Alþýðublaðið - 23.12.1980, Qupperneq 3
JÓLABLAÐ
3
alþýðu-
IH FTPIPM
Útgefandi: Alþvöuflokkurinn
Framkvæmdastjori: . Jóhann-
es Guömundsson.
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðamenn: Helgi Mál*
Arthúrsson, Ólafur Bjarni
Guðnason, Þráinn ' Hall-
grimsson.
Auglýsinga- og söiustjóri:
Höskuldur Dungal.
Auglýsingar: Þóra Haf-
steinsdóttir.
Gjatdkeri: Halldóra Jónsdótt-
ir.
Dreifingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Siðumúla 11, Reykjavik,
simi 181866.
það verður mikið um
hátiöahöld næstu daga. Fæð-
ingarhátið frelsarans veröur
haldin hátiðleg i 1980ugusta sinn
Við kveðjum verðbólguáratug-
inn — en áreiðanlega ekki fyrir
fullt og allt. Þessi leiða fylgja
misheppnaðra stjórnmála-
manna mun vissulega visa þeim
veginn áfram við upphaf nýs
áratugar.
Aöstandendur hinnar islenzku
verðbólgu geta raunar haldið
upp á fertugsafmæli hennar um
þessar mundir. Og Útvarpið er
hálfrar aldar og Landspitalinn
sömuleiðis. Og forsætisráðherra
vor heldur upp á sjötugsafmæli
sitt tveimur dögum fátt i ára-
mótin.
Þá verður kátt i höllinni. Vinir
hans og samherjar i bandalag-
inu og Framsókn ætla að færa
honum „efnahagsmálapakka” I
afmælisgjöf. Umbúðunum verö-
ur varpað á verðbólgubálið með
gömlu seölunum. Það veröur
skrautleg áramótabrenna.
Þaö er skammt til aldamóta.
Aðeins tveir áratugir. 1 heimi
orkukreppu og offjölgunar
hljóta Islendingar þrátt fyrir
allt að teljast til hinna hólpnu.
Landið á ærinn auð — m.a.s.
auð, sem endurnýjar sig sjálf-
krafa. En kunnum viö að not-
færa okkur hann? Verður næsti
áratugur lika áratugur „hinna
glötuðu tækifæra'”?
Ungur og óvenjuritfær hag-
fræðiprófessor slær þvi föstu i
nýju poppblaði að verðbólgu-
fylgjan hafi skorðað sig f föstu
fari, og að „landsstjórum muni
ekki takast á tímabilinu fram til
ársins 2000 að koma verðhækk-
unum aftur niður f gamla
10—13% stigið”. Þeim mun á
hinn bóginp.segir hann „ekki
veita af allri sinni stjórnspeki til
að missa ekki verðbólguna upp
á enn hærra stig, til dæmis
80—100%.
Hver treystir sér til aö veöja á
þá stjórnspeki?
Hvað hefur okkur lslending-
um tekizt bezt, og hvað verst á
liðnum áratug? Hvað varðar
mestu að okkur takizt vel á
næsta áratug?
Alþýðublaðið leggur þessar
spurningar fyrir stjórnmála-
menn, vfsindamenn og lista-
menn, meðal annarra i jóla-
blaöi.
Vfsindamönnunum ber i
grundvallaratriðum saman,
þrátt fyrir ólfkar áherzlur. Alda
Möller, lifefnafræðingur, nefnir
.endurheimt tslendinga á yfir-
ráðum yfir fiskimiðunum mikil-
vægasta ávinning okkar á liðn-
um áratug. Bæði Alda Möller og
Agúst Valfells, kjarneðlisfræö-
íngur, nefna aukna nýtingu
jarövarmans sem dæmi um
jákvæöa þróun. „Aukin nýting
orkulinda hefur liklega komiö i
veg fyrir rýrnun lifkjarna þenn-
an áratug” — segir Agúst Val-
fells.
En hvað hefur tekizt verst?
