Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 2
V í SIR . Föstudagur 8. ágúst 1969. Erlendur þarf ekki rokiB — Athyglisverður árangur á Reykjavikurmótinu — 14,15 i þristökki hjá 17 ára unglingi — 56,66 i sleggju og 54,13 i kringlukasti hjá Erlendi — Oæfður vann 400 metra á 50,3 sek. — Furðu- legur misskilningur i stangarsfókkinu ERLENDUR Valdimarsson sýndi sannarlega í gær- kvöldi öryggi sitt og líklega hefur hann vakið athygli ráðandi manna á sér varðandi valið á þátttakendum á Evrópumeistaramótið í Aþenu. í sleggjukasti kastaði hann hægt og rólega 56.66 metra, aðeins 35 sentímetr- um lakara en met hans. Og í logninu í gærkvöldi átti Erlendur ekki eitt einasta kast undir 50 metrum í kringlukastinu, lengst kastaði hann 54.13 metra, sem er frábært afrek. Afreksverk í kringlukasti hafa verið unnin til þessa í hífandi roki og er þvl oft brosað f kampinn, þegar á þau er minnzt, Svo virðist hins vegar að Erlendur ætli að setja íslandsmetiö í kringlukasti viö veðurfarslega hentugri skilyrði, en með þvi að nota roklð mundi hann verða fljótur að ryðja fyrri metum ú vegi. Hálfbróðir Erlendar, Þorsteinn Alfreðsson varð annar í keppninni og voru þeir bræður Fram-b sló Hveragerði út 1 gærkvöldi léku Fram b og Hveragerði í bikarkeppninni 1 knattspyrnu á Melavellinum. Fram b sigraði með tveim mörkum gegn engu og settu þeir lið Hveragerðis þar með úr leik í keppninni. 'í sérflokki, Þorsteinn kastaði 48.20. Athyglisverður árangur náðist og í þrístökkinu. Hinn 17 ára ÍR-ing- ur, Friðrik Þór Óskarsson er sann arlega gott efni. Hann stökk tví- vegis yfir 14 metra, betra stökkið 14.15, en hitt 14.08. Þá kom árang ur Þorvaldar Jónassonar, KR, á ó- vart, hann stökk 13.88 óæfður að mestu, væri fengur að því að hann og fleiri, sem komu fram á þessu móti beittu sér betur og æfðu eins og menn í stað þess að vera einlægt „góð efni“. sem hlýtur að vera næsta leiðinlegt hlutskipti í lífinu. En svo talað sé i alvöru um góö efni, þá má minna á KR-ing- inn unga, Borgþór Magnússon, hann stökk 13.84, sem er hans lang bezta og ætti hann að geta kom- izt langt í stökkunum. Stangarstökki lauk með tragfkó- medíu mikilli. Valbjörn taldi sig hafa stokkið 3.60 metra, en felldi S'iðustu 10 mínúturnar voru FH-mönnum drjúgar • Það leit ekki glæsilega út hjá FH á miðvikudagskvöldið, þegar liðið lék við færeyska handknatt- leiksliðiö Vestmanna. Aðeins 10 mínútur voru eftir og þá var stað- að 18:18. En þegar mest riður á, tekst FH að snarsnúa stöðunni. Síðustu 10 mínútumar skoruðu FH-ingar mark á mínútu, en tókst að verjast öll- um sóknarlotum þeirra færeysku, lauk leiknum þvi heldur óvænt með 28:18, — var a. m. k. ekki búizt við svo miklum mun eftir 50 min- útna baráttu. ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í yfirbyggingu (mölburð) Þórisvatnsvegar frá Eystragarði við Búrfellsvirkjun og norður fyr- ir brú á Tungnaá, alls rúmir 30 km. Útboðs- gögn verða r.fhent á skrifstofu Landsvirkj- unar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, frá og með föstudegi 8. ágúst n.k. gegn 1000 kr. skila tryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14.00 hinn 21. ágúst n.k., en þá verða þau opnuð og lesin upp að viðstöddum þeim umbjóðendum, ,sem óska að vera viðstaddir. Reykiavík 7. ágúst 1969 LANDSVIRKJUN. 