Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 2
V í S IR . Þriðjudagur 8. apríl 1969. Frá skíðalandsmótinu um páskana, - þarna var sæmilegasta veður og biðröð myndaðist við skíðalyftuna. Akureyringar í forystusætinu — Unnu 4 gullverblaun af 6 i alpagreinunum VÁLYND VEÐUR herjuðu á ísafjörð og skíða- landsmótið þar um páskana. Fyrst í gærmorgun gægðist sólin fram undan skýjahjúpnum að ein- hverju gagni, — en það var um seinan, skíðafólkið og hinir fjölmörgu gestir ísfirðinga voru að hugsa til heimferðar, en ekki skíðaferðar upp til fjalla. Þannig fór veðrið illa með alpagreinamar og keppni í þeim sem fór þó fram við hin kald- ranalegu skilyrði. Akureyr- ingar voru sannarlega sigursæl- ir í þessum greinum, unnu 3 gull í svigi og stórsvigi og að auki vann Reynir Brynjólfsson alpatvíkeppnina, þ. e. fékk beztu stigaútkomu 1 svigi og stórsvigi, en í tilsvarandi keppni kvenna vann Árdís Þórð ardóttir í hnifjafnri keppni við Barböra Geirsdóttur, Akureyri, sem ógnaði nú verulega veldi Árdísar sem skíðadrottningar okkar. Þá var keppnin við þær Hrafnhildi Helgadóttur, Reykja- vik og Karólínu Guðmundsdótt- ur, Akureyri, mjög jöfn. Barbara Geirsdóttir, þessi unga Akureyrarmær vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í stór 'viginu, fékk tímann 76,60 sek. og „keyrði“ af miklu öryggi. Árdis fékk 77.27 sek. og mjög kom á óvart frammistaða ungr- ar þingeyskrar blómarósar Sig- rúnar Þórhallsdóttur, sem fékk tímann 80,42, en Karólína varð fjórða á 82,04. í svigi kvenna vann Árdís aft- ur á móti. Hún fékk lakari tíma en Barbara í fyrri umferð, 50,9 gegn 50,2 sek. en í seinni ferð- inni vora engin grið gefin, Ár- dís „keyrði“ á bezta brautar- tímanum, 47,9 sek. samanlagt 98.8 sek. Barbara á 50.7 sek. eða samanlagt 100,9 sek. Hrafn- hildur Helgadóttir úr Reykjavfk varð önnur á 110 sek. og Karó- lína fjórða á 112 sek. En víkjum að hinni hnífjöfnu keppni karlanna í stórsvigi. Árni Óðinsson, Akureyri varð þar sigurvegari á 76,74 sek., og félagi hans Reynir Brynjólfsson annar á 77 sek., eða 0,26 sek. lakari tíma, sem er sannarlega ekki stór munur, en tímataka er mjög nákvæm eins og sjá má. Tveir Húsvíkingar, Björn Haraldsson og Héðinn Stefáns- son komu í 3. og 4. sæti, jafnir með tímann 77,76 sek. og Jó- hann Vilbergsson, Reykjavík varð fimmti með 78,45 sek. I sviginu varð Reynir Brynj- ólfsson, Akureyri meistari á 112,5 sek. samanlagt. Hann hafði 3/10 úr sek. betri tíma í fyrri ferð en helzti keppinautur hans, Ámi Sigurðsson frá ísa- firði, sem heimamenn treystu mjög á að ynni gullið í þess- ari eftirsóttu grein. í seinni um- ferðinni fékk Árni tímann 58,0 en Reynir bætti sinn tíma í 56,1 sem var bezti brautartím- inn. Sigur Reynis varð því glæsi legur, tveir beztu brautartímar keppninnar, samtals 112,5 en Árni 114,7, ívar Sigmundsson, Akureyri varð þriðji með tím- ann 116,4, Guðmundur Jóhanns- son ísafirði 120,4 og Viðar Garð arsson, Akureyri með sama tíma og jafn Guömundi. Akureyringar, sem búa nú við glæsilegustu skíðamannvirki landsins í Hlíðarfjalli, virðast því notfæra sér þau eins og bezt verður á kosið. Á árum áður sóttu Siglfirðingar að venju megnið af verðlaunagrip- um mótsins í „töðugjöldum" mótsins, en nú er af sem áður var. Sigramir skiptast meira og Siglfirðingarnir unnu síður en svo meira en aðrir, en líklega verður að skipa Akureyringum í forystu skíðamanna í dag. • Mikið Iíf og fjör var f ensku knattspymunni yfir hátíð- ina. Úrslit urðu oft mjög óvænt. Hér á eftir fylgja úrslitin í 1. og 2. deild: Miðvikudagur 2. apríl 1. deild: Ungur Siglfirðingur vann skíðastökkið Skíðastökkið, svipmesta og glæsi iegasta grein skíðaíþróttarinnar er alltaf meö á landsmótum, en er því miður allt f lítið stundað bæði á æfingum og keppnum hérlendis og kemur margt til að svo er. Ungur Siglfiröingur vann sigur á skíöalandsmótinu um páskana í þessari grein, en í verðlaunasæti röðuðu Siglfirðingar sér reyndar. Haukur Jónsson átti bæði lengsta stökkiö, 33 metra stökk í síðari tilraun en 32.5 í því fyrra, og fékk 216.5 stig þegar búið var að taka stíl hans með í