Vísir - 04.03.1969, Blaðsíða 13
JÖN LOFTSSON h/f hr/ngbraui W/sími /osoo ?
V í SIR . Þriðjudagur 4. marz 1989.
av bcuviia uuigara,
og birtist hún á forsíðu nýjasta
heftis Newsweek. Sumir vilja þó
hallast að því að hér sé um eins
konar „lögtak" að ræða, — aðr
ir töldu að myndin gseti sýnt
Interpol aö klófesta Islending
með fullar hendur fjár. Hvað nm
það myndin er skemmtileg, og
þvi birtist hún hér.
# Bókelskur þjótfur var á ferð-
inni aðfaranótt laugardagsins,
og brauzt hann inn á lager Loft-
Ieiða við Vesturgötu og hafði
þaðan með sér veglegan bóka-
bunka, sem hann labbaði síðan
með út i Aðalstræti beint í fang-
ið á lögreglunni, sem tók mann-
inn fastan þegar í stað. Játaði
maðurinn verknaðinn strax, og
er málið nú í rannsókn.
•
# Tæplega átta ára gamall
drengur þótti sleppa með undur-
samlegum hætti viö meiri háttar
meiðsli, þegar hann varð fyrir
bifreið á Bjarkagötu í fyrradag.
Talið var, að bæði fram- og aft-
urhjól bifreiðarinnar hefðu farið
yfir hann. Hann var fluttur heim
til sín, eftir að gengið hafði verið
úr skugga um, að meiðsli hans
voru óveruleg.
•
# Ferðaskrifstofan Sunna hef-
ur auglýst hópferö á fataiðnaðar
sýninguna í Kaupmannahöfn 23.
—26. marz, en þar verða 10 ís-
lenzk fyrirtæki meðal sýnenda.
Ferðakostnaði verður mjög í hóf
stillt. Sunna hefur nú hafið sér-
staka þjónustu við þá, sem hyggj
ast sæ'kja vörusýningar og kaup
stefnur og hefur gert ýtarlega
skrá yfir slíkt og má fá hana
ókeypis hjá skrifstofunni.
Iím.20% af íbúum Reykja-,
víkur búa við 10 stærstu götur
borgarinnar, Hraunbæ, sem er
fólksflesta gatan með 2861 íbúa,
Kleppsveg (2394), Háaleitisbraut
(2040), Álftamýri (1371) Lang-
holtsveg (1301), Álfheima
(1293), Hvassáleiti (1033), Safa-
mýri (978), Hringbraut (971),
Rauðalæk (934). Alls eru þetta
15176 íbúar, en alls voru íbúar
Reykjavíkur 80.918 1. des. 1968.
Konur eru um 2000 fleiri í
Reykjavík en karlar.
•
® Rotary-sjóðurinn hefur til-
kynnt styrkveitingu til náms-
styrks skólaárið 1970—71 við
menntastofnun í landi þar sem
Rotary-klúbbar eru starfandi. —
Styrkþegi skal vera á 'aldrinum
20—28 ára og hafa lokið BA-
prófi eöa hafa hliðstæða mennt-
un. Nánari upplýsingar gefur
Guðmundur Sveinsson, skóla-
stjóri á Hvanneyri, en hann er
umdæmistjóri Rotary á Islandi,
og Helgi Elíasson, fræðslumála-
skrifstofunni.
•
# Jónasi Haralz hefur verið
veitt leyfi frá störfum forstjóra
Efnahagsstofnunarinnar til að
starfa sem ráðunautur Atvinnu--
málanefndar ríkisins. Þá hefur
Torfa Ásgeirssyni skrifstofustj.
Efnahagsstofnunarinnar verið
veitt leyfi frá störfum til að
gegna starfi sem ráðunautur
menntamálaráðuneytísins við
. gerð menntamálaáætlana. Bjarni
Bragi Jónsson, hagfræðingur hef
ur verið settur forstjóri Efna-
hagsstofnunarinnar.
•
# Fyrir nokkru voru 112 ár liö
in frá fæðingu Baden Powells,
lávarðar, stofnanda skátahreyf-
ingarinnar, en eiginkona hans
Lady Baden Powell átti þann
sama dag 80 ára afmæli. Starfar
hún enn mjög að málum skáta
og er nýlega komin heim úr
löngu ferðalagi til AfrfkulanJa.