Bæði Alda Möller og Agúst Val-
fells, nefna til efnahagsóstjórn,
og landbúnaðarpólitik sérstak-
lega. „Betur tókst okkur að
hemja glóandi hraunið i Vest-
mannaeyjum en óöaverðbólg-
una”, segir Alda Möller.
Landið er ofbeitt, ofbeitin
stuðlar að offramleiöslu land-
búnaðarvara, sem siðan er seld
út með tapi, á lægra verði en
landsmenn þurfa aö borga fyrir
sömu vöru, og þeir eru skatt-
lagðir til að greiða niöur verðiö.
Þetta hlýtur að vera dragbitur á
lifskjör fólks i þéttbýlinu.” —
Þetta segir Agust Valfells.
n vað varðar mestu að betur
takizt til á næsta áratug? Aö
móta stefnu i landbúnaöarmál-
um og gróðurvernd. Aö ofgera
ekki fiskistofnunum, og að leyfi-
legur afrakstur þeirra veröi
fenginn meö sem minnstum til-
kostnaði. Aðhagnýta óvirkjaöar
orkulindir og breyta þeim i út-
flutningsverömæti. Að tryggja
jöfnuð i lifeyrisréttindum
aldraöra. Að draga úr vinnu-
þrælkun, stytta vinnutimann.
Koma upp lágmarksalmanna-
vörnum til verndar lifi lands-
manna og eignum, ef til ófriöar
dregur.
Allt eru þetta atriöi, sem
nefnd eru til sögunnar. Það er
athyglisvert, að enginn áræðir
að gera kröfu um jafnvægi i
þjóðarbúskapnum, sem er þó
forsenda þess að flest hitt, sem
upp er talið, geti tekizt. Er þaö
til of mikils mælzt? Eöa eru
menn búnir að gefa stjórnmál
og stjórnmálamenn upp á bát-
inn sem „vonlaust tilfelli”?
Hvað sem þvi liöur, er von-
andi aö við höfum eitthvaö lært
af glötuðum tækifærum liðins
áratugar. Aö svo mæltu óskar
Alþýöublaðið lesendum sinum
og viðskiptavinum sem og lands
mönnum öllum
Gleðilegra jóla
TÍMI GLATAÐRA
TÆKIFÆRA?
HEIMSHAGKERFIÐ I
KREPPU - UM VANDAMAL
SMAÞJðÐANNA
Erik Lundberg, viðkunn-
ur sænskur hagfræðingur
flutti erindi, sem hér er
birt í útdrætti, á aðalfundi
norræna iðnþróunarsjóðs-
ins. Sjóðurinn var stofnað-
ur árið 1970 í tengslum við
inngöngu Islands i EFTA.
Á aðalfundinum i Reykja-
vík var því minnzt 10 ára
afmælis sjóðsins.
Erik Lundberg er mörg-
um íslendingum að góðu
kunnur. Hann kom fyrst
hingað til lands sem efna-
hagsráðgjafi fyrstu
íslenzku „vinstri-stjórnar-
innar" 1934—37 og at-
vinnumálanefndar hennar,
„Rauðku".
EFTIR ERIK
LUNDBERG
Heimshagkerfið
Eftirfarandi grein er útdrátt-
ur I íslenskri þýðingu á erindi er
flutt var i tilefni 10 ára afmælis
Iönþróunarsjóös 30 maf 1980.
Heimskreppan — vanda-
mál smáþjóðanna
Frá miðjum áttunda áratugn-
um hefur almenn hagþróun i
heiminum oröið fyrir alvarleg-
um truflunum, orðiö hefur vart
nýrra viðhorfa og framtiðar-
horfur hafa einkennst af aukinni
óvissu og svartsýni. Þessi nýju
viðhorf og truflanir má einu
nafni nefna kreppuástand, sem
þó hefur lagst misþungt á ein-
stök lönd og landsvæði.
Segja má að kreppa riki á eft-
irfarandi sviðum:
1) Alvarlegri samdráttarskeiö
en áður eru dæmi um:
1974—75 og væntanlega einnig
1980-81.
