Alþýðublaðið - 23.12.1980, Side 14
14
JÓLABLAÐ
„ÞA VAR GAMAN AÐ PÓLITlKINNI”
Mikiö dæmalaust þykir manni
vænt um hana Jóhönnu eftir aö
hafa lesiö bók Gylfa Grön-
dals — Jóhanna Egilsdóttir 99 ár.
Jóhannaerhlutiaf þvi besta.sem
islensk jafnaöarstefna hefur
boöaö i næstum heila öld, þá trú,
aö jöfnuöi og réttlæti veröi aldrei
komiö á án hugsjónar, staöfestu
og mannkærleika.
Jóhanna Egilsdóttir fæddist aö
Hörglandskoti á Siöu i V-Skafta-
fellssýslu h. 25. nóvember 1881,
þegar miklar hörmungar gengu
yfir þjóöina. Hafis lá meö strönd-
um þaö ár og mikiö hallæri rikti
um alltland. Jóhanna ólst upp viö
kröpp kjör i Hörgslandskoti, þar
sem faöir hennar bjó smábúi og
stundaði útróöra frá Mýrdalnum
á vetrum.
Nýgift og fátæk á mölinni
17 ára gömul er Jóhanna ráöin
vinnukona aö Kaldaöarnesi i
Flóa. Þar kynnist hún vinnu-
manni, Ingimundi Einarssyni og
felldu þau hugi saman. Fylgdust
þau aöupp frá þvi. Frá Kaldaöar-
nesi héldu þau fótgangandi til
Reykjavikur voriö 1903. Reykja-
vik var þá átta þúsund manna
bær, en nógu stór virtist hann
þeim Jóhönnu og Ingimundi,
tveim fátækum vinnuhjúum úr
Flóanum. Jóhanna haföi ráöiö sig
sem vorkona i Nesi viö Seltjörn,
en Ingimundur til róöra frá Gróttu
■ Siöar leigöu þau sér ibúö á
Hverfisgötunni.... „nýgift og fá-
tæk á mölinni” Samt voru þau
ánægö og nutu lifsins. Fyrsta
barn þeirra dó. Ingimundur fékk
vinnu viö höfnina sem var stopul
og erfiö.
Jóhanna segir frá stofnun Al-
þýöublaösins og fyrstu sporum
verkalýösfélaganna i byrjun
aldarinnar. Kvenréttindafélag Is-
lands hafði þá einnig hafiö bar-
áttu fyrir bættum kjörum kvenna
og minnist Jóhanna einkum
tveggja kvenna, sem i upphafi
BÆKUR
stóöu I eldlinunni, þeirra Jóninu
Jónatansdóttur og Brietar Bjarn-
héöinsdóttur. Kosningarrétt til
Alþingis fengu konur 19 júni 1915
og kosningarrétt til sveitar-
stjórnar árið 1908.
— Þættir i sögu verkalýös-
hreyfingar
1 frásögn Jóhönnu Egilsdóttur
eru rakin þau kjör, sem alþýða
manna bjó viö i upphafi aldar-
innar: vosbúö I fiskverkun,
sleitulaus þrældómur verka-
manna og barátta þeirra fyrir
bættum kjörum. Þarna minnir
Jóhanna okkur á alkunnan þátt i
sögu verkalýöshreyfingar, aö
höröustu átökin og þau erfiöustu
voru ekki alltaf aö sannfæra at-
vinnurekendur um nauösyn
bættra lifskjara, heldur og ekki
slöur aö sannfæra verkamenn og
konur um nauösyn stéttasam-
stööu, ef árangur átti aö nást.
Þaö sem einna helst einkennir
frásögn Jóhönnu eru stutt
minningabrot, hnyttin tilsvör og
setningabrot, sem oft hafa meira
að geyma en langar lýsingar.
Meö þessum hætti rifjar Jóhanna
upp merkisatburöi úr sögu verka-
lýöshreyfingarinnar eins og t.d.
Suöurgötubardagann, fyrstu
kröfugönguna i Reykjavik og
deilurnar milli jafnaöarmanna og
kommúnista. Hún bregöur upp
stuttum og sannferöugum mynd-
um af ýmsum fyrstu forystu-
mönnum alþýðusamtakanna s.s.
