Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Otgefandi: ReyKjaprent h.í.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastíóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.________________________
Endurnýjun bankakerfisins
Lánastofnanir sættu harðri gagnrýni á nýafstaðinni
ráðstefnu Stjórnunarfélagv íslands um efnahagsvanda
þjóðarinnar. Margir þátttakenda voru þeirrar skoð-
unar, að óheppileg áhrif hins opinbera á efnahags-
lífið kæmu einna greinilegast fram í afleitu banka-
kerfi. Röktu menn á ráðstefnunni syndaregistur bank-
anna og bentu á ýmsar leiðir til úrbóta.
Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur, sem þessar hug-
myndir koma fram. Svo virðist sem lánastofnanirn-
ar sæti vaxandi gagnrýni og að fram séu að koma
sífellt mótaðri hugmyndir um endurnýjun þeirra.
Skemmst er að minnast þeirrar hugmyndar, sem kom
fram á aukaþingi ungra sjálfstæðismanna í vetur, að
selja ætti ríkisbankana að töluverðu eða öllu leyti
almenningshlutafélögum.
Gagnrýni ráðstefnu Stjórnunarfélagsins beind-
ist einkum að tvennu. Annars vegar réðu arðsemis-
sjónarmið ekki lánveitingum bankanna og hins vegar
væru of náin tengsl milli bankakerfisins og; stjórn-
málaflokkanna. En einnig var kvartað yfir of miklum
Iögbundnum lánveitingum til hefðbundinna þarfa,
óeðlilegri samkeppni ríkisins á lánamarkaðinum með
verðtryggðum spariskírteinum og að vonlausum fyr-
irtækjum sé haldið á floti með lánsfé.
Líta má á hin pólitísku tengsl bankanna sem höfuð-
orsök þessára vandamála. Þau valda því, að stjórn-
endur bankanna líta ekki nógu eindregið á bankana
sem fyrirtæki, er verði að gefa góðan arð og megi
ekki lána í vitleysu. Pólitísk, hreppapólitísk, atvinnu-
vegapólitísk og persónupólitísk sjónarmið víkja oft
arðsemissjónarmiðunum til hliðar. Þess vegna er
nauðsynlegt að rjúfa tengsl stjórnmála og lánastofn-
ana. Stjórnmálamennirnir hafa nógu öðru að sinna.
Á ráðstefpunni komu fram ýmsar tillögur um,
hvernig efla mætti arðsemissjónarmið lánastofnana.
Lagt var til, að lánastofnanir láti ekki einhæft mat á
tryggingum vera forsendu útlána, heldur raunhæft
mat á stöðu fyrirtækjanna og á arðsemi fyrirhugaðra
framkvæmda. Til þess þurfa bankarnir að koma sér
upp sérfróðu starfsliði til að meta arðsemi fram-
kvæmdanna og til að hafa fullkomið eftirlit með
rekstrarárangri fyrirtækjanna. Vel undirbúnar og
arðvænlegar framkvæmdir verði látnar ganga fyrir
öðrum og lögbundin lán til hefðbundinna þarfa verði
lögð niður.
Einnig komu fram tillögur ur ', að verðbréfamark-
aður verði stofnaður og almenningshlutafélögum
komið á fót. Þetta er vel kunn hugmynd og sömuleiðis
sú, að öll innlán og útlán verði vísitölubundin. Þessi
verðtryggingarstefna nýtur síaukins fylgis meðal
fólks, enda gæti hún lækkað vexti verulega, auk þess
sem hún dregur úr óeðlilegum fjármagnsflutningum
til skuldara.
Stjórnmálamenn í öllum flokkum eru margir hverj-
ir lítt hrifnir af þessum hugmyndum. En lengur verð-
ur varla tregðazt við endurnýjun bankakerfisins.
>
»
VTSIR . Þrlðjudagur 18. marz 1969.
eru meðal
Nixon for-
Eldflaugavarnir
vandamála sem
seti glímir við
■ Eldflaugavarnirnar í Banda
ríkjunum eru áfram mjög um-
deilt mál, þrátt fyrir þá á-
kvörðun Nixons forseta að draga
að miklum mun úr áætluninni,
eins og Johnson fyrrverandi for-
seti, hafði samþykkt hana og var
í henni m.a. gert ráð fyrir vam
arstöðvum í grennd við ýmsar
helztu borgir Bandaríkjanna,
en frá þessu hefir nú verið fall
ið og það er aðeins hin svo-
nefnda ABC-áætlun, sem ákveð
ið er að halda áfram með, og
þá einvörðungu til vamar.
Þegar Nixon forseti tilkynnti
þetta kvaðst hann ekki þurfa
að fara í neinar grafgötur meö
það, að sterk andspyrna yrði á-
fram í Bandaríkjunum gegn á-
ætluninni, en hann kvaðst
treysta aöst. Bandaríkjanna til
samkomulagsumleitana um
vopnahlé ef grundvöllur væri
lagður að slíkum vömum, og
væri það trúa sín, að ákvöröun-
in myndi ekki verða til þess að
spilla fyrir horfum um alþjóða-
samkomulag um afvopnun.
Þess er að geta að eftir að
Nixon ræddi þetta var sú skoðun
látin í ljós af aðalfulltr þæði
Bandarlkjanna og Sovetríkjanna
á Genfarráöstefnunni, sem í dag
tekur til starfa á ný í Genf, að
horfur væru góöar um sam-
komulag um að draga úr víg-
búnaði og bann við sýklahemaði
og notkun landgrunns til kjarn
orkuhernaðar.
Eftir fréttum frá Washington
að dæma hefir andspyrnan gegn
áforminu um eldflaugakerfi lítt
hjaönað sem fyrr var getið, og
grunsemdir ala sumir, sem þar
eru í fararbroddi, að svo gæti
farið, að haldið yrði áfram meö
fyrri áætlun ef ekki næðist ör-
uggt gagnkvæmt samkomulag.
Vafalaust verða eldflaugavarn
ir meðal mála, sem rædd veröa
í Genf og einnig eftir stjóm-
málalegum leiðum þ.e. af am-
bassadorum beggja landanna í
Moskvu og Washington, og þær
verða meðal mála, sem vafalaust
verða á dagskrá, þegar haldinn
verður fundur æðstu manna Sov
étríkjanna og Bandarikjanna.
Fyrir helgina var borinn til
þaka orðrómur um, að Nixon
hygöi til fvindar með sovétleið
togum á vori komanda — ein-
hvern tíma síðari hluta apríl eða
á tímanum maí til miðs júní, og
er það í samræmi við það, sem
hefir áöur verið gefið í skyn um
nauösyn for-viðræðna um ýmis
atriöi.
Stjórnmálafréttaritarar ýmsir
höfðu látið ljós sitt skína um
þennan orðróm, sem átti upptök
sín í Belgrad, og erlendir sendi
menn taldir heimildamenn, en
reyndust sumir fulldjarfir í álykt
unum um þessi mál og blööin of
fljót á sér með forsíðufréttim-
ar.
í Hvíta húsinu var í fyrstu
sagt, er um orðróminn var spurt
að ekkert lægi fyrir um þetta, en
greinilega hefir þó. þótt ráölegrá
að taka af allan vafa, því að
nokkrum klukkustundum síðar
sagði formælandi þar, að Nixon
forseti væri ekki með nein á-
form á prjónunum um sllkan
fund skjótlega. Þar með var
þessi frétta-spilaborg hrunin, en
svo langt var gengið I frétta-
flutningnum, aö ekki var aðeins
talað um Moskvu sem fundar-
staö, heldur voru aðrar borgir
tilnefndar, Vinarborg og fleiri.
Eftir á komu svo fram þær
skoöanir, að það sé i samræmi
við framkomu Nixons forseta
síðan hann varð forseti að fara
gætilega í þessu efni, og muni
hann kjósa, að viöhorf skýrist
að ýmsu leyti áður en hann
fer til fundar við sovétleiðtoga.
Inn á við og út á við verður
hann nú eða fljótlega að taka
hinar mikilvægustu ákvarðanir,
varðandi Víetnam-styrjöldina, á-
kvarðanir um hvað leggja skuli
til á fundum fulltrúa fjórveld-
anna út af styrjaldgrástandinu
milli ísraels og Arabarfkjanna,
og um eldflaugakerfið hefir hann
nú tekið þá ákvörðun, er áður
var getið.
Rétt er að minna á, þótt það
liggi í augum uppi, að eldflauga-
kerfisáætlun er studd kappsam ■:
lega af helztu mönnum land- .
varna, og er þá átt við hershöfð-
ingja og aðra hernaöarlega sér- '
fræðinga, en hins vegar mun •
Laird hinn nýi landvamaráðh.
og Rogers utanríkisráðherra
hafa hvatt Nixon til þeirrar á-
kvöirðunar er hann tók.
Sovétleiðtogar munu hafa tal-
ið að meö hinni víötækari gagn-
eldflaugaáætlun, væri haft I
huga, að geta gert árásir á
Sovétríkin í framtíðinni, ef I
odda skærist og er þeim því ekki
um kerfið, og hafa sovétleiðtog
ar nú, að því er virðist að
minnsta kosti sætt sig við þá yfir
lýsingu I bili, að takmarkaö gagn
eldflaugakerfi ætti ekki að þurfa
að spilla samkomulagshorfum I
Genf. A. Th.
Kissinger og Rogers.
I II ■ I Ll Hl I