Vísir - 21.05.1969, Síða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 91. maí 1969.
9
Féll í gær,
hækkaði í dag,
en hvað á morgun?
um Evrópumarkaðinn. Vegna
aukins framboðs á freðfiski
með tilkomu frystitogaraflota
Breta og V.-Þjóðverja, og nú
síðast Spánverja, og Frakka,
hafa sölumöguleika takmarkazt
mjög þar, enda verölag þar lágt
á freðfiskafurðum. ■
Svíþjóðarmarkaður, Ítalíumarkaður, Nígeríumarkaður, Am-
eríkumarkaður, Rússlandsmarkaður, markaðurinn í dag ...
markaðurinn á morgun.
Eins og margra arma kolkrabba, sem teygir arma sína um
öll lönd veraldar, skynja menn þetta ferlíki, sem á skrifstof-
um, inni í þingsölum, á kaffihúsum og alls staðar — þar sem
tveir menn taka tal saman — ber á góma og er þá nefnt
markaður.
jy/JTenn hrista höfuöiö og setja
upp áhyggjusvip um leið
og sagt er að markaðurinn sé
fallandi, en verða um leið hress-
ari í bragði, þegar sagt er, að
horfur fari batnandi á markað-
inum.
Þar til fyrir þrem árum eða
svo, leiddi þó þorri manna allt
tal um markað og markaðshorf-
ur hjá sér. Þeir einir, sem stóðu
í beinni snertingu við útflutn-
ing afurðanna, Iétu þessi mál til
sín taka. En þegar tekjur ís-
lendinga af vöruútflutningj rýrn
uðu um 40% á tiltölulega
skömmum tíma vegna veröfalls
á erlendum mörkuðum, fundu
sendillinn og vélritunarmærin,
jafnt og útflytjandinn sjálfur.
þvala arma kolkrabbans toga
lffsafkomu þeirra niður á við.
Síðan les hver sála með á-
fergju allar frétt'r af aflabrögð-
um fiskimanna í Perú — það
hefur áhrif á mjölveröið —
hvalveiðum Norömanna f Suð-
urhöfum, — það hefur áhrif
á lýsisverðið — og svo fram-
vegis.
Þar sem fleiri er orðið
ljóst en áður var, aö það er
ekki nóg aö moka aflanum á
land og safna háum stæðum af
fiski í vöruskemmur, hefdur þarf
líka að koma honum f verð, þá
eru þeir fleiri, sem leiða nú
hugann að því, að lokinni feng-
k sælli vertíð hverjar horfur eru
á sæmilegri sölu afurðanna á
erlendu mörkuöunum.
Bjartsýni í
frystum fiski
Ef litið er til markaða fyrir
frystar fiskafuröir, verður mönn-
um efst í huga markaður fyrir
fryst fiskflök, því hraðfrysti-
iðnaðurinn beinir framleiðslu
sinni aðallega að frystum fisk-
flökum, hedfrystum fiski, fryst-
um humar og rækju, síld, hrogn-
um og fiskúrgangi. Þar af eru
frystu fiskflökin langsamlega
stærsti afurðaflokkurinn. sem
sjá má af árinu 1968, en þá
námu útflutningsverðmæti
frystra fiskfiaka 1390 milljónum
króna, en heildarútflutnings-
verðmæti allra frystra sjávar-
afurða nárau þá 1767 milljónum
króna.
Þróunin í sölu frystra fisk-
flaka undanfarin ár hefur verið
sú, að útflutn’ugurinn stefnir
svo til eingöngu til Bandaríkj-
anna og Sovétrikjanna. 1968 var
hlutur Bandaríkjanna 78%, en
hlutur Sovétríkjanna var 19%,
ef miðað er við verömæti. Fyrr-
um voru markaðssvæðin þessi
tvö og svo það þriðja — Evr-
ópa.
Eins og horfir bendir flest til
þess að útflutningurinn muni
beinast f jafnríkum mæli og ef
til vill enn meiri inri á Banda-
ríkjamarkaðinn, komi ekkert ó-
vænt fyrir. Eins og t. d. að
Kanadamenn spilltu verðlaginu
á markaðinum með óeðlilega
miklu framboðj (dumping) eða
öðrum aðgerðum.
