Vísir - 16.01.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 16.01.1969, Blaðsíða 16
iVISIR Frnimtudagur 16. janúar 1969. iliuinn. aí... iice MaSurinn þekkir' gœSin. TÍMA FÓÐURLA USIR í APRILl — Ef ekki komast tíeiri skip á Norðurlartdsh afnir fyrir hafiskomu — O/ícr viðast til 2ja-3ja mánaða — Sumir hafa fóður fram á græn grös MENN eru misjafnlega undir hafís búnir. Norðurlandshafn- ir eru víðast hvar birgar af fóðurvörum og olíu til tveggja til þriggja mánaða en ekki meira. Sýnt er, að ef hafísinn leggst upp að næstu daga verða margir bændur uppiskroppa með fóðurbæti í apríl. Olíulaust verður á gjörvöllu Norðurlandi eftir tvo til þrjá mánuði, ef ekki næst að senda skip norður með olíu áður en ísinn leggst að. Verkföllin gætu tafið þær sendingar. Skip eiga að losa fóðurbæti á Norðurlandshöfn um næsta daga. Nokkur kaup félaganna setja allt sitt traust á að fá þessa sendingu, sem nú mun vera á leið til lands- ins. Spurningin er aðeins sú, hvort skipið stöövast hér syðra I verkfallinu. Vísir kannaði í gær ástandið í birgöamálum nokkurra helztu hafna Norðurlands, og ræddi við kaupfélagsstjóra á þessum stöðum, þar sem kaupfélögin hafa tekiö að sér að sjá um birgðaöflun samkvæmt tilmæl- um hafísnefndarinnar svo- nefndu. Hrafn Benediktsson, Kópaskeri. Við teljum okkur nokkum veg inn trygga hér, gagnvart fóður- skorti, hvað sem á dynur. Við eigum hér fóður, sem á að end- ast skepnunum fram á græn grös. — Ég tel enga hættu á ferðum þess vegna, þótt ís legg ist að. Við liggjum bara með of miklar birgðir, þar er dýrt og óþénugt. Hins vegar gæti fariö svo að við yrðum mjólkurlausir hér á Kópaskeri, ef veturinn verður harður og leiöin til Húsavíkur lokast, en við fáum okkar mjólk frá samlaginu þar. — Olía er enn fremur af skomum skammti og endist naumast nema 2—3 mánuði. Jón Alfreðsson, Hólmavík. Viö erum ekkert of birgir af fóðurblöndu. Hér em í mesta lagi þriggja mánaöa birgðir. — Við eigum von á Helgafellinu hingað innan tíðar meö fóður- vömr. Ef skipið stöðvast lengi í verkfallinu og siglingaleiöin lokast verðum við illa staddir — sitjum sennilega uppi fóður- blöndulausir í apríl. — Olían endist líklega fram í apríl. Hér er ekki meira geymarými. Tank- amir vom fylltir í byrjun des- ember. Við þyrftum því að fara að fá hingað olíuskip. — Aðflutn ingar hingaö til Hólmavíkur, landveginn, eru mjög hæpnir, ef eitthvað veröur að veöri og veg- urinn mun þegar orðinn illfær eða ófær nú eftir þetta hret. m->- 10. síða. #/,"■ ty ,'/ *, s, '**n .: Barið úr reiðanum. KLAKA- HÖGG Togarinn Júpiter siglir nú með klakabrynju suður í hlýrri sjó með 160 tonn af fiski til sölu í Húll. Togarinn kom inn klukkan sjö í gærkvöldi og skipverjamir, sem vom í siglingarfríi máttu standa í gaddinum frá klukkan sjö í gær- kvöldi til klukkan ellefu og brjóta ísinguna, sem var mikil á reiða og vöntum. Yfirbygging togarans lunn ing og dekk var allt ein klakahella. Þannlg útlits koma þau inn þessi fáu skip sem ekki hafa stöövazt vegna veðursins eða verkfallsins. LÍDÓ opnað unglingum 8. febr. Þeir stóðu með axirnar og börðu ís frá sjö til ellefu í gær. — Nýtt nafn á staðnum — dagheimili ■ fyrir eldra fólk jbar á daginn — Við ætlum að leyfa unga fólkinu að glíma við það að finna nafn á staðinn, sagði Reynir Karlsson framkv.stj. Æskulýðs- ráðs í viðtali við Vísi í morgun um Lídó. sem verður opnað ungl ingum hinn 8. febrúar eftir ýms- ar umbætur. Þá sagöi Reynir, að unnið sé að áætlun um þá starfsemi, sem eigi að fara fram í húsinu og verður hún margs konar. Staðurinn er ætl- aður fyrir stærri skemmtanir ungs fólks og I þeim tilgangi hefur verið úííegað þangað stærsta diskótek og fullkomnasta, sem til er á landinu og var samstæöan fengin frá Þýzka- landi. Reglulegar dansskemmtanir verða haldnar fyrir unga fólkið og auk þess veröa þjóðlagakvöld o. fl. Nú þegar hefur fjöldi skóla og æskulýðsfélaga fengið staöinn leigð- an fram í tímann. Starfsemi hússins verður ekki síður merkileg á daginn, en þá gefst öldruðu fólki víðs vegar úr bænum tækifæri til að koma þar saman og rabba við kunningjana yfir kaffibolla. Unga fólkið tekur þátt í þessu með því að hafa ofan fyrir eldra fólkinu og fræða það. Þá verður nokkur aldursflokka- skipting þarna. 13—15 ára ungling- ar skemmta sér saman, en þó get- ur orðiö breyting á með 15 ára unglingana, en verið er að athuga lögin um útivistartíma unglinga. Aldurstakmarkið verður hátt a. m. k. eitt kvöld, þar sem 16—18 ára unglingum verður gefinn kostur á að skemmta sér saman. Veitingar verða af léttara taginu og ekki seldur matur fyrst um sinn, hins vegar snarl eins og hamborgarar. franskar kartöflur, mjólkurhristing ur og álíka. Nú geta Reykvíkingar farið á skauta jafnt á sumri sem vetri □ í framtíðinni munu Reykvíkingar geta rennt sér á skautum gegn vægu gjaldi, — hvort heldur er 15 stiga frost eða 15 stiga hiti. Nokkr- ir einstaklingar eru nú að framkvæma það, sem borgaryfirvöld hafa ;e«igi talað um að gera en ekki gert. Fyrst mun hafa verið rætt um byggingu skautahallar í Skerjafiröi gegnt Tívolí fyrir rúmum 20 árum, en ekkert varð úr framkvæmdum. Hugmyndin mun hafa komið fram aftur síð- ar, en allt fór á sömu lund. Nú er verið aö vinna við inn- réttingu skautahallar inni við Grensásveg og eru það nokkrir íþróttaá.iugamenn undir forystu Þóris Jónssonar forstjóra Sveins Egilssonar h.f. og Þ. Jónssonar og Co. sem standa fyrir þessu þarfa fyrirtæki. Skautasvellið verður 1400 fer- metrar og hægt verður að leika ísknattleik á velli örlítið minni en alþjóðareglur gera ráð fyrir eða 20x40 metrar aö stærð. Veröur þá eftir sem áður hægt að stunda skautahlaup I helm- ingi salarins og börn verða á sínu eigin svelli undir leiðsögn forráðamanna sinna. Unnið er nú að því að ein- angra húsin, síöan verða lögð plaströr i gólfiö þar sem frysti- vökvinn mun renna í gegn, en ísinn á að vera 3 sentímetrar á þykkt. Veitingastofa verður í þessari nýju höll, en sennilega mun hún opna dyr sínar fyrir viðskiptavinum í lok næsta mánaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.