Vísir - 04.03.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 04.03.1969, Blaðsíða 1
I 59. árg. - Þriðjudagur 4. marz 1969. - 53. tbL netaveiðum við Eyjar Skipverji á vélbátnum Kap frá '/estmannaeyjum slasaðist illa á höfði í róðri í gaer. Skipverjar voru að draga net sín norðvestur af Eyjum, vestur undir Dranga. Járndreki slóst í höfuð mannsins, þegar verið var aö draga inn enda faeri. Báturinn sneri þegar til lands, en þangað var rúmlega klukkutíma sigling. Maðurinn var síðan fluttur til Rvíkur. Meiðslin/eru talin alvar- legs eðlis. Hann er búsettur í Eyj um og á fjölskyldu þar. Slasaði maðurinn fluttur í sjúkrabíl á Eyjum í gær. (Ljósm. A. G.). Loftleiðir að semja um Bahamaflug Samvinna við Air Bahama eðo jafnvel kaup á flugfélaginu i bigerð — DC-863 þota i pöntun ■ Stjóm Loftleiða hef- ur staðið í samningum við einn hættulegasta keþpinaut, sem það hef- ur fengið í f jölda ára, Int emational Air Bahama. Hugsanlegt er, að félagið kaupi Air Bahama að einhverju leyti og reki það áfram undir því nafni með farþega- flutningum milli Luxem- burg og Karabíska hafs- ir”- Einnig mun koma til greina að aðeins verði um samvinnu að ræða, en forráðamenn Loftleiðai vörðust allra frétta um þetta mál í morgun. — Við getum ekkert sagt um máliö að svo stöddu, einfaldlega vegna þess að ekki hefur verið gengið frá þessum málum, sagði; Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi Loft- leiða í viðtali við Vísi f morg-j un. Air Bahama hefur haft far- þegaflutninga milli Bahama-eyj anna og Luxemburg að undan- fömu eins og kunnugt er af fréttum. Flugfélagið hefur haft leiguþotur í ferðum þarna á milli og hefur undirboðið mjög önnur flugfélög á þessum leið- um, þannig að félagiö héfur jafn vel boðið fargjöld á lægra verði en Loftleiðir milli Bandaríkjanna og Evrópu og því ógnað farþega flutningum Loftleiða. — Sér- staklega hefur þetta komið við farþegaflutninga frá suöurríkj- um Bandaríkjanna. Verði um kaup Loftleiöa á Air Bahama að ræða um félag- ið aðeins kaupa nafnið og flug- leyfið milli Bahama og Luxem- burg og er hugsanlegt að Lux- air í Luxemburg veröi á ein- hvern hátt blandað í málið. Élug ið millii Karabíska hafsins og Luxemburg yrði sennilega rek- ið áfram með leiguflugvélum, en þó má benda á að Loftleiðir hafa átt DC-863 þotu í pöntun hjá Douglasverksmiðjunum síö- an 1967. Virðist því vera hugs- anlegt að félagið tæki þessa þotu í notkun við fyrsta tækifæri ef af kaupunum ecj^ samvinnunni verður s*s; - s Loðnubátur nær undun afla við bryggji ® • '■ Þota frá Air Bahama. Vélbáturinn Elliði var rétt sokk- linn við bryggju í Vestmannaeyjum, Iþegar hann kom þangað hlaðinn af loðnu í gærkvöldi. Strax og skipið lagðist að bryggjunni byrjaði það að síga og tókst naumlega að halda því á floti með því að leggja skip- um við hliðina á því og strengja festar á milli, meðan mesti kúfur- inn var losaður af dekkinu. Mörgum loðnubátnum hefur ver ið brugðið, þegar þeir hafa komið inn til Eyja aö undanförnu, enda reyna sjómenn að koma eins miklu fá og hægt er, þar sem stutt er með Síldarstofninn ber ekki sitt barr fyrr en eftir 1975 — segir rússneski fiskifræðingurinn Ljarmin — Rússar og Norðmenn