Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 08.08.1969, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 8. ágúst 1969. 9 hitt nokkuð langt gengið að skjóta fólk á flótta, eins og yf- irvöldin f Austur-Berlín hafa nðkað. Þetta er svo osklljan- legt og viðbjóðslegt atferli. að maður á varla nokkur orð til að lýsa þvi. Það er sjálísagt hnekkir fyrir Akureyri, ef ein- hverjir hagir og kunnáttusamir iðnaðarmenn yfirgefa bæjarfél- agið og flytja suður, en hvað ætli menn segðu, ef bæjarfóget- inn þar sendi lögregluþjóna sína út af örkinni til aö skjóta þá á flöttanum á Holtavötðu- heiði, Eða hvemig ætli trésmið unum sem „yfirgáfu" sitt ættar land og hurfu út til Gautaborg- ar til að fá hærri tekjur og betri lífskjör hefði líkað við það, ef lögreglustjórinn í Reykjavík hefði sent Lárus Salomonsson með vélbyssu til að plaffa þá niður á flugvellinum, áður en þeir kæmust undan. Tjað eru þessi vandamál við múrinn, sem enn er ekki svarað og þó eru þau brennandi spumingar, sérstaklega fyrir hvem þann mann, sem finnst hann I hjarta sfnu vera sósíal- isti. Og fyrst Magnús Kjartans- son var nú staddur í Austur- Þýzkalandi, var auðvelt fyrir hann að leita eftir réttum svör- um. Hann gat hæglega fengið sem blaðamaður að tala við þau réttu yfirvöld, sem hafa gef ið þessi óskiljanlegu fyrirmæli og krufið málið til mergjar, eng- inn efast um það að Magnús sé nógu greindur maður til að beina knífskörpum spurningum aöþeim sem „ábyrgð bera“. Það þekkja menn af kassanum hans á 2. bls. og ræðum á alþingi, að hann getur verið nógu skratti rökfastur og saumað að þeim sem áþyrgð bera. Hann hafði líka getað nálg- azt kjama málsins með því að fá að tala við austur-þýzka lög- reglumenn, sem standa „trúan vörð" um sósfalismann hjá múm um, beðið Pressedienst að velja einhvem góðan lögreglumann, sem hefði plaffað niður svona 4—5 flóttamenn við múrinn og lagt fyrir hann t. d. svona spum ingar: Hvemig var yður innan- brjósts þegar flóttamaðurinn var f sigtinu? - Hvemig ieiö yður þegar þér kipptuð f gikk- inn? - Hvernig fannst yður þeg ar hjartablóð flóttamannsins púlsaðist yfir stéttina? Kannskj svör hins austur- þýzka lögreglumanns hefðu orð ið eitthvað á þessa leið: Þegar ég sá hann í sigtinu minntist ég hins göfuga forustuhlutverks Lenins, — þegar ég kippti i gikkinn, dreymdi mig um glæsi- lega uppbyggingu hins sósíal- íska hagkerfis, — og þegar ég sá blóðið lita grund birtist mér hugsýn um hinp dýrðlega rauða fána og Internationalen sem breiðist um gervalla jörðina. En, ó og æ, þess verður ekki vart, að ritstjórinn hafi átt nein slík samtöl, hvergi kryfur hann neitt til mergjar, hvergi hefur hann leitað svars við hinum brennandi spurningum. í blaði sínu birtir hann yfirhöfuð ekk- ert um ferð sína, þar koma ekk- ert annað en fréítaklausur með «róðursmyndum fyrir vörusýn- inguna f Leipzig og harmkvein yfir því að verzlunarviðskipti íslands og Austur-Þýzkalands hafi dregizt saman! Tjetta tómlæti hans, en ekki för in sjálf, er hans alvarleg- asta vanrækslusynd og maður verður steinhlessa á þessum aumingjaskap. Hann virðist ekki nara haft