Alþýðublaðið - 14.12.1979, Side 11
JÓLABLAÐ 11
Nokkrir ófaglærðir gagnrýnendur leggja orð í jólabókabelginn
svona, „Rödd þjóöarinnar er rödd '
guðs.” Guð kýs greinilega Fram-
sókn.
Að lokum kemur hér einn, sem
er skemmtilega merkingarlaus,
allavega þarf maður að vera
mjög tvistigandi, til þess að geta
sagthann sannfærandi, „Betra er
eitthvað en ekkert, ef til einhvers
dugir.” Látum þetta vera loka-
orðin.
Ólafur B. Guðnason
tslenskir málshættir
Bjarni Vilhjálmsson
og Óskar Halldórsson tóku
saman.
(Almenna bókafélagið, 1979, 2.
útg.)
Snæfríður
Jónsdóttir:
...lyklabarn
Lyklabarn er um Disu, sem er
10 ára, litla bróður hennar og
mömmu þeirra og pabba. Þau eru
að flytja i nýja ibúð i nýju hverfi
og Disa kynnist mörgu nýju fólki.
Sagan er um það, hvernig henni
gengur að eignast nýja vini og um
samband hennar við mömmu
sina og pabba. Þegar bókin er að
verða búin, ákveður pabbi Disu
að flytja aftur.
Mér fannst bókin ansi
skemmtileg, samt er hún ekkert
svakalega spennandi en þó lang-
aði mig alltaf til að vita hvernig
allt myndi ganga hjá Disu. Ég
skildi hana vel. Hún er afar góð
og dugleg, ósköp róleg og alvar-
leg, en hún þarf lika alltaf að vera
að passa litla bróður sinn og-
ábyrgjast hann. Una, vinkona
Disu er miklu skemmtilegri, hún
er kát og ákveðnari. Ég vildi ekki
eiga heima þar sem þær búa; allt
hálfbyggt og ónotalegt, allt i
steypu og engir garðar. Ég er
hárviss um að ég myndi ekki vilja
vera Disa.
Mamma og pabbi Disu eru
leiðinleg. Þau eru alltaf að vinna
og alltaf svo þreytt og hafa aldrei
tima til að tala við Disu, hún er
mjög sjaldan með þeim. Hún má
helst ekki spyrja pabba sinn um
neitt til að trufla hann ekki og oft-
ast er henni bara sagt að fara inn
. i sitt herbergi. En versti gallinn
við þau var, að þau stóðu mjög
sjaldan við það sem þau lofuðu
Disu eða sögðust ætla að gera. En
Disa ætti lika að segja eitthvað
við þau. Hún er kannske svolitil
skræfa og lætur of oft undan,
þegar hún ætti að mótmæla.
Konan, sem býr á móti þeim i
blokkinni er mjög góð við krakk-
ana, Disa fær stundum að boröa
hjá henni og bróðir hennar má
gera meira þar en heima hjá sér.
Disa getur talað meira við hana
en við mömmu sina. Disa fór einu
sinni i ferðalag með konunni og
syni hennar og sonarsyni. Þaö
var ofsagaman, þvi Disa fór
aldrei með mömmu sinni og
pabba i ferðalög. Pabbi stráksins
var skemmtilegur, hann talaði
við Disu um staði og hluti sem
þau sáu. Mér fannst undarlegt að
pabbi Disu og mamma hefðu
aldrei gert neitt slikt fyrir hana.
Ég vil frekar hafa svolitið
minna fint og vera meira með
mömmu og pabba. Pabbi Disu
vildi endilega flytja aftur þó
ibúðin þeirra væri orðin fullgerð,
liklega hefur hann bara verið
öfundsjúkur, það var ekki nógu
flott hjá þeim fánnst honum.
Það er kannske ekki svo slæmt
að vera einn heima allan daginn
ef maður ræður sér sjálfur og
verður ekki alltaf að vera úti eða
passa litið systkini.
Ég held það sem var verst fyrir
Disu var hvað mamma hennar og
pabbi voru leiðinleg við hana og
svo að hún þurfti alltaf að vera
með litla bróður sinn alls staðar.
Snæfriður Baldvinsdóttir, 11 ára
Andrés Indriðason: Lyklabarn
Mál og Menning, Reykjavik 1979.
Helgi Már
Arthursson:
...undir
kalstjörnu
Sú bók, sem hvað mesta eftir-
væntingu vakti hjá mér af hinum
svokölluðu jólabókum, var upp-
vaxtarsaga Sigurðar A. Magnús-
sonar „Undir kalstjörnu”.