2) Langvarandi „hagvaxtar-
kreppa”. Hagvöxtur innan
OECD virðist hafa farið
minnkandi frá þvl að vera
u.þ.b. 5% á ári „gullaldarár-
in” 1950—70 og niður i um
2—3% frá miöjum þessum
áratug.
Talaö er um að þróunarmögu-
leikar séu háðir „olíuþaki”.
3) Veröbólguvandinn hefur
næstum allsstaðar verið
höfuðviðfangsefnið. Kreppu-
ástandið einkennist af stöðn-
unarverðbólgu (stagflation)
þ.e. litlum hagvexti (stöðnun)
miklu atvinnuleysi og verð-
bólgu.
4) Það rikir einskonar kreppu-
ástand I hagstjórn margra
iönrikja. Stjórn efnahags-
mála hefur einkennst af mjög
aðhaldsömu veröbólgulet jandi
aðgerðum meö háum vöxtum
þrátt fyrir mikið atvinnuleysi
og lélega nýtingu fram-
leiðsluþátta.
5) Jafnvel í hagstjórnarfræðum
ríkir kreppuástand. Kenning-
ar Keynes með jákvæða af-
stöðu til þenslu i rikisfjármál-
um eiga minnkandi fylgi að
fagna. Kenningar
monetarista sem byggja á
mikilvægi stjórnunar pen-
ingamála hafa heldur ekki
reynst nógu vel undir stjórn
frú Thatcher i Englandi. Þess
i stað er leitaö nýrra hag-
stjórnarkenninga þar sem
áhrif væntingar, áhættu og
allra tengunda eigna ekki ein-
ungis peningar og skuldabréf,
skipta máli.
6) Ljóst er einnig að kreppan á
rætur sinar að rekja til þess
hvernig efnahagslif hinna
ýmsu landa er uppbyggt
(strukturkris), þar sem ónot-
uð afkastageta og fjármögn-
unarvandama’l margra at-
vinnugreina haldast i hendur
við veröbólgu og atvinnuleysi.
Mikilvægustu breytingar i
efnahagsuppbyggingu iðn-
ríkjanna er útþensla opinbera
geirans. Vaxandi rikisútgjöld
háir skattar og oft mikill halli
á fjárlögum hafa margsinnis
valdið kreppu i rikisfjármál-
um.
7) Minni aukning heimsverslun-
ar frá 8—9% árlegri magn-
aukningu og niður i 3—5%
hefur gert utanrikisverslun
ýmissa landa erfitt fyrir.
Verndaraögerðir eiga
sivaxandi fylgi aö fagna
)protektionismen). Vannýtt
afkastageta á ýmsum sviðum
atvinnulifs hefur leitt til opin-
berrar ihlutunar og aðgerða i
formi framleiðslustyrkja sem
spillt hafa skilyrðum friversl-
unar og sérstaklega hafa
hagsmunir útflutningsversl-
unar smáþjóða orðið fyrir
baröinu á þessu
Þessi þróun hefur einnig kom-
iö illa við ýmis þróunarlönd,
sem byggja efnahagsþróun
sina i ríkum mæli á eflingu út-
flutnings. Aðlögun iðnaöar-
uppbyggingar margra rikja
vegna sibreytilegrar alþjóð-
legrar verkaskiptingar er of
hægfara og sársaukafull
vegna ósveigjanleika og auk-
innar tilhneigingar til
verndaraðgerða.
8) Kreppa er rikjandi eða þvi
sem næst á alþjóðlegum fjár-
magnsmörkuðum og einnig i
greiðslujafnaöar- og gjald-
eyrismálum. Greiðsluafgang-
ur OPEC-landa sem nemur
hundruðum milljarða dollara
virðist ætla að festast I sessi.
Óhagstæöur vöruskiptajöfn-
uður hrjáir flestar þjóöir utan
OPECrikjanna. Fljótandi
gengiskerfi hefur á vissum
timum ekki gefist nógu vel,
sérstaklega með tilliti til
óstööugleika Bandarikjadoll-
arans.
Alþjóðlegir fjármagnsmark-
aðir störfuðu eins og ætlast
var til á árunum 1974—79. En
hin geigvænlega skuldasöfn-
un á alþjóðavettvangi getur
ekki gengiö takmarkalaust.
