Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 12

Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 12
72 V í S IR . Þriðjudagur 8. apríl 1969. EFTIR C. S. FORESTER I ailri sjA-ifsvorkanninni rann upp fyrir honum, að hann fékk ósköp lítið í staðinn fyrir allt það sem hann lét frá sér. • Þegar hann gat kennt. aðstæðunum imi það var honum nokkurn veginn sama, en svo komu þær stundir, er viskíið linaði ekki bitiö eins og þaö hefði átt að gera, þegar það rann upp fyrir honum, aö þetta væri allt saman honurn sjálfum að kenna. Þeir tímar komu, er hann gat ekki séð sjálfan sig sem sigri hrós andi afbrotamann, sem lagöi að baki allar hindranir. í stað þess sá hann sjálfan sig stundum í réttu Ijósi, eins og afkróaða rottu, sem berst af hugrekki gegn þeim örlögum, sem munu öhjákvæmilega ná yfirhöndinni fyrr eöa síðar. Þegar þessi svörtu augnablik komu yfir hann, greip hann glasið í fiýti og svolgraði úr þvi. Guði sé lof, að alltaf var hægt að fá viski fyrir peningana — og Marguerite Collins. TÍUNDI KAFLI Madame Collins var i meira lagi glúrin í baktjaldamakki, nú þegar hún hafði öölazt reynslu. 'Enginn i útborgunum, ekki eiiiu sinni mjólkursendillinn, hefur jafn- mikil tækifæri til að slúðra eins og saumakonan. Eftir aö kjóllinn hefur verið mát- aður og samræðumar farnar að snúast um annað en fatnaö kemur alltaf sá timi, er byrjað er að ræða um þau mál, sem efst eru á baugi i hverfinu. Sumar töluöu aðeins um málefni safnaöarins, og við þær varð frú Collins að vera varkár, en flestar voru óófúsar að rabba um nágrannana, einkum ef viömæl- andinn var þægilegur, og þá Icven- kyns. Frú Collins hafói frétt allt um hinn nýfengna auð herra Marbles, næstum um leið og hann kom til sögunnar. Hún haföi skrifaó allt um málið bak við eyraö, rikir menn voru alltaf hugstæöir kunn- ingjar, sérstaklega fyrir lifsþreytta konu, búandi { útborg, hafandi lít- ið fé milli handanna, eftir ýmiss konar reynslu, sem hún hafði orð- ið fyrir á unglingsárum heima i héraöi, hernumdu af enskum liðs- sveitum. Hinn sögulegi fundur hennar og herra Marbles, daginn, sem hús- gögnin komu. var ekki skipulagð- Ödýrustu sjálfvirleu þvottuvélarnar SKÓLAVÖRÐ’JSTÍG U. SÍMARj I372SOQ 15054 aJiSfc®' • -fibifreið i u“uust ’{cllut íet á sóiarhrfflE___^ ^ sfbenduffl - 500.00 ^urfitS aðeins a5 hr'fflgla> BÍUU.EIBAN RU.UR" car rental service © Rauðarárstíg 33. — Sími 23023 ur nema að litlu leyti. Frú Collins haföi verið að ganga eftir Malcolm Road í fuilkomlega löglegum erinda gjörðum, þegar hún hafði séö stóru, gylltu húsgögnin borin inn, og henni hafði fundizt til um það. Þau hlutu að hafa kostað heil- míkla peninga, þótt þau væru hryllilega ósmekkleg, og þegar hún hafði séð herra Marble i eigin pers- ónu, bindisnæluna, úrið, sígarettu- veskið, vel sniðnu fötin og allt, tók hún þegar i stað ákvörðun. Mikiö af þvi, sem hún hafði heyrt um peningana hans hlaut að vera sannleikur. Og eftir þaö var heims- ins auðveldasti hlutur að korna sér i kunningsskap viö hann. Og eftir viku vissi frú Collins allt, sern markvert gat talizt um Marble heimilið, að undanteknu því, sem fyrir henni var ómerkilegt aukaatriði og hafði gerzt fyrir tuttugu mánuðum í borðstofu Marble fjölskyldunnar. Nágrann- arnir höfðu þegar látið að þvi liggja, að ekki væri alit í sem beztu lagi milli herra Marbles og konu hans, og það var allt og sumt, sem frú Collins vildi vita. Ríkur maður, sem fjarlægzt hef- ur konu sina og hún nógu einföld til að hægt væri að plata hana auöveldlega, og