Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 13
/ V í SIR . Þriðjudagur 18. marz 1869. KJALLARASIÐAN 13 Að selja rok og rigningu — effir Svein Sæmundsson, blaðafulltrúa A undanfömum árum hefur all- mikið verið gert til þess að kynna ísland sem ferðamannaland. Ýmsir aðilar hér á landi hafa í þessu sam bandi varið miklu fé og mikilli vinnzi. Þetta hafa viðkomandi gert í þeirri trú að land okkar hafi upp á ýmislegt það að bjóða, sem er- lendum ferðamönnum þætti feng- ur í að sjá og upplifa og í ööru lagi með það að markmiði, aö flutning- ar ferðafólks til landsins og frá og fyrirgreiðsla ýmiss konar hér á landi gæti er fram liðu stundir orðið vemlegur atvinnuvegur, sem líkt og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar renndi stoðum undir efna hag þjöðarbúsins. Fjöldi þess fólks, sem árlega ver sumarleyfum eða öðrum frídögum til ferðalaga og dvalar í öðrum lönd um fer ört vaxandi. Samhliða fjölg ar þeim aðilum, sem berjast um hylli þessara ferðamanna. Nýrri auglýsingatækni og sterkari áróðri er beitt á ári hverju og hver og einn, sem í hlut á reynir að laða til sín sem álitlegasta kvísl ferða- mannastraumsins. Þótt nokkuð hafi áunnizt í því að gera ísland að ferðamannalandi á undanfðmum ámm má þó segja að ennþá hafi aðeins lítil, smuga verið opnuð inn á hinn mikla ferða markað. Við stöndum í dag aö mörgu ieyti betur aö vígi til átaka á þessum vettvangi en áður. Hér á landi hafa á undanfömum árum risið mörg glæsileg gisti- og veit- ingahús. Enn er samt mikið óunn- f'ið í þessum efnum. Á margt hefur Verið bent, sem gæti stuðlað að auknum ferðamannastraumi hingað til landsins og sem jafnframt gæti lengt ferðamannatímabilið þannig að hingað leitaði ferðafólk að ein hverju ráði allt áriö. Ef til vill em stærstar vonir í þeim efnum bundn ar við jarðhitann. Vegna þess aö hann er fyrir hendi em möguleikar á byggingu heilsustöðva og endur- hæfingastöðva, sem án efa yrðu mikið sóttar af útlendingum. Hvort sá, sem ætlar til slíkra heilsu linda ferðast klukkustundarfluginu lengur eða skemur skiptir vart leng ur máli. Aukin flugtækni og vel- megun víöast hvar í þeim heims- hlutum, sem næst okkur liggja valda þvi. Okkur íslendingum þykir veður- farið hér á landj oft óstöðugt og heldur leiðinlegt. Óstöðugt er það en síður en svo óþægilegt. Talið er víst að fólk frá heitu löndunum ferðist í vaxandi mæli norður á bóg inn aðeins til þess að dvelja í kald ara umhverfi. Að geta tryggt ferða langi, sem kemur úr hitanum það, að hann upplifi bæði rok og rign ingu er líka nokkurs virði, Eins og áður er á minnzt f jölgar ferðamönn um árlega og einnig þeim, sem keppa um hylli þeirra. Til þess að við íslendingar getum fengið okkar hlutdeild í þeim tekjum, sem skyn- j samlegt má telja að okkur beri, þarf stóraukið og samstillt átak í landkynningarmálum. Við þurfum að kynna ísland, sem ferðamanna- 'land og við þurfum einnig að kynna íslenzkar útflutningsafuröir, ís- lenzkan iðnaö. I’slandskynning sú, sem haldin er í Osló er spor í rétta átt. Þar hafa nokkur fyrir- tæki og stofnanir sameiginlega efnt til kynningar á íslandi sem ferða- mannalandi, á íslenzkum mat og á íslenzkri list og listmunum. Vitanlega kostar slík landkynn- ingarstarfsemi bæöi fé og fyrirhöfn. Undirbúning allan verður að vanda svo sem kostur er. En segir ekki máltækið, sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær. Sá, sem sífellt bíður eftir að tækifærið berist hon um upp í hendur getur vissulega þurft að bíða æði lengi. Hinn, sem leggur land undir fót og leitar uppi þá, sem vilja eiga við hann við- skipti er vissulega vænlegri til ár- angurs. Á síðustu tímum hafa fleiri tekiö undir með þeim, sem á undanfömum árum hafa predik- að gagnsemi túrismans fyrir þjóö- arbú íslendinga, oft fyrir daufum eyrum. Nú virðast fleiri sjá, að ferðamálin