Hvorutveggja var, að bókin hafði
verið vel auglýst, og ritdómar
dagblaðanna höfðu hælt ritverk-
inu allnokkuð. Að lestri loknum,
verð ég þó að viðurkenna, að von-
brigði min eru töluverð. Von min
var sú, aö þarna væri á ferðinni
ritverk, sem veitti mér og minni
kynslóð innsýn i það, hvernig var
að vaxa úr grasi á kreppuárun-
um. Við fyrstu sýn virðist svo
vera, en við nánari umhugusn
finnst mér, að höfundi takist þetta
ekki nema að mjög takmörkuöu
leyti. Vera kann, að það hafi
hreint ekki vakað fyrir höfundi,
að veita þessa innsýn, að lita beri
á bókina sem mjög persónulega
skýrslu um eigin reynslu. Vera
kann, að ég hafi um of fest mig
við fyrirfram hugmyndir um
verkið.
I einskonar formála að verkinu
segir höfundur, sagan „getur þó
ekki talist sannsöguleg vegna
þess að hún endurvekur og um-
skapar löngu liðna atburöi sam-
kvæmt lögmálum sem ekki eru
virk i daglegu lifi”. Með þvi að
taka þetta fram vill höfundur
vafalaust komast hjá þvi, að litið
veröi á verkið, sem endur-
minningabók eða á persónuna
Jakob Jóhannesson sem höfund
sjálfan. Þetta bendir jafnframt til
þess, að höfundur hafi haft það i
huga, öðrum þræði, að miðla
löngu liönum tima almennt. Þvi
lit ég á þetta verk þeim augum,
fyrst og fremst.
Einsog ég sagði hér aö ofan
finnst mér þetta mistakast að
mörgu leyti. Til grundvallar
þeirri skoðun liggur einkum
tvennt. I fyrsta lagi þykir mér
höfundi ekki takast sem skyldi, að
miðla sambandi foreldra Jakobs,
né sambandi Jakobs við föður
sinn og móður. í öðru lagi finnst
mér fjölskyldan i sögunni vera
slitin of mikið úr tenglsum við þá
atburði, sem áttu sér stað á þess-
um árum. Varðandi seinna atrið-
ið kemur höfundur inná ástand
kreppuáranna óbeint, en ekki
grein fyrir þvi konkret hver áhrif
kreppunnar urðu á fjölskyldulifið
og þar með drenginn. að öðru
leyti en almennt i mynd fátækar.
Sambandinu eða sambandsleys-
inu við foreldrana finnst mér höf-
undur einfaldlega ekki gera nægi-
lega góð skil.
Þetta, að gera ekki grein fyrir
fjölskyldulifinu, sem einhvers
konar afleiðingu þeirrar þjóð-
félagsstöðu, sem foreldrarnir
höfðu og þeirra atburða, sem
fylgdu i kjölfar kreppunnar, veld-
ur þvi, aö skýringa á þroskaferli
dregnsins verður að leita i ein-
staklingsbundnum hálffreudisk-
um sálarflækjum en ekki i þeirri
staðreynd, að fjölskyldan til-
heyröi þeim þjóðfélagshópi, sem
einna helst mátti bera afleiðingar
heimskreppunnar.
t stutttu máli er auðvitað ekki
hægt að gera tæmandi grein fyrir
kostum og göllum bókar. Ég hef
staðnæmst við það sem ég hnaut
um sérstaklega, en það voru eink-
um þó atriði, sem ég tel veik-
leikamerki i sögunni. Ég gæti
lika tint til nokkur atriði, sem
mér finnst höfundur gera góð skil,
einsog t.d. samtöl drengsins og
móðurinnar eftir að hún hefur
verið lögð inn á „Hælið” og kem-
ur á heimilið sem gestur.
Athyglisverðast við þessa bók
þykir mér þó, aðhún sver sig i ætt
við þá bókmenntastefnu, sem i
dag virðist rikjandi og einna helst
mætti likja við innhverfa ihugun,
en umræða um það liggur utan
þessa stutta spjalls.
Helgi Már Athursson,
menntaskólakennari.
Sigurður A. Magnússon: Undir
Kalstjörnu. Mál og menning,
Reykjavik 1979, 256 bls.
Magdalena
Schram:
...árin okkar
Gunnlaugs
og íslands
f erð Stanleys
Tilviljunréð þvi, að ég las þess-
ar tvær bækur sömu dagana. Mér
verður stundum á að vera með
meiraeneinabóki takinu i einu,
— þær geta veriðað öllu óskyldar,
ég rápa frá einni yfir i aðra og
svona fram og til baka, en oftast
vill þó ein ná yfirhöndinni og enga
bið þola, hin eða hinar eru þá
settar hjá á meðan. Þannig fór
einnig núna. Bókin sem varð að
biða, var íslandsleiöangurinn.
Þetta má þó ekki skiljast á
verri veginn. tslandsleiðangur
Stanleys er ekki aðeins stórkost-
lega falleg bók, hún er lika góð
lesning, raunar bráðskemmtileg
áköflum. Hér eru samankomnar
þrjár dagbækur brezkra yfir-
stéttarmanna, sem ferðuðust um
landið seint um sumarið 1789, eða
rétt i lok Móöuharöindanna.
Leiðangurinn mun að mestu leyti
hafa verið sportsferð, eins og
þýðandinn Steindór Steindórsson
frá Hlöðum kemst að orði i for-
málasi'num, þ.e.a.s. ekki visinda-
leiöangur. Dagbókarhöfundar
voru að visu vel menntaöir en
óþjálfaðir i rannsóknum, en ferö
þeirra vakti litla eftirtekt fræöi-
manna erlendis. Þrátt fyrir þetta
eru bækurnar að megin til
lýsingará landslagi,á mælingum
ýmiss konar; ss. á hæð fjalla,
hitastigi hvera o.s.frv.
Er það þurrlestur konu, sem er
illa að sér i jarðfræði en heldur ef-
laust athygli þeirra, sem til fags-
ins þekkja og hafa gaman af að
gera sér frekari grein fyrir þeim
framförum sem orðið hafa á
þessum sviðum hvað varðar
upplýsingaöflun og úrvinnslu.
Gildi dagbókanna felst i lýsingu
þeirra félaga á högum lands-
manna eftir Móðuharðindin i
fyrsta lagi og á landsmönnum
sjálfum I öðru. Ofagrar lýsingar á
húsakosti, klæönaði, og raunar
öllum ytri högum Islendinga
undir lok 18. aldar koma engum á
óvart, sem eitthvað þekkja til
sögu landsins. Myndir, sem
teiknaðar voru i ferðinni, gera þá
sögu enn raunverulegri og auka
gildi textans ómetanlega. Sorg-
legusthlýtur að vera teikningin af
húsi yfirréttar og lögréttu á Þing-
völlum og mun mörgum Islend-
ingum finnast orðiö hús vart til
hæfis hér.
En þótt fáir kunni að kippa sér
upp við orð og myndir af lifnaðar-
högum forfeöra okkar, er hætt við
að mörgum bregði i brún við lest-
urinn þegar kemur að
lýsingunum af landanum
sjálfum, framkomu hans og inn-
rætiö, sem af henni má dæma.
Eitt af þvi, sem gerir dagbæk-
urnar góða lesningu, er einmitt að
þær eru skrifaðar af þremur
mönnum.hverjum með sina skap-
höfn. Flestum atburðum er lýstá
þrjá mismunandi vegu og sýnist
sitt hverjum. Athugasemdir
Stanleys sjálfs við dagbækur
ferðafélaga sinna, sýna hvað
mesta þolinmæöi og umburöar-
lyndi enda skrifaðar mikið
seinna. En jafnvel hann fær ekki
orða bundist yfir „kuldalegum
móttökum” en „góðar viðtökur”
eru þvi aðeins tryggar aö ferða-
maður hafi með sér „kunnugan
mann eða meömælabréf til helztu
bænda og presta.” Hann lætur sér
ekki bregða við að kalla einn
prestanna „óheflaðan rusta” þótt
hann um leið leggi sig i lfma viö
að reyna að skýra athæfi klerks:
„ótti, innra stærilæti, hatur eða
mannvonska.” Höfundur fyrstu
dagbókarinnar þóttist fljótur að
koma auga á „drottnandi þjóðar-
löst landa (sinna) nefnilega sljó-
leikann.” Auðvitað eru jákvæðari
lýsingar innan um þótt vand-
fundnar séu, en þar bera hæst
ummæli um Hannes Finnsson
biskup og ölaf Stephensen.
Mörgum kann aö þykja þaö ill-
kvittnislegt að tina þannig til nei-
kvæð ummæli brezkra yfir-
stéttarmanna um bágstadda
Islendinga á 18. öld. Og orð min
má ekki sklija svo aö þau beri
annað innihald bókanna ofurliöi.
