Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 4
á toppa og mælaborð.
Alsprautum og blettum
allar gerðir bíla.
STIRNIR
DUGGUVOG11 - SIMI33895
Fyrst kom þjálfarinn —
eins og vera ber.
HÚS
--j-------=***--------------^--------- ------------Hl1~
JON LOFTSSON h/f hringbraut 121, sími 10600 i
Svo kom pabbinn —
þá byriuðu vandræðin.
Eiginkona geimfara:
Skíðaíþróttin
og kven-
kynið
Karlar, sem lengi hafa hreykt
sér af því að vera betri öku-
menn en konur. verða líklega
ánægðir, þegar þeir lesa, að þeir
eru einnig líklegir til þess að
vera betri á skíðum.
Þessi er að minnsta kosti nið-
urstaða skýrslu, sem alþjóðleg
nefnd í öryggismálum skíöaíþrótt
arinnar lét gera.
I könnun, sem fram var látin
fara voru 850.000 skíðam. spuröir
um aldur, kyn og hæfni á skið-
um og síðan var tekin saman
skrá yfir slasað skíðafólk.
35% þeirra, sem stunda skíði,
eru konur, en þær eru næstum
50% hinna slösuðu. 40% skíða-
fólks er undir 22 ára aldri en
það eru líka 80% þeirra, sem
verða fyrir áföllum á skíðum.
Óheppnastur allra skíðamanna
er byrjandinn, en hann verður
4 til 5 sinnum oftar fyrir skakka-
föllum, heldur en reyndari skiða
maður.
Af þessu má draga þann lær-
dóm, að konum 22ja ára og yngri
— sem eru að byrja á skíðum,
er vissara að fara varlega.
I'ramlctðendun
Vcfarinn lif.
Últínia hf.
Alafoss
Teppi hf.
Hagkvœm og góð [>]ihiusta
Knnfremuf nælonteppi og
önnur erlend teppi í
úrvali
IfPHUH
Suourlandsbraut 10
Sími 83r>70
,Við erum ekki hamingjusamar—Það
er bara áróður
Brosandi í hópi fjölskyldu og
bama, birtast myndir af þeim í
blöðunum, meðan þeir sjálfir svífa
í geimförum milli tungls og jarð-
ar.
Af myndunum að dæma eru
þeir hamingjusamir, konur þeirra
hamingjusamar og börnin stolt,
en Pat McDivitt, kona James
McDivitt geimfara, hefur aðra
sögu að segja.
„Viö sjáum næstum aldrei
menn okkar og okkur líöur hræöi
lega meðan þeir eru i geimnum
og við bíðum niðri á jörðinni og
vitum ekki, hvort við munum
nokkurn tíma sjá þá aftur.
— Þetta með fjölskyldumynd-
imar er bara áróður. sem NASA
stendur fyrir“, segir Pat, sem
fullu nafni heitir Patricia.
Sama sinnis og Pat eru fleiri
eiginkonur geimfara og afleiðing
ar þess eru þær, að mörg geim-
farahjónabönd hafa leystst upp og
fleiri ramba á barmi hjónaskiln-
aðar.
„James hefur það náðugt saman
borið við mig. Hann skrapp bara^
i tíu daga ferð út í geiminn, en
eftirlét mér allar áhyggjurnar“,
segir Pat.
Það gerir konunum ekki léttara
um vik. að eiginkonur geimfara
eru næstum alþjóðareign. Börnin
skilja ekki athyglina, sem þau
vekja, og allar mögulegar og ó-
mögulegar manneskjur berja dyra
hjá þeim.
„Ég er ekki eins róleg og ég
þykist vera“ sagði Pat, daginn
sem manni hennar var skotið á
loft. „Ég titra af taugaóstyrk
og hef enga þolinmæði til þess að
svara spurningum barnanna.“
„Mér er alveg sama þött pabbi
sé á leiði.oni út í geiminn. Ég
vil bara fá að tala við hann“,
sagði hin 9 ára gamla Vicky
Schweickart um daginn, þegar
hún horföi á sjónvarpssendinguna
af geimskotlnu.
En Claire mamma hennar fékk
þó róaö hana og sent hana í skól
inn með hálfgildingsloforði um,
að kannski gæti hún fengið að
tala viö pabba sinn eftir tíu daga,
að geimferðinni lokinni.
Flugstjóri Appollo
9., James McDivitt,
ásamt konu sinni,
Patricíu og (f. v.)
Patric 6 ára, Ann
Lynn 8 ára, Micha-
el 10 ára og Kat-
hleen Mary 2 ára.
Pabbinn kom líka inn í hringinn
Danir eiga Evrópumeistarann í
hnefaleikum í léttþungavigt og
eru töluvert hreyknir af. Hann
heitir Tom Bogs.
Fyrir stuttu keppti hann við
Argentinumanninn, Antonio Aquil
ar og sigraði hann, en þó ekki
fyrr en í tíundu lotu og hafði
/MAquilar betur lengst framan af,
enda héldu áhorfendur að leikur-
inn væri tapaður fyrir Tom
Bogs.
Meðal áhorfenda var Poul Bogs,
faðir hnefaleikakappans, og varð
hann svo æstur, þegar Aquilar
veitti syni hans sem versta út-
reiö, aö hann þaut inn í hringinn
um leið og hlé var gert á milli
lotanna.
Þjálfarinn fékk ekkert við hann
ráðið og dómarinn átti í erfiöleik
um með að fá hann til þess að
víkja úr hringnum. Undir lokin
varö hann að hóta honum því, að
láta lögregluna f jarlægja hann, og
þá lét hinn loks undan síga.