Vísir - 16.01.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 16.01.1969, Blaðsíða 4
Gassprenging í íbúðahverfi Mikil gassprenging varö fyrir nokkur í íbúöahverfi í Kaup- mannahöfn. Veggir þriggja íbúöa hrundu og einn maður fórst, en fjórir grófust undir rústunum. Það tók hjálparsveitirnar þrjár klukkustundir að bjarga hinum nauöstöddu út úr rústunum og var þá þessi mynd tekin, þegar ein konan var borin út, mikið slösuð. Öllum var bjargað lifandi út, nema 21 árs gömlum verkamanni. Bankaránum fer f jölgandi í Danmörku Að undanfömu hafa verið fram in nokkur bankarán 1 Danmörku og hafa rán þessi valdið yfirvöld um töluveröum áhyggjum. Þykir mönnum stórglæpum vera farið aö fjölga ískyggilega, þvl um 20 bankarán hafa verið framin frá því £ árslok 1967. Flest þessara rána hafa veriö upplýst, en ekki nærri allur ráns fengurinn fundizt. Fyrir nokkrum dögum upplýstist bankarán, sem framið var í desember sl. Það var ungur bakarasveinn, sem framdi ránið. Með skammbyssu neyddi hann gjaldkera Andelsbankens í Vej- gaard til þess að láta af hendi við við 10.000 kr. danskar. Við yfirheyrslur sagði hann lögregl- unni, að hann hefði stoliö bíl, sem hann hefði svo flúið á, en lög- reglan trúði ekki öllum atriðum frásagnar hans, og komst þá upp um vinkonu bakarasveinsins, sem hafði verið 1 vitoröi með honum. Hún hafði sótt hann á bíl sínum eftir ránið og viðurkenndi sinn þátt í ráninu, þegar lögreglan gekk á hana. Það leiddi svo aftur til þess, að gsrð var húsrannsókn heima hjá henni og fundust þá 7000 krónur danskar, faldar £ leirkrukku. Þótt- ist hún þá ekkert vita, hvaðan þeir peningar komu, en talið er ör- uggt, að þeir séu hluti af þeim 10.000, sem saknað er. Við handtöku bankaræningj- ans fundust miklir peningar, um 70.000 krónur. Þeir reyndust vera úr öðru bankaráni, sem hann hafði framið £ fyrra £ Sparisjóöi Norður-Jótlands. Peningaseðlarn- ir höfðu verið £ númeraröð, sem lögreglan þekkti, og hafði hann ekki þorað að reyna að eyða þeim. í leirkrukku fundust peningamir úr bankanum. ? Hitt og þetta / Það vill verða svo, að hugur- J inn beinist frekar að þvi sem \ miður fer, enda eru óþægindi fc sem af verða, ætið nærtæk. / Þannig er það um Hitaveituna, J sem nú er aldrei minnzt á, en \ komst ekki svo lftiö á dag- f skrá i kuldakasti fvrir tveimur / árum, þegar margir urðu fyrir J mlklum óþægindum vegna 1 kulda. Auðvitað varð óánægjan 4 mikii og megn. En nú hefur l Hitaveitan staðið sig tiltölulega / vel, en á slfkt er varla minnzt, 1 þvi það þykir svo sjálfsagt, þrátt fyrir mikla og stööuga kuida. Þannig er það um okk- ur lffsþægindaþjóðina, að við ætlum af göflunum að ganga, ef við höfum ekki fyllstu lífsþæg- indi. Flensufaraldurinn hefur víða herjað, þó alls staðar hafi ekki verið almenn brögð að veikind nm. A sumum vinnustöðum hafa forföll ekki orðið slik, að orð sé á gerandi, en annars staðar hefur faraldurinn geisaö svo, að nær helmingur vinnuhópa hefur verið forfallaður samtímis. Þó hefur óviða verið um eins al- gjör veikindi að ræða, eins og um borð í togaranum Þormóði goða, sem varð að leita hafnar vegna almennra veikinda áhafn arinnar. Vonandi er þessi hvim leiði veikindafaraldur i rénun, þó kuldakastiö hlióti ætíð að auka hættuna á að veikindafar aldurinn teygist á langinn. Atvinnuleysið virðist magn- ast hvem daginn sem líður og nálgast tala atvinnulausra nú þúsund, þegar þetta er ritað. Þetta væri kannski ekki svo al varlegt vandamál í byrjun ver- tíðar, þar sem mest eru þetta verkamenn, ef ekki væri yfir- vofandi verkfall hjá sjómönn- um Vertíðin er venjulega gjöf ul á mikla vinnu, ef gæftir eru sæmilegar, þvi svo mikla vinfiu skapa hinar mörgu fiskvinnslu stöövar í nálega hverri verstöð 1 kringum Iandið. Við verðum að vona, að forystumenn beggja aðila í vinnudeilunum sýni þann þegnskap, að samkomulag ná- iist hið fyrsta, því mikið er í húfi. Það má ekki verða á svo alvarlegum tímum, að annarleg viðhorf fái að ráða gerðum manna í samningaviðræðum, því það kemur mjög hart niður, ekki sízt á þeim, sem nú eru atvinnulausir og tefur fyrir því að þeir fái atvinnu á ný. Þaö .er ánægjulegt til þess að vita, að nú að nýju skuli vera hlaupinn fjörkippur í Biafra- söfnun Rauöa krossinS og þjóö- kirkjunnar, og skal ekki látið hjá líða að hvetia alla, sem af- lögufærir eru, að styðja þessa söfnun, sem kannski er til lausn ar einu af ömurlegasta vanda- máli okkar tíma. Suöur i Níger íu eru hundruöir þúsunda af fólki, aðallega bömum, svo illa á sig komin, að orð fá því varla lýst. Það væri ánægjulegt, ef þeir aðilar, sem nú standa fyrir þess ari þörfu söfnun og forystumenn atvinnuveganna, gætu fund- iö grundvöll fyrir því að senda allar þær skreiðarbirgðir, sem enn eru í landinu suður til Bi- afra, þó að fyilsta greiðsla yrði ekki fyrir hendi, áður en skreið- in er send af stað. Æskilegt væri að slíkt gerðist, áður en skreiðin myglar frekar og eyði- leggst. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.