dæmið. Birgir Guðlaugsson stökk 31 metra og 29.5 metra og fékk 205.3 stig en Sigurjón Erlendsson stökk 31.5 metra og 29.5 metra en hlaut stigatöluna 200.5 stig. í fjóröa sæti kom Svanberg Þóröarson, Ólafs- firði. Ólafsfirðingur vann flokk 17—19 ára, hann heitir Guðmundur Ólafs- Göngugullin til Fljótamanna — en í boðgöngunni brást „stjarnan" á siðasta sprettinum Mesti göngugarpur landsins á skíðum er án efa Trausti Sveinsson Fljótamaður, en hann vann meö yf- ’rbu. ðum 15 og 30 km göngukeppni 4 skíðaiandsmótinu um páskana. Trausti hreinlega ,,flaug“ áfram miðað við aðra keppendur, og vann hann m.a. grænlenzkan gest. Peter Brandt (ekki þó son þýzka vara- kanslarans, sem er alnafnj þess "r^nlenzka). í 15 ten gekk Trausti á 53 mín 33 sek, en Kristján Rafn Guðm., ísafirði var næstur á 56. 32. Frí- mann Fljótamaður Ásmundsson var á 56. 33, munaði aðeins sek- úndu á honum og ísfirðingnum og Gunnar Guðmundsson, fyrrum ís- landsmeistari fyrir Siglufjörð og landsliðsmaður f göngu, varð að láta sér nægja 4. sætiö. í Iöngu göngunni fékk Trausti tímann 119 mín 34 sek, Brandt 125 mín og 10 sek, Gunnar 126 mín '3 sek og Kristján 126 mín 34 sek. í Nú skyldu menn ætla að Fljóta- menn væru sigurstranglegir í 4x10 km göngunni, — en svo bregðast krosstré sem önnur tré, Trausta Sveinssyni mistókst í síðasta sprett inum, — Fljótamenn höfðu 6 mín. yfir eftir 2 fyrstu sprettina og m->- 10. síða. son og fékk 191,3 stig, stökk lengst 27,5 metra, en Grænlendingurinn Kurt Titusen var með í þessum flokki, sem gestur, stökk lengst 30 metra og fékk 214 stig. Manch. United — W.B.A. 2 1 Tottenham — Newcastle 1 1 2. dcild: Fullham — Derby 0 1 Föstudagur 4. apríl 1. deild: Chelsea — Newcastle 1 1 Ipwich — Sunderland 1 0 Manch. City — Leicester City 2 0 Queens Park — Leeds 0 1 Tottenham — Coventry 2 0 2. deild: Charlton — Cardiff 4 1 Crystal — Middlesbrough 0 0 Milwall — Aston Villa 0 1 Oxford — Blackburn Rovers 2 1 Laugardagur 5. apríl 1. desld: Chelsea — Burnley 2 3 Leeds — Manchester City 1 0 Liverpool — Wolverhampton 1 0 Manch. Unit. — Nottingham 3 1 Sheffield Wed. — West Ham 1 1 Southampton — Queens Park 3 2 Stoke City — Ipswich 2 1 Sunderland — Arsenal 0 0 West Bromwich — Everton 1 1 2. deild: Birmingham Carlisle 3 0 Blackburn Rovers — Fulham 2 2 Blackpool — Sheffield Unit. 1 1 Bury — Huddersfield 1 1 Charlton — Middlesbrough 2 0 Crystal — Portsmouth 3 1 Derby — Bolton 5 1 Hull — Millwall 2 0 Norwich — Preston North E. 1 1 Oxford — Aston Villa 1 0 Mánudagur 7. apríl Úrslit í gær urðu þessi: 1. deild: Arsenal—Wolves 3 1 Sheff. Wed.—Notth. Forest 0 1 Southampton—Bumley 5 1 Stoke City—Liverpool 0 0 Sunderland—Q.P.R. 0 0 West Brom.—Tottenham 4 3 2. deild: Birmingham - Charlton 0 0 Blackburn — Portsmouth 3 1 Blackpool—Bristol 1 0 Bolton—Bristol 1 0 Cardiff — Burly 2 0 Derby—Sheffield 1 0 Hull—Fulham 4 0 Norwich — Huddersfield 1 0 Birgir vann tvíkeppnina • Nafn Birgis Guðlaugssonar frá Siglufirði er fyrir löngu vel þekkt í norrænni tvíkeppni á skíðalands- mótum, en keppnin er fólgin í að fá sem flest möguleg stig saman- lagt í tveim greinum, skíðastökki og 15 km göngu. Birgir vann ör- uggan sigur eins og við mátti búast, hann hlaut 492.10 stig en Bjömþór Ólafsson, Ólafsfirði, varð annar með 474.36 stig, Sigurjón Erlends son ‘Jiglofirði var í 3. sæti með 452.50 stig. Staðan í deildunum er nú þann- ig að Leeds er efst með 58 stig, Liverpool með 54, Arsenal 51, öll eftir 36 leiki, — eiga 6 leiki eftir, Everton er í fjórða sæti með 47 stig en 34 leiki. Queens Park Rang- ers eru þegar fallnir í 2. deild með aðeins 16 stig eftir 40 leiki, Leicest er er í hættu ásamt Coventry, — Leicester er með 22 stig f 33 leikj- um en Coventry 26 stig í 37 leikj- um. í 2. deild er De’rby efst með 57 stig og vantar aðeins 2 stig til að tryggja sér sigurinn, Crystal Pal- ace er með 50 st»g og Middlesbor- ough 48, Cardiff og Charlton 47 stig. (H) GÓLFTEPPI (IR ÍSLENZKRI ULL Verð kr. 545.— fermetrinn af rúllunni. HUSGAGNAAKLÆÐI Mikið úrval aitima Kjörgarði, Sími 22209.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.