Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 18.03.1969, Blaðsíða 16
k*i feH :1 Þriðjudagur 18. marz 1969. - Munið^ ^Múlukalfi nýja Sími grillið 37737 BOLHOLTt 6 SlMI 82143 INNRÉTTINGAR. SlDUMÚLA 14 - SIMJ 35646 Gerir alla ánægða Fyrsta gufuafl- Sá Hveragerbi fyrir rafmagni um tima "1 Bygging gufuaflstöðvar Lax- árvirkjunar í Bjamarflagi í lývatnssveit hefur hlotið verð- kuldaða athygli, enda hefur ðtt sem mikil nýmæli væri arna á ferðinni. Þess misskiln- mgs hefur þð gætt í skrifum um essa gufuaflstöð, að hún sé sú vrsta, sem r 'st hefur verið á ilandi. Fyrsta gufuaflstöðin á Islandi var reist 1946 að Reykja- koti í Öifusi rétt viff Mennta- skólaselið. Það var Rafmagnseftirlit ríkisins eins og Orkumálastofnunin hét þá (i millitíðinni hét stofnunin raunar Raforkumálaskrifstofa ríkisins), sem lét reisa þessa gufuaflstöð í tilraunaskyni og sá dr. Gunnar bls. 10. Loðnan hrannast upp í útvegsbæjunum, aliar þrær fullar og ioðna út um öll tún. Hjónin i Táp og fjör Þetta eru þau hjónin Steirtdór Hjörleifsson, fyrrv. forstöðu- maður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins og kona hans, Margrét Ólafsdóttir, sem er ný- komin af norrænu leikaravik- unni í Kaupmannahöfn, í hlut- verkum Lása Tangó og Jönu í Táp og fjör eftir Jónas Árnason, en sýningar á því og Koppa- logninu eru nú að hefjast að nýju í Iðnó. Þessir tveir einþátt- Iðnó í fyrra við ágæta aðsókn, og auk þess 19 sinnum úti á landi. Hafa þættimir vakiö mikla athyglj erlendis, Táp og fjör verið þýtt á sænsku, og veröur flutt í sænska útvarpinu í vor, og leikhús í Dublin hefur í hyggju að sýna Koppalogniö á Listahátíöinn] þar í borg i haust. Fyrsta sýningin í Iðnó verður annað kvöld, en sýning- ar verða aðeins fimm. Bráðabirgðaviðgerð hefur veríí gerð á vegum Fært stórum bilum allt til Raufarhafnar VEGIR eru illa farnir eftir flóðin og þess ekki að vænta að þeir 'komist fyllilega í lag fyrr en f vor. Bráðabirgðaviðgerð hefur nú farið fram á flestum stöðum. Er því fært núna um Suðurlands- undirlendið, frá Reykjavík allt norð- ur til Raufarhafnar um Akureyri og Húsavík, en aðeins stórum bíl- um. Þá er fært um Hvalfjörð og Borgarfjörð nema að þar eru ýmsir útvegir aöeins jeppafærir. Sömu- leiðis eru aðalleiðirnar til Ólafs- víkur, Stykkishólms og Grundar- fjarðar færar. í dag verður byrjað á að laga Skógarstrandarveg, sem lokaðist vegna skriðufalla. Fljóts- dalshéra'ð er fært og suðurfirðirnir fyrir austan og nokkrir vegir á Vestfjöðum. SUN skrifar VISI: Engin máluferíi - engiutt rekirn! Einn af ritstiórum dagblaðs- ins SUN í London hefur skrifað Vísi vegna fréttar okkar á dög- unum um að SUN-menn hefðu fengið ávítur Press Council og einn blaöamannanna, sem stóðu fyrir berserksganginum á Kefla- víkurflugvelli hafj verið látinn víkja úr starfi. Segir A J. Bor- am ritstjóri blaðsins að engum hafi verið vísað úr starfi vegna þessa og að sér sé ókunnugt um nokkrar eftir- verkanir eftir Harry Eddom- málið. Hins vegar viðurkennir rit- stjórinn að Lord Frane- is Williams hafi gagnrýnt blaða- menn blaðsins mjög fyrir fram komuna í máli þessu, — en upplýsingar hans hafi veri rangar og hafi hann birt lei réttingu í blað sínu. Á bls. 9 rifja nokkrir frétta- menn upp endurminningar úf slagnum á Keflavíkurflugvelli í stuttu máli i þættinum Vísir spyr. - s I i Loðna fyrír 300 milljónir króna Aflinn á einum mánuði frá lausn verkfallsins — Utlit fyrir metafla á loðnuvertið ÚtflutningsVerðmæti loðnu- aflans, sem komið hefur á land síðan veiðarnar hófust fyrir einum mánuði, er nú orðið röskar 300 milljónir samkvæmt mjög laúslegri á- ætlun. Á laugardaginn voru 123 þúsund tonn komin á land af loðnu og eru naumast dæmi um aðra eins landburði í manna minnum. Bátamir hafa komið inn drekkhlaðnir dag eftir dag og stundum tvisvar á sólarhring. - Allt bendir til þess að loðnuveið- in eigi enn eftir að standa nokkurn tíma, jafnvel fram á sumar. En þá er jafnvel reikn að með að hægt verði að veiða loðnu fyrir Norðurlandi og hleypa þar með nýju iífi í gömiu síidarbæina. Sjórinn morar af loðnu allt austan frá Hvalbak og vestur fyrir Stafnnes og skipin hafa siglt með hana allt austur á Norðfjörð og vestur á Bolunga- vík og á flestar hafnir þar á milli. Verðmæti loönuaflans upp úr sjó eða þaö sem kemur í hlut útgerðarinnar og sjómanna er rúmlega 77 milljónir króna, en hásetahluturinn á efstu skipun- upi er kominn yfir 80 þúsund á þéssum mánuði, en meðalhlutur er líklega á að gizka einhvers staðar í kringum 50 þúsund krónur. Þess veröur að geta, þegar þessar háu tölur eru nefndar aö bær veröa að brúa stærra bil en einn mánuö, þar sem skipin hafa flest lítinn sem engan afla fengiö síðan í haust. Mestum hluta aflans hefur verið iandað í Vestmannaeyjum. Þar eru nú 39.965 lestir samkvæmt upplýsingum Fiskifélagsins og er talan miðuð við laugardag. Til Reykjavíkur hafa komið 19.860 lestir, til Kefiavíkur 13,358 lestir til Hafnarfjarðar 11.611 lestir og til Akraness 9.825 Iestir. Loðnan hefur bók- staflega reist við atvinnulífið á flestum stöðum og á mestan þátt í því að atvinnuleysið er nú hverfandi hér suð-vestanlands. Aflahæstu skipin það sem af er loðnuvertíðinni eru Gísli Árni, ,skip þess fræga aflakóngs, Egg- erts Gísiasonar og Gígja, en skipstjóri á Gígju er Ámi Gisla- son bróðir Eggerts. Veiði var talsverð fyrripartinn í gær og var loðnu landað alls staðar á Faxaflóahöfnum. 1860 tonn komu til Reykjavikur af 10 bátum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.