Jóni Baldvinssyni, ólafi Friöriks-
syni, Haraldi Guðmundssyni,
Héöni Valdimarssyni og fl. Jó-
hanna rifjar einnig upp sin eigin
afskipti af stjórnmálum og gerir
helst of litiö úr þeim þætti, en hún
var ein af ótrauöum stuönings-
mönnum Alþýöuflokksins frá
upphafi og skipaöi 5. sæti viö
bæjarstjórnarkosningarnar i
Reykjavik 1934. Þaö var gott
kosningaár. Alþýöuflokkurinn
bætti viö sig miklu fylgi og náöi 5
mönnum i bæjarstjórn, enda þótt
Moskvu-sinnaðir kommúnistar
heföu klofiö sig frá flokknum á
kjörtimabilinu og biöu fram sér-
stakan lista.
Gaddakylfa kommúnis-
mans
„Gaddakylfa kommúnismans”
er afar fróölegur kafli i bókinni,
sem fjallar um uppgjöriö milli
jafnaöarmanna og moskvu-
komma á þessum árum. Kenning
Jóhönnu er einföld og sannfær-
andi, sé hún skoöuö i ljósi sögunn-
ar: sóslalismi Kremlverja er of-
beldis og einræöisstefna, sem
mun leiöa til ófarnaöar fyrir
er frjáls og óháð félagssamtök
hraðfrystihúsaeigenda.
Fyrirtækið er stofnað árið 1942
í þeim tilgangi að sjá um eftirfarandi
fyrir félagsaðila:
# Tilraunir með nýjungar í
framleiðslu og sölu sjávarafurða
# Markaðsleit
# Innkaup nauðsynja
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna
alþýöuhreyfingu þessa lands.
Eflaust er hugsjón
Jóhönnu um jafnaöarstefnu
án kúgunar og ofbeldis of einföld
fyrir lærisveina þeirra, sem klufu
sig frá Alþýöuflokknum til aö
friðþægjast erlendu valdi og
veittu islenskri alþýöuhreyfingu
þar meö þaö voöa sár, sem enn er
ógróiö. „Þaö var sárt aö sjá eftir
Héöni Valdimarssyni i klærnar á
kommúnistum”, segir Jóhanna.
Og hún bætir viö: „Viö máttum
ekki missa hann úr verkalýös-
hreyfingunni”.
Aðferð Gylfa
Frásagnaraðferö Gylfa Grön-
dals er til fyrirmyndar. Hann
hefur valiö þann kost að standa
sjálfur algerlega utan viö frá-
sögnina. Þaö er Jóhanna sjálf
sem talar og svei mér ef mynd-
irnar sem hún dregur upp, svo
einfaldar og sviphreinar sem þær
eru, kalla ekki fram þá fortiö fá-
tæktar og umkomuleysis, sem
kynslóö Jóhönnu stóö lengst af
frammi fyrir: Gylfi Gröndal
hefur að þessu sinni valiö réttu
leiöina. Einn helsti galli minn-
ingabóka af þessu tagi er óþarf-
lega langur texti og endurtekn-
ingar. Hjá þessu hefur höfundur
sneitt. Texti hans er einnig lipur
og lýtalaus: hann minnir oft á
tungutak alþýðufólks, sem ekki
þekkti vandaö bókmál sins tima.
Þaö er ekki til lýta.
Húsmóðir og verkakons
Verkalýösbarátta var hörö i
upphafi aldarinnar. Átökunum
sem uröu á vinnumarkaönum
hafa aörir lýst meö eftirminni-
legum hætti og skal i þvi sam-
bandi fyrst nefna Tryggva Emils-
son. Frásögn Jóhönnu er aö þvi
leyti ólik aö hún er frásögn konu
og húsmóöur og lýsing hennar á
stéttaandstæöingum er oft bland-
in skilningi og hlýhug, þó hún sé
ætið reiöubúin að vernda stétt
sina og vinnufélaga af trú-
mennsku og einurð. Jóhanna er
merkisberi þeirra alþýöukvenna,
sem „geröu skrúfu” eins og hún
orðar þaö á aldarháttinn. Styrkur
Jóhönnu eins og margra forystu-
manna Alþýöufiokksins er ekki I
bland viö hatur og beiskjuhugar-
far; fylgjunautar hennar ekki of-
stæki og þjónkun viö erlent vald,
er hún sækir fram til aukinna
réttinda og áhrifa verkalýösins.