Sölumögule'karnir á Banda-
ríkjamarkaðinum eru með
þrenns konar hætti:
1. Sala frvstra fiskflaka í neyt-
endaumbúöum í gegnum smá-
sölukerfiö.
Hún hefur yfirleitt veriö jöfn
ár frá ári og með tiltölulega lit-
illi stígandi, og ekki horfur á
því að ööruvfsi verði f ár
2. Sala fiskblokka í eigin fisk-
iðnaðarverksmiðjum íslendinga
þar vestra og ti! annarra fram-
leiðenda. Eftirspurn og sala í
tilreidda fiskrétti úr fiskblokk-
um hefur aukizt gffurlega á
síðustu árum. Framleiðsla svo-
nefpdra fiskstauta og fisk-
skammta jókst frá 1958 til árs-
loka 1968 úr ca. 98 milljón
púndum (verömæti ,42 millj.
dollara) í 271 milljón punda
(verðmæti 109 millj. dollara) á
öllum markaðinum.
3. Nýir og auknir sölumögu-
leikar vegna tilkomu svonefndra
„Fish and Chips“-veitingastaða,
en áætlað er, að þeim fjölgi um
1000 á þessu ári, sem hlýtur að
skapa mjög aukna fiskþörf.
Standist þessj áætlun Banda-
ríkjamanna um fjölgun þessara
veitingastaða, má gera ráð fyrir
að árleg fiskþörf þeirra aukist
úr ' nokkrum þúsundum tonna
í 30 til 40 þúsund tonn.
Á Sovétmarkaðinum hefur
verið jöfn og stöðug eftirspum
og sala í nokkrum fisktegund-
um eins og t.d. karfa- og ufsa-
flökum, sem minni eftirspurn er
eftir á öðrum mörkuðum, nema
þá í Tékkóslóvakíu, sem einnig
hefur keypt nokkuð af ufsaflök-
um af Islendingum. Þar er ekki
ástæða til að vænta neinna
breytinga,
Þessar horfur á markaöinum
hafa vakið menn til töluverðrar
bjartsýni um betri tíma og vitað
er til þess, að íslenzkir freð-
fiskframleiðendur hafa lagt mjög
mikla áherzlu á framle;ðslu
svonefndra neytendaumbúða
með sérstöku tilliti til markaðs-
möguleikanna i Bandaríkjunum
og svo Sovétrfkjunum.
H;ns vegar gegnir öðru máli
Mjöl og lýsi
óstöðugt
Horfur á markaði mjöls og
lýsis eru hins vegar miklu ó-
stöðugri og fáir, sem treysta
sér til þess að spá nokkru um
framtíöina þar. I dag er mjög
gott verð á síldar. og fiskimjöli,
um 72 sterlingspund fyr;r tonnið
af síldarmjöIinu.Þar skiptirmáli,
að vertíðin brást Norðmönnum
alveg, og sömuleiðis hefur held-
ur dregið úr framleiðslunni í
Danmörku. Perúmenn hafa
einnig framleitt m;nna magn en
venja er til um þetta leyti. Lýsið
er hins vegar í lægra veröi, þótt
það hafi ögn lyfzt upp á síð-
kastið. Það selst nú á 48 til 50
sterlingspund tonnið. í augna- á
blik:nu eru því horfur góðar
fyrir þessar afuröir, en á ör- hj
stuttum tíma getur það breytzt. S
Aflahrota í Perú í eina viku eða a
svo getur kolfellt verðlagið á
svipstundu.
Saltsíld
í óvissu
Um síldina getur enginn mað-
ur sagt fyrir, hvað gerist. Sá
duttlungafiskur virðist engum
skynsamlegum lögmálum fylgja,
en fiskifræöingar telja veiðihorf-
ur svipaðar og í fyrra. Mun
meiri áherzla verður lögð á sölt-
un síldar um borð í veiðiskip-
unum í sumar en áður, og talið
er, að um 50 til 80 skip muni
salta um borð. Fróðum mönnum
þykir ekki ólíklegt, að þannig
verði sjösaltaðar um 150.000
tunnur. ef svipað veiðist og 1
fyrra, en þá voru saltaðar um
borð f skipunum um 66.500
tunnur.
Norömenn ráðgera einnig
aukna söltun um borð í sínum
skipum og vonast til þess að
salta um 200 þúsund til 250
þúsund tunnur þannig.