eru einn þeirra þátta, sem fært geta þjóöinni björg í bú. Nú er ennfremur mikið rætt um endurreisn íslenzka iðnaðarins. Væri ekki ráð að allir þessir aö- ilar, sem hafa svo að segja sam- eiginlegra hagsmuna að gæta, sam einuðu kraftana til sameiginlegs stórátaks í kynningu á íslandi og íslendingum? Kynntum umheimin um að land og þjóð væru þess verð að heimsækja og skipta við. I s®astó>í:íSKí55s;ffl«??K®55?;m- | VEUUM lSLENZKT(jjJ)fSLENZKAN IÐNAÐ | BLIKKSMÍÐAVÖRUR IIIIIIIIIIIIIIIEIll BÍLAR :::: m m •v;. Höfum til sölu m.a.: Rambler American ’66 fallegan bíL. Rambler Classic ’65 (fæst með fasteigna- bréfum). Rambler Classic ’63 (sjálfskiptur, fasteigna- bréf). Opel Rekord ’67 (glæsilegur). Plymouth Fury ’66 (sjálfskiptur með öllu). Chevrolet Impala (glæsilegur einkabíll). Chevrolet Nova ’66 mjög góður bíll. Dodge Coronet ’66 í sérflokki. J. B. PETURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 ® 13125,13126 Rambler- umboðið JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 -■ 10600 iiiiiimiiiiiiiui IrmÍifliGöíu Stundin okkar. Það er ekki nokkur vafi, að sjónvarpstími barnanna á sunnu dögum, Stundin okkar, á geysi miklum vinsældum að fagna. Þó var eitt öðru fremur, sem heill aði hugi bamanna, sérstaklega þeirra yngri, en það voru Rann- veig og krummi. Af einhverjum ástæðum hættu þau að koma fram fyrri hluta vetrar, og var börnunum sagt, að Rannveig og krummi mundu koma síðar. En eigi að síður hafa þau ekki lát- ið sjá sig. Bömin minnast lof- orðsins um að „dýrlingamifl' þeirra láti sjá sig, og syngi og svari bréfum, en sú bið æflar að reynast löng. Á hverjum sunnudegi spyrja börnin hvort Rannveig og krummi muni ekki koma fram í stundinni okkar þann daginn, því seint vilja þessir vinsælu skemmtikraftar gleymast. Mörg þykjast eiga eftir að fá svar við bréfum og lifa í voninni um að það svar eigi eftir að koma fyrr eða síðar í sjónvarpinu, eða á annan hátt. eins og áöur. Eitt af því sem bömum er kennt um leið og þau hafa lært að skrifa, er að þau eigi að svara bréf- um, en ekki trassa að senda svar. Þau geta því ómögulega skilið, að krummi skuli ekki sinna bréfinu þeirra, og engín skýring skuli koma á því, að hann lætur ekki sjá sig meir. 1 mörgum tilvikum er bréfið til krumma og Rannveigar vafa- laust fyrsta sendibréfið í lífinu, svo að það ætti að vera árlð- andi að þessi bréfaskipti gengju eðlilega fyrir sig. Enda var því lofaö og þannig gekk þetta sér- staklega fyrir sig lengst af. Vonandi eiga Rannveig og krummi eftir að Iáta sjá sig aft ur á skerminum svo vonbrigð- unum linni, eða ef það reynist ómögulegt, að bömunum sé þá gefin sæmileg skýring. Rann- veig og kmmmi eiga svo mikl- um vinsældum að fagna meðal bamanna, að það er slæmt að láta þau hverfa þegjandi og hljóðalaust án skýringa. Annars þyrfti að reyna að finna upp eitthvað sem getur komið í stað beirra, sem líkur væm á að gæti oröið álíka vinsælt efni. Það hlýtur aö vera bömunum hollt, að eiga slíka vini, en böm- in verða að geta reitt sig á vini sína. Þrándur í Götu. Aðstoðarlæknar Stöður aðstoðarlækna við lyflækningadeild Borgar- spítalans em lausar til umsóknar. Uppl. varðandi stöðurnar veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavfltur við Reykjavíkurborg. Stöðurnar veitast frá 1. júlí, 1. sept. og 1. nóv. 1969 í 6 eða 12 mánuði eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir 20. apríl. n.k. Reykjavík 14. 3. 1969. SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR Ertu uð byggju? Viltu breytu? Þurftu uð bætu? GRENSÁSVEGI 22-24 SlMAR: 30280 - 32262 <tí> GOLFTEPPI UR ÍSLENZKRI ULL Verð kr. 545.- fermetrinn af rúllunni. HÚSGAGNAAKLÆÐI Mikið úrval Zlltima Kjörgarði, Sími 22209. Grænlands- sýningin aöeins 6 dagar eftir. — Opin daglega kl. 10—22. Norræna Húsáð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.