hafa mokað upp milljónum lesta af smásild úr norska stofninum Útlit fyrír fiskveiði í Norð- urhöfum. miðum íslands og Noregs, og f Barentshafi, er mjög ótryggt á næstu árum, seglr aðstoðarforstjóri sov- ézku hafrannsóknarstofnunar innar í Múrmansk, Konstant- in Andrejevitch Ljarmin. Það er ekki von til þess að síldveiði á þessu svæði skáni fyrr en um 1975, segir hann. Síðustu árgangar síldarinnar hafa verið svo lélegir að síld- arstofninum fetórfer aftur. Ljarm in segir þetta í viðtali við norsk an blaðamann i Múrmansk. Ljarmin er islenzkum fiskifræð- ingum annars að góðu kunnur og hefur meðal annars átt sam starf við Jakob Jakobsson. Vísir spurði Jakob um álit hans á þessum ummælum kol- lega hans og sagði Jakob, að þaö væri vitað mál að norska síldarstofninum færi heldur hnignandi. Spurningin væri bara hve ör sú hnignun væri. Sagði Jakob að vonir hefðu verið bundnar við árgangana 1963 og 64, aö þeir myndu hafa áhrif á veiðina næstu ár, en Rússar og Norömenn hefðu hins 10. slða. aflann aö fara og veður bærilegt. Virðist Elliði hafa haldið sér uppi á feröinni. Nú er svo komið að aka veröur loðnunni á tún bæði f Eyjum og á Akranesi. Þrær fiskimjölsverk- smiðjunnar I Vestmannaeyjum eru orðnar fullar og er loðnunni ekið vestur á Eyju, vestur undir svo- nefndan Höfða. Á Skaga ér búiö að aka 17—1800 lestum af loönunni á svonefnt Bræðrapartstún, en þar er nú aftur byrjað að landa í þró, þótt rúm sé takmarkaö. Til slíkra örþrifaráða er ekki gripið nema þegar uppgrip eru, þar sem loðnan rýmar yfirleitt miklu meira þar.nig geymd á túni, auk þess sem erfitt getur reynzt að ná henni upp af grasinu. — Til Akraness komu i gær fimm bátar meö loðnu. Öskar Magnússon með 350 tonn, Höfrungur III. með 260 og Ólafur Sigurðsson með 340 tonn en hann landaði tvisvar. Haraldur landaði einnig tvisvar, samtals 210 lestum, en í annað skiptiö rifnaði nótin. Til Reykjavíkur komu átta eða tíu skip í gær og stóð löndun enn yfir í verksmiðjunni á Kletti í morg un. Þessi skip lögðu upp í verk- smiðjuna í Örfirisey: Ólafur Magnússon 200 lestir, Reykjaborg 276, Gísli Árni 351 lest, Þorsteinn 216 lestir og Árni Magn ússon 181 lest. Stanzlaus löndun var í Eyjum í gærkvöldi, en þar er nú orðið þröngt í þrónum, sem fvrr segir. Pólitísk nefnd til höfuðs pólitískum embættaveitingum Fjórir Framsóknarþingmenn hafa borlð fram á Alþingi tillögu um kosningu fimm manna nefndar, sem undirbúi löggjöf til aO tryggja sem óháðast og ópólitískast veitinga- vald og starfsmannaval. Skuli nefnd in leita fyrirmynda til annarra landa. Nefndarmennirnir fimm skulu kosnir i hlutfallskosningu í Sameinuðu þingi. í greinargerð segir, að það sé réttlætismál, að veitingavaldið verði sem mest fært úr höndum pólitískra ráðherra og lagt í hendur sem óháð- astra aðila eöa bundið ákveðnum reglum, sem miði að þvf að útiloka eða persónulega hlut- pólitíska drægni. Vélar og mann- skapur of sfað fil oð afstýra vega- skemntdum • Mikið hefur rignt í nótt sunr.i anlands, og eru vegágerðarmenn hræddir um að vegir kunni að spill- ast mjög í dag, og hafa þeir þegar .»->■ 10. slða. VISIR Skipverji slasast á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.