Alþýðublaðið - 14.12.1979, Side 18
-18 JÓLABLAÐ
Jean Paul Sartre og Simone de Beauvoir á yngri árum
AÐ BÚA í SYND
Frönsku rithöfundarnir Simone de Beauvoir og Jean
Paul Sartre kynntust á háskólaárum sinum fyrir rúmum
40 árum og hafa alla tíð síðan verið í tygjum hvort við
annað/ verið par, án þess þó að búa saman sem hjón. Þau
reyndu strax i upphafi að finna nýjar leiðir í sambandi
karls og konu og að endurskoða þær hefðir, sem ríkja svo
gjarnan i slíkum samböndum. Þau draga í efa gildi
einkvænisog hafa ætíð reynt að yfirvinna eignaþörfina,
afbrýðisemi og tryggð. Þau hafa orðið mörgum fyrir-
mynd, jafnvel átrúnaðargoð, einkum kvenna, sem hafa i
sambandi þeirra eygt lausnir á þeim vandamálum, sem
steðja að hefðbundnum hjónaböndum í nútímasamfé-
lagi.
Viðtalið, sem hér fer á eftir tók þýska kvenréttinda-
konan Alice Schwarzer við þau bæði. Alice Sxhwarzer
byrjaði á að fara með tvær tilvitnanir úr æviminningum
Simone de Beavoir: „Mitt mikilvægasta verk er líf mitt"
og „Afdrifamesta reynsla lífs míns var að hitta Sartre."
En fyrsta spurningin, sem lögð var f yrir var þessi:
AS: Skiptir sú staðreynd, að þið hafið aldrei búið saman,
ekki miklu meira máli en hin, að þið hafið aldrei gengið í
hjónaband?
Sdb: Vissulega'. Enda mun konan
alltaf leika hið sígilda konuhlut-
verk ef samband hennar við
manninn er háð sömu skilyrðum
og hjóna, þ.e.a.s ef þau halda
saman heimili, hafa reglulegar
máltiðir o.s.frvfljafnvel þó svo að
samband þeirrá sé opið. Sé um
slikt reglubundið heimilislif að
ræða, verður munurinn harla
litill. Við Sartre lifum hins vegar
mjög óreglubundnu lifi, sem
hefur gert okkur kleift aö búa
undir einu og sama þakinu, án
þess þó að búa alveg saman.
Þegar við vorum yngri bjuggum
við á hótelum, borðuðum á
veitingahúsum — stundum
saman stundum sitt i hvoru lagi.
Við fórum stundum saman i
ferðalög en alls ekki alltaf —
Sartre er t.d. meinilla við göngu-
feröir sem ég hef aftur mjög
mikla ánægju af og fór þá með
öðrum kunningjum. Við höfum
þannig viöhaldið frelsi i sam-
bandi okkar, sem hefur komiö i
veg fyrir að á milli okkar opnaðist
sú djúpa gjá, sem svo oft vill
myndast i venjulegu hjónabandi.
Ég held að þetta frelsi, skipti
miklu meira máli en sú staöreynd
aö við giftum okkur ekki.
AS: Eftir að hafa lesiö endur-
minningar yðar, Simone, vaknar
hjá mér sú spurning, hvort þér
hafið i raun og veru efa/t um gildi
einkvænis. Samband ykkar hefur
jú alltaf haft aigjöran forgang og
allir utan aðkomandi aðilar
aðeins fengiö að ieika smáhiut-
verk.
SdB: Jú, reyndar.
JPS: Það er nokkuð til i þessu.
Þetta var það, sem ævinlega setti
aðrar konur upp á móti mér —
þær fóru alltaf fram á vera númer
1 hjá mér.
SDB: Það sem hann á við, er að
sá, eða sú, sem við skulum kalla
þriðja aðilann, hlaut alltaf að vita
frá upphafi um samband okkar
Sartre og að það myndi skyggja á
öll önnur sambönd. Oft var þetta
mjög óþægilegt fyrir viðkomandi.
Það má þvi gagnrýna samband
eins og það, sem viö Sartre búum
i, fyrir að vera á annarra kostnað.
Það er oft óheiöarlegt gagnvart
öðrum.
AS: Það kemur sem sagt niður á
öðru fólki.
SdB: Já, einmitt.
AS: Hvað um þá ákvörðun, ef um
ákvörðun var að ræða, að
eignast engin börn? Var það e.t.v.
sjálfsagt fyrir ykkur báðum?
SdB: Hvað mig varðar kom ekki
til greina að eignast börn. Ekki
endilega vegna þess að ég þoli
ekki börn ... Þegar ég var yngri
og hélt ég ætti eftir aðganga i
borgaralegt hjónaband meö
frænda minum Jacques, þá gerði
ég að visu ráð fyrir að eiga eftir
að verða móðir. En samband mitt
við Sartre er svo gjörólikt i eðli
sinu, það er andlegra, ekki
borgaralegt fjölskyldufesti og
mér datt aldrei i hug að fara að
eignast börn meö honum. Ég
hafði enga löngun til að eignast
litinn Sartre, hann sjálfur nægir
mér alveg!, — og ekki heldur litla
mig! Ég veit ekki — hvað með
yður Sartre.?
