Alþýðublaðið - 14.12.1979, Page 7

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Page 7
JÓLABLAO 7 Krónublað/ ó krónublað fljúgðu í hring um himingeim. norður, suður, austur, vestur, aftur fljúgðu til mín heim. Er þú snertir gundu hér gjörðu eins og ég segi þér. ,,Ég óska að öil leikföng í ver- öldinni verði min," sagði hún. Samstundis streymdu leikföng alls staðar að úr heiminum til Zhenyu. Auðvitað komu brúðurn- ar frystar. Þær depluðu augna- lokunum í sífellu og sögðu Mamma, Pabba, mammapabba. Til að byrja með var Zhenya afar hrifin, en brúðurnar voru svo margar, að þær fylltu leikvöllinn, trjágöngin tvær næstu götur og hálft torg- ið í nágrenninu. Það var hvergi hægt að stíga niður fæti án þess að lenda á brúðu. Ekkert hljóð heyrðist utan brúðu þvaður. Geturðu ímyndað þér hávaðann, sem fimm milljón brúður valda, er þær tala allar í einu? Og færri voru þær ekki, það fullyrði ég. Hugsa sér, þetta voru einungis Moskvubrúðurnár. Brúðurnar frá Leningrad, Kiev Lvov og öðr- um Sovétborgum, voru ekki enn komnar, en þvöðruðu eins og páfagaukar á öllum vegum Sovéska lýðveldisins. Ef satt skal segja var Zhenya ofurlítið skelk- uð. En þetta var bara byrjunin. Á eftir brúðunum komu veltandi samkvæmt eigin áætlun, boltar, loftblöðrur, þríhjól, skóflur, plógar og mótorhjol. Sippubönd skriðu eftir jörðinni eins og snákar, hoppandi upp um brúðurnar, svo að þær tauga- veikluðu töluðu enn hærra. Milljónir leikfangaflugvéla, loft- skipa og svifflugvéla fylltu loft- ið. Bómuilar fallhlífar féllu eins og túlipanar niður af himnum og f læktust í símaþráðum og trjám. Oll umferð í borginni stöðvaðist. Hermenn sem voru á vakt neydd- ust til að klifra upp í Ijósastaura og vissu ekki sitt rjúkandi rað. ,,Þetta er nóg, þetta er nóg", kallaði Zhenya óttaslegin og greyp um höf uð sér. — „Þetta er nóg, heyrið þið ekki. É g þarf ekki öll þessi leikföng. Ég var að gera að gamni mínu. Ég er hrædd." En mót mæli hennar báru eng- an árangur. Leikföngum hélt áfram að rigna yfir hana úr öll- um áttum. Á eftir Sovésku leik- föngunum komu Amerísk leik- föng. Og nú voru öll stræti í borg- inni troðfull af leikföngum alveg upp að húsþökum. Zhenya hljóp upp stiga og leik- föngin hlupu á eftir henni. Hún hljóp út á svalir og leikföngin fylgdu henni eftir. Þá hljóp hún inn i þakherbergi og leikföngin fóru einnig þangað. Hún klifraði þá út á þak, sleit í f lýti af blóm- inu f jólulita krónublaðið, kastaði því upp í loft og sagði fljótmælt: Krónubtað, ó krónublað, fljúgðíj i hring um himingeim, norður, suður, austur, vestur, aftur fljúgðu til mín heim. Er þú snertir gundu hér gjörðu eins og ég segi þér. „Segðuöllum leikföngunum að fara heim í búðir sinar á svip- stundu", sagði Zhenya. Og leik- föngin hurfu öll á augabragði. Zhenya leit nú á sjökrónublaða töf rablómið sitt, og sá að hún átti aðeins eitt krónublað eftir. „Hverjum gæti dottið slíkt í hug?" sagði hún. Ég hef eytt sex krónublöðum og öllum til einskis. „O, jæja, það gerir ekkert til. Ég verð aðgætnari næst." Hún fór nú út á götu og hugsaði með sér. Hvers á ég að óska mér næst? Ég held að ég ætti að óska mér tvö kíló af súkkulaði. Nei betra væri aðóska sér tvær f lösk- ur af límonaði. Ennþá betra að óska hálfs kílós af Miskas súkku- laði vöflum, eina flösku af límonaði, hundrað grömm af karamellum og hundrað grömm af hentum, já og bleikan bar- ankahring handa Pavlik litla. Ef ég óskaði mér alls þessa, hvaða gagn mundi það geramér? Segjum svo að ég bæði um sæl- gæti og æti það allt, þá ætti ég ekkert eftir. Nei ég held að það væri réttara að biðja um þríhjól. En hvað svo, ef ég væri að hjóla á því og strákahrekkjusvínin kæmu og tækju það af mér og lemdu mig í ofanálag. Ekki yrði ég þá ánægð. Nei, þá er betra að óska sér aðgöngumiða í bíó eða cirkus, þá mundi ég að minnsta kosti skemmta mér. Ef til vill væri betra að óska sér sandala og þó, ef ég á að vera hreinskilin. Hvað er eiginlega varið í sandala. Ég get áreiðan- lega óskað mér einhvers, sem er miklu betra. Allavega er engin ástæða til að flýta sér. Er Zhenya hafði hugleitt allt þetta sá hún allt í einu lítinn fal- legan dreng, sem sat á bekk ná- lægt hliði einu. Augu hans voru blá og stór, glaðleg og góðleg. Þetta var mjög fallegur drengur og maður sá strax, að hann var ekkertfyrir að rífast. Hana lang- aði til að gera hann að vini sínum. Óttalaus gekk hún til hans, svo nálægt honum kom nún, að hún sá mynd sína í augum hans og taglhárgreiðsluna hangandi yfir öxlunum. „Litli strákur, litli strákur", sagði hún. „Hvað heitirðu?" „Vitija", svaraði hann „og hvað heitir þú?" „Zhenya. Eig- um við að koma i siðastaleik" „Ég get það ekki, ég er fatlað- ur", sagði Vitija. Nú tók Zhenya eftir að hann var i Ijótum skóm með þykkum sóla á hægra fæti. „Ó, það var leiðinlegt'', sagði hún, „mér geðjaðist svo vel að þér og mig langar svo mikið til að leika við þig." „Mér geðjast líka vel að þér og mér mundi þykja gaman að leika við þig, en ég get það ekki, það er ekki hægt að lækna fótinn á mér". „Hvaða vitleysu ertu að segja litli strákur", sagði Zhenya og tók upp úr vasa sínum sjökróna- blaða töf rablómið. „Sjáðu bara". Og með þessi orð á vörum sleit litla stúlkan okkar varlega af blóminu siðasta krónublaðið, það dökk bláa. Hún þrýsti því andar- tak að augum sinum, rétti út litlu fingurnar og söng með mjóróma röddu titrandi af hamingju: Krónublað, ó krónublað, fljúgðu i hring um himingeim, norður, suður, austur, vestur, aftur fljúgðu til mín heim. Er þú snertir grundu hér gjörðu eins og ég segi þér. „Gerðu Vitija frískan og sterk- an aftur." Á samri stundu spratt litli drengurinn upp af bekknum og fór að leika síðastaleik við Zhenyu. Hann hljóp svo hratt að hún náði honum ekki, hversu mikið sem hún reyndi. SÍÐU Rembrancff II u TOr^SIIvn: 86822 ÆEI Bjoðvm betrí kjör en áður husgegn Frjálsari greiðslukjör Opið alla daga

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.