Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 9
V í S IR . Þriðjudagur 8. apríl 1969. 9 K &S8S Rætt við dr. Þorleif Einarsson um hugsanlega koparvinnslu á Islandi og fleiri ókannaða möguleika i vinnslu hagnýtra jarðefna B ísland er fátækt land af náttúruauöæfum, ef frá eru tal- in ein auðugustu fiskimið heims umhverfis landiö og nær ótakmörkuð óbeizluö orka í fallvötnum landsins og á jarðhita- svæðunum. Þessi staðhæfing um fátækt landsins í öllum hag- nýtum jarðefnum hefur veriö svo margendurtekin á um- liðnum árum, aö fæstum kemur til hugar að efast um sann- leiksgildi hennar. Til allrar hamingju eru þó ekki allir jafn sannfærðir um réttmæti þessarar kenningar, enda er nú svo komið að skyndilega er fariö aö tala í fullri alvöru um hugs- anlega koparvinnslu við Lónsfjörð, en sérsjóöur Sameinuðu þjóðanna hefur veitt 17 þúsund dollara styrk til könnunar á svæðinu, þar sem vinnslan kemur til álita. Tilfellið er, aö viö vitum ákaflega lítið um hagnýt jaröefni á íslandi, hvort þau eru til eöa ekki, segir dr. Þorleifur Einarsson, jaröfræöingur. Ein meginástæöa þess er sú staðreynd, aö menn hafa vantrú á landinu, — aö þaö gefi af sér hagnýt jarðefni, sem hefur orðiö til þess, aö ekki hefur verið lagt út í rannsóknir á hag- nýtum efnum eða a.m.k. minna en vera ætti. Vanþekkingin grundvallast á vantrúnni. \/'ísir leitaði til Þorleifs vegna frétta um hugsanlega kopar vinnslu austur í Lóni til að for- vitnast nánar um það mál og hvort ekki væri ýmislegt annað í náttúru landsins, sem væri þess virði að kanna nánar, en Þorleifur vann að frumkönnun fyrir nokkrum árum á koparn- um. Það er ekki vert að gera of mikið úr þessari könnun minni, segir Þorleifur, en forsaga þessa máls er sú, að Tómas Tryggva- son jaröfræðingur vann um ára- bil að hagnýtum rannsóknum á jarðfræði landsins. Þegar hann féll frá 1965 fannst okkur jarö- fræðingunum, sem vorum í iðn- aöardeild Atvinnudeildar Há- skólans, en eigum nú hvergi heima, að rétt væri aö halda áfram að huga að þessum mál- um. Tómas haföi gert frumkönn un á þessu svæði, sem aldrei var lokið við ásamt þeim Guð- mundi Kjartanssyni og dr. Gunn ari Böðvarssyni. Eftir að ég dvaldi í Alaska árið 1965 og sá hvernig>þeir báru sig að þar við málmleit, hvemig hægt var að gera ýmsa hluti þar, sem virtust ákaflega flóknir hér, vaknaði áhugi minn á þessu máli. Okkur datt í hug í framhaldi af þessu, að Svínhólanáman við Svínhóla í Lóni, eins og þetta svæði er kallað, væri rannsókn- arefni, þó að engin niðurstaða hefði legið eftir frumkönnun þeirra félaga. Við Haraldur Sig- urðsson bmgðum okkur því austur í vikutíma, eftir aö vera búnir að berjast fyrir því í tvö ár að fá fé til fararinnar, en hún mun hafa kostað 15—20 000 kr. Viö litum þarna á stað- hætti, tókum sýnishom úr málmæðum, en þá er nær allt talið, sem gert hefur verið til að rannsaka þetta svæði. Hvernig stóð á því að frum- könnun þeirra Tómasar var aldrei lokið? ^rið 1952, þegar þeir voru þama á ferðinni var verð- gildi kopars allt annað en nú er. Hann hefur hækkað geysi- lega í verði síðan og kopar- vinnsla því ekki eins fýsileg þarna og nú. Þessi sýnishorn sem við tókum sýna, að töluvert magn er af kopar í málmæðun- um, sem þama eru, eða um þrisvar sinnum meira magn í sýnishomunum en það sem lægst er talið borga sig að vinna í mjög stórum, opnum námum. Koparmagnið i sýn- ishornunum er um 1,5%, — en nú er taliö borga sig að vinna það niöur í 0,5%. 