JPS: Ég ætlaði aldrei að verða
faðir.
AS: Þvi er oft haldiö fram, að
siðar og þá þegar er orðiö of seint,
hijótimaður aö sjá eftir þvi að
hafa aldrei eignazt börn, einkum
konur. Hvað með yður, Simone?
SdB: Ég hef aldrei séð eftir þvi.
Alls ekki. En ég hef lika verið
mjög heppin i samböndum
minum, við Sartre og aðra vini og
kunningja. Þvertá móti, þegar ég
virði fyrir mér samband þeirra
mæðra, sem ég þekki, sérstak-
lega við dætur þeirra og hversu
rotin þau geta verið, þá verð ég
fegin að eiga ekki börn sjálf.
Hvers vegna þérast þau?
AS: Mér þykir það meir en litið
makalaust, að þið skuiið þérast
eftir allan þennan tima. Það varö
alsiða að þúast i byltingasam-
tökunum sem mynduðust 1968, og
sem þiö voruð meðlimir i. Hvers
vegna þérizt þið eiginlega og
hvaða þýðingu hefur það t.d. fyrir
yður, Sartre?
JPS:Tja, það varnú ekki ég, sem
byrjaði á þessu, heldur Simone.
Nú er þetta orðið að vana og ég
gæti hreint ekki sagt þú við hana.
SdB: Ég hef alltaf átt erfitt með
að þúa fólk. Þó þúaði ég foreldra
mina. En bezta vinkona min i
æsku þúaði allar vinkonur nema
mig, þvi ég þéraði hana alltaf. Og
núna þéra ég Silvie, sem er bezta
vinkona min, og eiginlega alla
kunningja mina utan einn eða tvo,
sem hafa fengið mig til að hætta
þvi. Og þótt við höfum tekið þátt i
róttækum samtökum 1968, þá
getum var varla allt i einu farið
að leika byltingarsinna á þennan
hátt..
Engin leyndarmál.
AS:Hvaðareglum litur samband
ykkar — segið þið hvort öðru t.d.
ailtaf sannleikann?
JPS: Ég held mér sé óhætt að
segja.aðégsegialltaf satt og rétt
frá öllu, en það er ékki vegna
einhverra reglna. Það hefur
aldrei verið nauðsynlegt að
spyrja mig spjörunum úr.
Kannske segi ég ekki alltaf strax
frá öllu, heldur bið i eina, tvær
vikur, en ég geri það alltaf. Þér,
Simone....
SdB: Ég lika, alltaf. En ég held
ekki að hægt sé að búa til neinar
fastar reglur um þetta. Bersögli
hentar okkur, við erum
menntafólk og við vitum, alveg
eins og Sartre var að segja,
hvenær bezt er að leysa frá
skjóðunni. En það er ekki hægt að
ráðleggja öllum pörum að segja
alltaf blákaldan sannleikann.
Sannleikurinn getur orðið ill-
skeytt vopn, ef illa er með hann
farið, eins og karlmenn eiga svo
oft til með að gera. Ekki aðeins
halda þeir fram hjá konunum
sinum, heldur segja þeim svo frá
þvi eftir á, ekki til að halda á lofti
sannleikanum eða hreinskilni,
heldur til að fróa eigin hégóma-
girnd. Ég myndi aldrei verja
hreinskilni hreinskilninnar
vegna. Það er mikið lán að búa i
sambandi, sem þolir sannleikann,
en sannleikur hefur ekki gildi
sjálfs sin vegna.
Um Fjármálin.
AS: Mig langar mikið til að
spyrja ykkur spurningar, sem
vkkur kann að viröast fáránleg,
en hún skiptir þó máli. Peningar,
fjármálin, eru oftast mikilvæg i
sambandi karls og konu. Hvernig
hafið þið hagað þessu?
JPS: Peningar hafa ekki haft
nein áhrif á okkar samband. Þeir
skipta okkur að sjálfsögöu máli,
þeir eru jú nauðsynlegir til að lifa
af ekki satt? En þeir voru aldrei
vandamál. Annaðhvort áttum við
pening, eða þá aðeins annað
okkar og þá skiptum við honum á
milli okkar, allt eftir þvi hvernig
á stóð.
SdB: Þegar við vorum ung, erfði
Sartre eftir ömmu sina og ég sá
ekkert athugavert við það að
hann notaði arfinn i okkur bæði,
viö fórum t.d. saman i ferðalög
fyrir þá peninga. Við höfum ekki
haft neinar reglur um þetta.
Stundum lifði ég bókstaflega á
Sartre, einkum eftir striðið þegar
ég vildi fara að skrifa — mig
minnir það hafi verið Hitt kynið
(Le Deuxieme Sex, 1949). Hefði
ég farið að vinna þá, hefði ég
orðiö að hætta viðað skrifa. Og i