Taliö er, að markaður saltaðr-
ar Íslandssíldar utan Sovétríkj-
anna, geti tekið við 400 til 500
þúsund tunnum árlega, en það
mark sem íslendingar, Norð-
menn, Færeyingar og F;nnar
hafa sett sér í söltuninni í sum-
ar, fyllir um það bil þá tölu.
Takist þeirn það (sem ekki er
bein1ín;s líklegt). geta íslending-
ar lent í örðugleikurn með að
selja síld. sem söltuð verður í
landi f haust, ef ekki er tryggð
sala meö fyrirfram samningum.
Samningaumleitanir við helztu
síldarkaupendur okkar hafa
staðið yfir að undanfömu og
senn vænta menn þess, að niður-
stöður af þe:m liggi fyrir.
SfflMHBMaBCMJ T«1TIII lllWl' —lHHIHII
fSENIIIR
iBBBíi'
□ Frímerki fyrir auð-
kýfinga og póst-
^tjómina.
Ákveðiö hefur verið að gefa
út frímerki vegna 25 ára afmæl-
is lýðveldis á íslandi. Tvö merki
verða gefin út. Annað að verð-
gildi 25 króna og hitt 100 króna
merki. Hver ber ábyrgðina á
þessari vitleysu? Fyrir nokkrum
árum var útgefið 25 króna merki
sem fæstir íslendingar hafa aug-
um litið. Hvers vegna? Jú, vegna
þess, að flest þessara merkja
eru farin til auökýfinga erlendis
og afgangurinn f höndum póst-
stjórharinnar. Slík merki eru
einungis notuö á póstkröfur og
lenda síöan hjá póststjórninni.
Mér finnst að auðvitað eigi að
gefa út frímerki vegna væntan-
legrar hátíðar,' en þau eiga að
minna fólk á þessi merku tíma-
mót, en ekki að prýða söfn er-
lendra auðkýfinga.
Frímerkjasafnari.
□ Kveikja þeir of fljótt
á ljósunum?
Ökumaður er ég, reykvískur
að uppruna og tek fyllsta til-
lit til annarra vegfarenda f um-
ferðinni, að mínum dómi. Fyrir
nokkru fór ég f ökuferð. Ók ég
þá vestur Reykjanesbraut í átt
að Miklatorgi. Þegar ég var kom
inn á móts við bækistöövar
slökkviliðsins, sá ég, að skyndi-
lega bvrjuöu umferðarljós þar
að blikka. Ég stöðvaði bifreið
mína umsvifalaust og lagði
henni út við vegarbrúnina. En
það hefði ég betur Iátið ógert.
Næstu bifreiðir sem komu á
eftir mér héldu áfram og óku
fram hjá og virtu aö vettugi blikk
umferðarljósa slökkviliðsins. —
Sumir ökumennimir voru meira
að segja svo dónalegir, að brosa
til mín, þar sem ég sat í bifreið
minni og framfylgdi settum regl
um. Ég beið áfram þarna einn
og yfirgefinn og beið eftir því
að slökkviliðsvagnarnir birtust.
Fimm mínútur liðu unz þeir létu
sjá sig. Og nú kvarta ég. Of
langur tími líöur frá því, að
slökkviliðiö kveikir á Ijósunum
og þangað tíl það ekur brott.
Umferðarljósin eru vitlaust sett
upp. E. t. v. hafa einhverjir öku
mannanna ekki tekiö eftir því,
að þeim bar skylda til að stöðva.
Þetta þarf að bæta. Því fyrr,
því bétra.
Gætinn ökumaður.
□ Hvað lengi mega þeir
vera á utanbæjar-
númerum?
Það er alkunna, að ökumenn
bifreiða með utanbæjarnúmer-
um greiöa lægri iðgjöld en öku-
menn á höfuöborgarsvæðinu.
