Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 7
V I S IR . Þriðjudagur 8. apríl 1969. Rogers hefur boðað nýjar til- lögur Bandarikjastjórnar til lausnar styrjöldinni í Víetnam • Rogers utanríkisráóherra Bandaríkjanna skýrði frétta- mönnum í Washington frá því í gær að stjóm Bandaríkjanna gerði sér vonir um, að ná sam- komulagi við Norður-Víetnam um nokkurn, gagnkvæman brott flutning heríiðs frá Suður-Víet- nam á þessu ári. Hann kvað Bandaríkjastjórn hafa reiöubún- ar heiðaríegar og sanngjarnar til lögur til friðsamlegra lykta styrj aldarinnar í Víetnam, en gerði ekki nánari grein fyrir þeim. Rogers tók fram, að um gagn- kvæmt samkomulag yrði að verða að ræða. Hussein ræðir við U Thant og Nixon jONDON: Hussein Jórdaníukon- ángur er í Bandaríkjunum til við- ræðna við U Thant frkvstj. Sam- ?inuðu þjóðanna og Nixon forseta. Hussein konungur sagði í gær, að ef samkomulag næöist ekki bráð lega í deilum ísraels og Arabaríkj- anna, myndi færast nær hættan á viötækari átökum, ef til vill meö srlendri íhlutun. Konungur kvaöst gera sér vonir um samkomulag Fjórveldanna, sem yrði til þess að deilurnar leystust. □ í ísrael er hafin barátta um land a-llt fyrir að menn skrifi sig á lista fyrir 100 milljón dollara láni, til greiðslu yt kostnaðar vegna kaupa á Phantom-herþotum í Bandaríkjunum. □ Herdömstóll í Nablus hefur dæmt 6 E1 Fatah skæruliða i ævilangt fangelsi, en þeir börðust ■j'O ísraelska hermenn þar í bæn- utn i október í fyrra. Sex Arabar féllu í bardaganum. □ Franska stjórnin sakar brezku stjórnina um að reyna að ein- angra Frakkland frá hinum sam- markaöslöndunum (EBE). Orðrómur hefur veriö á kreiki um, að Nixon forseti hefði fyrir- skipað, að flytja burt 200.000 banda ríska hermenn frá Víetnam á þessu ári, og sé það ein af tiilögunum, sem Rogers minntist á. Bandaríkjalið hefur fellt um 60 Noröur-Víetnama í grennd við landamæri Kambodíu. Dregið hefuv úr eldflaugaárásum á bæi og herstöðvar í Suður-Víet- nam. Concorde-reynslu- flugi frestnð London I gær: Reynsluflugi brezk- frönsku Concorde farþegaþotunn- ar, sem smíðuð er á Bretlandi, var frestað til miðvikudags vegna þess, að hjólbarði undir henni sprakk, er hún í gær var dregin út á flug- braut. Elísabet II í reynsluferð Myndin er af nýja brezka hafskipinu „Elísabet II“, sem laust fyrir bænadagana fór í nýja reynsluferö suður með ströndum Vestur-Afríku. Gestir voru 6 — 700, starfsmenn Cunard-skipa- félagsins og skipasmiðir. — Fyrsta ferð skipsins vestur yfir haf er ráðgerð frá Southampton 2. maí. Ssroelsnxenn gerðu sprengjuórásir i morgun L^naon: Israelsmenn gerðu sprengjuárásir í morgun á stöðvar ' Jórdaníu til hefndar fyrir eld- ílaugaárásir á Elat. Hussein Uzuokoli í rústum, en á valdi Bíafra • Uzuakoli noröan Umuahia er or ugglega á valdi Bíafraliðs, þ. e. a. s. rústir bæjarins. London í morgun: Fréttaritari franskrar fréttastofu kveðst hafa farið um götur Uzuakoli, járnbraut- arbæjar um 20 km. vegalengd fyr- ir norðan Umuahia í Bíafra. Hann kvað bæinn á valdi Bíafrahers, en vera í rústum. Útvarpið í Bíafra segir, að bærinn hafi verið tekinn fyrir þremur dögum, en því var neitað í Lagos. f tilkynningu frá Blafra segir, að herflokkar sambandsstjórnar á þess um slóðum hörfi undan norður á bóginn, en Bíafralið sæki þar fram. H0RFUR ÍSKYGGILEGAR í TÉKKÓSLÓVAKÍU Valdhafarnir neyddir til