nokkum minnsta á- huga á höfuöviðfangsefnum sam timans. Og manni verður fum og spum, hvað hann var þá að flaefcjast út til Austur-þýzka- 10. siða. „Kúltiveruð bítlatízka" ■ „Skeggöld“ mikil er nú hér í Reykjavík og má hvarvetna sjá alla mögulega menn með allar mögulegar gerðir af skeggi. Uppi eru margar skoðanir á því, hvernig á þessu standi. Vilja sumir ætla að þetta sé veðurfarinu að kenna eða þakka og aðrir álíta að þetta sé tízkufyrirbrigði. Enn ein kenningin er sú, að hér sé á ferðinni „kúltíveruð bítlatízka“ fyrir þá, sem ekki vilja ganga mec sítt hár. En þar sem hverjum manni ber að hafa það er sannara reynist þá fór Vísir á stúfana og hitti nokkra „skeggkarla“ í bænum og skeggræddi við þá um ástæðuna fyrir skegginu. MARKÚS ÖRN. Umdeildasta skegg borgarinnar. ’C'yrst náðist í frægasta skeggið í borginni um þessar mund- ir en það ber Markús Öm Ant- onsson, sjónvarpsþulur. Þetta skegg hefur á mörgum heimil- um dregið alla athygli frá þeim fréttum, sem Markús hefur ver- íð að flytja, svo fólk hefur ekki getað notið „húsbóndans á heim ilinu“ á sama hátt og áður. „Ég býst við að alla langi ein- hvem tíma til þess að safna skeggi", sagði Markús Öm. „Og ég var í sumarfríi og sá mér því prýðis tækifæri til þess að láta drauminn rætast. Nú svo voru það félagar mínir, sem sögðu, að ég þyrði ekki að lésa fréttirnar svona og ég vildi sýna þeim að ég væri ekki vitund feiminn við það. Hitt er svo ann að mál, að ég er að hugsa um að raka þetta i burtu einhvem næstu daga.“ „Mitt skegg er nú ekki neroa mánaðar gamalt", sagði ungur STEINÞÓR. Mánaðar þolin- mæði. //Skeggöld" / Reykjavík maöur, sem naut sólarglætunn- ar á Arnarhóli. Hann heitir Stein þór Guðmundsson, og við hugg- uðum hann með þvi að segjast hafa séð skeggið alia leiðina frá Alþýðuhúsinu. „Ég er bara að prófa þetta,“ sagði Steinþór. „En hefur þetta ekki mælzt illa fyrir einhvers staðar“, spyrjum við í gamni og lítum á fallega ijóshærða stúlku, sem stendur við hliðina á Steinþóri. „Nei, alls ekki,“ svaraði hann og brosti. JÓN ÞORSTEINN. Með skegg í landi. Við tókum nú að svipast um eftir einhverju síöu og þéttu, en við sáum ekkert nema gisin skegg, sem kalnefndin hefði feg in viljað komast i tæri við. Loks ins mættum við mætum manni, Jóni Þ. Jónssyni, sem nú býr á Hrafnistu. „Ég fór að safna þessu eftir að ég kom af sjón- um. Það var enginn vegur að hafa skegg. Það vildu safnast ó- hreinindi I þaðog ávetumafraus það. En nú gegnir allt öðru máli.“ Halldór Kristinsson, gullsmið- ur var á spretti á Laugaveginum þegar náðist f skeggið á honum, og var hann dreginn undir hús- vegg, því að nú var sólin hætt að brosa við Reykjavik og skýin húktu hágrátandi yfir i stað- inn. „Jú, sjáið þið til ég þurfti að stækka andlitið,“ sagði Hall- dón „Eftu að hugsa um að hafa skeggið lengi?