Hvers vegna? Úti á landi er
minni áhætta en í bílamergðinni
í henni Reykjavík. En gleymist
ekki veigamikill hlutur í sam-
bandi við utanbæjarbílana. Það
hafði víst engan órað fyrir því,
að bílar merktir utanbæjarnúm-
erum eru á fjórum hjólum eins
og flestir þeirra sem aka um
götur höfuðbd'rgarinnar. Það þýö
ir, aö þaö er möguleiki á þvi,
að hægt sé að aka þeim bílum
úr sveitinni á höfuðborgarsvæð-
iö. Og hver hefur verið reynslan
af slíkum ,,heimsóknum“. Ég
get ekki nefnt n'einar tölur um
aukningu slysa hlutfallslega, en
þær eru örugglega ekki skemmti
legar. Það hefur lengi verið not-
að um þá ökumenn, sem for-
kostulega hafa ekið Þetta er nú 3
meiri „sveitamaðurinn“. Og þar 1
við hefur setiö. Er ekki orðiö
timabært fyrir tryggingafélögin
að endurskoöa afstöðu sína
gagnvart þessum „sveitamönn-
um“.
Svo er annað mál. Einstaka
ökumenn, sem búa í Reýkjavík,
aka þar um á þílum merktum
utanþæjarnúmerum og hafa gert
það í nokkur ár. Geta allir skipt
um númer? Það er hæglega hægt
aö sanna þetta og eins gott að
reglum sé framfvlgt.
Reykvískur ökumaður.
□ Af hverju heyrast
lögin aldrei?
Það hefur vakið furðu mína og
reyndar miklu fleiri, að löigin úr
„Fiðlaranum" heyrast aldrei í
útvarpi og sjónvarpi. Eru þaö
deilur tveggja eða þriggja manna
sem koma í veg fyrir að þjóöin
geti notið þessara ágætu laga?
Ef svo er vil ég benda á, að mér
fyndist eðlilegt, að þjóðin fengi
einhverju um að ráða í lagavali
í sjónvarpi og útvarpi, en ekki
metnaðargirnd nokkurra manna.
Annars væri mjög æskilegt,
ef mögulegt yrði að setja lögin
inn á hljómplötu, þannig að fólk
geti geymt minningar enn betur
um þennan frábæra söngleik um
ókomin ár.
M. T.
□ Látum íþróttahreyf*
inguna standa á eigin
fótum.
Alltaf er verið að staglast á
því, hvaö íþróttahreyfingin líöi
mikinn fjárskort. Er ekki hægt
að ráöa bót á þessu? Ég vil taka
undir með þeim ágætismanni,
Albért Guömundssyni það sem
hann sagði á fundi með borgar-
stjóra og íþróttaunnendum fyrir
skömmu. Þar sagði hann, að
íþróttahreyfingin ætti ekki að
sækja peninga í vasa ríkis og
bæjar. íþróttahreyfingin ætti
og gæti hæglega staðið á eigin
fótum. Albert hefur margoft
sýnt og sannað, að hann veit
hvað hann syngur. Tökum undir
með honum og hjálpumst að
því að gera íþróttahreyfinguna
sjálfbjarga og öfluga. Hann vill
t.d. láta íþróttahreyfinguna reka
íþróttamannvirkin, en ekki borg
ina. Því ekki það?
Kristín S.
□ Enginn minnist á
siðfræði.
Undanfariö hefur mikið verið
rætt og ritað um skólamál. Talað
er um að auka félagsfræði-
kennslu og margt annaö. Enginn
hefur ennþá minnzt á þörfina
fyrir siðfræöikennslu. Ég held
að þörf sé fyrir anga af þeirri
grein inn f sem flesta skóla. Og
reyndar inn á mörg heimili. Ég
er þeirrar trúar, að ef vandamál
unglinganna eru alltaf að aukast,
þá eigi heimilin þar stóran hlut
að máli. Kennum ekki unglingun
um um allt. Hjáipumst öll aö því
aö bæta þjóðfélagið okkar.
Kona í austurbænum.
□ Frábær rithöfundur.
Ég er einn hinna mörgu, sem
alltaf les föstudagsgreinar Þor-
steins Thorarensen í Vísi. S.l.
föstudag ritar hann grein um
Laxness, og man ég ekki eftir að
hafa lesið jafngóða grein í dag-
blaði. Greinin er frábær að öllu
leyti og mjög óvenjuleg. Þor-
steinn sýnir með greininni enn
nýja hlið á sér og sýnir að fáir
eru jafningjar hans á ritvellin-
um. Ég vlj nota tækifærið og 1
óska honum tll hamingju með I
enn einn sigurinn. 1
Magnús O. I