Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 7
V 1 S í R . Þriðjudagur 18. marz 15)69.
7
Norsk viðskiptamiðstöð í London
Haraldur rlkisarfi og Sonja krónprinsessa
viðstödd
l-Iaraldur rikisarfi í Noregi og
Sonja krónprinsessa, kona hans
koinu í gær til London, og er þetta
i fyrsta sinn, sem bau korna opin-
berlega fram erlendis.
Haraldur rikisarfi opnar þarna
nýja norska viðskiptamiðstöö, Nor-
way Trade Centre.
Með þeim hjónum komu til Lond
'on margir kunnir fulltrúar í norsku
atvinnu- og viöskiptalífi.
Það var ekki fyrr en í fyrrinótt,
sem lokið var við að mála og ganga
frá öllu í hinni nýju stöð.
Sams konar stöð vígði Haraldur
í Stokkhólmi fyrir tveimur árum og
hefur hún orðiö norskum útflutn-
ingi að miklum notum.
Nýtt flug-
vélarrán
Flugstjóri flugvélar frá Columbia
var í gær knúinn til þess aö breyta
um stefnu og lenda á Kúbu.
Flugvélin var í innanlandsflugi
og voru í henni 50 farþegar.
Flugvélin var af gerðinni DC6.
Maður vopnaður skammbyssu
beitti ofbeldinu, Meö honum voru
kona og barn. Flugvélin lenti í
Camaguey á Kúbu. — Þetta er
þriója columbíska flugvélin, sem
rænt er á þesu ári.
Á Cartagena-flugvellinum fyrir
þrerriur dögum kom lögregla og
herliö í veg fyrir flugvélarrán.
DC6 flugvélin var á leið til eyj-
arinnar San Andres, sem er úti fyr-
ir norðurströnd landsins.
I
gær sem forsætisráðherra
Sömu ráðherrar og áður i
samsteypustjórninni
9 Golda Meir, forsætisráðherra
ísraels, fékk traust samþykkt á
.þjóðþinginu með 84 atkvæðum gegn
12. Fyrrverandi forsætisráðherra,
Ben-Gurion, greiddi ekki atkvæði.
Frú Golda Meir vann þar næst eið
sem nýr forsætisráðherra. Hún er
70 ára og fyrsta konan, sem gegn-
ir forsætisráðherraembætti í ísrael.
í stjórn hennar, sem er satn-
steypustjórn, er 21 ráðherra, allir
hinir sömu og voru í stjórn i^evi
Eshkols, sem lézt fyrir skömmu.
Yigal Allon varaforsætisráðherra
gegndi embætti til bráðabirgða frá
því Eshkol lézt og þar til frú Golda
Meir tók við í gær. Allir ráðherrarn-
ir unnu embættiseiða á eftir Goldu
Meir, nema Abba Eban utanrikis-
ráðherra, sem er fjarverandi, en
hann er i heimsókn í Bandarikjun-
um. og húsnæðismálaráðherra, Bent
ov, sem einnig er erlendis. — Ben
Gurion lét af embætti 1963 og hel'ur
síðan gagnrýnt forustu Verka-
mannaflokksins.
Hópur ísraelskra þingmanna fór
loftleiðis í gær í heimsókn til Vest-
ur-Þýzkalands, og er það fyrsta op-
inbera heimsókn ísraelskra þing-
manna þangað.
Thailendingar
hindra árds skæru-
liða í Suður-
Vietnam
Thallendingar, sem berjast í Suð-
ur-Víetnam beittu i gær byssu-
stingjum, er þeir hrundu áhlaupi
skæruliða aðelns 32 km frá Saigon
og felldu 32 þeirra.
Orrustan stóð ,4 klukkustundir
og voru skæruliðar hraktir inn í
frumskóginn. Það voru 350 thai-
Ienzkir hermenn, sem stöðvuðu
þarna áhlaup 500 skæruliða. Þetta
gerðist skömmu eftir aö kunnugt
varð að um 12.000 Víetcong-her-
menn höfðu farið yfir landamæri
Kambódíu og stefndu í áttina til
Saigon.
í árásum í fyrrinótt á um 20
bæi voru 16 bæjarbúar borgaralegra
stétta drepnir, en um 30 særðust.
Sókn skæruliða viðræðuefni
BUNKERS og van THIEU
forseta i gær
Ellsworth Bunker ambassador
Bandaríkjanna í Saígon og van
Thieu forseti Suður-Vietnam rædd-
ust við í gær um sókn skæruliöa,
að því er taliö er, og var þetta
fyrsti fundur þeirra í um það bil
viku.
Van Thieu áformar að fara í op-
inbera heimsókn til Suður-Kóreu
27. mai. Suður-Kórea hefur fjöl-
mennt herlið í Suður-Víetnam. Það
hefur ekki tekið þátt í bardögum, en
gegnir ýmsum mikilvægum hlut-
verkum.
Buddhistaleiðtoginn Thien Minh
var í gær dæmdur í 5 ára fangelsi
fyrir að hafa hjálpað liðhlaupum
og unglingum, sem ekki vildu fara
í herinn. Þá var hann sekur fund-
inn um að hafa ólöglega í fórum
sínum vopn og skjöl, en fyrir þaö
var hann dæmdur í 10 ára fangelsi
s.l. laugardag, en hinn síðari dóm-
urinn er ekki viðbótardómur við
hinn fyrri.
Hussein og Nasser
á fundi i ÍCairo
í Kairo ræddust þeir við i gær
Hussein konungur Jórdaníu og
Nasser forseti. Stóð fundurinn 2
klst. Þeir ræðast aftur við í dag,
áður en Huessein konungur fer til
Saudi-Arabíu en þaðan fer hann
til Washington til fundar við Nixon
forseta.
Á fundinum i gær ræddu þeir
Hussein konungur og Nasser for-
seti um samræmdar hernaðaraö-
gerðir Arabaríkjanna gegn ísrael.
Ódýrustu
sjáifvíríeu
þvottavélarnar
Sonja.
€2333®
SKÓlAVÖRDUSrfGIa.
SlMA& IÖ72S OG
útlönd í morguri
útl'ónd í morgun
útlönd í morgun
: útlönd;
LÝSINGU BÚDAPESTFUNDARINS
Andspýrna Rúmena tafði fundarsetningu i
5 klukkustundir
# Búdapestfundi leiötoga Sov-
étríkjanna og bandalagsríkja þeirra
í Austur-Evrópu lauk í gær. í lok
fundarins var samþykkt ályktun,
sem felur í sér endurtekningu á
áskorun til Vestur-Evrópuþjóöa, að
Brezka Forddeilan
leysist e.t.v. í dag
Fundir hafa staðiö nær óslitið á
þriðja sólarhring til þess að leysa
deiluna. sem stöðvað hefur alla
vinnu í Fordverksmiðjunum brezku
og var viðræðu loks frestað að á-
liöinni nóttu, en einhver von er um,
að vinnustöðvuninni verði aflétt í
dag.
taka þátt i tundi til þess að binda
endi á skiptingu meginlandsins í
hernaðarleg samtök.
Ekki var minnzt á þátttöku
Bandaríkjanna í slíkum fundi og i
yfirlýsingu, sem birt var, er ekki
heldur minnzt á átökin sem orðiö
hafa á landamærum Sovétríkjanna
og Kína.
Fundurinn var hinn stytzti, sem
leiðtogar allra áðurgreindra landa
hafa haldiö sameiginlega, — stóð
aðeins tvær klukkustundir, og hófst
fimm klukkustundum síðar en bú-
izt hafði verið við. Fóru þær til við-
ræðna milli sendinefndanna, og
stafaöi töfin að sögn af andspyrnu
leiðtoga Rúmena gegn því, að hún
breytti afstöðu sinni i deilum Sov-
étríkjanna og Kína og varðandi hina
nýju, sovézku stefnu, um íhlutun-
arrétt eins kommúnistaríkis í öðru,
ef samtökum þeirra og öryggi er
ógnað.
Fundinn sátu flokksleiðtogar, for-
sætisráðherrar, utanríkisráðherrar
og landvarnaráðherrar áðurnefndra
landa.
2 ný flugvélarrán
9 í morgun fréttist, að banda-
rísk flugvél hefði verið
neydd til iendingar á Kúbu.
9 í gær var beitt ofbeldi til
þess að ræna farþegaflugvél
frá Perú og fara til Kúbu, en
farþegarnir, 73 talsins, voru
skildir eftir í Ekvador, þar sem
lent var til aö taka bensín. Á
meðan höfðu sex vopnaðir menn
áhöfn flugvélarinnar í haldi sem
gísla og hótuðu hermönnum og
lögreglu að sprengja flugvélina í
loft upp, ef reynt væri að hindra
þá í áformi þeirra.
Golda Meirvann embættiseið
EKKERT MINNZT Á KÍNA í YFIR-