Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 4
Kommúnistarnir gerðu mig að óheið- ariegum og hugdeigum rithöfundi" ■ Þorp frá járnöld í árra ár hefur danski prófess- orinn C. J. Becker unniö aö upp- greftri fornminja frá jwmöld í Grönbjerg í Danmörku. Hann hef ur nú fyrir skemmstu komizt á snoöir um tvö þorp frá járnöld og eru þau þannig orðin 8 járnald arþorpin sem þama hafa fundizt. Undir einu þorpanna telur prófess orinn sig hafa fundið fornleifar, sem rekja megi til bronsaldar. ® Sprengja í Aþenu Fyrir skömmu sprakk öflug sprengja á annarri hæö upplýs- ingamálaráöuneytisins í Aþenu í Grikklandi. Fjöldi húsgagna eyöi- lagðist og rúöur brotnuðu. Eng- inn var í húsinu, þegar sprenging in varð. Deildarstjóri blaðadeild- arinnar, Dimitrios Zafiropoulos, hafði fyrir skömmu tilkynnt, aö slakaö yröi á ritskoðun í Grikk- landi í haust, þegar ný lög um ritfrelsi ganga í gildi. Sakaraöili er enn ófundinn. ■ Heita ró og spekt Nýlega voru þeir Svoboda, for- seti Tékkóslóvakíu, og Husak, flokksleiðtogi í ,,sumarleyfi“ viö Svartahafsstrendur. Þar tóku á móti þeim höfðingjarnir frá Kreml, Podgomij forseti og Brezhnev aðalritari. Þar lofuöu tékknesku leiötogamir þvf, aö ekki skyldi koma til óspekta í Tékkóslóvakíu þann 21. ágúst n. k., en þá er ár liðið frá innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkó slóvakíu undir sovézkri leiðsögn. Hins vegar mun almenningur í Tékkóslóvakíu nú undirbúa þögla andspymu þennan dag. Rithöfundarnafniö Anatolij Kuznetsov er ekki lengur til. Sá, sem bar þetta fræga nafn þar til nú, hefur lýst því yfir, aö nafniö hafi verið óheiöarlegs og hug- deigs rithöfundar. „Frá og meö þessari stundu kallast ég A. Anat- ol, og tek eindregna afstööu gegn öllu því, sem skrifað er undir nafninu Kuznetsov,“ sagöi þessi sovézki rithöfundur í Lundúnum fyrir skemmstu, en þar í landi Nixon í sóttkví! „Nixon forseti er haldinn þungri sótt, sem hefur oftsinnis herjaö á forseta Bandaríkjanna á Asíuferðum þeirra," sagði banda- ríski öldungadeildarþingmaðurinn Georges McGovem í þinginu nú fyrir skemmstu. McGovern, sem er demókrati og einn haröskeytt- asti andstæðingur stríðsins í Víet- nam, tiltók eftirfarandi dæmi máli sínu til stuðnings. — í fyrsta lagi kallaöi forsetinn tunglför Apollos 11 mesta afrekið frá sköpun heimsins. — í öðru lagi hefur hann sagt, aö í Víetnamstríðinu hafi Banda- rikin átt sínar glæstustu stundir. — í þriöja lagi lofaði hann Thai landi hernaðaraöstoö. — Og í fjórða lagi lýsti hann Nguyen van Thieu forseta Suður- Víetnam, sem einum mesta stjórn málaskörungi aldarinnar. Þá sagöi McGovern ennfremur: „Ef til vill væri heppilegra aö láta forsetann í sóttkví með geim- förunum þrem, áður en vitað er, hvað veldur þessu fári hans. Það gæfi að minnsta kosti tíma til hugleiðinga.‘‘ Y inátta Stúlkumar í alheims-fegurðar- samkeppninni á Miami Beach i Florida voru allar sæmdar vináttu teiknum af hálfu þarlendra. Hér á myndinni sést hin bláeyga feg- uröardrottning okkar, María Bald ursdóttir frá Keflavík, meö vin- áttumerkiö í hendinni . hefur hann fengiö dvalarleyfi sem pólitískur flóttamaöur. Hann kom til Lundúna í þeim erindagjöröum aö.afla sér heimilda í ritverk sitt um Lenin. Það er hald manna, aö ein helzta orsökin til þeirrar aögæzlu, sem rithöfundurinn átti viö aö búa í Sovétríkjunum og hann nú flúið frá, sé hin sögulega skáld- saga hans „Babij Jar“, en hún fjallar um fjöldamoröin á Gyðing- um í Kiev í síðari heimsstyrjöld- inni. Hún var gefin út í Sovét- ríkjunum — eftir nokkra ritskoð- un — en hefur aö undanförnu hlotið æ meiri gagnrýni valdhafa. Kuznetsov er m. a. sakaður um að hafa ekki getiö að neinu of- sókna nazista gegn öörum þjóð- flokkum en Gyðingum í Sovét- ríkjunum. Rithöfundurinn haföi meö sér til Bretlands nokkur frumhandrit af verkum