Fjöldi rikja — og á þetta sér-
staklega við um mörg
þróunarlönd — verða að
draga úr skuldaaukningu
sinni. Hætta er á kreppu á al-
þjóðaf jármagnsmörkuðum.
Þarft væri að ræða sjónarmið
og tillögur Brandt-nefndar-
innar.
9) Siðan er nokkuð til sem kalla
mætti hagskerfiskreppu
(systemskris). Eins og á ár-
unum kringum 1930 sem fólu i
sér einskonar auðvalds-
kreppu stöndum við nú
frammi fyrir hagkerfis-
kreppu i tvennum skilningi.
Hugsanlega gæti kreppa hins
blandaða hagkerfis og
markaöskerfis birst i þvi að i
mörgum iðnrikjum hefur trú
manna á gildi markaðarins
dvinað i ýmsum veigamiklum
atriðum. Þetta sést hvað
greinilegast á lágu kauphall-
ar gengi, lækkandi ágóða-
stigi, og lágu hlutfalli arð-
bærrar fjárfestingar, opin-
berri ihlutun á öllum sviðum,
óróa, óvissu og svartsýni á
framtiðina.
Onnur tegund hagkerfis-
kreppu varðar efnahags-
skipulag heimsins (inter-
nationella varldsordning).
Litill árangur af 20 ára efna-
hagsuppbyggingu þróunar-
landanna, hefur valdið mikl-
um vonbrigðum. Rætt er um
hvort tveggja i senn, umbæt-
ur og róttækar breytingar
Vandamál þriðja heimsins
verða enn alvarlegri vegna
áðurnefnds kreppuástands
meðal iönrikja (OECD).
Það er engin hætta á að
ástand það sem ráðandi var I
kreppunni miklu endurtaki
sig. Þó má finna nokkur sam-
eiginleg'. einkenni þessara
tveggja timabila. En þvi mið-
ur eru vandamálin miklu
margslungnari i dag. Vonandi
gera rikisstjórnir, atvinnulif,
stéttarfélög, o.s.frv. sér betur
en þá grein fyrir eðli vanda-
málanna og þeirri áhættu sem
i þeim býr. En atferli og
ákvarðanir stjórnmálamanna
og rikisstjórna eru ekki alltaf
byggðar á skynseminni einni
saman. Deilur og stjórnmála-
legar skammtimaákvarðanir
ráða þvi miður oftar ferðinni i
flestum rikjum en sameigin-
legir langtimahagsmunir
þeirra.
Hvernig eiga smáþjóöir að
geta spjarað sig i heimi litils
hagvaxtar örrar verðbólgu og
greiðslujafnaðarvandamála,
verndaraðgerða og almennrar
óvissu um framtiðina?
Það er merkilegt hversu
þróun efnahagsmála hefur verið
breytileg eftir löndum frá
kreppunni 1973—74. Hversvegna
hefur t.d. Austurriki og Noregi
vegnað svo miklu betur en Dan-
mörku og Sviþjóö? Hægt er aö
velta vöngum yfir svo gifurleg-
um andstæðum sem Islandi og
Sviss. Kemur þar til bæði mis-
munandi heppni og hæfni, i al-
mennri hagstjórn, i gengis-
málum, i samvinnu atvinnulifs
og rikisstjórna. Styrkleiki verð-
bólguhneigðar gæti verið afger-
andi skýringarþáttur.
Min skoðun er sú að hægt sé
að ná mun betri árangri i litlu
hagkerfi (bæði að þvi er varðar
stööugleika, verðbólgu og hag-
vöxt) en þeim sem nú mun vera
spáð almennt. Tökum Austur-
riki og Sviþjóð sem öfgadæmi.
Austurriki sem dæmi um litiö
land og velheppnaða stjórn
efnahagsmála. Viö getum lært
af reynslu þessara tveggja
landa og annarra hvernig smá-
þjóðir geta spjaraö sig áfalla-
laust i illum heimi.
(§leíitleg }ól
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS {