Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 6
6
V í SIR . Þriðjudagur 18. marz iwro.
TONABÍÓ
Sími 31182.
Stórbrotin og snilldarvel gerö
og leikin ný, amerisk stórmynd.
jslenzkur texti.
Klrk Douglas
Robert Mitchum
Richard Widmark.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuö innan 14 ára.
KOPAVOGSBIO
Sími 41985.
Flugsveit 633
Víðfræg, hörkuspennandi og
snilldar vel gerð amerísk stór-
mynd i litum og Panavision,
er fjallar um þátt R.A.F. i
heimsstyrjöldinni síöari, — ís-
lenzkur texti.
Cliff Robertson
George Chakaris
Endursýnd kl. 5.15.
Bönnuö börnum.
HAFNARBIO
Sími 16444.
|—Lisí ir -Bækur -MenningarmáS-
„Mjög persónulegur og mikils-
verður árangur
Áhrifamikil og athyglisverð ný
þýzk fræðslumynd tekin i litum
Sönn og feimnislaus túlkun á
efni, sem allir þurfa aö vita
deili á. — Myndin er sýnd viö
metaðsókn víös vegar um heim.
fslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HASKOLABIO
Simi 22140.
Útf'ór í Berlín
(Funeral in Berlin)
Bandarlsk. AÖalhlutv.: Michael
Caine, Eva Renzi. — íslenzkur
texti. Sýno kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
ÞJÓÐLEIKHIÍSID
FIÐLARINN Á ÞAKINU
Sýning miðvikud. kl. 20
CANDIDA fimmtud. kl. 20
Aðgöngumiöasalan opin frá kl.
13.15 til 20. Sími 1-1200
RIMA
Saelurikið
eftir Guðmund, Steinsson.
Sýning í Tjamarbæ i kvöld
bl 9. Siðasta sýning.
Aðgöngumiðasala frá kl. 4 -
Sfmi 15171.
— segir aðalgagnrýnandi Berlingske Tidende
um sýningu Vilhjálms Bergssonar i Höfn
í~' rundvallaratriðin og hiö al-
heimslega, segir aðalgagn-
rýnandi Berlingske Tidende í
fyrirsögn að dómi um sýningu
Vilhjálms Bergssonar, sem ný-
lokið er í Kaupmannahöfn.
Þá segir Jan Zibrandtsen enn
fremur: „íslenzki málarinn, Vil-
hjálmur Bergsson, sem er
menntaður hér heima hjá
Mogens Andersen og Jeppe
Vontillius og síðar meir í Paris,
sýnir um þessar mundir í Gal-
erie AP. Það er mjög persónu-
legur og mikilsverður árangur,
sem hér gefur að líta. Bergsson
vinnur meö abströkt form, heila
og stóra hluti, sem viröast oft
svífa í alheimsgeimi þar sem
bæði ljós og skuggi, dagur og
nótt eru samtímis.
| myndinni „Rauð tenging“ —
sem er gott dæmi um getu
hans — lyftist skáhallt, grænt
form í alheimi, sem er ljós til
vinstri og myrkvast til hægri,
þannig að manni, meö hugar-
flugi sínu, verður hugsað til
orða Edwalds, „eins og hvalur
Vilhjálmur Bergsson hjá myndinni, sem var á íslandssýning-
unni í Osló og er í eigu Listasafns íslands.
„Rauð tenging“.
á stökki hátt mót sólu.“ Þetta
jnyndform er unnið með sterkri
efniskennd, í rólegum litbrigð-
um og meö samræmi í útlínum.
Það er hin munaöarfulla fágun
í hinum frábærlega útfærðu lit-
brigðum, sem gerir þetta ab-
strakta form svo nákomið. Rauð
boglína, sem dregin er sterkum
dráttum leiðir til vinstri á ljósa
fletinum upp til móts við svíf-
andi formið, en hvít boglína
leiðir upp til hægri og burt.
JVJeð öðrum orðum er þaö mynd-
heimur, sem byggist á grund-
vallaratriöum, sem Bergsson
sýnir okkur. En það er list hans,
að málverkið hrífur stöðugt og
verkar eggjandi á augað.
'17'ilhjálmur Bergss. er frábær í
~ tækni sinni swn málari. Hann
kemur þvi, sem hann vill tjá
fullkomlega til skila. Lithljóm-
urinn er djúpur og flauelsmjúk-
ur í hinni áhugaverðu mynd
„Tvisvar sinnum tvöfalt“, þar
sem tveir rauðir, ofurlftið
sveigðir tíglar eru í myndrúm-
inu fyrir framan tvo fjarlægari,
ógreinilegri, gulleita hnetti. Einn
ig veröur að benda sérstaklega
á myndina „I miðju", sem gerir
djúpt, sálfræðilegt, draumkennt
táknmál að veruleika.
Það sést á nokkrum teikning-
um hvílíkt vald Bergsson hefur
/ á hinum svart-hvíta litheimi."
Vilhjálmur Bergsson hefur áð
ur sýnt í Galerie AP. var það
árið 1965. Hlaut hann einnig
lofsamlega dóma fyrir þá sýn-
ingu. Þá hefur hann tekið þátt
í fjölda samsýninga ytra. Hann
á verk á norrænni myndlistar-
sýningu, sem stendur yfir í
Hásselby-höll í Stokkhólmi
núna og var einn þeirra íslenzku
myndlistarmanna, sem kynntir
voru á íslandssýningunni í Osló
nýverið.
Síðasta einkasýning hans hér
lendis var í Bogasalnum s.l.
haust.
Leiðin vestur
(The Way West)
Stjórnandi: Andrew Mc-
Lagen
Aðalhlutverk: Kirk Dougl
as, Richard Widmark, Ro
bert Mitchum, o. fl.
Amerísk. íslenzkur texti,
Tónabíó.
Það er alger undantekning, ef
hægt er að segja um myndir,
sem sýndar eru í Tónabíói, að
þær séu afspymulélegar, og þaö
er sömuleiöis undantekning, að
myndir þar séu mjög góðar.
Flestar lenda þær í einhverjum
milliflokki sem vönduð iðnaöar-
framleiðsla frá Hollywood.
„Leiðin vestur" er glöggt
dæmi um þetta. Hún er ófrum-
leg, þunglamaleg og hefðbund-
in, en vönduð og kunnáttusam-
lega gerð. Hún fjallar um land-
nema, sem halda með vagnalest
sína til að nema land f Oregon-
fylki. Þeir mæta hvers konar
erfiðleikum. En einn er sá, sem
alla knýr áfram að takmarkinu.
leiðangursstjórinn, Kirk Dougl-
as.
Margt ber við á ferðalaginu.
Sígilt vatnsleysi á eyðimörk.
náttúrulaus kona hrekur bónda
sinn í faðm smástelpu, Indíánar
skjóta upp’ kollinum í leit aö
réttlæti, og fleira og fleira ger-
ist — en það gerist fullhægt.
Svo loksins kemur endirinn,
og það er ekki „Happy End“
eins og tíðkaðist hér áöur, held-
ur ný tegund af niðurlagi, þar
sem leitazt er við að gera eitt-
hvað fyrir.alla.
Þessari mynd stjórnar Andr-
ew McLagen í mjög svo hefð-
bundnum stil. Sum atriðin eru
anzi falleg, en varla eftirminni-
leg. Myndin er allvel tekin, en
tónlistin við hana er ömurleg-
asti hávaði, sem ég hef heyrt
lengi.
Þeim tilmælum er beint til
bíósins, að ungum ofstopamönn-
um, sem eru að skemmta sér
yfir skál, meðan aðrir horfa á
kvikmyndir, veröi vísaö út undir
bert loft ellegar mýldir á staðn-
um.
Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni:
GAMLA BIO
Sími 11475.
Leyndarmál velgengni
minnar
(The Secret of my Success)
Shirley Jones, Honor Black-
man og Stella Stevens. — ís-
lenzkur texti. — Sýnd kl. 5, 7
og 9.
Engin sýning i dag.
STJÖRNUBÍÓ
Fimmfa fórnarlambið
(Code 7 Victim 5)
íslen^kur texti. Hörkuspenn-
andi viðburðarík ný amerísk
njósnamynd í litum og Cinema
Scope. Lex Barker, Ronald
Fraser.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
LAUGARASBIO
Símar 32075 og 38150
The Appa Loosa
íslenzkur textí. Áðalhlutverk.
Marlon Brando. Sýnd kl. 5, 7
og 9. Bönnuð bömum.
Simi 11544.
Saga Borgarættarinnar
1919
1969
50 ára
Kvikmynd eftir sögu Gunnars
Gunnarssonar tekin á íslandi
árið 1919.
Aðalhlutverkin Ieika íslenzkir
og danskir leikarar.
tslenzkir textar.
Sýnd kl. 5 og 9.
Það skal tekið fram að myndin
er óbrevtt að lengd og algjör-
lega eins og hún var, er hún
var frumsýnd i Nýja Bíói.
AUSTURBÆJARBIO
Sími 11384.
Tigrisdýrið sýnir klærnar
Danskur texti. — Roder Hanin
og Margaret Lee. — Bönnuð
innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9.
KOPPALOGN miövikudag
Aðeins fimm sýningar
YFIRMÁTA OFURHEITT
fimmtudag.
MAÐUR OG KONA föstudag
Aðgöngumiðasalan 1 Iðnó er
opin frá kl. 14. Simi 13191.