4.00 metra, sem dómarinn taldi vera byrjunarhæð. Keppendur töldu flestir að Valbjöm hefði stokkið 3.60 í keppni, en dómarinn ræður hér eins og annars staðar, Páll Eiríksson varð því óvænt Reykja- víkurmeistari hér eins og í spjót- kastinu daginn áður, en einnig þar taldi Valbjöm að dómarar hefðu brotið á sér, hefðu dæmt eftir gömlum reglum, þ. e. að spjóts- oddur hefði komið niður, en ekki merkt. Vom köst hans um 60 m löng, en öll dæmd ógild. Mest á óvart kom hlaup Þórar- ins Arnórssonar úr ÍR í 400 metr- unum. Ekki aðeins að hann sigr- aði Þórarin Ragnarsson glæsilega, heldur hljóp hann þunga og forar- blauta brautina einstaklega glæsi- leg,a, — tíminn ekki dónalegur, 50.3, bezti tfminn hér á landi i sum ar, Þórarinn Ragnarsson fékk 50.0 sek. og Haukur Sveinsson sama tima. Það furðulega er að Þórarinn Arnórsson hefur ekki æft fremur en margir aðrir, og er sér- stök ástæða til að skora á hann að stunda æfingar héöan I frá af miklu kappi, — árangurinn mun vart láta á sér standa. Valbjörn missti ekki af lestinni eins herfilega I 100 metra níaupi og 110 metra grindahlaupi. Hann vann grindahlaupið á 16.0 með yfir- burðum en 100 metra hlaupið á 11.5 sek, sjónannun á undan Einari Glslasyni. fslandsmeistarinn, Bjami Stefánsson var því miður fjarri góðu gamni, hann var á handfær- um við Vestfiröi. Halldór Guðbjörnsson vann 1500 metrana á 4.19.6, Haukur Sveins- son annar á 4.23.9 og Eiríkur Þor- steinsson, allir KR-ingar, þriðji á 4.27.4 mín. KR vann og 4x400 m bofíhlaupið með yfirburðum á 3.30.1 Blessaðar litlu dömurnar voru ósköp kvenlegar I sínum greinum, en kunnáttan ekki upp á marga fiskana víðast hvar og furðulegt að sumar skyldu fá stig fyrir ár- angur sinn. Guðrún Jónsdóttir úr KR er þó ágætt efni. Hún vann 200 metrana á 28.0, langstökkið með 5.07 metra stökki, en spiót- kastið vann Kristjana Guðmunds- dóttir með 31.20. í 4x100 metra boðhlaupi vann sveit Ármanns á 56.0 mín. —jbp — ÍR bezta frjáls- íþróttafélagið ÍR er bezta frjálsíþróttafélag Reykjavíkur, því í gærkvöldi vann frjálsíþróttafólk félagsins kærkominn sigur yfir KR í stigakeppninni um þennan titil, hlaut 236 stig, KR 221 y2 og Ármann 1351/2 stig. Engu að síður voru það KR- náði afur forystu I stigakeppn- ingar, sem flest gullverðlaunin inni af KR. hlutu. Meistarastig þeirra voru Málin gjörbreyttust, þegar ÍR alls 13, þar af 10 I karlagrein- vann fjórfaldan sigur I spjót- um, en ÍR hlaut 10 meistara, þar kasti kvenna og hlaut 19 stig af 6 í karlagreinum. Ármenning gegn aðeins 2 stigum KR. Og ar hlutu 6 Reykjavíkurmeistara, í kringlukasti var svipað upp á 4 I karlagreinum og tvo í teningnum, tvöfaldur sigur. kvennagreinum. Þaö sem úrslit Boðshlaupskeppnin, 4x400 m unum réði var helzt hin mikla skipti þvl ekki lengur máli, ÍR breiddíR.aðallegaí kvennagrein hafði þegar sigrað með yfirburð um, t. d. undir lokin, þegar ÍR um. íslenzka liðiö hafði þarna sigrað í 4x100 metra fjórsundi, og þar með unnið Dani í Iandskeppn- inni. Guðmundur og Davíð sjást á efsta þrepinu, en bak við þá lúðraþeytarar. Torfi Tómasson er til hægri við pallinn. Þreyta í sandfólkiau Eftir erfiðar landskeppnir gegn Skotum og Dönum virðist íslenzka sundfólkið orðiö þreytt, a. m. k. ef dæma má eftir árangri unga fólksins I Öresund á Norðurlanda mótinu. Þar hafa Ellen og Leiknir j ein komizt á verðlaunapall, bæöi hlotið þriðju verðlaun. Leiknir var þriðji í 200 metra bringusundi á 2.42.1 mín. en Ellen var þriöja I söum grein á 2.56.5, en Helga Gunnarsdóttir varð fjórða á 2.59.1. í gær varð Guðmunda 5. í 800 metra skriðsundi, Guðmundur Gísla son 6 I 200 metra flugsundi á 2.26.8, Sigrún Siggeirsdóttir 7 i 100 metra baksundi á 1J6J2, Gunn ar Kristjánsson I 9-9 sæti I 100 m skriðsundi á 59.5 og Davíð Val- garðsson 10. I þeirri grein á 1.01.5. ■ —i3a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.