Vísir - 14.06.1969, Side 8

Vísir - 14.06.1969, Side 8
r 8 VISIR ÚtgeraiKli ReyKjaprent ö.t. Fraxnkvæmdastjón Sveinn R. Eyjö'.ísson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birj;iT Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aóalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Slmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 * mánuði innanlands í lausasðlu kr 10.00 eintakið “rent.smiðja Vlsis — Edda h.f .. Mll 'II III'■II| I I 1111 J III I II I l'IIWIBWll—m— „Háskaleg ógnun"! Kvartanir stjórnarandstæðinga yfir því, að þeir fái ekki að koma nógu oft í sjónvarpið, virðast hafa feng- ið litinn hljómgrunn hjá almenningi. Ýmsum þótti for- maður Framsóknarflokksins hlaupa á sig þegar hann réðist á fréttamenn sjónvarpsins og sakaði þá um hlutdrægni í störfum. Sjónvarpsmenn tóku þetta að vonum óstinnt upp, og það er víst, að þeir höfðu al- menningsálitið með sér. Mönnum finnst það ofur eðli- legt að ráðherrar komi oftar fram í sjónvarpi en aðrir. Þannig er það líka í öðrum löndum. Það ætti að vera öllum auðskilið, að frétta sé leitað um mál, sem al- þjóð varða, hjá þeim sem stjórna landinu. Ráðherr- arnir hafa aldrei notað þessi viðtöl sér eða flokkum sínum til framdráttar. Þeir hafa aðeins svarað hlut- laust þeim spurningum, sem fyrir þá voru lagðar, t. d. skýrt frá því, hvað gerzt hafi á ráðstefnum, sem þeir hafa setið erlendis, eða einhverjum framkvæmdum, sem standa yfir eða fyrirhugaðar eru og heyra undir ráðuneyti þess, sem talað er við. í slíkum samtölum vottar aldrei fyrir pólitískum áróðri. Það er því gersamlega ómaklegt að tala í þessu sam- bandi um hlutdrægni sjónvarpsins og jafnvel ganga svo langt, að kalla það „háskalega ógnun við lýðræð- ið“, að ráðherra komi þar fram, eins og Þjóðviljinn leyfði sér að segja í fyrradag í fyrirsögn á kafla úr ræðu, sem Ragnar Arnalds flutti í eldhúsda^sumræð- unum á síðasta þingi. Sá kafli var annars að mestu leyti reiðilestur um Nato og ríkisstjórnir Portúgals og Grikklands. Það fór, eins og kunnugt er, ákaflega mikið í taugarnar á kommúnistum, að fréttamaður frá sjónvarpinu var sendur til Bandaríkjanna, þegar minnzt var 20 ára afmælis bandalagsins. Þetta gerðu þó fleiri en íslenzka sjónvarpið, og þótti víst hvergi tiltökumál. Þá sagði Ragnar Arnalds, að illt væri að sjónvarp- ið hefði notað innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu „til þess að réttlæta tilvist Atlantshafsbandalagsins og aðild Ísíands að hernaðarbandalagi". Minnast menn þess, að sjónvarpið hafi tekið þar nokkra afstöðu? En sú kenning Ragnars, að árásin í Tékkóslóvakíu sanni, að Nato hefði betur aldrei verið stofnað, er meira en lítið hæpin. Allt framlag Rússa síðan heims- styrjöldinni lauk hefur bent til þess, að þeir mundu ekki hafa látið staðar numið við þá línu, sem kölluð er járntjaldið, heldur fært það lengra vestur, ef engar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að stemma stigu við yfirgangi þeirra. Það er von að Ragnari Arnalds sé mikið í mun að fá að koma þessari kenningu sinni á framfæri í sjónvarpinu! Það eru stjórnarandstæðingar, sem iða í skinninu eftir því, að geta notað sjónvarpið til áróðurs. Og þeir kalla það hlutdrægni, „háskalega ógnun við lýðræð- ið“, að ekki skuli sérstaklega vera sótzt eftir þeim til þess að ástunda þar þá iðju. Af því má ráða, hvemig þeir mundu sjálfir nota stofnunina, ef þeir réðu yfir hennl Nú eru 1250 um það, sem 326 stúdentar hófðu þá. stúdenta Félagsleg aðstaða — eftir Þorstein Ingólfsson, stud. juris ■ Hinn 17. júní n.k. minnast íslendingar 25 ára afmælis lýðveld- isins. 