Vísir - 16.01.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 16.01.1969, Blaðsíða 3
VÍSIR . Fimmtudagur 16. janúar 1969. Íll "■ ■ ■■ ■ jjjj| Þaö sá ekki yfir torgið í skafrenningnum og fólkið hljóp úr skjólinu inn í vagnana. FRÝSlÆDUM BIÓD! Konni, 7 ára, seldi Vísi, þrátt fyrir rúmlega 10 stiga gadd. „Brrrr ..., hvaö ’ann er kald- ur!“ Ef menn gátu komiö upp oröi fyrir munnherkjum, þá var ekki um annað talað í gær. Þvílíkur dj.....garri! Mínus 13 stig um morguninn og hvass í þokkabót, en ekki nóg meö það! Svo — eins og til þess*-að bæta gráu ofan á svart — byrjaði hann aö snjóa slðdegis, svo úr varð skafrenningur. Það var ekki nema eftir von- um, að menn voru eins litið úti fyrir, eins og þeir gátu mögu- lega komizt af með. Jafnvel sum ar verzlanir lokuðu, því viðskipt in voru lítil sem engin og hitinn inni kannski ekki nema 7 stig. Einstaka menn sáust vinna : ......................................................................................................... ................................................... .....................*................. útivinnu í borginni í gærdag, þegar Myndsjáin, akandi í upp- hituðum bíl, fór um bæinn í leit að myndaefni. Pósturinn baröist gegn veðrinu með bréfin til íbúanna og lögregluþjónar, snjóugir og veðurbarðir, stóöu við umferðargæzlu á homum. Jafnvel blaöasölubömin létu sig ekki vanta. Einn sjö ára kút, Konna (réttu nafni Konráð Þór Magnússon, Hverfisgötu 68 A), hitti Mvndsjáin riiðri í Austur- stræti, en hann hafði verið að selja VÍSI og þá næstum búinn með blööin sín. Jú, hann þrætti ekki fyrir þaö, að sér væri kalt, enda ætl- aði hann ekki að taka fleiri blöð, þegar þessi væru búin. Við höfnina voru eyrarkarl- amir að afferma eitt skip hjá Eimskip og eitthvaö var unnið líka hjá Ríkisskip, en annað líf sást þar ekki. Menn skutu öxlinni eða bak- inu í veðrið, þegar þeir skut- ust milli húsa I miðbænum og fóru með húsveggjum sem mest til þess aö njóta skjóls fyrir veðrinu. Lækjartorgið var autt af fólki, en biðskýlið þéttskip- að og við hornið á Útvegs- anum stóð annar hópur í skjóli og beið eftir strætó. „Ætlar ’ann ekkert lát að gera á þessu veöri? Hvernig er þetta eiginlega?“ Alls staðar var það sama sagan, sem bar á góma. En það var ekkert útlit fyrir það, að ’ann lægði, þegar Mynd- sjáin hélt aftur í hlýjuna á rit- stjómarskrifstofunum. Þá var veðrið oröið svo að loka þurfti Skúlagötunni vegna særoks og skafrennings. Veðurbarinn lögregluþjónn stjómaði umferðinni við Aðal- stræti og Hafnarstræti, en það er kaldsamt að standa úti á götunni og þegar færi gafst hljóp hann í skjól við verzl. Geysi. Með vindinn í fangið í Austurstræti. ...... ■■■■ ■.. .: ..-■■■■-........:.. . ... . .. ............. ... ........ ':■::; Við homið á Útvegsbankanum stóð hópur fólks í skjóli jg beið eftir strætó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.