Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 2
VISIR . Þriðjudagur 18. marz 1969. JG ER ÓFÚS AÐ AFSALA MER ÁHUGAMANNARÉTTINDUNUM segir Reynir Oskarsson, markvörður Keflavikur, sem boðið er að gerast atvinnumaður hjá Arsenal \ 0 í Keflavík er ekki lengur talað einung- is um innan- og utan- hússæfingar knattspyrnu manna, heldur alveg eins utanlandsæfingar þeirra. Kemur það til af því að þeir hafa gert víð- reist í vetur. Sex úr þeirra hópi hafa stundað æfingar með þýzkum og enskum liðum og eru fjórir þeirra komnir heim og léku allir með ÍBK gegn KR um helg- ina, en leiknum lauk með sigri heimamanna, 2:1, eftir mjög jafnan og tvísýnan leik, sem sjá má af því að Keflvíking- sumar verða Harlem Globe Trotters á ferð um Noröurlönd. Lið þetta er skipaö eintómum lista- mönnum í meðferð' á körfubolta. Byrja þeir næstu daga Evrópuferð og voru Finnland, Danmörk oy. ar skoruðu sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Allmargir áhorfendur voru aö leiknum, þótt aðstæður væru hinar verstu, rok og rigning og völlurinn eitt forarsvað, en nokkuð mun hafa ráðið að menn fýsti að sjá þá pilta leika, sem æft höfðu með Arsenal, eða „nallana", eins og þeir eru kall- aðir í gamni. En einum þeirra Reyni Ósk- arssyni stendur til boða að ger- ast leikmaður hjá Arsenal e'f nauðsynleg leyfi fást. Frétta- maður Vísis náði tali af Reyni eftir leikinn til að forvitnast um Englandsförina. — Hve lengi æfðirðu hjá Arsenal? ,,í tæpa tvo mánuði. Ég fór meö Gunnari Sigtryggssyni 17. jan s.l. og kom heim í fyrra- dag“. — Hvar dvölduð þið ytra? „Á gistihúsi nálægt High- bury. Gisting og morgunveröur kostaði/l% pund, gistihúsiö er ekki éign Arsenal en félagið hefur samið við það.“ — Hvar og hvemig æfðuð þiö? „I æfingastöðvum félags rétt fyrir utan London. Ég með varaliðinu en Gunnar meö ungl- ingaliöinu. Petta er gríðarstórt svæði meö 6 grasvöllum." — Hve lengi var æft daglega? „Klukkan 9 þurftum viö að vera mættir 1 farþegavagninn út á æ'fingasvæðið, þannig að æfingin hófst um kl. 10 og stóð til 4 eftir hádegi, en matarhlé var á milli.“ — Hvernig var æfingum hag- að? „Fram að hádegi voru upphit- unar og úthaldsæfingar, siðan var tekinn léttur leikur, að lok- um voru leikaðferðir og stað- setningar æfðar sérstaklega." — En fengu markverðir þá enga sérþjálfun? „Jú, að loknu þessu, þá voru markverðir teknir í klukku- stundar séræfingu, og það var án miskunnar". — Var það e.t.v. þaö erfið- asta? „Nei, tvisvar f viku eru menn látnir hlaupa 5—6 km i forar- leðju. Við skelltum okkur í hlaupið, strax fyrstu vikuna, æfingarlitlir. Ég kom 11. í mark og skaut ref fyrir rass fullþjálf- m—> 10. síöa Froflnkvæmdastióri KSÍ jafnframt fréttamaður Morgunblaðsins? Þetta skemmtUega viðtal Magn- úsar Gíslasonar, fréttaritara Vísis í Garði, Gerðum, hefði án efa birt fyrstu fréttir af þeim ánægjulega atburði, þegar Arsenalmenn fóru þess á leit við Reyni Óskarsson að hann gerðist atvinnumaður með liðinu, EF framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands ísiands væri ekki jafnframt dulbúinn fréttamað- ur Morgunblaðsins. Magnús átti leið til KSÍ á laug- ardagsmorgun, sagði Áma í granda- leysi söguna. Árni tók