17. júní er fyrst og fremst þjóðhátíðardagur okkar fslendinga, fæð- ingardagur óskabams þjóðarinnar. En þennan dag er fleira að minnast. Hinn 17. júní 1911, á ald- arafmæli Jóns Sigurðs- sonar, var Háskóli ís- lands stofnaður. Með stofnun Háskóla íslands var lagður einn homsteinninn að íslenzka lýðveldinu. Það er ekki af hendingu að stofndagur háskólans og stofndagur lýö- veldisins er sami mánaöardag- ur. Þar liggja að baki órofa tengsl. Háskólastúdentar minnast þessara tímamóta m.a. meö út- gáfu Stúdentablaðsins, sem aö þessu sinni er gefið út í stærra upplagi en nokkru sinni, 45 þús. eintökum. Er ætlun stúdenta að dreifa blaðinu um land allt og helzt inn á öll heimili. Vilja stúd entar með þessu freista þess að kynna þjóöinni stöðu háskól ans nú, á merkum tímamótum lýðveldisins. Málefni háskólans varða fleiri en stúdenta og kennara. Háskól inn er hluti siálfstæöis okkar. Hann er þjóðareign. í dag birtast í öllum dagblöö unum greinar um málefni há- skólans , ritaðar af stúdentum, sem biðja landsmenn alla um styrk háskólanum til handa. Við biðjum um þann siðferðilega styrk aimennings, sem einn er þess megnugur að lyfta æöstu menntastofnun landsins í þann sess, sem henni hæfir. # Aldarfjóröung í sömu. sporum. Á aldarfjórðungi þeim, er lýð- veldið hefur staðið, hefur fjöldi stúdenta viö H.l. ríflega þrefald azt. Ætla mætti að aðstaða stúd enta til náms og félagsleg aö- staða þeirra sé öll önnur og betri en í frumbernsku lýöveld- isins. Þjóðfélagið hefur jú tek- ið algjörum stakkaskiptum Þennan aldarfjórðung. En, því miður, þessi aldarf jórðungur hef ur Iiöið án þess að nokkurt átak hafi verið gert hvað félagslega aðstöðu stúdenta snertir og nú er svo komið, að stúdentar rúm ást varla i kennslustofunum. Með tilkomu Ámagarðs og nýrrar kennslubyggingar á há- skólalóöinni hillir nú updir nokkra lausn á skortinu^ á kennsluhúsnæði. En hvernig er félagslegu aðstöðunnj varið? I Byggingar stúdentagarða hafa legið f dvala siðan lýðveldiO var stofnað. „Nýi“-garður var byggður árið 1943. Varð með til komu hans rými á stúdenta- görðum fyrir samtals 100 stúd- enta. Háskólaárið 1943—1944 voru 326 stúdentar skráðir við HJ. Var því nægilegt rúm fyrir 30% háskólastúdenta á görð- um. Sl. vetur voru 1250 stúdentar skráðir við nám í H.I. Garða- rými er enn hið sama og árið 1943. Nú rúma stúdentagaröar um 8% háskólastúdenta. Glæsi leg þróun! eða hvað? Um þessar mundir er á veg- um Félagsstofnunar stúdenta unnið að áætlun um byggingu stúdentagaröa, þ. á. m. hjóna- garða. Virðist sem skilningur sé nokkuö almennur fyrir þessu máli, og hafa sum sveitarfélög og félagasamtök þegar sýnt því áhuga. Þess má minnast, aö byggingarkostnaður beggja stúd entagarðanna var á sinum tíma nær eingöngu kostaður af frjáls um framlögum einstaklinga, sýsíu- og bæjarfélaga. # StúdentahelnllÍlðr“',l I háskólanum starfa nú a.m.k. 15 félög stúdenta, deildafélög, þjóðmálafélög, stúdentaráð, stúdentafélagið o.fl. Mörg halda félög þessi uppi öflugri starf- semi. En aðstæðurnar eru mjög frumstæðar. Ekkert afdrep er í háskólanum til fundahalda eöa annarra félagsiðkana. Fundi sína halda stúdentar úti í bæ og greiða árlega of fjár f leigu á salarkynnum fyrir samkomur sínar. Og það, sem öllu alvar- legra er: Stúdentar hafa engan samastað, þar sem þeir getá komið saman og sinnt áhugamál um sínum, hvort sem þau varða námið eða almenn félagsmál. Til þessa m.a. má rekja þá staðreynd að meðal íslenzkra háskólastúdenta ríkir ekki al- mennt það akademiska andrúms Joft sem einkennir flesta aðra há skóla. Stúdentar hafa um langt ára- bil barizt fyrir byggingu