
legri fram undan ísjaka og
þrömmuðu beina leið til Zhenyu.
Sá fyrsti fór á stökk. Annar öskr-
aði. Sá þriðji sagði, „hún er ætluð
mér". Sá f jórði sagði „ég stanga
hana". Sá fimmti sagði „ég ét
hana lifandi". Sá sjötti sagði, „ég
skal stöðva þessa galdra henn-
ar". Sá síðasti stökk sem vitlaus
væri.
Viti sínu f jær sleit Zhenya með
köldum fingrum græna krónu-
blaðið af blóminu og kallaði af
öllum kröftum:
Krónublað, ó krónublað
fljúgðu í hring um himingeim,
norður, suður, austur, vestur,
aftur fljúgðu til mfn heim.
Er þú snertir grundu hér
gjörðu eins og ég segi þér.
Farðu með mig heim á leikvöll
á augabragði, sagði Zhenya.
Á samri stundu var hún komin
heim á leikvöll og strákarnir
störðu hlægjandi á hana.
„Jæja, hvar er þá Norðurpóll-
inn þinn?" söqðu þeir.
„Ég var einmitt að koma það-
an", svaraði hún.
„VÍð sáum þig ekki, þú verður
að sanna það."
„Sjáið þið bara, það eru enn þá
ísströnglar á andlitinu á mér."
„Þú með þína ísströngla.
Hvernig væri að snýta sér."
Zhenya móðgaðist af orðum
strákanna. Hún ákvað að skipta
sér ekki meira af þeim, en fór til
annars leikvallar þarna skammt
frá, til þess að leika sér þar við
stelpur. Er hún kom til leikvall-
arins voru stelpurnar að leika sér
aðalls konar leikföngum. Nokkr-
ar stelpur léku sér í krakka-
pramma, aðrar voru í boltaleik,
enn aðrar í skipaleik. Ein telpn-
anna hjólaði á þríhjóli, en önnur
lék sér að stórri talandi brúðu,
sem var með stráhatt og í skó-
hlífum. Zhenya varð græn af öf-
und, og sagði við sjálfa sig.
„Ágætt", ég skal sýna þeim,
hver á leikföng.
Síðan tók hún upp sjökrónu-
blaða töfrablómið sitt, sleit af
því appélsinugula krónublaðið,
kastaði því upp í loft og sagði:
Valentin Katayev.
T öf rablómið
Rússnesk saga handa börnum:
Guðrún Guðjónsdóttir þýddi