ad framkvæma ströng fyrirmæli Rússa • Prag í gær: Lögreglu- og herlið vopnað vélbyssum var í gær á verði á götunum í Prag og verður til þess að koma í veg fyrir, að Sovétríkjunum verói á ný sýnd andúð, eins og eftir komu íshockey-flokksins frá Stokkhólmi á dögunum, en andúöar-aðgerðir þá leiddu til þess, að leiðtogar Tékkóslóvakíu urðu að beygja sig fyrir kröfum Sovétríkianna, og boða að her- inn væri hafður til taks lögregl- unni til aðstoðar. ef þyrfti, og einnig var komið á algerri rit- skoðun, sem nær til blaða, sjón- varps og hljóðvarps. Stjórnarvöldin óttuðust greini- lega, að eitthvaö kynni að gerast, enda alger óvissa ríkjandi um það, hvort aóvaranir leiðtoganna myndu Sólskin og hiti á megin- landi álfunnar um páskana og mikiö um slysfarir Londoni í gær var glaöa sólskin og hiti á meginlandi álfunnar n-v verðu og lokkaði góöviðrið milljón- ir manna út á þjóðvegina og til bað staða og fjalla, en vegna hins mikla bifreiöafjölda á vegum var mikiö um slys. í París komst hitinn upp í 21.3 stig á Celsius og var það heit asti dagur ársins þar til þessa. Hit- inn í London komst í gær upp í 17 stig og í Belgíu upp í 22 stig. Að minnsta kosti 55 menn létu lífiö í bifreiðaslysum á vegum Frakklands yfir páskahelgina og 390 meiddust, og eru þetta bráðabirgðatölur. Á Spáni létu 37 menn lifið af völdum bilslysa og i Bretlandi 55. Þeir, sem fóru á skiði urðu fyrir vonbrigðum. Þíðviðri var í Ölpun- um og fjallahéruðum viða, flóð og skriðuhlaup og létu lífið af slíkum náttúruhamförum aö minnsta kosti 9 menn yfir helgina. bera þann árangur, að menn sættu sig við öryggisráðstafanir hennar. En þaö var yfirleitt kvrrt í land- inu yfir páskahelgina. þótt þjóðin án vafa væri slegin óhug út af á- standi og horfum, en menn létu það ekki hafa áhrif á sig og skruppu úr bæjunum til þess að njóta útiveru um páskana. Þeir sem gerst fylgjast með mál- um telja, að ekki sé ólíklegt, að úr því verði skorjð í þessari viku, hvort hinar róttæku ráðstafanir, sem stjórnin boðaði, muni duga. Umbótamenn í Moskvu halda því fram, að „Moskvulínumenn" vinni ákaft að því, aö sú skoðun verði ríkjandi, að núverandi leiðtogar geti ekki komið á ró í landinu. Stöðugt er orðrömur á kreiki um mikla sovézka liðflutninga, m. a. að mikið lið hafi verið sent flug- leiðis til flugvallar fyrir norðan Prag, en almenningur virðist taka þessum fregnum með ró, þar sem menn ætla, að Rússar hafi þegar nógan vanda á höndum með það lið sitt, sem fyrir var. Og menn hafa vanið sig á, að láta sem þeir sjái ekki sovézka hermenn. Vladimir Oucky ambassador Tékkóslóvakíu í Moskvu ræddi í gær við Kosygin forsætisráðherra. Andrej Gretsko landvarnaráð- herra Sovétríkjanna og Semjonov aðstoðarutanrikisráðherra, eru trú- lega enn í Prag. # Miðstjórn Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu kann að koma sam- an í þessari viku. Bæði valdhöfum Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna er mikill vandi á höndum — og hinum síðarnefndu m. a. vegna erfiöleikanna, sem þcir eru i varðandi Kína og vegna á- formanna um alþjóðafundinn i júní — tíminn sem sé er óhentugur fyr- ir þá til að beita hervaldi gegn Tékkum. NU ER ÓDÝRT ' AÐ TAKA SVART MYNDIR FRAMKÖLLUN KOPiERING , EFTIRTÖKUR eftir GÖMLUM MYNDUM | mmwmwmT®)? IÆKJARTORGI ■T AUSTURSTRÆTI 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.