Vísir - 04.03.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 04.03.1969, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 4. marz 1969. „STEMNINGIN VEGNA ALVERS- INS HEFUR BREYTIT GEYSILEGA" — Rætf við Halldór H. Jónsson, stjórnar- formann ISAL um „stórkapifaliska" Islands- vini, álverksmiðjuna o.fl. ■ Ég heyri aldrei neitt frá íslandi, þannig að allt hlýtur að ganga þar vel, sagði Emanuel Meyer, stjórnarformaður Alusuisse og aðalstjórnandi þess mikla fyrirtækjahrings viö Halldór H. Jónsson, stjórnarformann íslenzka álfélagsins, þegar Halldór var á fundi í Sviss sl. september. — Þetta lýsir kannski betur en nokkuð annað hvernig bygging álversinssuð ur í Straumsvík gengur og hvemig undirbúningur fyrir ál- framleiösluna stendur, sagöi Halldór Jónsson í viötali við Vísi nýlega. - Ég fæ ekki betur séð, en allt líti mjög vel út, engin ský á himni sjáanleg, bætti hann síðan við. Nú fer senn að líða að því að fyrstu vélamar veröi reyndar í verk- smiðjunni, sennil. í þessum mánuði, og því vel viðeigandi að ræöa við Halldór um þetta mikla ævintýri í íslenzku efnahags- og atvinnulífi. Tjað kann að hljóma undar- lega í eyrum margra, að Emanuel Meyér skuli ekki fylgj ast með því daglega hvernig framkvæmdunum miöar áfram við Straumsvík, Bygging verk- smiðjunnar getur varla talizt neinn hégómi, jafnvel ekki á ál- þjóðlegan mælikvarða, en hún mun kosta um 4,5 milljarða ís- lenzkra króna þegar hún er full byggð, en um 3 milljarða miöaö við fyrsta áfanga. Ekki má þó gleyma, að Alu- suisse hringurinn svissneski á yf ir 60 verksmiðjur af ýmsum gerðum i fjórum heimsálfum, Tjað er nú ljóst að álframleiðsl- an við Straumsvík getur hafizt af fullum krafti 1. október, en Landsvirkjun hefur sent ISAL bréf um að Búrfellsvirkjunin veröi til- búin þá, segir Halldór. Við fyrsta áfanga verksmiðjunnar mun hún framleiöa 33 þúsund tronn af hrááli á ári og verða útflutningstekjurnar af því 792 milljónir króna. Verulegur hluti þessarar upphæðar verður eft- ir i landinu, því ISAL verður að greiða 36 milljónir króna í fram leiöslugjald, 148 milljónir fyrir rafmagnið og um 100 milijónir meðaltali í fyrra. — Allt þetta ýtir frekar undir stækkun verk smiðjunnar við Straumsvík og allt útlit fyrir þaö nú að verk- smiöjan verði fullbyggð a.m.k. innan 3ja ára í stað sex eins og samið var upphaflega um við íslenzku ríkisstjórnina, segir Halldór. Það er því trúlegt, að verksmiðj an muni ná fullri stærð fyrir árs lok 1972 og muni þá afkasta 66 þúsund tonnum á ári. — Útflutn ingsverðmætið við fulia stærð miöað við núverandi gengi verð ur 1618 milljónir íslenzkra króna eða u.þ.b. þriðjungur heild arútflutningsverðmætanna í fyrra. Verksmiðjan mun þá greiða 117 milljónir í framleiðslu gjald, 248 milljónir fyrir raf- magnið og um 140 milljónir í vinnulaun. Aðeins þessir þrír liðir munu því bæta um 515 milljónum króna viö þjóðarfram leiðslu íslendinga, en þegar á heildina verður litið mun þessi upphæð að sjálfsögðu verða verulega hærri. Um enn frekari stækkun verk smiðjunnar vildi Halldór litlu spá, — persónulega tel ég þó, að ef rekstur verksmiðjunnar gengur vel og árekstralaust, sé eðlilegt aö þessi verksmiðja stækki ekki sfður en aðrar verk smiðjur, sagði hann. Er hugsanlegt, að Alusuisse vilji reisa hér aðrar verksmiðj ur til aö vinna frekar úr álinu? sínum tíma, að við íslendingar hefðum hlaupið á okkur í samn ingum við Alusuisse. Ég álít þetta mikinn mis- skilning og þessar raddir heyr ast raunar varla lengur. Ég tel samninginn hafi verið okkur mjög hagstæðan fyrir þjóðar- heildina. Hann hefur gefið okkur möguleika til að nýta vatns- orkuna, sem annars hefði runn ið til sjávar ónýtt. Aukin ál- framleiösla