1952 horfði þetta allt öðruvísi við. Það er víðar vottur á þessu svæði og raunar fleiri svæðum af málmum eins og t. d. eikís, brennisteinskís, blýglans og zinkblendi, svo.dæmi séu nefnd. Dr. Þorleifur með sýnishorn af tveimur jarðefnum, sem gætu orðið grundvöllur að iðnaði. í vinstri hendi koparríkt berg- sýnishorn, en í þeirri hægri setkúla, eins og þær, sem finn- ast á hafsbotni með ýmsum málmum, fosfór og kaiki. rannsaka þarf. Olíumöguleikar á landgrunnssvæðinu verða ein hvern tíma rannsakaðir og von andj margt annað. Er búiö að afskrifa perlustein inn? Það er þegar vitað, að tölu- vert er af perlusteini 1 landinu t. d. í Loðmundarfirði og Presta hnúk. Það er sömuleiðis löngu vitað, að þetta er afbragðs hrá- efni og þaö er einnig vitað, að það er einkum vegna afbragðs- lélegrar sölumennsku og ann- arra furöulegheita, að hann er ekki þegar kominn á markað. I áframhaldi af perlusteinin- um mætti minnast á, aö Island er eldgosaland meö feikn af vikri. Viö höfum notað vikur- inn í einangrun, en ekki einu sinni á íslandi er hann sam- keppnisfær við plast sem ein- angrunarefni. Það má hins veg- ar gera ljósan vikur að mark- aðshæfu efni meö því að þurrka hann og mala í ákveöna korna- stærð. Hann er notaður í miklu magni í alls kyns slípiefni, sáp- ur og fægilög og einnig sem fyiliefni í plastvörur, gúmmí og þó einkum sem fylliefni í máln ingu. Nú eru Sikiley og Kali- fornía einráð á markaði með þessa framleiðslu, en ættum við ekkj að reyna að komast inn á markað? Gjall og hraunmöl væri einn- ig hugsaniegt að flytja út ef farmgjöld væru skapleg. Þessi efni eru t. d. notuð í hleðslu- steina og hraunsteypu eins og þau hafa verið notuð hér. Er eitthvað fleira úr íslenzk- um jarömyndunum, sem nota mætti t. d. í byggingariðnaöin- um? Tú. mér dettur t. d. í hug, að " íslenzkir arkitektar og byggingarmeistarar virðast alls ekki gera sér það ljóst, að til VANÞEKKINGIN GRUNDVALL- AST Á VANTRÚNNI Á LANDINU — Þá má nefna til fróðleiks að Bjöm Kristjánsson alþingismað- ur fann vott af gulli að Þvottá í Álftafirði. Aftur á móti fund- um við ekki silfur á svæðinu, en að sjálfsögðu gæti það hæg- lega leynzt þarna, þvi silfur er venjulega í félagsskap með þessum málmum. Gefur þessi könnun þá ekki ástæðu til að halda að kopar- vinnsla á þessu svæði sé mjög álitleg? Við vitum ekki hversu mikið er af koparríku bergi. Berg- grunnurinn er nærri allur hul- inn af jökulruðningi, ársetri og öðrum lausum jarðlögum. Viö vitum lítið um yfirborðsút- breiöslu þessa bergs og ekkert um dýpt bergsins. Til þess að kanna þetta verður að bora á svæðinu. Það sem við sáum var Títan og járnvinnsla úr íslenzku söndunum. Koparvinnsla og e.t.v. vinnsla fleiri málma í Svínhólanámunni. Afbragðsléleg sölumennska með perlusteininn. Nóg berg á íslandi til skreytinga bygginga. Hvíti vikurinn góð út- flutningsvara, ef til vill gjall og hraun einnig. — Þetta og ýmislegt annað kemur fram í við- talinu. um 100 metra málmæðarrák, sem er nokkrir metrar á breidd. Rúmum tveimur km frá henni kémur svipað berg upp á yfir- borðið. Þó er óvíst hvort nokk- ur tengsl séu þarna á milli. Ef það reynist rétt, að æðarnar nái saman og dýpt bergsins