Hefur hún m.a. þrívegis komið
til íslands. I dag eru skátar um
12 milljónir í heiminum — hlut
ur íslands er stór í skátastarf-
inu, hér eru um 4000 skátar.
•
• íslenzk ljóðskáld er víða að
finna, nú síðast gáfu Rúmen
ar út ljóö eftir 23 íslenzk Ijóð-
skáld, þar af 14 samtíðarskáld
og einn listmálara. Hefur bókaút
gáfufyrirtæki eitt í Búkarest gef
ið út mikið safn norrænna ljóða
nefnist það Poezia nordica mod
ema og er í tveim þykkum bind
um samstals 730 síður. íslenzki
hlutinn er í fyrra bindinu og er
um 70 síður og íslenzku ljóðin
all 64. Þess er getið í bókinni að
það þyki firn mikil, hve mörg
\skáld séu á íslandi svo fámennu
landi, og nefnt sem dæmi að í
íslenzkum ljóðum 1944—1953
séu ljóö eftir yfir 40 skáld, sem
hafi gefið út umtalsverðar ljóða
bækur á einum áratug.
íslendingar verði
siglingaþjóð
Það bar upp á sömu daga,
fréttin um það að Dettifoss
hefði verið seldur úr landi, og
að þingsályktunartiliaga kom
fram á Alþingi um að nefnd
skyldi skipuð til að athuga
hvort hagkvæmt sé fyrir Islend
inga að gerast siglingaþjóð,
þannig að skipastóll verði auk
inn með Siglingar fyrir erlend-
ar þjóðir fyrir augum. Þetta
gera frændur okkar Norðmenn
með góðum árangri og margar
aðrar þjóðir einnig.
Vissulega munu siglingar
geta orðið okkur hagkvæmur at
vinnuvegur eins og margt ann-
að. En á þessu sviði eins og
svo mörgum öðrum hefur okkur
hætt til að leggja á of þungar
byrðar og gera of miklar kröfur,
svo að næstum ómögulegt er að
ná rekstrarhagnaði. Það er nefni
Iega staöreynd, að íslenzk far-
skip eru ofmönnuð vegna kröfu
, stéttarfélaganna. íslenzk skip
| eru yfirleitt með stærri áhafnir,
K svo dæmi sé nefnt, heldur en
/ hliðstæð skip meðal erlendra
í þjóða. Hagræðing og ný tæki og
^ tækniútbúnaður hefur ekki stuðl
{ að að því, að fengizt hafi að
fækka í áhöfnum skipa, heldur
hefur þeirri kröfu verið haldl-4 *
til streitu, að sama áhafnar- ,
stærö skuli haldast. Þetta er
ein orsökin fyrir þvi, að rekstr- .
arkostnaður hefur verið mikill
hjá útgerðarfélögum íslenzkra )
farskipa. enda virðist bað iand-
læg tízka að selja skipm úr (
Iandi, en hafa í þess stað meira
og minna af leiguskipum f för .
um með nauðsynjar okkar og |
afurðir.
Vonandi fær þingsályktunar- /
tillaga sú sem liggur fyrir Al-
þingi um þessi mál verðskuld-
aða afgreiðslu, þannig að málin
verði ígnmduð og færð f það
horf, að íslendingar geti einnig
orðið siglingaþjóö í auknnm
mæli. Hugmyndin um að almenn
ingshlutafélög geti látið smíöa /
skip og haft í förum er þess
virði, að henni sé gaumur gef- I
inn, en það má bara ekki (
fþyngja rekstrinum með kröfum ,
um of mikið og flókið manna /
hald. Reyna þarf að stilla kröf
um í hóf og nýta þær tækninýj- t
ungar sem gera kleift að sigla i
me fámennar áhafnir. Einung- (
is á þann hátt verðum við sam •
keppnishæfir á höfunum sem \
siglingaþjóð.
Þrándur í Götu. i
ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SÍMJ. 23955
GREAS EATER
ritueyðir
Fitueyðir hreinsar vélar,
vinnuföt bílskúrsgólf o. fl,
betur en flest önnur hreinsiefni-
Leiðarvísir fylgir-
FÆST Á ÖLLUM HELSTU
BENSÍNSTÖÐVUM
!
/