Ekki er hægt aö skilja svo viö
Jóhönnu Egilsdóttur, aö minnast
ekki á eftirminnilega kafla úr frá-
sögn hennar. Garnaslaginn
mikla bar aö meö þeim hætti áriö
1930, aö Samband Isl. Samvinnu-
fél. greiddi verkakonum undir
taxta verkalýösfélagsins.
Konurnar kröföust hærra kaups
og fóru I verkfall”.
„Jónas frá Hriflu var dóms-
málaráðherra i rikisstjórn
Tryggva Þórhallssonar þegar
þetta var. Sagt hefur veriö, aö
hann hafi átt stóran þátt I þessari
deilu. Hann hafi meöal annars
reynt aö fá Héöin og Claf Friö-
riksson handtekna og yfirleitt
viljað láta rikisvaldiö beita sér
gegn verkalýönum.
Um þetta skal ég ekkert segja.
Hitt veit ég, aö Jónas frá Hriflu
hringdi til min, meðan á deilunni
stóð. Hann ræddi viö mig I heilan
klukkutima — og okkur hitnaöi
báöum i hamsi.
Ég sagöi til dæmis viö hann, aö
máliö væri ósköp einfalt: Verka-
lýöurinn yröi aö fá hærra
kaup — sökum fátæktar sinnar.
Þaö væri hróplegt ranglæti aö
lækka kaup þeirra, sem sizt
mættu viö þvl:
Þá segir Jónas:
„Ohö, Jóhanna min! Eigum viö
þá að greiöa fátækum bændum
hærra verö fyrir afuröir þeirra, af
þvi að þeir eru svo fátækir, en
borga riku bændunum lægra
verö, af þvi aö þeir geta komizt
betur af?”
Ég hef oft furöaö mig á þvi, aö
jafn velgefinn maöur og Jónas frá
Hriflu skyldi láta sér annaö eins
og þetta um munn fara”.
Um kommúnistaflokk Islands
haföi Jóhann þetta að segja: Eftir
að Kommúnistaflokkur Islands
var stofnaöur áriö 1930, auglýsti
flokkurinn stundum fundi, sem is-
lenzku alþýöufólki var sérstak-
lega boöið aö sækja.
Ég fór einu sinni.
Og ég man sérstaklega, aö einn
ræðumanna sagöi, aö baráttunni
skyldi ekki linna, fyrr en „gadda-
kylfa kommúnismans væri búin
aö mola hvert bein i öllum and-
stæöingum”.
Þá var mér nóg boöiö. Ég vissi
á samri stundu, að ég ætti ekki
samleiö meö kommúnistum.
Og hún bætir við: Ég hef alltaf
hataö ofbeldi. Það er eitur I min-
um beinum. Jóhönnu dreymdi
eins og marga jafnaðarmenn
stóra drauma um alþýöu manna i
einum flokki og þaö er kaldhæðni
örlaganna sem hlýtur aö koma
mörgum lesendum i hug við
lestur þessara lina, aö enda þótt
meginágreiningurinn I upp-
hafi — afstaðan til Sovétrikj-
anna — sé i oröi a.m.k. sú sama
nú, er alþýða manna, verkamenn
og konur I mörgum stjórnmála-
flokkum.
Ekki er laust viö aö i máli Jó-
hönnu kenni nokkurs saknaöar.
Liöin tiö er henni þráfaldlega til-
efni til athugasemda: „þá var
gaman aö pólitikinni: þá var fjör-
ugt á fundunum: þá var alþýöa
manna i einum flokki: þaö voru
bestu árin”. Sú tilfinning gripur
lesandann að Jóhanna telji
fyrirhafnarlitla velferð þjóö-
félags okkar ekki siöur haátulega
menningu okkar og þjóölifi en fá-
tækt og eymd i upphafi aldar-
innar. Hún er ekki ein um þá
skoðun.
Gylfi Gröndal hefur unnið þarft
og gott verk meö þvi aö skrásetja
minningar Jóhönnu Egilsdóttur.
Bókin er allt I senn, fræöandi,
skemmtileg, full af eftirminni-
legum myndum frá liöinni tiö og
veglegur minnisvaröi um eina af
bestu kjarnakonum, sem islensk
alþýöumenning hefur aliö.
Þ.H.
Hannibal Valdimarsson fyrrverandi forseti Alþýöusambands tsiands,
heilsar Jóhönnu á Alþýöusambandsþingi.