býr þægilega ná- lægt, var fyrir frú Collins öll sú tilbreytni og peningar, sem snautt iif hennar gat óskaö — sér- staklega þar sem hann var aug- Ijósiega auli i viöskiptum við kon- ur, og haföi ekki átt peninga nógu lengi tr! að þeir gætu spillt hon- um. Marguerite Coilins haföi fært frú Marble gjafir á • silfurdiski. Hún hafði boðið fram vináttu sina, sem hin einmana kona hafði verið á- köf i að þiggja. Hún hafði boöiö henni i litla húsið sitt i .næstu götu, og þar hafði hún kynnt frú Marble fyrir manni sínum, sem sýndi bezt, að hún var fullkomlega virðingarverö gift kona. Annie ! Marble líkaði ekki, hvers lags ónytj ! ungur Collins var. Collins var nefnilega daufur og J misheppnaöur maður. Á honum hvildi sú bölvun að ha-fa sérstakan næmleika fyrir tónlist, en skorta gjörsamlega sköpunargáfu. Allt líf sitt að undanteknu heilmiklu hléi í Frakklandi á siðasta ári stríðsins, meðan hjúskapur hans og Marguer- ite hafði verið í bígerð, hafði hann lifað á því að stilla píanó. Hann var mjög fær við að stilla pianó, og i miklu áliti hjá fyrirtækinu, sem hann vann hjá. í þvi var harmleikurinn fólginn. Því að hinn fullkomni pianóstillandi má aldrei leika á pianó. Ef hann gerir það, missir hann gildi sitt sem stillandi. Eyra hans missir þá nauð- synlegu hárnákvæmni, sem gerir hann fullkominn pianóstillanda. Og Coliins, sem þyrsti í tónlist, var öskaplega snortinn af tönlist, eyddi lifi sinu i píanóverksmiðju viö að stilla píanó. Ekki var að undra, þótt Marguerite Collins fyndist líf- ið snautt. Collins tök komu Marblehjón- anna i lífi konu sinnar með þvi á- hugaleysi, sem hann sýndi öllu. Hann talaði af þreytulegri kurteisi við herra Marble i þau tvö skipti, sem sá siðarnefndi hafði fylgt Annie þangaö. En sennilega vissi hann ekki, hvað þau hétu. Eftir öll þessi ár í hjónabandi liafði hann hæLt að hafa áhuga á því, sem kona hans tók sér fyrir hendur. Marguerite, rauöhærð, brúueygð, öskaplega ástriðufull og meö upp- runalegan sveitakraft sínn að leið- arljósi, var hreint ekki konan fyrir hann. Og þegar hér var komið, vissu þau það bæði. Marguerite meöhöndlaði hið nýja herfang sitt liprum höndum — ekki svo að skilja, að mikillar lipuröar þyrfti við, með tilliti til þess, að heitasta ösk herra Marble þessa stundina var aö vera fangi hennar, aö þvi tilskildu, að enginn annar vissi þaö. Stundum glömpuöu heit, brún augu hennar þannig, að herra Marble gat gefið ímyndunaraflínu lausan tauminn. GÖLFTEPPALAGNIR GÓLFTEPPAHREINSUN HÚSGAGNAHREINSUN Söluumboð fyrirí VEFARANN ÍEPPAHREINSUNIÞ UOLHOLTI t Slmors 35607 4123» 34005 PEK;-tAPS 5HEÍS A STKONö- WIU.EP LAPV WHO IS A LITTLE OF 60TH! Verið þið sæl, guð veri með ykkur. Vertu sæl og gangi þér vel, Twilla. Er hún brjáiuð, gömul norn... eða ... eöa dýrlingur?... ef til vill er hún kona, sem fer sinu fram og felur i sér hvort tvcggja. Hlustið. Mannætur.. ur... og fleiri til hliðar rnðu ekki allir eftir til aö horfa á Twillu. rétt á eftir okk- göngunum. Þeir Sporið peningana Gerið sjálf við bilinn Fagmaður aöstoðar. NÝJA BfLAÞJÓNUSTAN Simi 42530. Hreinu bíli. — FaUegur biU Þvottur, bónun, ryksugun. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Sími 42530. Rafgeymaþjónusta Rafgeymar í aUa bila. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Simi 42530. Varaliluti- i bilitin Platinur. kerti, Iiáspennu- kefli, Ijösasamlokur, perur, frostlögur, bremsuvökvi, olíur o. fl. o. fl. NÝJA BlLAÞJÓNUSTAN Hafnarbraut 17. Simi 42530.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.