“ „Auðvitað. Hafiö þið einhvem tíma heyrt um =að maður hafi orðið svo hissa, að hann hafi orðið Jangleitur það sem eftir var ævinnar?" MARON. Þetta er ekki fyrir neinum . \\ fvirki í jhják B^OjiÚHiméö.; mifeiði. herforingjaskegg og vel vanið, en ef betur er að gáð minnir það einna mest á skeggið á honum Salvador Dali. „Þaö var árið sem ég fór á þjóðhátíðina, sem ég byrjaði að safna. Þá þurfti ég að fela mig og hafði enga aðstööu til aö raka mig. Þetta er nú þannig í laginu að mér 1. fur stundum dottið í hug, aö fá mér skeggbolla, en aldrei orðiö af því,“ sagði Maron og strauk skeggið. JÓHANN ÞÓR. Snyrting fyrir öllu. Jóhann Þór Sigurbergsson hjá Landmælingum ríkisins átti næsta skegg, sem fannst. Það er snyrtilegt og greinilega vel við haldið. „Enginn sérstök ástæða er fyrir að ég fór að gefa þessu lausan tauminn. Nú er það orðið ársgamalt og ég sé enga ástæðu til að fóma því“. Það er því deginum ljósara að ástæðurnar em jafn margar og skeggin, og erfitt að skipa þeim saman í einn flokk. Við gáfumst því upp og hrökkluðumst heim á leið í rigningunni, sem draup af hverju þakskeggi. Ó.H. □ Þakkir til fólksins Skrýtið c. það með sumt fólk. Það virðist ekkert sjá nema svart, þó að aiit sé eiginlega hvítt. Þannig var það nú um verzlunarmannahelgina. Ýmsir virðast lítið hafa gert síðan, en að draga allt þaö fram sem mið- ur fór. En sem betur fer eru þeir fleiri, sem líta hlutina rétt- um augum. Blöðin, sjónvarpið og útvarpið sögöu margsinnis frá þvf hversu vel hefði tekizt til með . -ssa helgi og fáir menn slasazt eða orðið sér til skamm ar með hegðun sinni. Mér finnst því að fólk, jafnt ungt sem gam alt, sem eitthvað gerði eða hreyfði sig um þessa helgi eigi þakkir skilið fyrir það hversu framkoma þess var öll til fyrir- myndar. BangsL □ Hvað er skipulag? Allt er nú eins þegar farið er að skipuleggja. Þá á allt að fara eftir einhverjum beinum eða bognum fegurðarlínum en ekk- ert tekið tillit til þess hvað bezt kemur sér fyrir fólkið. Þannig er þessu varið með ýmsa garða og tún hér, í Reykjavík. Gang- stígar eru lagöir í 90 gráðu horn þó að fólkið vilji ganga beint af augum. Sé nú einhver að flýta sér og megi ekki vera að því að ganga eftir skipulaginu, verður viðkomandi að vaða for- ina í mjóalegg á þeim stigum sem fólkið hefursjálft gert á tún in. Af hverju er nú ekki athugað fyrst hvar fólki kæmi bezt að ganga og gangbrautimar síöan lagðar þar? Þetta er bæði til ó- þæginda og óprýði, er grasið veðst allt út. Stígvélalaus skrifstofumaöur. □ Þvo bílinn og fólkið um leið. Lögreglan og umferðarmála- ráð hefur á þessu sumri gert mikla og ágæta herferð í um- ferðarmálum. Þetta er aljt gott og gilt, sem sagt er í þessum umferðarþáttum og hefur áreið anlega haft góð áhrif. En eitt er það, sem ég hef aldrei heyrt minnzt á hjá þeim blessuöum og væri þó mikil nauðsyn í þess ari vætutlð. Ég á við skvettur frá bílnum yfir saklausa og prúð búna vegfarendur. Það er eins og þessir sullarar séu að hreykja sér yfir okkur hin, sem verðum að paufast áfram gang- andi í hvaða v.eðri sem er. Mað ur á víst að skrifa númerin niður og kæra, en það er nú ekki svo auðhlaupið aö því. Mestu sull- ararnir aka alltaf svo óhreinum bílum, að engin Ieið er að sjá númerin. Þetta skyldi þó aldrei vera þeirra máti að þvo bílana sína og göngufólki sé óvart gerð sömu skil f leiðinni? Stafkarl. HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.