stúd- entaheimilis. Hér eru ekki tök á að rekja náið hina löngu og döpru sögu þessa baráttumáls. En árið 1964 urðu nokkur þátta skil. Þá veitti Alþingi í fyrsta skiptið fé til byggingar stúd- entaheimilis, kr. 8Ó0 þús. Þá var einnig ráðinn arkitekt til aö vinna aö teikningum hússins. Geröust stúdentar nú vongóðir um farsælan endi baráttu sinn- ar. Næstu þrjú árin veitti AI- þingi árlega svipaða upphæð til byggingarinnar. En jafnframt óx byggingakostnaður hérlend- is jafnt og þétt. Höfðu fjárveit ingar þessar varla við verðbólg unni. Vorið 1968 birti svo verulega í lofti. Þá tók til starfa Félags stofnun stúdenta. Hlutverk henn ar á m.a. að vera að sjá uni uppbvggingu félagslegrar að- stöðu stúdenta. Af þessu til- efni tilkynnti háskólarektor aö háskólaráö hefðf ákveðiö að veita 5 millj. króna til þyggingar . innar. Jafnframt kom fram ao rkisvaldjö myndj leggja fram jafn háa upphæð. Virtist nú sem ekkert gæti stöðvað byggingu stúdentaheimilisins. Enn voru þó blikur á lofti. Félagsstofnun stúdenta lét gera nákvæma kostnaðaráætlun umbygginguna sem nú var fullteiknuð. Kom í Ijós að áætlunin var hærri en áð- ur hafði verið reiknað með, eða um 25 millj. króna. I bygginga- sjóð voru nú tryggöar 15 millj. króna. Var nú sett á laggimar nefnd, skipuð 4 mönnum. Til- nefndu menntamálaráðherra og fjármálaráðh. sinn hvom mann- inn, en háskólaráð og Félags- stofnun stúdenta hina tvo. — Skyldi nefnd þessi kanna leiðir til fjármögnunar þess sam á vantaði. Jafnframt voru teikn- ingar og kostnaðaráætlanir end- urskoðaðir af byggingadeild menntamálaráðuneytisins. Lagöi hún blessun sína yfir teikning- amar, sem eru smekklegar en án íburðar. Fjármögnunamefnd in lagði til að háskólinn og rík ið skiptu með sér því, sem á vantaði að byggingarkostnaður væri tryggður. Meðan- á þessu gekk, dundi enn ein gengislækk unjn yfir. Hækkaði kostnaðará- ætiunin af þeim sökum, og nú upd í 31 millj. króna. Háskólaráð stóð nú enn að baki stúdentum og hét af van- efnum 5,5 millj. króna til við- bótar, gegn þvl að rfldð legði fram það sem á vantaði til að kljúfa byggingarkostnaðinn. — En þegar hér var komið fór „skákin" í bið. Menntamálaráð- herra skipaði nú nýja nefnd, sem kanna átti möguleika á að reisa mötuneyti eitt sér, i stað stúd- entaheimilis. En gert er ráð fyr- ir að í stúdentaheimilinu verði mötuneyti fyrir 300—400 stúd- enta. Nefnd þessi réði frá því að þessi leið yröi farin. Er sú niður staða í samræmi við álit stúd- enta. Síöan héfur hvorki gengið né rekið. Ráðherra hefur hvorki hafnaö né samþykkt atbeina rík isins til endar.’.ograr lausnar málsins. Á meðan stúdentar bíða í eftirvæntingu úrskurðar ráð- herra, líða vikurnar hver af annarri. Ef svo heldur lengur áfram, er sýnt að stúdentaheim ilið veröur ekki reist í sumar. Væri þaö mikið áfall fyrir stúd enta og vonir þær sem þeir hafa bundið við Félagsstofnun stúd- enta yrðu aö litlu gerðar. Einn er sá þáttur máls þessa, sem ekki er veigaminnstur. — Gert hefur veriö ráö fyrir aö há- skólastúdentar gætu fengiö at- vinnu í sumar við byggingu stúdentaheimilisins. Yrði þannig bætt verulega úr atvinnuleysi allmargra háskólastúdenta. — Þung er ábyrgð þeirra, setn í vegi standa fyrir að af þessu geti orðið. íslenzkir stúcsentar áttu á sín um tíma stóran þátt i baráttu þeirri, sem færöi íslenzku þjóð inni sjálfstæði. Á 25 ára afmæli lýöveldisins búa stúdentar við sömu félags- legu aðstæður og þeir höföu fyr ir aldarfjörðungi. Mupurinn er aðeins sá að nú eru 1250 stúd entar um það sem 326 stúdentar höfðu þá. Þorsteinn Ingólfsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.