Vísir - 13.08.1969, Blaðsíða 3
HARKA HJÁ
KONUNUM
Laufey Karlsdóttir, Reykjavik hafði forystu
eftir fyrsta daginn i kvennagolfinu
Laufey Karlsdóttir er fyrst í
spennandi kvennakeppni um ís
Iandsmeistaratitil kvenna. Lauf
ey lék í gær 9 holurnar á 45 högg
um, Jakobína Guðlaugsdóttir lék
á 47 höggum, en hún er úr Vest-
mannaeyjum. í 3. og 4. sæti eru
þær Hjördís Sigurðardóttir,
Reykjavík og Ólöf Geirsdóttir,
einnig úr Reykjavík, báðar með
48 högg.
aaVONlOOAHl
HVNNHmV
ðOUi-^iðutjH
'uAsQneu
SuiSSja
QaajeSfuuia
Keppnin er hörð og engu hægt
að spá með vissu um næstu dag-
ana, en konurnar leika alls 36 hol-
ur.
Einnig er keppt í stúlknaflokki,
þ. e. undir 18 ára aldri og er þetta
í fyrsta skipti, sem sú keppni fer
fram. Ánægjulegt er að sjá að þar
eru góð efni á ferðinni, en segja
má að nýtt líf hafi kviknað í
kvennagolfi hér á landi, en fyrir
nokkrum árum var það vart eða
ekki til.
Ólöf Árnadóttir er fyrst í stúlkna
flokknum, lék 9 holurnar í gær á
51 höggi, Erna ísebam á 65 högg-
um.
1 kvennaflokki taka nú þátt 13
konur og í stúlknaflokki aðrar 13.
Koma keppendur víða að af land-
inu.
Unglingarnir standa þeim
fullorðnu fyllilega á sporði
• Unglingarnir I golfkeppninni í Grafarholti í gær, voru e.t.v.^1
þeir kylfingar, sem mesta athygli verðskulduðu. Árangur
þeirra, einkum Reykvíkinganna þriggja, sem fyrstir eru eftir fyrsta
daginn af fjórum, er stórkostlega góður. Lentu þeir allir í hópi
þeirra beztu yfir daginn, og eru meístaraflokksmenn þá ekki
undanskildir, aðeins Pétur Bjömsson og Sævar Gunnarsson voru
t.d. betri en Hans Isebam.
Hans sló á 78 höggum, Loftur
Ólafsson á 79 og fékk þó á sig
tvö óþarfa vítahögg, Ólafur Skúla
son er með 80 högg. Allt er þetta
mjög góður árangur. Þá voru Ak-
ureyringar tveir með ágætan árang
ur og sómdu sér vel meðal sinna
manna í klúbbakeppninni, en ungl
ingamir vora hlutgengir í þeirri
keppni.
Hins vegar geta unglingar undir
18 ára aldri ekki orðið Islands-
meistarar, enda þótt þeir leiki sömu
brautir og fullorðnir og geti miðað
sig að öllu leyti við þá fullorðnu.
Gaman veröur hins vegar að fylgj
ast með þessum ungu mönnum,
sem þarna eru að vaxa úr grasi og
sýna strax svo mikla hæfileika.
••
Oldungasigurinn
Hafliði Guðmundsson, Akureyri,
fór i gær með sigur af hólmi í
fyrstu keppni Golfmeistararmóts-
in, sem leidd var til lykta, en þaö
var Öldungakeppnin svonefnda,
enda þótt það sé e. t. v. ofboðlítið
hátíölegt nafn á keppninni, þar
sem l'æstir eru eldri en milli fimmt
ugs og sextugs, en golfmenn reikna
þá menn „öldunga“, sem náð hafa
fimmtugsaldrinum.
Lék Hafliði holurnar á 87 högg-
um, sem er afbragðs árangur, ann-
ar varð hinn kunni knattspyrnu-
þjálfari KR-inga, Óli B. Jónsson
frá Golfklúbbi Ness með 89 högg
og þriðji Jóhann Þorkelsson, Ak-
ureyri, sló völlinn í 90 höggum..
Keppt var með forgjöf og uröu
þeir efstir og jafnir Sveinn Bjarna-
son, Keili og ÓIi B. Jónsson, með
71 högg nettó, Sverrir Guðmunds
son, lögregluvarðstjóri, varð þriðji
með 73 högg.
Gæð/ / gólfteppi
GOLFTEPPAGERÐIN H/F
Grundargerði 8 . Sími 23570
m
AÐE3NS 1500 KRÓNUR
Hringborð, teg 58/370,
með þykkum massívum
kanti aflt í kring. —
Breidd 120 cm, hæð 74
cm og lengd fullstækk-
að 210 cm.
Stóll, teg 24A, er norsk-
ur, einstaklega sterkur
og fallegur. Hann er
einnig mjög þægilegur.
á mánuði og 1500 út og jbér eigið glæsilegt
borðstofuborð með 6-8 stólum.
AÐEINS 2000 KRÓNUR á mánuði og 2000
út, og bér eigið sett með borðstofuskáp,
3ja eða 4ra dyra.
KAUPIÐ STRAX
ÞAÐ BORGAR SIG
Borðstofuborð, tegund 58/350
og 58/360 hafa fræstan undir-
kant í stíl við skúffugripin á
skápunum, og framsökkul á
stól, teg. 30. Full lengd þessara
borða með stækkun er 224 cm
stærra borðið og 204 cm minna
borðið.
3*3=
ryct
Ulli
Stóll, teg. 30, er norsk-
ur. Takið eftir fræsing-
unni að framan, sem er
í stíl við skápana og
borðin.
#.
» I
imi mn
Sími -22900 Laugaveg 26