sínum, sem þegar hafa veriö gefin út í Sovétríkjunum — ritskoöuð. Hann segist hafa haft þaö í hyggju um eins árs skeið að flýja og m. a. æft sig í köfun, ef á þyrfti að halda. Hann slapp frá gæzlumanni sín- um, túlknum, á þann hátt, aö hann sagðist ætla á hóruhús í Soho-hverfinu í Lundúnum. Anatolij Kuznetsov sagði svo frá í viðtali við Sundey Telegraph fyrir skömmu: „Ég get hvorki skrifað, sofiö né um frjálst höfuð ■strokið. Þaö eru fáráölingar og ruddar, sem hafa hönd í bagga með bókmenntum í Sovétríkjun- um. Frelsi listamannsins er bund- ið því, aö aöhyllast í einu og öllu stjórnskipun kommúnistanna". Flokksafrækjan Kuznetsov héfur lýst yfir því, aö hann vilji ekki hitta aö máli opinberan erindreka frá Sovétríkjunum, meöan Tékkó- slóvakía njóti ekki frjálsræöis. Hann hefur sent sovézku ríkis- stjórninni beiðni þess efnis, að ekki veröi hafnar ofsóknir gegn vinum hans og venzlaliði. Heimsþekktur sem Anatol Kuznetsov — nú er nafninu varp- aö og fyrri skrifum afneitaö. Spáin gildir fyrir laugardaginn 9. ágúst. Hrúturinn, 21. marz tfl 20. april. Taktu duglega á — þá má mikiö vera ef þú nærö ekki því marki, sem þú hefur stefnt aö nú aö undanfömu, því að senn virðist ekki vanta nema herzlumuninn, ef heppnin er með. Nautið, 21. apríl til 21. maí. Gagnstæöa kyniö setur senni- lega mjög svip sinn á daginn — en ekki er víst að sá svipur verði öllum brosmildur. Þegar á 'daginn' líður er ekki ólíklegt aö ^ j)ehingamálin' verði mjög'til úm- ræöú. - * ' — Tviburamir, 22. mai til 21. júní. Þú hefur í mörgu að snúast, en aö því er virðist nauman tíma til umráða, og eina vonin aö þér takist aö skipuleggja störfin, annars lendir allt í öngþveiti er ~& -d&girm -líður,- Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Atburður, sem löngu er liöinn, rifjast upp í dag, ef tfl vill á ekki sem þægilegastan hátt. Dagurinn veröur þó aö vissu leyti mjög jákvæður, ekki hvað sízt í peningamálum. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst. Sýndu þeim nokkurt langlundar geö, sem alltaf eru á seinni skip unum með alla hluti. Þaö veltur á miklu fyrir þig að fara rólega og meö lagni að hlutunum i dag, einkum fyrir hádegiö. .Meyjan, 24,..ágúst til 23. sept. 'Það getur orðiö þér dýrkeypt að hika í dag ,ef þér býðst gott tækifæri, einkum ef það býður betri aöstöðu í sambandi við störf þín. Faröu ekki um of eft- ir ábendingum eða ráðum arm- arra. Vogin, 24. sept. tfl 23. okt. Þú kemst varla hjá því aö horf- ast í augu við dálítið óþægi- legar staðreyndir í dag. Yfir- leitt verður gagnstæða kyniö áhrifadrjúgt, en peningamálin geta líka orðið ofarlega á baugi. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv. Reikningsskekkja í beinum eða óbeinum skilningi getur orðið af drifarík, ef þú veitir henni ekki athygli í tæka tíö. Þér kann að bjóðast gott tækifæri í sambandi við. peningamálin. Jlogmaðurinn. 23. nóv. til21. des. Ekki er ólíklegt að þú komist aö raun um það í dag, að þú hafir verið blekktur i einhverju máli, þannig að þú getir haft nokkurt tjón af, ef þú grípur ekki til gagnráöstafana án tafar. Steingeitin, 22. des. til 20. jan. Hafðu þig ekki mjög í frammi í dag, annars getur farið svo að þér veröi veitt meiri athygli, en þú kærir þig um. Njóttu kvölds- ins, ef unnt er, í ró og næði með nánum vinum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr. Einhver, sem þú þekkir ekki neitt að ráði, getur gert þér góöan greiða í dag — jafnvel óafvitandi. Varastu að koma þar nálægt, sem tveir aðilar deila um sín einkamál. Fiskarnir, 20. febr. til 20. œarz. Stefndu ekki að fljótteknum gróöa, hann er oftast nær fljót- ur aö hverfa aftur, eöa þá að ein hver böggull fylgir skammrifi. Varastu að láta gagnstæöa kyn ið ráöa um of ákvörðunum þín- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.