Astæðuna til þess, að mér urðu
þausvoeftirminnileger að finna I
formála Steindórs Steindórs-
sonar, þýðanda og svo I hinni
bókinni, sem nefnd var I upphafi.
Þýðanda sárnarekki litið, hversu
neikvæður tónninn er I garð
landans og er það von. Hann
jTVKirN URMli
GUNNLAUG?
reynir þvi að draga úr, ber viö illu
skapi leiðangursmanna vegna
veðurs, að hestfæð I landinu eftir
Móðuharðindi hafi valdið örðug-
leikunum við aö afla hrossa til
ferðalaga álandi (þ.e. ekki fjand-
skapur viö útlendinga) og svo
fram eftir götunum. Ég þóttist
vita aö orð Steindórs mætti til
sanns vegar færa, hefði vafalaust
látið þar við sitja ef bókin Arin
okkar Gunnlaugshefði ekki oröiö
til aö ég hugsaði mig tvisvar um.
Arin okkar Gunnlaugs eru
minningar Grete Linck Grönbech
um fyrrv. eiginmann hennar,
Gunnlaug Scheving listmálara og
dvöl hennar á Islandi með honum
frá 1932 til 1938. Bókin á það sam-
merkt meö Islandsleiöangri Stan-
leys, að bregða upp mynd af
Islandi og tslendingum eins og
gestsaugað litur þá. Nær 150 ár
skilja gestina að og þau ár voru
viðburðarik I sögu lands og
þjóöar. Hagur landsmanna hafði
batnað en þeir voru enn fátækir.
Hér mun óþargt að lýsa frekar
efnahagsástandinu á Islandi i
byrjun 4. áratugs þessararaldar.
Það er ekki erfitt aö gera sér i
hugarlund, hvernig ytri aðbún-
aöur fólksins i landinu kom fyrir
sjónir ungri betriborgaradóttur
frá kóngsins Kaupmannahöfn.
„Viö furðuðum okkur á húsunum.
Þau litu flest Ut eins og ryögaðir
bárujárnsskúrar. Umhverfis
voru engir afgirtir garöar heldur
svæði þakin tömum dósum,
þorskhausum og alls kyns rusli.”
(bsl. 73)
Væntanlega hefur bættur fjár-
hagursiðariárabreytt þessu? En
má afsaka allt með fátækt? —
„Við komum til fyrsta bæjarins
(þ.e. á leið til Islands i fyrsta
sinn) og Islenzkir farþegar bætt-
ust i hópinn. Ég fékk tvær konur
sem klefafélaga. Ég heilsaði
þeim en þær tóku ekki undir
kveðju mina. Þær létu sem þær
sæju mig ekki i þá tvo daga sem
við vorum saman.” Heldur hefur
ungu Kaupmannahafnarstúlk-
unni þótt þetta kuldalegar mót-
tökur!
Meðfáum undantekningum eru
þessar viðtökur dæmigerðar fyrir
reynslu Grete Linck Grönbech af
Islendingum. Það væri ekki i
hennar anda, hygg ég, að nefna
fleiri slík dæmi og önnur af þeim
andlega vesældóm, sem hún
kynntist hér á landi. Hún fellir
aldrei dóm þvi styggöaryrði eru
varla til i hennar munni. Þrátt
fyrir allt það mótlæti sem hún
máttiþola,er ekkiannaðaðskilja
af bókinni en hún beri hlýjan hug
til okkar. Ef marka má af þeim
ritstll sem hún temur sér, san er
látlaus, einfaldur, hreinn og
beinn, er Grete hvers manns hug-
ljúfi. HUn segir aðeins frá, aldrei
til að dæma — og fyrirgefur flest.
Óneitanlega renna á mann tvær
grimur undir lestrinum, og for-
dómafullar og skilningslausar
lýsingar brezku yfirstéttarmann-
anna frá árinu 1789 veröur ekki
lengur hægtað réttlæta með slag-
veðri og náttúruhamförum.
Grete Linck Grönbech fór
héðan alfarin 1938 og hún og
Gunnlaugur Scheving hittust
aldrei aftur. Þau skildu árið 1942
og 1943 sfðar giftist Grete öörum
manni. En þau héldu uppi bréfa-
sambandi allt til dauða Gunn-
laugs. Bók hennar um kynni
þeirraog veru hérlendis er, þrátt
fyrirþá raunasögu sem hUn segir,
bráðskemmtileg og oft fyndin
með afbrigðum. HUn er fengur
Framhald á bls. 17.