Alþýðublaðið - 23.12.1980, Síða 13
JÓLABLAÐ
13
manna. Stendur sá gleðifagn-
aður yfir nokkrar nætur og daga
og nefnist Pera-hera. Þeim at-
höfnum er varla hægt að lýsa
með orðum : Nær hundrað filar
i skrautklæðum fylgja ungum
oggömlum imarglitum búning-
um. 1 hásætum sitja munkar
prýddir gimsteinum, haf af log-
andi blysum breiðir ævintýra-
blæ yfir allt og alla. Söngvar
heyrast, flautur og trommur
æsa fylkingar hinna trúuðu til æ
villtari dansa. Hvellir úr löng-
um leðurpiskum hljóma i takt
eins og byssuskot og eiga að
hræða burt illa anda — margar
athafnir minna á forna andatrú.
—Skrautgöngur og ýmis hátiða-
höld standa langt eftirmiðnætti,
hugsa aðeins fáir um að halda
heim til sin. Stórir hópar ráfa
um, hlæjandi og kallandi — en
friðsamir eru allir, þvi að
notkun áfengis þekkist ekki.
Hægt er að fá keypt brauð ný-
bakað og ýmsa ávexti. Fátt
kvenfólk er á ferli — helst þá
mæður með ungbörnum sinum.
— Þótt lögreglan reyni að skipu-
leggja umferðina til og frá ha-
tiðarsvæðinu, tekur það marga
klukkutima og komast út úr
þrönginni. Hér kemur að góðum
notum að hafa bifreið leigða um
hálfan sólarhring, annars er
varla hægt fyrir útlending að
rata.
Hver er
sjálfum sér ........
Hafi ferðamaður búið i Sri
Lanka vikum saman og kynnst
kunningjum sinum betur, fellur
skuggi á hina rómuðu góð-
mennsku Singhalesa. Vissulega
er umgengni ánægjuleg eins og
hjálpsemin. En sýnilegt verður
smám saman að undir býr is-
kalt mat á, hversu mikið megi
hafa út úr hverjum útlendirigi.
Einn irnfæddurhjálpar þegjandi
öðrum að „plokka” erlenda
gesti, og fara þeir i einskonar
keppni um hver geti betur.
Unglingar gera sér far um að fá
utanáskriftir ferðamanna i
heimalöndum þeirra, oftast *
von að fá sendar gjafir, helst
peningaseðla. Er hér meira um
græðgi að ræða en fátækt. Og
það sem Singhalesar óska eru
oft ekki smámunir: dýrmæt
armbandsúr, silkiskyrtur og út-
varpstæki. Jafnvel vel stætt
fólk, sem á fin einbýlishús og
eirikabifreiðar, vila ekki fyrir
sér að biðja túrista, sem aðeins
skreppa til Indlands eða Thai-
lands, um að ,,kaupa” fyrir sig
dýrmæt klæði og útbúnað. Sé
slikur túristi svo einfaldur að
koma með umbeðna hluti, lærir
hann fljótt, að úr lofaðri
greiðslu verður ekki, og dugar
ekki að „rukka” þá. útlending-
ur eri'öllu falli álitinn svo rikur,
að hann megi vel láta það af
hendi rakna sem „vinargjöf”,
sem hann var beðinn um að
kaupa. óviðkunnanleg eru slik
„viðskipti”, og ber að taka þeim
sem merki þess, að útlendingur
er i þann mund að glata virð-
ingu sínni
í grasgarðinum
t fjalllendinu nálægt Pera-
dinia gleður sigrænn, undur-
fagur og vel hirtur grasgarður
ferðamanninn. Likist hann helst
konungagörðunum i Anurad-
hapura norðanlands, en þar eru
þöglar tjarnir fullar af fiskum
og jafnvel krókódilum. Frægust
i görðum Peradiniya eru gróður
hús með ótrúlega fjölbreyttum
snikjuplöntum, orkideum. Eru
þærsvoeinstæðar og dýrmætar,
að athugulir verða að gæta
þeirra og sjá til þess, að enginn
gestanna steli þeim eða hlutum
þeirra. Það reyndist þá lika
ókleift að fá keyptar orkideur
nokkurs staöar, a.m.k. tókst
mér það ekki. Aftur á móti tindi
ég fræ trjáa og skrautrunna, til
að gróðursetja þau heima hjá
mér í Malmö.
Ég gefst nú upp við þessa
ferðaskýrslu — þvi vi'ðar sem ég
fór i Sri Lanka, þeim mun ljós-
ara varð mér, aö hér er aðeins
hægt að tæpa á fáu. Hefi ég
viljað vekja áhuga á framandi
landi,sem með fjölbreytni sinni
getur verkaö sem einskonar
draumalyf.
1. desember 1980.
Haraldur ómar
Vilhelmsson.
1
FJOLBREYTTASTA
ÚRVAL ÁLEGGSTEGUNDA
Á LANDINU
Bjorpylsa • Bjórskinka • Búlgörsk spæjjipylsa • Bringupylsa • Ilamborgarpylsa • Hangikjöt
Kindakæfa • Lamhaspægipylsa • Lambasteik • Lifrakæfa • Lyonpylsa • Madagasgar salami • Malakoff
Milanó salami • Mortadella • Paprikupylsa • Raftaskinka • Rúllupylsa • Servelatpylsa • Skinka
Spægipylsa • Skinkupylsa • Svínafúllupylsa • Svínasteik • Tepylsa • Tungupylsa • 1'ungur • Veiðipylsa
KJOTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS