Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 12

Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 12
H2 V í S I R . Þríðjudagur K. marz F9CÍ>. — Ii I——'■ l'l'll I— EFTIR C. S. FORESTER Herra Marble fylgdist ákafur meö því sem gerðist á gjaldeyrismark aðinum. Einu sinni eöa tvisvar leit út fyrir, að gengi frankans ætlaöi aö hætta að hækka, og hinir dáö- lausu tóku út gróöa sinn, en i bæöi skiptin hélt þaö áfram að hækka. eins og þaö hlaut aö gera, þar sem eftirspumin var svona mik il. Þegar það náði 75, seldi hann og keypti aftur. Hann sat matarlaus á slcrifstofunni allan daginn til þess að geta fylgzt sjálfur með markaöinum og þegar frankinn náði 65 seldi hann endanlega. Vel gat veriö, að gengiö mundi hækka svo- lítið enn, og það geröi þaö sannar lega, og komst um stund upp í 60, .en hann haföi gert allt, sem nauösynlegt var, og töluvert meira. Þess gerðist ekki þörf aö reikna út ágóöann. Hann vissi þegar, hver hann var. Hann hafði ákafur talið hvem skilding, sem hvert stig þýddi fyrir hann. Hann kallaði til hraðritara deildarinnar, og byrjaði hiö formlega bréf bankans til Saund ers til aö segja honum um gang viöskiptanna. Kæri herra! Samkvæmt fyrirmælum þeim, sem vér fengum simleiðis frá yður f dag kl. 9.45 f.h. og 4.51 e.h., höf um vér.... Og þannig hélt bréfið áfram aö skýra frá viðskiptunum. Þaö var þurrlegt og formlegt. Bankabréf eru venjulega þurrleg og formleg. Jafn vel þótt i þéim felist svolitiö hrós. Þetta skýrði frá þvi málalenginga laust, hvernig herra Saunders haföi upphafi keypt rúmlega fjörutiu og fimm þúsund franka fyrir fjögur þúsund pundin sem hann fékk til ráðstöfunar hjá bankanum meö því að leggja fram fjögur hundruð, hvemig sú upphæö hafði verið seld, þegar gengið var 95, og þá höföu fengizt næstum fimm þúsund pund (næstum þúsund punda gróði), sið an hafði verið keypt aftur og selt, unz rúmlega þrjár milljónir franka voru seldar fyrir fimmtíu og eitt búsund pund . Það varfyrirhyggja Marbles, sem hafðj grætt þetta fé fyrir herra Saunders. Þegar Marble hafði lok- ið við bréfiö fór hann af skrifstof- unni. Hann hafði engu komiö í verk þann daginn, og hann hefði ekki getaö það, jafnvel þótt. hann hefði reynt. Haim var of örmagna, vegna hins mikla tilfinningaálags, sem á honum hafði hvílt allan tím ann. I-Iann gekk rólega yfir i skrif stofu herra Saunders. Fólkið á götunni veitti honum enga athygli. Það gerði sér enginn ljóst, að þessi ósnyrtilegi maður í bláu fötunum var auömaður — mað ur( sem átti meira en tiu þúsund pund — ef hann gæti reitt sig á að Saunders stæði viö skuldbinding ar sínar. Það veitti honum enginn minnstu athygli. Marble þótti það ekki verra. Fólk hafði sömuleiðis ekki tekiö eftir honum, meðan hann var aðeins moröingi. Saunders var i skrifstofu sinni að líta yfir niðurstöðutölur frá veð- reiðum dagsins. þegar annar af tveimur starfsmönnum hans visaði herra Marblé inn. „Hal!ó“ sagði liann og leit upp „svo þú hefur grætt svolitið?" Herra Marble settist þreytulega í stólinn, sem honum var boðinn og þáöi vivfdlinginn. sem Saunders rétti honum. „Hvað fékkstu? Sex á mótj ein- um?“ spurði Saunders. Hann var hálfpartinn að gera að gamni sínu, og hálfpartinn að spyrja í alvöru. Hann var búinn að gera upp viö sjálfan sig, að þaö sem herra Marble sagöi daginn áður um þrjú þúsund prósent gróða hefði aðeins verið tálbeita. Það lá í augum uppi, aö herra Marble hafði tekið ein- hverja áhættu og honum haföi heppnazt vel, svo að herra Saund- ers var ánægður yfir að fá pen- ingana sína aftur, jafnvel þótt eng inn gróði fylgdi, og það yrði ekki erfitt að fá hann til að standa við gefin loforö. ,,Ég veit ekki“, sagöi Marble. ,,Ég hef ekki .reiknað það nákvæm lega út ennþá. En heildarupphæðin er eitthvað um fimmtíu þúsund.“ „Hvað þá?“ stundi Saunders. "•BSæi" aUstur Ei l«r ___ og ■kðÖB*Bte0s5ál^a; blLAlEIGAN FALUR" car rental service © Baaöarársíág 3* — S£má 23033 „Fimmtiu þúsund? Eða áttu við franka?“ „Nei“, sagöi Marble svipbrigöa laust, „pund!“ „Ertu að tala í alvöru?" „Já, auðvitaö. Þú færð form- íega tilkynningu um þetta frá bank anum á morgun." Saunders mælti ekki orð frá vör um Ekkert í hinum takmarkaða oröaforöa hahs hæfði þessu augna- bliki. „Fiinmtíu þúsund pund“, sagði herra Marble, ennþá svipbrigðalaus, en nú bjó hann sig undir lokasökn ina. „Viö skulum reikna út minn hluta.“ Honum kom það á óvart. að Saunders samþykkti það mötbáru- haust. Honum hefði ekki komið á óvart, þótt hann hefði neitað aö láta af hendi grænan eyri. Hann heföi getað haldiö allri upphæö- inni, án þess að neitt hefði verið hægt að sanna á hann. En Marble var sér meövitándi um nokkur atriði í skaphöfn Saund ers. í fyrsta lagi var Saunders heið arlegur maður. í öðru lagi var hann svo frá sér numinn af því, hversu gróðinn var mikill, að hann sá engum ofsjönum yfir því, þött sá sem hafði útvegaö honum þenn- an gróða fengi sinn rétta hluta. í þriðja lagi var hann veömangari. Seljum bruna- og annað fyiiíngarefni á mfóg hagstæðö verði. Gerum tilboö í jarðvegsskiptingar og átta. flutninga. ÞUNGAFLUTNINGAR h/f . Sími 34633 * BósthúK OSV/U.DUR DANÍEL Brautarholti 18 Simi 15585 SKILTI fl£ AMJGLYSBHG&R BtLAADGLVSINGAR ENDURSKINSSTAFTR & BÍLNÚMER UTANHÚSS AWM.VSINGAR ftar 304 35 Tökum að okfcar hvers konar mofestur og sprengfviœiu I húsgrussum og ræs- um. Leigjum 'it loftpressur og vfbra- 'leða. — Vélaleiga Stemdórs Sighvats- sonai, Álfabrekku við Soðuriands- braut, sfmi 30435. 7EKUR AUS KONAR-KLfEÐNÍNGAS fuót og vönduð vinna ÚRVAL AF AKUEDUM UlWAVEOM-SlMIIító H1IMASMIS3SU BÖLSTRUN Svefnbekkir ; úrvaii á verkstæðisverSi WILTON TEPPIN SEM ENDAST OG ENDAST EINSTÆÐ ÞJÖNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. OG GERIBINDANDIVERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU! NÝ MYNSTUR, PANTIÐ TÍMANLEGA. TEK MÁL Daiiíel Kjartaussoii . Sími 31283 Fáið ykkur báðir spjöt.'Viö munum Heyrið þið, vein. Marta. Þessa leið, hana til kristalshellisins. þarfnast vopna, þegar við finnum stwlk- fijótt ' una. Eins og ég héit, þeir hafa farið með Sparið peningana Gerið sjálf við bíiúxn Fagmaður aöstoðar. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Síml 42530. Hheinn bill. — Fallegur bill Þvottur, bónun, ryksogun. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Simi 42530. Rafgeymaþjónusta Rafgeymar í alla bila. NÝJA BÍLAÞJÖNUSTAN Sími 42530. Varahlutix i bilinn Platinur. kerti, háspennu- kefli, ljósasamlokur, perur, frostlögur, bremsuvökvi, olíur o. fl. o. fl. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Hafnarbraut 17. Sjnsi 42530.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.