sé veru leg, gæti þarna verið verulegt magn af kopár á ferðinni. Er hægt að afskrifa svæðiö ef ekki finnast tengsl milli þess- ara æða? Tjaö er erfitt aö fullyrða það. ” Það er til anzi gott dæmi um landssvæði, sem var taliö vonlaust. Þetta er nýfundin kop amáma í Panama. Þetta svæði haföi verið rannsakað allmikið og höfðu ýmis námufyrirtæki m. a. leitað á svæöinu án ár- angurs. Við rannsókn, sem sér- sjóður Sameinuðu þjóðanna stóð að fannst þó þarna all- mikið magn af málmi og var vinnsla hafin þar sl. haust. Af hverju er Lónssvæðið sér- staklega athugunarvert? Á þessu svæði hafa ár og jöklar rofið dýpra ofan í berg- grunninn en annars staðar hér- lendis, svo sem sjá má af því, að bar er berg í fjöllum, sem storknaði í eina tíð djúpt í jörðu, t. d. gabbró og granít en einmitt í sambandi við storkn- un djúpbergsins setjast málm- arnir til í berginu umhverfis það úr vessum, sem djúpbergs- innskotin gáfu frá sér. Þessi staðreynd gerir það að verkum að flestir jarðfræðingar myndu sennilega fyrst fara á þetta svæði til málmleitar, þó að þeir væru að öðru leyti alls ókunn- ugir hér á iandi. Nú erum við íslendingar bún- ir að tryggja okkur réttindi yfir sjávarbotninum umhverfis land- ið. Hvað gætum við fundiö þar? Tjað getur verið svo margt. Það má nefna, að víða á sjávarbotninum einkum á land- grunninu finnast setkúlur, sem innihalda fosfór í vinnanlegu magni. Svona setkúlur eru skrap aðar upp, Þetta er gert t. d. við Kaliforníu og Flórída, en hérna er þetta algjörlega órannsakað. Slíkar setkúlur finnast í Tjör- neslögunum. Þar er fosfórmagn ið að vísu ekki mikið, en í þeim er einnig kalk, svo hugsanlega mætti mala kúlurnar og nota þær til áburðar t. d. á kalsvæð unum. Á djúpsjávarbotninum finnast smærri setkúlur, sem innihalda ýmsa málma eins og t. d. mang- an, nikkel, kopar, silfur og ýmsa aðra málma. Helzt er að Ieita aö þessum málmum suð- ur af landinu, en hafsbotninn noröur af landinu er hulinn af hafísborinni bergmylsnu sem fellur til botns. þegar hafísinn bráðnar. Þetta er eitt af mörgu, sem er fast berg á íslandi, svo sem sjá má á því, að margar stór- byggingar eru þaktar í hólf og gólf með erlendu bergi, t. d. marmara og graníti. Þetta er tóm gjaldeyrissóun. Hér er til nóg af fallegum bergtegundum til aö þekja með í byggingum, t. d. gabbró og granófýr í ýms um afbrigðum og grágrýti til innanhúsnotkunar. Sumar Is- lenzku bergtegundirnar eru mun endingarbetri en þær, sem fiutt ar eru inn. Væri ekkj ástæða a. m. k. í opinberum eða hálf- opinberum stofnunum að huga betur að því. sem til er í land- inu, heldur en að kasta gjald- eyrinum á glæ. — Það er dýrt að flytja níðþungt berg til lands ins. í stuttu máli verður ekki fjall að um alla hugsanlega mögu- leika í vinnslu hagnýtra jarðefna á íslandi. T. d. hefur oft verið rætt um hugsanlega vinnslu tit- ans og jáms úr söndunum sunn an og austanlands. Geislasteina eða zeolíta væri hægt að vinna í síuefni fyrir iðnað, silfurberg fyrir ljóstækni og margt ann- aö. Það mætti lengi halda áfram að telja upp ýmsa möguleika. Það er aö mörgu að huga og skyldi aldrei fullyrt að þetta eða hitt væri ekki til í landinu nema að undangenginni rann- sókn. Það má heldur ekkj gleym ast. að þó niðurstaða ratnnsókn- 10. síða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.