hér getur orðið til þess að nýta orkulindir lands- ins, sem ekki væri hægt aö nýta á heppilegri máta. Raunar hefur stemningin hér í sambandi við verksmiðjuna breytzt geysilega mikið. Allir, sem maöur ræðir við nú, hvar í flokki, sem þeir standa, líta með miklum velvilja til fyrir- tækisins og það hefur t.d. kom ið fram í þeim samningum, sem við höfum átt við hin ýmsu verkalýðs- og stéttarfélög, um ýmis sérmál, sem eru í sam- bandi við álframleiðslu. Við íslendingar höfum lengi verið hræddir við útlendinga, og margir virðast telja aö ýmsir stórkapítalistar úti í heimi bíði stöðugt eftir færi til að plata okkur hér á íslandi. — Hvernig hafa viðskipti ykkar ISAL-manna við forráðamenn Alusuisse verið? Einstaklega góð og ánægju- leg. Ég hef ekki fundiö neinn mun á því að tala við þá, heldur í þessum mánuði fara fyrstu hjólin að snúast suður í Straumsvík, en verksmiðjan er nú að fá og sjá má á húsunum aö baki Halldóri H. Jónssyni stjórnarformanni ÍSAL. á sig endanlega mynd eins ýmist einn eða að verulegum hluta. Um tuttugu þúsund manns vinna í þjónustu Alusuisse víös vegar um heiminn og heildar- sala hringsins er um tveir millj arðar svissneskra franka á ári eða sem samsvarar 40 milljörð- um íslenzkra króna (heildarút- flutningur íslendinga í fyrra voru rúmir 5 miUjarðar króna, en það sýnir glögglega stærð Alusuisse, þó að sl. ár hafi ver- i8 okkur einstaklega erfitt í út- flutningsverzluninni). í vinnulaun, en gert er ráð fyrir því að 360 manns muni vinna í verksmiðjunni í fyrsta áfanga. Auk þess mun svo ISAL greiöa ýmis önnur gjöld, t.d. hafnar- gjöld og fyrir ýmsa þjónustu, en erfitt er að áætla heildar fjárút lát verksmiðjunnar. Allt hráálið, sem framleitt verður á þessu ári er þegar selt og engir söluörðugleikar áls eru fyrirsjáanlegir, segir Halldór. Notkun áls í heiminum fer stöð ugt vaxandi og verðið hækkar sömuleiðis lítillega, um 5% að -pMns og er veröur svariö nei. Það lítur ekki út fyrir, að hagkvæmt sé að hafa mörg stig framleiöslunnar hér, t.d. plötu- og prófílagerð. En ef tollar er- lendis á vörum héðan veröa felld ir niður gæti það opnað nýja möguleika. I sambandi viö ál- verksmiðjuna gæti þó sem bezt sprottið upp innlend framleiðsla á áXi fyrir innanlandsmarkaö og er það nú í athugun. Frunjaí- huganir virðast hafa leitt í ljós, að þetta gæti orðiö hagkvæmt. Það var mikið talað um það á en t.d. þig eða aðra á Islandi, og man raunar ekki eftir i nein um samskiptum mínum við er- lenda menn, aö þeir hafi neinn áhuga á því að hlunnfara okkur í viðskiptum. Forráöamenn Alusuisse hafa sýnt mikinn á- huga á íslandi, — áhuga, sem er miklu viðtækari en viðskipta legur. Ég myndl t.d. vilja kalla Meyer IslandsviD, ef ekki væri búíS að skemma það orð. vj. Teljið þér æskilegt að byggð verði önnur ál- verksmiðja í náinni framtíö? Lárus Kristjánsson bifreiðastj.: — Ekki kannski endilega álverk- smiðja heldur einhvers konar iönfyrirtæki. Helgi Eggertsson, fulltrúi hjá Skýrsluvélum: — Það er svo sem ekkert á móti því, ef ís- lendingar geta sjálfir eignazt slíka verksmiðju í stað þess að láta erlenda aðila um aö byggja hana. Stella Ragnarsdóttir: — Því ekki þaö, ætli veiti af fleiri verk- smiðjum, ef næg atvinna á að haldast. Svava Guðmundsdóttir: — Jú, jú, ég hefði ekkert á móti ál- verksmiðju, gæti alveg eins hugs að mér að vinna i slikri verk- smiðju. Erlingur Guðmundsson, Stýri- mannaskólanum: — Ætli sé ekki rétt að bíða þangaö til einhver reynsla er fengin af þessari fyrstu. Eyjólfur Vilbergsson, Stýri- mannaskólanum: ■— Mér finnst að við ættum að faxa hægt í þær sakir. Etód hleyp ég í land þótt önnur verksmiðja yrði byggð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.