þegar sfmann og hringdi í Morgunblaðið með þessa sögu sína, og tók ekki minnsta tillit til útskýringa Magn- úsar á því að hann væri fréttamað- ur Vísis og vildi sjá söguna í sínu blaði fyrst. En þama fengu blaðamenn stað- fest þaö sem þá hafði lengi grunað og hefur hvaö eftir annað oröið til- efni til væringa milli þeirra og KSf. — Ámi Ágústsson er óheill í starfi sínu, þrátt fyrir að hann hafi svarið og sárt við lagt að ekki væri fótur fyrir neinu slíku. Verður vart séð að knattspymu- sambandiö nái langt með slíkum starfsmanni. Fjölmiðlarnir veröa að 'fá sömu meðferð hjá KSf, en að- feröir eins og þær sem Ámi notar eru óheiðarlegar í fyllsta máta. Óheiöarlegur maður hefur ekkert að gera í starfi framkvæmdastjóra. Við heimtum skýringar! — jbp — Stúdentar náðu í 2 dýrmæt stig Á sunnudagskvöldið voru leiknir tveir leikii- í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Fyrri leikurinn var i 1. flokki milli KR og ÍR en sá seinni var 1. deildar leikur milli ÍS og KFR. 1. fl. KR:ÍR, 48:32. KR náði forustunni strax í upp- hafi meö 12:6. Síðan varð leikur- itin nokkuð jafnari og stóð 24:20 íyrir KR í hálfleik. f seinni hálfleik var barizt af •miklu kappi og greip talsverður æsingur bæöi liðin. Sóknarlotur beggja urðu því nokkuð fálmkennd- ar og dómararnir létu margar lög- leysur viðgangast. KR-ingar vom alltaf yfir og tryggðu sér sigurinn með góðum endaspretti. Lauk leiknum með 48:35, KR í vil. Stigahæstur KR-inganna var Ól- afur Finsen með 25 stig og ógn- uöu langskot hans ÍR-ingunum mjög. ÍS : KFR 56:53. Þessi leikur var talsvert þýðing- armikill, þar sem bæði liðin eru í fallhættu. Ekki virtist það þó hafa áhrif á áhorfendafjöldann frekar en vant er. Má teljast furðulegt hve lítinn áhuga háskólastúdentar sýna félögum sínum á þessum erfiðu tím um hjá liðinu. Bæði liðin léku varnarkerfið mað- ur á mann allan leikinn út. Um miðjan fyrri hálfleik náðu stúdentar litlu forskoti, sem þeir héldu upp frá því. Staðan í leikhléi var 30:26 fyrir ÍS. Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri nema að harkan varð meiri. Þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka fær Þórir Magnússon tvö vítaköst. Staöan var 56:52 fyr- ir ÍS og var því ógemingur fyrir KFR aö jafna. Þórir skoraði úr öðru < skotinu og leiknum lauk 56:53 fyrir . stúdenta. Hjá þeim var Birgir Þor- kelsson beztur og skoraði 26 stig. Einnig átti Bjarni Gunnar prýöis góðan leik og skoraði 15 stig. Að venju var Þórir Magnússon beztur í KFR-liöinu, hirti mörg frá- köst og skoraði flest stig. í KFR eru margir efnilegir, ungir körfubolta- menn og getur þaö því orðið skeinu- hætt hvaða 1. deildarliði sem er í framtíðinni. TILKYNNÍNG Nýtt símanúmer Sementsverksmiðjunnar í Ártúnshöfða verður 8-34-00 frá og með miðvikudeginum 19. marz. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Nýtízku veitingahús — AUSTURVER — Háaíeitisþraut 68 — Sendum — Sími 82455 Svíþjóð á dagskrá, — en ekki er talið líklegt að úr Danmerkursýn- ingum véK >' að þessu sinni, heldur síðar í sumar og þá e.t.v. aftur á hinum Norðurlöndunum. ELDHUSINNRETTINGAR SKEIFAN 7 SÖLUUMBOÐ: ÓOINSTORG HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.